Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Margrét SigríðurJónasdóttir fæddist á Reykjum í Ólafsfirði 29. maí 1917. Hún lést í Sjúkrahúsi Ísafjarð- ar 23. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Lilja Kristín Stefánsdóttir og Jónas Jósafats- son. Systkini Mar- grétar voru: Þorgils Steinn, f. 10.7. 1900, d. 22.2. 1975; Guð- laug Hólmfríður, f. 10.10. 1901, d. 16.1. 1996; Kristrún Aronía, f. 17.6. 1903, d. 28.3. 1989; Stefán, f. 22.8. 1905, d. 20.1. 1943; Guðrún, f 14.12. 1909, d. 15.9. 1976; Guð- mundur, f. 2.5. 1912, d. 19.6. 1964; Kristinn, f. 17.8. 1914, d. 24.8. 1996; Líney, f. 27.12. 1919, d. 13.2. 1988. Að auki átti Mar- grét tvær hálfsystur en þær voru Jónína Stefanía, f. 14.5. 1881, d. 24.4. 1955, og Jóhanna Ragnheið- ur, f. 11.7. 1889, d. 20.10. 1965. Árið 1943 giftist Margrét Magnúsi Örnólfi Jóhannssyni, f. 28.9. 1916, d. 27.1. 1997. Börn þeirra eru: 1) Erna, f. 7.6. 1938, maki Helgi Geirmundsson, þau eiga sex börn. 2) Edda, f. 5.10. 1943, maki Stefán Jónsson, þau eiga fjögur börn. 3) Jóhann, f. 22.4. 1945, maki Halldóra Jóhannsdóttir, þau eiga fjögur börn en Jóhann átti eina dóttur fyrir. 4) Lilja, f. 28.2. 1947, maki Þórður Sveinbjörns- son og eiga þau tvö börn. Ung að árum flutti Margrét frá Ólafsfirði ásamt for- eldrum sínum og systkinum að Knappsstöðum í Fljótum þar sem hún ólst upp til fermingaraldurs eða uns hún flutti til Guðlaugar systur sinnar á Grund í Eyjafirði. Á Grund var Margrét í nokkur ár en síðan lá leiðin til Akureyrar þar sem hún vann ýmis störf. Á síldarárunum á Siglufirði kynntist Margrét eig- inmanni sínum, Magnúsi Jó- hannssyni, og fluttist með honum til Ísafjarðar. Á Smiðjugötu 6 hófu þau bú- skap og bjuggu þar óslitið þar til Magnús lést 1997 en síðan flutti Margrét í Hlíf á Torfnesi þar sem hún bjó síðustu árin. Útför Margrétar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku mamma mín. Nú er þrauta- göngu þinni lokið og þú hefur öðlast frið og ró. Á þessari stundu er svo margt sem kemur upp í huga minninganna sem erfitt reynist að segja í fáum orðum. Ég minnist allra góðu stundanna hjá þér og pabba í Smiðjugötunni þegar ég var lítil og svo síðar þegar börnin mín komu til sögunnar og fengu að njóta þess besta sem amma og afi gátu boðið. Einnig heimsóknir ykkar á heimili mitt og skemmtilegar stund- ir á sameiginlegum ferðalögum. Þær stundir verða perlur minninganna sem aldrei verða í burtu teknar. Mamma mín. Allar góðu minning- arnar um þig mun ég geyma í huga mínum um leið og ég þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég bið góðan Guð að geyma þig. Hvíl þú í friði. Lilja. Tengdamóðir mín Margrét Sigríð- ur Jónasdóttir er látin. Eiginmaður Margrétar, Magnús Örnólfur Jó- hannsson, lést fyrir réttum fimm ár- um, hinn 27. janúar 1997. Minningin um þau hjónin og heim- ili þeirra á Smiðjugötu 6 á Ísafirði er samofin í mínum huga. Kynni mín af tengdaforeldrum mínum hófust um miðjan sjöunda áratuginn. þá kom ég í fyrsta sinn í heimsókn á heimili þeirra. Ég man vel þetta ferðalag til Ísafjarðar síðla sumars fyrir 37 árum. Dagur var að kvöldi kominn er við ókum upp á Breiðadalsheiðina og við blasti Ísa- fjörður baðaður í kvöldsólinni. Þarna var áfangastaðurinn í sjónmáli . Eft- irvæntingin óx og spurningar vökn- uðu í huga mínum. Hvernig fólk voru væntanlegir tengdaforeldrar mínir, hvernig var heimili þeirra og hvernig ætli móttökurnar verði? Í sömu mund og við ókum í hlað á Smiðjugötu 6 birtust hjónin Magnús og Margrét. Móttökurnar voru hlýjar og þægileg- ar og mér leið strax vel. Hér var nota- legt og fágað heimili