Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGINN 26. janúar birtist í dálk- inum Viðhorf grein eftir Aðalheiði Ingu Þor- steinsdóttur undir heit- inu Trúhelsi á Íslandi. Greinin er að mínu viti byggð á misskilningi að stofni til og því eru þessi orð sett á blað. Höfundur agnúast út í þjóðkirkjuna og tengsl hennar við ríkið. Ég leyfi mér að fullyrða að það hafi reynst þjóðinni heilladrjúgt að kristin kirkja hefur átt hér svo náin tengsl við gengnar kynslóðir sem og núlifandi. Og skyldi það vera tilviljun að þau lönd sem skora hæst á kvörðum sem mæla vel- megun, þjóðfélagslegt réttlæti og ör- yggi, frið og farsæld eru Norðurlönd- in þar sem sterkar þjóðkirkjur hafa mótað mannlífið um aldir? Löggjöf þjóðarinnar byggist að meginstofni til á kristnum gildum og ólíklegt má telja að meirihluti þjóðarinnar vilji breyta því í skjótræði og kasta sið- ferðilegum fjársjóði þjóðarinnar á glæ. Spyrja má um leið: Hvað vill fólk fá í staðinn? Með lögum 78/1997 öðlaðist þjóð- kirkjan aukið sjálfstæði hvað varðar öll innri mál og ég tel að kirkjan vilji aukið sjálfstæði. Ef meirihluti þjóð- arinnar vill fullan aðskilnað þá verður sá aðskilnaður auðvitað að veruleika. Hins vegar hafa niðurstöður skoð- anakannana um þetta mál verið dregnar í efa vegna orðalags spurn- inga í þeim. Aðskilnaður í Svíþjóð Um aldamótin gengu í gildi lög í Svíþjóð um stöðu sænsku kirkjunnar sem sögð eru vera ígildi aðskilnaðar ríkis og kirkju. Þar með stigu Svíar skref sem nær álíka langt og við höf- um fyrir nokkrum árum stigið hér á landi. Íslenska þjóðkirkjan hefur tak- mörkuð tengsl við ríkið og þau fara minnkandi. Lögin frá 1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar bera þessu glöggt vitni. 1. Hér er ekki starfrækt ríkis- kirkja. Í ríkiskirkju skipar ríkið t.d. presta en söfnuðir velja þá ekki og ríkið ræður öllum innri málum kirkj- unnar. 2. Hér er ekki trúhelsi enda er fólki frjálst að tilheyra hvaða trúfélagi sem er. Trúfrelsi hefur verið hér í lögum frá 1874 og í lögum nr. 26/1994, 9. gr., er fjallað um hugs- ana-, samvisku- og trú- frelsi og byggist lög- gjöfin á mannréttinda- sáttmála Evrópu. 3. Almenningur stendur ekki „straum af launakostnaði klerka“. Þetta er rangt þar sem laun presta eru greidd skv. samningi ríkis og kirkju frá 1907 en þá yf- irtók ríkið til vörslu og ávöxtunar jarðeignir kirkjunnar gegn því að greiða prestum laun. Þessi samning- ur var endurskoðaður og lög sam- þykkt þar um nr. 78/1997. Laun presta fara eftir sem áður um ríkis- sjóð en eru ekki framlag ríkis til kirkju. 4. Kristinfræði er kennd í grunn- skólum og einnig trúarbragðafræði. Hvort sem hér starfar þjóðkirkja eð- ur ei þá hlýtur að þurfa að fræða um þann grunn sem siðferði okkar og gildi hvíla á. Og jafnvel þótt við vörp- uðum þeim gildum fyrir róða stæðu hinar sögulegu staðreyndir eftir. Og eigum við ekki að upplýsa nemendur um liðna tíð? Munum líka að skólar miðla fróðleik en hafa ekki það hlut- verk að boða trú. 5. Það að atvinnustarfsemi liggi niðri á „helgidögum þjóðkirkjunnar“ á væntanlega rætur í því að meirihluti þjóðarinnar tilheyrir kristinni kirkju sem starfar í mörgum trúfélögum og vill hafa rétt til að iðka trú sína á þess- um helgidögum og þurfa ekki að sækja vinnu. Lögin eru því sett til verndar mannréttindum. Einhverjir kunna t.d. að vera á móti 1. maí eða 17. júní en í lýðræðisþjóðfélagi gilda allskonar reglur og lög sem fólk hlítir. Lögum má breyta en það bannar t.d. enginn blaðamönnum að skrifa grein- ar gegn þjóðkirkjunni, jafnvel á jóla- dag eða sjálfan páskadagsmorgun. 