Morgunblaðið - 02.02.2002, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.02.2002, Qupperneq 25
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 25 ÞAÐ virðist hafa færst í vöxt undanfarin ár að ferðamenn sleppi nauðsynlegum bólu- setningum áður en þeir halda til fjarlægra landa. Þetta kemur fram í breska dag- blaðinu The Times fyrir stuttu og segir þar að fjöldi þeirra sem snúa heim með ýmsa hitabeltissjúkdóma hafi aukist. Mikil aukning hefur orðið í ferðalögum Breta til Suður- Ameríku, Suðaustur-Asíu og Afríku undanfarin ár. Fyrir áratug ferðuðust færri en 800.000 Bretar til malaríu- svæða, en í fyrra voru þeir orðnir sex milljónir. Talið er að tveir af hverjum tíu hafi ekki gert nauðsynlegar ráð- stafanir vegna malaríu og annarra sjúkdóma fyrir þessi ferðalög. Dr. Peter Barrett, sérfræð- ingur á þessu sviði segir ótrú- legt hve margir hafi ekki gert sér grein fyrir hvert þeir væru að fara í frí, og fjöldi mal- aríutilfella meðal vestrænna ferðamanna hafi aukist veru- lega upp á síðkastið. Fjöldi sýkinga af þessu tagi hafi verið stöðugur á heimsvísu síðast liðinn áratug, en tilfellum meðal ferða- manna hafi fjölgað. 44.000 manns leituðu til heilsu- gæslustöðva og sjúkrahúsa vegna hitabeltissjúkdóma síðast liðið ár og hafa starfsmenn þeirra orðið varir við sjúkdóma eins og gulu, ebólu og beinbrunasótt. Tíðni síðastnefnda sjúkdómsins virðist hafa aukist í Suður-Ameríku og svefnsýki, sem tsetse flugur orsaka, aukist á afr- ískum sléttum. Áhætta að sleppa bólusetningum Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ferðamenn eru varaðir við því að sleppa bólusetningum áður en haldið er til fjarlægra landa. Ferðamenn á malaríusvæðum lækningajurtir www.sagamedica.com Heilsujurtir ehf. Y D D A / S ÍA Íslenskar efla orku, kraft og vellíðan Forfeður okkar hafa allt frá landnámsöld trúað á lækningamátt ætihvannar og vísindamenn nútímans hafa staðfest að þeir höfðu rétt fyrir sér. Þeirra á meðal er dr. Sigmundur Guðbjarnason prófessor við Háskóla Íslands svo og mikill fjöldi erlendra vísindamanna. Fjölmargir einstaklingar hafa prófað að taka Angelicu reglulega í allt að tólf mánuði með góðum árangri. Þeir telja að Angelica geri þá kraftmeiri og veiti þeim líkamlega og andlega vellíðan. Prófessor Sigmundur Guðbjarnason hóf rannsóknir á virkni íslenskra lækningajurta fyrir níu árum. Niðurstöðurnar hafa sannfært hann um virkni þeirra og gagnsemi. Fæst í heilsubúðum og apótekum. Dreifing: Heilsa, sími 533 3232 Útsölulok 15-60% afsláttur Opið mánu.-föstud. 11-18 laugardaga 11-15Mörkinni 3, sími 588 0640 WickyCalin Ritzenhoff Artelano sófi Opið í dag til kl. 16 10% afsláttur af útsöluvörum í dag Lokað mánudag. Opnum á þriðjudag með fulla búð af nýjum vörum öskubakki klukka te

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.