þar sem snyrti- mennskan var í fyrirrúmi. Garður þeirra hjóna vakti strax sérstaka at- hygli mína. Engu var líkara en ég væri allt í einu kominn á suðlægar slóðir, slíkur var þessi garður, alsett- ur blómum og trjám og sérlega fal- legur í alla staði. Athygli mín átti sér ríka ástæðu því hér var ég kominn í verðlaunagarð. Margrét var myndarleg kona, skarpleit og dökk yfirlitum. Hún var ákveðin og fylgin sér, ósérhlífin og af- ar vinnusöm. Auk þess að sinna heim- ili og ala upp fjögur börn vann hún ýmis störf utan heimilisins, m.a. við rækjuvinnslu og önnur fiskvinnslu- störf. Þá vann hún um tíma á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttur á Ísafirði. Margrét var félagslynd kona og tók ríkan þátt í störfum Kvenfélagsins Hlífar og var um tíma formaður fé- lagsins. Einnig var hún um langt skeið virkur félagi í Slysavarnafélag- inu. Á þjóðmálunum voru skoðanir hennar skýrar og vel rökstuddar. Margrét var mikil hannyrða- og saumakona. Í mörg ár saumaði hún kjóla og fatnað fyrir fjölda bæjarbúa. Við saumaskapinn vann hún á heimili sínu í Smiðjugötunni. Oft var mikið annríki við saumaskapinn, einkum fyrir hátíðar s.s. jól. Mér er þetta mjög minnisstætt er við dvöldum nokkur skipti yfir jólin í Smiðjugöt- unni. Dag hvern fyrir jól, jafnvel fram á aðfangadag, komu viðskiptavinir, oftast konur, til að láta taka mál, máta flíkur eða sækja. Og kjólar og flíkur af öllum tegundum urðu til með ótrú- legum hraða. Saumaskapurinn bætt- ist við önnur heimilisstörf og undir- búning jólanna, og ég vissi vel að það fór ekki mikill tími í svefn hjá Mar- gréti þá sólarhringana. Þótt ævi Margrétar hafi einkennst af vinnu og striti komu stundir til hvíldar og afþreyingar. Garðrækt var Margréti mjög hugleikin og segja má að hún hafi haft „græna fingur“ og garðurinn, sem ég nefndi hér áður, var góð sönnun þess. Hún hafði yndi af að sýsla í garðinum í hvert skipti er færi gafst og ekki dró það úr ánægj- unni að Magnús tók mikinn þátt í að fegra garð og hús. Þau hjónin nutu þess að fá gesti á heimili sitt og var þá ætíð vel veitt í mat og drykk. Þau kunnu vel að gleðjast í hópi góðra vina. Ánægju höfðu þau af ferðalög- um og á seinni árum, meðan heilsan leyfði, lágu leiðir þeirra m.a. nokkrum sinnum til útlanda. Ég hygg þó að bestu stundirnar hafi verið í faðmi barna, ættingja og vina. Nú er komið að kveðjustund. Ég sendi ættingjum og vinum Margrétar innilegar samúðarkveðjur. Þakka þér allt, Margrét. Þórður Sveinbjörnsson. Elsku amma á Ísó, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum því ég get ekki verið við útför þína þar sem ég verð farin til útlanda. Ég á margar góðar minningar um þig og afa á Smiðjugötu. Þetta stóra hús var draumahúsið mitt á yngri ár- um, alltaf svo líflegt, notalegt og skemmtilegt völundarhús. Ég var alltaf spennt að koma til Ísó. Þú varst algjör ofurkona. Ef eitt- hvað vantaði varst þú mætt á staðinn. Ég man nú eftir þegar þú flaugst til Reykjavíkur sérstaklega til að sauma minn fyrsta danskjól. Hann hefði ekki getað orðið flottari. Og ég get ekki gleymt öllu jólaföndrinu sem þú gerð- ir og prýðir nú heimili hjá ansi mörg- um í fjölskyldunni. Elsku amma, mikið eru þessi síð- ustu ár búin að vera þér erfið en aldr- ei kvartaðir þú. Þú barðist við veik- indi þín alveg eins og hetja. Nú kveð ég þig, elsku amma mín. Minningin um þig mun vara að eilífu í huga mínum og hjarta. Þú ert hetjan mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Hilda Björg. Elsku amma mín. Það eru margar minningarnar sem hafa komið upp í huga minn þessa dagana, um þær yndislegu stundir sem