Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 25
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 25 ÞAÐ virðist hafa færst í vöxt undanfarin ár að ferðamenn sleppi nauðsynlegum bólu- setningum áður en þeir halda til fjarlægra landa. Þetta kemur fram í breska dag- blaðinu The Times fyrir stuttu og segir þar að fjöldi þeirra sem snúa heim með ýmsa hitabeltissjúkdóma hafi aukist. Mikil aukning hefur orðið í ferðalögum Breta til Suður- Ameríku, Suðaustur-Asíu og Afríku undanfarin ár. Fyrir áratug ferðuðust færri en 800.000 Bretar til malaríu- svæða, en í fyrra voru þeir orðnir sex milljónir. Talið er að tveir af hverjum tíu hafi ekki gert nauðsynlegar ráð- stafanir vegna malaríu og annarra sjúkdóma fyrir þessi ferðalög. Dr. Peter Barrett, sérfræð- ingur á þessu sviði segir ótrú- legt hve margir hafi ekki gert sér grein fyrir hvert þeir væru að fara í frí, og fjöldi mal- aríutilfella meðal vestrænna ferðamanna hafi aukist veru- lega upp á síðkastið. Fjöldi sýkinga af þessu tagi hafi verið stöðugur á heimsvísu síðast liðinn áratug, en tilfellum meðal ferða- manna hafi fjölgað. 44.000 manns leituðu til heilsu- gæslustöðva og sjúkrahúsa vegna hitabeltissjúkdóma síðast liðið ár og hafa starfsmenn þeirra orðið varir við sjúkdóma eins og gulu, ebólu og beinbrunasótt. Tíðni síðastnefnda sjúkdómsins virðist hafa aukist í Suður-Ameríku og svefnsýki, sem tsetse flugur orsaka, aukist á afr- ískum sléttum. Áhætta að sleppa bólusetningum Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ferðamenn eru varaðir við því að sleppa bólusetningum áður en haldið er til fjarlægra landa. Ferðamenn á malaríusvæðum lækningajurtir www.sagamedica.com Heilsujurtir ehf. Y D D A / S ÍA Íslenskar efla orku, kraft og vellíðan Forfeður okkar hafa allt frá landnámsöld trúað á lækningamátt ætihvannar og vísindamenn nútímans hafa staðfest að þeir höfðu rétt fyrir sér. Þeirra á meðal er dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor við Háskóla Íslands svo og mikill fjöldi erlendra vísindamanna. Fjölmargir einstaklingar hafa prófað að taka Angelicu reglulega í allt að tólf mánuði með góðum árangri. Þeir telja að Angelica geri þá kraftmeiri og veiti þeim líkamlega og andlega vellíðan. Prófessor Sigmundur Guðbjarnason hóf rannsóknir á virkni íslenskra lækningajurta fyrir níu árum. Niðurstöðurnar hafa sannfært hann um virkni þeirra og gagnsemi. Fæst í heilsubúðum og apótekum. Dreifing: Heilsa, sími 533 3232 Útsölulok 15-60% afsláttur Opið mánu.-föstud. 11-18 laugardaga 11-15Mörkinni 3, sími 588 0640 WickyCalin Ritzenhoff Artelano sófi Opið í dag til kl. 16 10% afsláttur af útsöluvörum í dag Lokað mánudag. Opnum á þriðjudag með fulla búð af nýjum vörum öskubakki klukka te
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.