6. Alvarlegasta rangfærslan í grein hennar felst í því að kalla kristna trú hindurvitni og að ríkisstofnun hafi það að markmiði að boða þá fjar- stæðu. Hér þykir mér hún skjóta sjálfa sig í fótinn þegar hún tekur af- stöðu til þjóðkirkjunnar á trúarlegum forsendum og byggir viðhorf sín á hindurvitni eða hjáfræði. Það er nú varla í anda upplýsingarinnar sem hún dáir svo mjög. Ef einhver trú byggist á jafntraustum heimildum og rökum og kristin trú lýsi ég hér með eftir henni. Höfundur virðist trúa þeirri ein- földu og fölsku hugmynd að þekking sé eins og línurit sem stefnir stöðugt hærra. Upplýsingin var barn síns tíma og sagði margt gott en annað sem er úrelt. Manneskjan hefur ekk- ert breyst í þúsundir ára þótt tækni hafi fleygt fram og því á boðskapur Krists erindi til fólks fyrir og eftir upplýsinguna. Hann sem er ljós heimsins lýsir upp allar tírur, jafnvel sjálfa upplýsinguna. Það besta sem fram hefur komið til þessa í siðferð- isefnum er 2000 ára gömul kenning Krists. Speki hans verður að mínu mati aldrei toppuð – aldrei! Sumt orkar tvímælis Hér hafa verið færð rök gegn mörgum rangfærslum greinarhöf- undar. Eftir stendur þá að taka af- stöðu til þess hvort messa eigi yfir al- þingismönnum við setningu þingsins; hvort forsetinn eigi að skipa biskup; og hvort Háskólinn skuli sjá um menntun presta. Ég get fyrir mitt leyti fallist á að þetta orki allt tvímæl- is. Hins vegar er augljóst að háskóli sem standa vill undir nafni sem fjöl- fræðastofnun hlýtur að kenna guð- fræði sem nefnd hefur verið drottn- ing vísindanna. Hins vegar má spyrja hvort það eigi ekki að vera alfarið á hendi kirkjunnar að þjálfa guðfræð- inga til prestsstarfa. Að endingu get ég ekki stillt mig um að benda á skyldleika netfangs höfundar við orðið trú. Netfangið er „aith“. Það vantar aðeins effið fyrir framan svo úr því verði trú á ensku. Með von um að Aðalheiður Inga finni haldbærari rök í umræðunni um trú og kirkju. Viðhorf byggð á hindurvitni? Örn Bárður Jónsson Kristni Alvarlegasta rang- færslan, segir Örn Bárður Jónsson, felst í því að kalla kristna trú hindurvitni. Höfundur er prestur í Neskirkju. K onan sem skapaði Snúð og Jónatan Ljónshjarta er dáin. Astrid Lindgren var hetja sem skrif- aði ótal sögur á ferlinum og skilur eftir sig ógleymanlegar persónur sem börn víðs vegar um heiminn hafa kynnst og tekið sér til fyr- irmyndar. Fleiri en ein kynslóð hefur drukkið í sig bækur Astrid Lindgren og sögur hennar eru orðnar ódauðlegar. Astrid Lind- gren varð 94 ára. Hún skrifaði 88 bækur á ferlinum sem voru þýdd- ar á um 80 tungumál. Hún var brautryðjandi í barna- bókaritun t.d. með Línu langsokk, Elsku Míó minn og síðast en ekki síst bræðrunum Ljónshjarta þar sem hún tók fyrir það sem áður var tabú í barnabókum: dauðann og líf eftir hann: „Gaman!“ sagði ég. „Er eitthvað gaman að liggja dauður niðri í jörðinni?“ „Uss, sagði Jónatan, „það er bara hulstrið utan um þig sem liggur þar. Þú sjálfur flýgur burt á allt annan stað.“ (Bróðir minn Ljóns- hjarta. 