ég hef átt með þér. Ég kemst ekki hjá því að fella tár. Ég man eftir þegar ég var pínu lítil að hafa stungið af niður í bæ til þess að heimsækja þig og afa í Smiðju- götuna, en þangað var alltaf svo gott að koma. Einnig man ég eftir því þeg- ar þú passaðir mig. Þá skaust þú ávallt í bakaríið og keyptir handa mér rúnstykki. Ég kynntist þér svo ennþá betur er ég bjó hjá þér eftir að hann afi lést. Þá naut ég aðstoðar þinnar við sauma- skap sem þér fórst svo vel úr hendi. Eitt það kærasta sem ég á er útsaum- uð mynd eftir þig, eitt af fjölmörgum listaverkum þínum. Síðasta ár var þér sérstaklega erf- itt og þú talaðir um að þinn tími væri kominn. Er það mér mikil huggun að vita að þér líður vel, því nú ertu komin til hans afa. Allar minningarnar um þig mun ég geyma í hjarta mínu sem gull. Vertu sæl, elsku amma mín. Ég bið góðan Guð að geyma þig og styrkja mig í sorginni. Þín Helga Sigríður. Elsku Magga mín. Ég sakna þín og hugsa oft til þín.Þú varst búin að vera lengi veik. Loksins hefur þú fengið hvíld og frið og ert komin til mannsins þíns, hans Magga. Þegar ég var í húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði 1973-1974, þá var ég glöð að kynnast ykkur og fleira frændfólki. Mikið var gaman að heim- sækja ykkur, spjalla, og grínast. Þú sýndir mér alla handavinnuna, mér fannst mjög gaman að skoða vand- virknina. Það var alltaf gaman að hitt- ast á ættarmótum, mikið sungið og hlegið. Einu sinni þegar við hittumst á ættarmóti á Hrafnagili í Eyjafirði ákváðum við að verða samferða vest- ur. En á leiðinni um Steingrímsfjörð lentum við í þoku og beygðum í áttina að Reykjanesi og komum ekki fyrr en næsta dag. Mikið var gaman sjá allt breytt og stærra. Við fengum hlýjar móttökur og okkur var sýnd mikil gestrisni eins og við var búast. Þið Maggi ferðuðust mikið. Þegar þið komuð frá Þýskalandi, lituð þið inn til okkar. Það gaman að sjá ykkur og margt rætt. Það var mikill missir hjá þér þegar Maggi dó. Þú varst búin að vera mjög sterk og dugleg. Ég hafði hugsað mikið um þig og ákvað að heimsækja þig í sumar á spítalann. Þú varst með allt á hreinu, hafðir engu gleymt, þekktir okkur strax. Það var mjög gaman að spjalla og rifja upp. Ég er glöð að hafa kynnast þér og þínum. Þakka þér fyrir allt. Guð blessi ykkur. Með kveðju. Ykkar frænka, Jóna Björg Pálsdóttir. MARGRÉT SIGRÍÐUR JÓNASDÓTTIR UMHVERFISRÁÐ Kópavogs stóð fyrir íbúaþingi í febrúar á síðasta ári sem öllum íbúum Kópavogs var boðið að taka þátt í. Þetta var liður í mótun stefnu um Staðardag- skrá 21, en það er stefna um framtíð Kópavogs í hinum ýmsu málaflokk- um og hvernig við ætl- um að fara með þann auð sem við eigum, þ.e. mannlíf og náttúru, svo afkomendur okkar geti einnig átt gott líf. Fólk skráði sig í mismunandi málaflokka sem tengj- ast okkar bæjarfélagi, svo sem sorp, íþróttir og fræðslumál svo eitthvað sé talið. Aðferðin sem við notuðum gerði öllum þátttakendum kleift að tjá hug sinn. Notaðir voru litlir gulir miðar sem fólk fékk og skrifaði á, í fyrsta lagi það sem því fannst ábótavant í viðkomandi málaflokki, síðan hvernig óskir fólk hafði og loks hvernig við gætum náð settu marki. Þarna komu fram fjölmargar frábærar hugmyndir íbúanna. Sem dæmi má nefna tillögu um að Kópavogsbær réði til sín þjónustufulltrúa sem íbúarnir gætu leit- að til með allt sem að bænum snýr og hann sæi um að greiða götu viðkomandi. Skipulagsmál Þessi aðferð hefur verið notuð erlendis í skipulagsmálum þar sem endurskipuleggja á byggð í grón- um íbúðahverfum. Þar eru íbúar hafð- ir með í ráðum. Aðferðin er mjög spennandi og er hægt að nota hana