Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 28
LEIRLISTARFÉLAGIÐ varð 20 ára á síðasta ári og í tilefni þess hef- ur það lagt undir sig báða aðalsali Listasafns Kópavogs. Nefnir gjörn- inginn Tvískipt, sem á að vísa til skilgreiningar á list notagildis og vinnu með frjáls form, en verk úr báðum flokkum eru á sýningunni eins og vísað er til í kynningarriti. Margt kemur upp í hugann við skoðun sýningarinnar, þá helst að hún er algjörlega einskipt hvað kyn áhrærir, því að síst af öllu er um ein- hverja sérgrein kvenna að ræða líti maður til listgeirans í alþjóðlegu samhengi. Tvískipt er hún að vissu marki, en hins vegar er hætta á að hér séu ekki allir sammála um út- lagninguna. Hefðbundnir hlutir notagildis geta nefnilega jafnt verið ferskir og nýtískulegir sem hinir frjálsu, sem geta allt eins verið margþvæld alþjóðleg upptugga, skil- greiningin því að vissu marki misvís- andi. Enginn er frjáls undan neinu oki þótt hann vinni í hlutum sem ekki hafa notagildi, þá þarf sjálft notagildið ekki að rýra listgildið né gera hlutina úrelta, passé. Öllu frek- ar er útfærslan meginveigurinn til úrslita í báðum tilvikum og því mis- vísandi að leggja út í jafn afmarkaða flokkun, setja rautt strik á milli. Margþætt er hún svo tvímælalaust í ljósi vinnubragðanna og tilrauna með hin aðskiljanlegustu efni, áferð og glerunga og hér er kvennaskar- inn á réttu róli. Annað sem sækir á við skoðun sýningarinnar, er hin galopna upp- setning, sem á einn veg er hefðbund- inn kækur, rótföst íhaldsemi um at- hafnir á íslenzkum sýningavett- vangi, á annan veg hálfrar aldar gömul arfleifð, eða á kannski heldur að orða það; tugga. Lokar fyrir alla nálgun og eintal við skoðandann, samfara því að á hann sækja áreiti úr öllum áttum, um leið er ekki leng- ur um sýningu margra einstaklinga með sífellt nýjar og ferskar opinber- anir í næsta nágrenni, heldur eins konar allsherjar innsetningu og hóp- efli múgsins. Einhvern veginn eru hlutirnir svo langt í burtu og um leið rýrir það slagkraft þess sem til sýnis er, hvort sem frjáls eða hagnýt listsköpun á í hlut. Ótrúlega tilbreytingarlaust og lýjandi að koma á sýningar þar sem uppsetning og tilhögun þeirra í rým- inu er eins og sniðið eftir algildri formúlu. Til að forða misskilningi er þetta fullgild aðferð í sjálfu sér, en hér skortir hugarflug og sveigjan- leika, flexibilitet, sem lögð er svo mikil áhersla á í útlandinu t.d. með lokuðum básum og skilrúmum, sem skapa forvitni og eftirvæntingu. Sem fastagestur á listiðnaðarsöfn og sýningar á listhönnun víða um heim getur skrifari trútt um talað. Nýir tímar fæða eðlilega af sér ný og breytileg viðhorf, þannig eru við- horfin í dag nokkuð önnur en á sjö- unda og áttunda áratugnum er list- iðnaðarfólkið sprengdi af sér öll hefðbundin höft, allt slíkt nýtt og ferskt og gaman að lifa. En síðan hefur þetta flætt um heiminn og orð- ið að íhaldssömu og stöðluðu skóla- fagi, loks tuggu (klisju) líkt og margt í núlistum dagsins. Menn hafa því víða fallið frá þessari aðgreiningu og leggja meir upp úr formrænum sköpunarkraftinum og ferskleikan- um í vinnubrögðunum, ekki lengur nóg að víkja af hefðbundinni leið til að vera moderne, post moderne, eða post post post moderne. Á sýningum erlendis sér maður frábærilega fína og ferska hluti þar sem listamenn- inir ganga út frá eldri, jafnvel þús- unda ára arfleifð, og þó últra nú- tímalega. Þá er eins og velli og kraumi í jarðbund- inni sköpunargleði. Á þessum tímamótum er mikilvægt að líta yfir farinn veg, einnig að hvetja til opinnar og vægðarlausrar umræðu um stöðu leirlistar á Ís- landi, og þá óheillaþróun sem átt hefur sér stað varðandi menntunar- möguleika í faginu eins og réttilega er ýjað að í for- mála nefnds kynningar- rits. Inn á þá sálma fer ég minna hér en meira í vett- vangsskrifi fljótlega, en mikil raun er að horfa upp á það að við skulum helst taka upp það lakasta í þró- uninni meðal stórþjóða ytra. Gleymum sérstöðu okkar, að við stöndum enn á byrjunarreit og að þess- ir tveir áratugir eru í raun einungis tvö upphafsskref á langri vegferð arfleifðar sem aðrar þjóðir hafa að baki. Vissulega hefur mikið áunnist, sem sýningin er