1973. Ísl. þýð. Þorleifur Hauksson 1976). Lína langsokkur er frægasta söguhetja Lindgren, þekkt um allan heim. Þessi ógleymanlega persóna er ólík öllum öðrum, svo dásamlega sjálfstæð, góð og glað- vær, hugrökk, uppátækjasöm og sterk. Það er öruggt að litlar stelpur eiga í Línu betri fyr- irmynd en í Barbí eða öðrum ámóta bjargarlausum fígúrum. Lína langsokkur var upphaflega ævintýri samið fyrir dóttur Lind- gren, Karin, á fjórða áratug síð- ustu aldar. Lína hefur kætt börn og fullorðna um allan heim en sið- ferðispostular á síðustu öld töldu sumir að Lína ógnaði hefðbundum uppeldishugmyndum og væri hreint ekki nógu góð fyrirmynd barna. Siðapostularnir birtust svo líka í bókunum um Línu og alltaf var það Lína sem átti síðasta orð- ið. Astrid Lindgren var svo langt á undan sinni samtíð með Línu og fleiri söguhetjum. Hún bar mikla virðingu fyrir börnum og ímynd- unarafli þeirra. Bækurnar eru ekki eintóm gleði, heldur eru dekkri hliðar dregnar upp og börn þar með hvött til vangaveltna. Astrid Lindgren sagðist ekki leit- ast við að kenna börnum eða ala þau upp með bókum sínum. Hún vonaðist hins vegar til þess að leggja sitt af mörkum til að auka veg mannúðar og lýðræðislegra sjónarmiða, auk þess að skemmta börnum og barninu í henni sjálfri. Hvað uppeldi varðar var það hennar skoðun að nægilegt væri að foreldrar veittu börnum sínum ást og væntumþykju í veganesti. Ronja ræningjadóttir er önnur góð fyrirmynd stúlkna. Ronja varð til langt á eftir Línu en er svipaður karakter, hugrökk og uppátækjasöm. Ronja kom út árið 1981 og í íslenskri þýðingu Þor- leifs Haukssonar sama ár. Hún er náttúrubarn sem hefst við í skóg- inum á meðal rassálfa og fleiri fyrirbæra á daginn, bjargar sér úr öllum vandræðum og æfir sig í að verða ekki hrædd með því að stökkva fram og til baka yfir Hel- vítisgjána. Þvílík spenna og því- líkar myndir sem dregnar eru upp af tíu ára stelpu í fortíðinni fyrir aðra tíu ára á Íslandi eða annars staðar í heiminum. Lindgren tókst það sem allir barnabókahöf- undar hljóta að stefna að: Að kveikja á einhverju í huga barna, örva ímyndunaraflið þeirra og áhugann á að njóta bókmennta. Það má undrum sæta að þessi stórmerki rithöfundur hafi ekki hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir afrek sín. Almenningur í Sví- þjóð og Noregi hefur oft léð máls á því síðustu ár að nauðsynlegt væri að veita Lindgren Nóbels- verðlaun. Í fyrravor hóf einn af þekktustu rithöfundum í Noregi, Erlend Loe, undirskriftasöfnun til þess að Lindgren fengi Nób- elsverðlaun. „Ef Astrid Lindgren deyr án þess að fá bókmennta- verðlaun Nóbels er það sorglegt,“ sagði Loe. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynningin um lát Lind- gren barst, var svo hafin önnur barátta, fyrir því að veita skáld- konunni loks bókmenntaverðlaun Nóbels, að henni genginni. Vandamálið er hins vegar að Nób- elsverðlaunin eru ekki veitt látnu fólki, reglum þess efnis var breytt árið 1974. Sænskir og norskir fjöl- miðlar fjölluðu um málið og greint var frá skoðunum þess efnis að Akademían ætti að veita und- anþágu. 87% Svía styðja þessa kröfu samkvæmt nýlegri skoð- anakönnun. Auk þess að veita Lindgren síðasta heiðursvott væri kominn tími til að sýna barnabók- menntum sömu virðingu og öðr- um fagurbókmenntum. Eitt sinn stakk óþekkt kona pappírsmiða að Astrid Lindgren. Á honum stóð: „Takk fyrir að lýsa upp dimma æsku.