úti í hverfunum og kanna hug íbúanna til breytinga. Þá geta stjórnendur kom- ist að hvað mest brennur á íbúum og þannig forgangsraðað verkefnum. Fái ég stuðning frá bæjarbúum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópa- vogi mun ég leggja áherslu á að sem mest og best samráð verði haft við bæjarbúa. Ásdís Ólafsdóttir Kópavogur Þar eru íbúar, segir Ásdís Ólafsdóttir, hafðir með í ráðum. Höfundur sem er íþróttakennari og varabæjarfulltrúi sækist eftir kjöri í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi . Samráð við íbúa HVER er sinnar gæfu smiður. Þegar rýnt er í árbók sveitar- félaganna og blaðað í ársskýrslum nokkurra þeirra skýtur þessi forni málsháttur upp kollin- um. Það er nefnilega svo að gæfa hvers sveitarfé- lags virðist að stórum hluta háð því hvernig tekst til við ráðstöfun skattfjárins, hvort þar ráði skammtíma henti- stefna eða framtíðarsýn til langs tíma. Varanleg uppbygging þjónustu og mannvirkja er alger- lega háð útsjónarsemi og framtíðar- sýn þeirra sem fara með ráðstöfun skattfjárins. Útsjónarsemi í innkaup- um og framtíðarsýn við uppbyggingu hvort sem um er að ræða þjónustu eða framkvæmdir. Ég veit að þessi kjörorð hafa verið í heiðri höfð í Kópavogi síðastliðin 12 ár. Tekist hef- ur með útsjónarsemi að spara í rekstri og það hefur verið gert og tek- ist með ágætum, um leið og þjónustan hefur aukist verulega. Framtíðarsýn hefur greinilega verið til staðar því árum saman hefur Kópavogsbær get- að ráðstafað um 30% af skattfé í framkvæmdir á sama tíma og skuldir á íbúa hafa lækkað. Svona hlutir ger- ast ekki af sjálfum sér. Kópavogsbær var rislítill svefnbær fyrr á árum og þótti ekki til prýði. Þrátt fyrir ungan aldur hans er hann orðinn forystu- sveitarfélag í dag á flestu sviðum. Í forystu Miðja verslunar og viðskipta á höf- uðborgarsvæðinu hefur flust til Kópavogs fyrir tilstuðlan landfræði- legrar legu og vel heppnaðs skipu- lags, þar sem hvort tveggja kemur saman á einum stað vel hönnuð um- ferðarmannvirki og gott atvinnuhús- næði. Hlutfall nýrra gatna og lagna er óvíða hærra sem dregur úr viðhalds- kostnaði í framtíð. Stígar og opin svæði eru í stöðugri uppbyggingu samkvæmt langtíma áætlun um- hverfisráðs. Vinna við staðardagskrá 21 er til fyrirmyndar í Kópavogi. Stefnumörkun og mark- miðasetning í kjölfar íbúaþings og vinna við staðardagskrá samhliða aðalskipulagi hefur vak- ið athygli og mun verða öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Kópa- vogsbær var í farar- broddi við einsetningu grunnskóla og fyrst hinna fjölmennu sveitar- félaga að ljúka því verk- efni 1997. Kópavogsbær á stutt í land með að út- rýma biðlistum leik- skóla en gjörbreyting mun verða í ár með tilkomu nýrra mannvirkja. Bærinn er að mörgu leyti brautryðjandi í íþróttamálum með tennishöll og knatthúsi, sömu- leiðis í menningarmálum með Saln- um, í verslun og þjónustu með Smáralind, í ráðstefnu- og sýningar- haldi með sýningarhöll í Kópavogs- dal. Svona má lengi telja. Ekkert bruðl Það er mikilvægt fyrir Kópavogs- búa að bænum verði áfram stjórnað af skynsemi. Að skattfé verði ekki ráðstafað í bruðl heldur uppbyggj- andi þjónustu, aðstöðu fyrir þjón- ustustarfsemina og niðurgreiðslu skulda. Nú þegar sveitarfélögum fjölgar ört á „válista“ félagsmálaráðu- neytis hefur þörfin á skynsemissjón- armiðum aldrei verið meiri í íslensk- um sveitarstjórnarmálum. Skynsemi að leiðarljósi Sigrún Tryggvadóttir Kópavogur Það er mikilvægt fyrir Kópavogsbúa, segir Sigrún Tryggvadóttir, að bænum verði áfram stjórnað af skynsemi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.