til vitnis um og margur formfagur gripurinn mæt- ir auganu. Af hæfileika- fólki höfum við feikinóg, en í þessu þjóðfélagi grunnfærni og sýndar- mennsku eiga ósviknir og handfastir hlutir ekki upp á pallborðið sem stendur. Hef fjallað um svo margt hliðstætt á sýningunni í tímans rás, að litla þýðingu hefur að fara út í skilgrein- ingu á framlagi einstakra, flöt upp- setningin gerir rýnendum líka erfitt um vik, hið einfalda og formhreina hefur þó vinninginn sem fyrri dag- inn. Geri þó tvískipta (!) undantekn- ingu sem er framlag Önnu S. Hróð- marsdóttur og Auðbjargar Berg- sveinsdóttur, sem komu mér á óvart fyrir lífræna mótun. Vert að vekja sérstaka athygli á hinu eigulega riti sem gefið hefur verið út í tilefni sýningarinnar, hefði þó að ósekju mátt vera stærra og ít- arlegra. Loks tek ég hattinn ofan fyrir ís- lenzkri leirlist, félaginu og hinum staðföstu og vösku konum. Margskipt MYNDLIST Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Opið alla daga frá 11–17. Lokað mánu- daga. Til 3. febrúar. Aðgangur 300 krón- ur. Rit um Leirlistarfélagið 500 kr. LEIRLIST LEIRLISTARFÉLAGIÐ Bragi Ásgeirsson Auðbjörg Bergsveinsdóttir, Skora með grasi, handmótaður steinleir með grasi. Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Hnallþóra, postulín, rennt og mótað. LISTIR 28 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala er í síma 575 7999 og 800 6434 á milli kl. 9 og 17 virka daga og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn pantanir á símsvara 551 5766. kynnir Arriaga-strengjakvartettinn frá Brussel á Sunnudags-matinée 3. febrúar kl. 16:00 Á efnisskrá eru verk eftir Arriaga, Borodin og Debussy GLAÐVÆRÐ Í HAFNARBORG! Tónleikar Tríós Reykjavíkur ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni hafa slegið í gegn fyrir frábæran flutning, glens og gaman. Vegna gífurlegrar aðsóknar verða þeir endurteknir aftur á sunnudagskvöld, 3. febrúar, kl. 20. Missið ekki af þessari einstöku skemmtun! Miðasala í síma 555 0080 frá kl. 11-17 í Hafnarborg ANNA Hallin myndlistarmaður frá Svíþjóð fjallar um eigin verk í LHÍ, Laugarnesi, á mánudag kl. 12.30. Anna vinnur með marga miðla og sækir hugmyndir sínar oftast í heim örvera, vísindaskáldskapar, pípu- lagna og annarra tengsla. Hún er menntuð í Svíþjóð og Bandaríkjunum en er nú búsett á Ís- landi og stundakennari við LHÍ. Malin Zimm arkitekt og kennari við Arkitektaskólann í Stokkhólmi flytur fyrirlestur í LHÍ, Skipholti 1, á miðvikudag kl. 12.30. Fyrirlestur- inn nefnist „Fagurfræðilegi sátta- semjarinn“. Kynning á arkitektúr. Námskeið Námskeið í módelteikningu hefst 11. febrúar. Lögð er áhersla á stöðu, hlutföll og líkamsbyggingu. Kennari Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmað- ur. Myndvinnsla II Photoshop hefst 11. febrúar og er grunnþekking á Photoshop nauðsynleg. Kennari er Höskuldur Harri Gylfason myndlist- armaður og grafískur hönnuður. Námskeið í raddbeitingu hefst á þriðjudag. Kennari er Þórey Sig- þórsdóttir leikkona. Fyrirlestrar og nám- skeið LHÍ Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Sýningu Leirlistarfélagsins, Tví- skipt, lýkur á sunnudag. Sýningin er haldin í tilefni af 20 ára afmæli Leir- listarfélagsins. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Sýningum Orra Jónssonar og Rögnu Hermannsdóttur lýkur á sunnudag. Orri sýnir ljósmyndir úr íslenskum eyðibýlum sem vakið hafa mikla athygli og Ragna sýnir Vofur í klefa. Gallerí Skuggi er opið frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Sýningu lýkur GRADUALE nobili, sem er stúlkna- kór í Langholtskirkju heldur tón- leika í Borgarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni verða íslensk og erlend verk sem flest eru samin af núlifandi tónskáld- um og nokkrir kórfélaga syngja ein- söng. Kórinn var stofnaður haustið 2000. Kórinn er skipaður 24 stúlkum á aldrinum 17 – 24 ára, völdum úr hópi þeirra sem sungið hafa með Gradualekór Langholtskirkju. Allir kórfélagar hafa stundað tón- listarnám og margir stefna á að hafa tónlist að ævistarfi. Stjórnandi kórs- ins er Jón Stefánsson. Graduale nobili í Borgarnesi mbl.isFRÉTTIR ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.