Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 20
YORIKO Kawaguchi var í gær skipuð utanríkisráð- herra Japans í stað Makiko Tanaka sem vikið var úr embætti fyrr í vikunni. Kawaguchi hefur fram að þessu sinnt umhverfismál- um í ríkisstjórn Junichiro Koizumi. Áður hafði Sad- ako Ogata, fyrrverandi framkvæmdastjóri Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafnað utanrík- isráðherrastólnum. Þykir harður samningamaður „Við höfum ákveðið að skipa umhverfisráðherr- ann Kawaguchi sem utan- ríkisráðherra,“ sagði Yasuo Fukuda, helsti að- stoðarmaður Koizumis. „Hún er afar hæf til starf- ans og í okkar huga er hún harður samningamaður.“ Bætti Fukuda því við að Kawaguchi, sem er 61 árs, væri víðsýn og vitur um er- lend málefni. Kawaguchi, sem hefur starfað í viðskiptaráðu- neytinu, er ein fjögurra kvenna sem eftir eru í ráðuneyti Koizumis en fyrrverandi utanríkisráð- herra, Tanaka, var sú fimmta. „Við vildum gjarnan að frú Ogata tæki að sér starfið,“ upp- lýsti Fukuda, „en hún tjáði mér beint nú í morgun að hún gæti ekki sagt skilið við núverandi starfa sinn til að taka að sér Tanaka var vikið úr embætti utanríkisráð- herra á þriðjudag vegna deilna hennar við emb- ættismenn í utanríkis- ráðuneytinu. Æðsti emb- ættismaðurinn í ráðu- neytinu, Yoshiji Nogami, fékk einnig að fjúka en samskiptaörðugleikar Nogamis og Tanaka voru farnir að valda veruleg- um erfiðleikum á stjórn- arheimilinu. Tanaka naut almennra vinsælda Tanaka hefur notið mikilla vinsælda meðal almennings og frétta- skýrendur telja að Koiz- umi hafi tekið mikla áhættu með því að reka hana. Höfðu menn í gær áhyggjur af því að dregið gæti úr trausti manna á ríkisstjórn Koizumis í framhaldinu, sem þá gæti orðið til að fjárfestar los- uðu sig við hlutabréf í japönskum fyrirtækjum. Allar tilraunir Koizumis til að bæta stöðu efna- hagsmála í landinu væru því í hættu. Sú staðreynd, að ekki tókst að telja Ogata, sem nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín á alþjóðavettvangi, á að taka sæti í stjórninni er einnig talin veikja stöðu Koizumis en fréttaskýrendur höfðu talið hana hæfasta til að taka embættið að sér. embætti utanríkisráðherra“. Ogata, sem er 74 ára, er sérlegur sendifulltrúi Koizumis í málefnum Afganistans, auk þess sem hún hef- ur stöðu við Ford-rannsóknar- stofnunina bandarísku í New York. Kawaguchi skipuð utanríkisráðherra Yoriko Kawaguchi, nýskipaður utanríkisráðherra Japans, hlýðir á umræður í þinginu í gær. Junichiro Koizumi forsætisráðherra situr fyrir framan hana. Tókýó. AFP. Reuters ERLENT 20 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SPORVAGNAR sem ganga með- fram ströndinni í Blackpool á vesturströnd Bretlands voru dregnir í skjól í gær þegar mjög var tekið að hvessa og spáð versnandi veðri. Þetta var í annað sinn í vikunni sem Bretland varð fyrir barðinu á illviðri, en átta manns létust af völdum veðurs í Skotlandi og Norður-Englandi á mánudag og þriðjudag. Þá létust tveir á miðvikudaginn, er tré fauk á bíl þeirra í Vestur-Yorkshire. Í gær var búist við versta veðrinu í Skotlandi og á vesturströnd Eng- lands, og um þúsund heimili á Norður-Írlandi voru rafmagnslaus vegna veðursins. AP Óveður á Bretlandi JEFFREY K. Skilling, sem lét óvænt af störfum sem yfirfram- kvæmdastjóri bandaríska orku- sölufyrirtækisins Enr- on í ágúst sl., hefur samþykkt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar gjald- þrot fyrirtækisins í lok síðasta árs. Mun Skilling koma fyrir nefndina í næstu viku. Skilling hefur neit- að því að hafa aðhafst nokkuð rangt, er leitt hafi til gjaldþrotsins, sem er það stærsta í bandarískri sögu. Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins missti vinnuna og glataði ennfremur öllu sparifé sínu, sem var að miklu leyti bundið í hlutabréfum í fyr- irtækinu, en þau eru nú verðlaus. En annar starfsmaður Enron, Sherron S. Watkins, skrifaði for- stjóra fyrirtækisins, Kenneth L. Lay, bréf í ágúst í fyrra og sagði þar, að aðrir framkvæmdastjórar í fyrirtækinu hefðu varað Skilling við því að í óefni stefndi. Meðal þessara framkvæmdastjóra hafi verið J. Clifford Baxter, en að sögn lögreglu framdi hann sjálfs- morð í síðustu viku. „Skilling skiptir höfuðmáli,“ sagði öldungardeildarþingmaður- inn Byron L. Dorgan, sem er for- maður neytendamálaundirnefndar viðskiptanefndar öldungadeildar- innar. Nefndin hefur einnig farið fram á, að Andrew S. Fastow, fyrrverandi yfirfjár- málastjóri Enron, beri vitni. Fastow er talinn hafa verið mað- urinn á bak við stofn- un fjölda sameignar- fyrirtækja sem notuð voru til að fela raun- verulega skuldastöðu Enron. Dorgan sagði að nefndinni hefði ekki enn borist svar frá Fastow. Önnur rannsóknar- nefnd á vegum þings- ins, orku- og við- skiptanefnd fulltrúa- deildarinnar, sem einnig er að rannsaka gjaldþrot Enron, greindi frá því á fimmtudagskvöld- ið, að bæði Skilling og Fastow myndu bera vitni fyrir þeirri nefnd nk. fimmtudag, auk fleiri fyrrver- andi yfirmanna Enron. Lay mun koma fyrir neyt- endamálaundirnefndina á mánu- daginn, og hefur blaðið Houston Chronicle eftir nefndarmönnum, að þeir hyggist spyrja hann að því hvers vegna yfirmenn fyrirtæk- isins hafi getað selt hlutabréf sín, á sama tíma og almennum starfs- mönnum hafi verið meinað um það, með þeim afleiðingum að starfsmennirnir glötuðu sparifé sínu. Fyrrverandi yfirmenn Enr- on bera vitni Washington. The Los Angeles Times. Kenneth Lay BANDARÍKJAMENN geta ekki vænst þess að Atlantshafsbandalag- ið styðji þá skilyrðislaust láti þeir til skarar skríða gegn „öxulveldum hins illa“, þ.e. Norður-Kóreu, Íran og Írak en þetta viðurnefni gaf George W. Bush Bandaríkjaforseti ríkjun- um þremur í stefnuræðu sinni á þriðjudag. George Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO, lét hafa þetta eftir sér í New York í fyrrakvöld. Aðildarríki NATO samþykktu í september að líta skyldi á hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september sl. sem árás á öll nítján aðildarríki bandalagsins í samræmi við 5. grein stofnsáttmála þess, en þetta var í fyrsta skipti sem þessu ákvæði sáttmálans er beitt. Robertson lávarður sagði hins vegar á fimmtudag að þessi ákvörð- un tengdist einungis árásunum á Washington og New York og að NATO myndi þurfa að gera upp hug sinn á ný bærist beiðni frá Banda- ríkjamönnum þar að lútandi, í tengslum við hugsanlegar hernaðar- aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu, Íran og Írak. Samþykktin frá því í haust yfirfærðist ekki sjálfkrafa á þessi ríki. „Ég held að ef Bandaríkjamenn legðu fram sannfærandi sönnunar- gögn um tengsl annarra landa [en Afganistans] og árásanna sem gerð- ar voru þá hefðu bandamenn þeirra [hjá NATO] mikinn áhuga á slíkum upplýsingum,“ sagði hann. „En slík gögn hafa ekki verið borin á borð fram að þessu.“ Hugmyndir um samráð NATO og Rússa liggi fyrir í Reykjavík Robertson ræddi við fréttamenn á fundi Alþjóðaefnahagsráðstefnunn- ar, WEF, og sagði hann m.a. að NATO væri nú að verða einn helsti vettvangur upplýsingasöfnunar um alþjóðleg hryðjuverkasamtök og um framleiðslu kjarnorku-, efna- og sýklavopna. NATO hefði ekki tekið beinan þátt í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Afganistan en að Bandaríkjamenn hefðu ekki getað unnið þar sigur án stuðnings banda- mannanna í NATO. „Ekkert ríki, sama hversu mikið stórveldi það er, getur gert hlutina algerlega upp á eigin spýtur,“ sagði hann og benti m.a. á að Bandaríkja- her hefði notað herflugvelli Ítala vegna árásanna á Afganistan. Grikk- ir hefðu einnig heimilað notkun á sín- um flugvöllum og Rússar hefðu síðan leyft að Bandaríkjamenn flygju her- þotum sínum um rússneska lofthelgi. Robertson ræddi einnig mögu- leikann á nánara samstarfi NATO við Rússa. Sagði hann að menn von- uðust til að búið yrði að fullmóta hugmyndir um samráðsvettvang NATO og Rússlands þegar utanrík- isráðherrar NATO-ríkjanna hittast á fundi í Reykjavík í maí. Hugsanlegar aðgerðir Bandaríkja- manna gegn „öxulveldum hins illa“ Geta ekki vænst skilyrðislauss stuðnings NATO New York. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.