“ Það nægði Astrid Lindgren. „Ef ég hef náð að lýsa upp dimma æsku eins barns, er ég ánægð,“ sagði hún um skáldskap sinn. Astrid Lindgren var baráttu- manneskja fyrir mannréttindum barna og mörgu öðru. Hún talaði oft gegn ofbeldi á börnum og bækur hennar eru liður í þeirri baráttu. Astrid Lindgren lagði svo mikið af mörkum til að auka gæsku heimsins. Hún mun sem betur fer lifa áfram í bókum sín- um og það er öruggt að allir sem hafa kynnst sögum hennar sem börn munu kynna þær fyrir sínum börnum. Lindgren látin „Síðan gerðist það. Og aldrei hef ég lifað neitt eins furðulegt. Allt í einu stóð ég framan við hliðið og las á græna skiltið: Bræðurnir Ljónshjarta. Hvernig komst ég þangað? Hvenær flaug ég? Hvernig gat ég ratað án þess að spyrja neinn til vegar? Það veit ég ekki. Ég veit ekki annað en það að allt í einu stóð ég þarna og sá nafnið á hliðinu.“ VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is Astrid Lindgren. 1973. Bróðir minn Ljónshjarta. Ísl. þýð. 1976, Þorleifur Hauksson. ÞINGMENNIRNIR Mörður Árnason og Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir hafa lagt fram frumvarp til laga á Alþingi um afnám gjalda á menn utan trú- félaga. Þetta frumvarp er á misskilningi byggt. Frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hefur ekki verið inn- heimt sérstakt gjald af fólki til að standa undir kostnaði við rekstur trúfélaga. Í lögum um sóknargjöld segir á hinn bóginn að þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög og Háskólasjóður skuli eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti sem lagður er á skv. lögum um tekju- og eignaskatt. Um er að ræða fram- lög frá ríkinu sem eru bundin í lögum með ákveðinni viðmiðun um hvernig þau skuli reiknuð, tiltekin krónutala á einstakling 16 ára og eldri. Sóknar- gjöld til trúfélaga gætu allt eins verið fjármögnuð af virðisaukaskatti eða al- mennum skatttekjum. Sú fullyrðing að einstaklingur „sé skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að“ eins og segir í greinargerð í frumvarpi þingmann- anna á sér því ekki stoð. Frumvarp þing- mannanna vísar hins vegar í eldri skipan inn- heimtu sóknargjalda sem var aflögð þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp og lögum um sóknargjöld breytt. Þetta var fyrir 13 árum. Í eldri lögum voru sókn- argjöld nk. nefskattur, sem gjaldend- ur greiddu beint til sóknar viðkom- andi, en til Háskóla Íslands í þeim tilvikum sem viðkomandi var utan trúfélaga. Um leið og sóknargjöld voru felld inn í tekjuskattinn var hið sama gert með nokkur álíka gjöld og nefskatta til að einfalda skattheimtu. Með nýjum lögum um sóknargjöld var ákveðið að miða við að ríkið greiddi ákveðna upphæð á mánuði vegna hvers einstaklings 16 ára og eldri til viðkomandi sókna. Upphæðin breytist milli ára og fylgir meðal- tekjuskattsstofni. Sóknargjald fyrir hvern einstakling samsvarar um 566 krónum á mánuði á árinu 2002. Það ætti því að vera ljóst að hver og einn einstaklingur greiðir ekki þessi gjöld, heldur er kveðið á um að sóknargjöld eigi ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Margir greiða ekki tekjuskatt og leggja þeir því ekkert fram til að standa undir greiðslu ríkissjóðs til sókna skv. lögum um sóknargjöld. Það er því misskilningur sem kem- ur fram í frumvarpi þingmannanna að ríkisvaldið sjái um „að innheimta fast gjald til þjóðkirkjusafnaða og ann- arra skráðra trúfélaga“. Það er einnig misskilningur að sérstök gjaldheimta fari fram á fólk utan trúfélaga, sem með samþykkt frumvarpsins verði stöðvað. Frumvarpið hefur því ekkert Frumvarp á mis- skilningi byggt Ásta Möller Gjöld Um leið og sóknargjöld voru felld inn í tekju- skattinn, segir Ásta Möller, var hið sama gert með nokkur álíka gjöld og nefskatta til að einfalda skattheimtu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.