Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Freri kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Versl- unarferð í Hagkaup miðvikudaginn 6. febr- úar kl. 10 frá Granda- vegi 47 með viðkomu í Aflagranda 40. Kaffi- veitingar í boði Hag- kaupa. Skráning í afgr. s. 562-2571. Fimmtu- daginn 7. feb. er opið hús kl. 19.30, félagsvist kl. 20. Kaffi á könn- unni, allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 11. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566- 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Mánud. Pútti í Bæj- arútgerð kl. 10–11.30, félagsvist kl. 13.30, fimmtud. 7. feb. Verður farið í heimsókn í Menningarmiðstöðina Gerðuberg að skoða þýskar tískuljósmyndir 1945–1995. Kaffi og óvæntar uppákomur. Rúta frá Hraunseli kl. 13.30. Upplýsingar í Hraunseli sími 555- 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádeginu. Sunnud.: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Danskennsla fyrir framhald kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. Leik- félagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ minningar frá árum síldarævintýr- anna, og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Frumsýning í dag, sunnudag. Sýningar: Sunnud. kl. 16, mið- viku- og föstudaga kl. 14. Miðapantanir í s. 588-2111, 568-8092 og 551-2203. Heilsa og hamingja á efri árum laugard. 9. febrúar nk. kl. 13.30. 1. Minnkandi heyrn hjá öldruðum. 2. Íslenskar lækn- ingajurtir. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Allir vel- komnir. Brids fyrir byrjendur hefst í febr- úar. Stjórn Ólafur Lár- usson. Farin verður ferð til Krítar með Úr- vali-Útsýn 29. apríl, 24ra daga ferð. Skrán- ing fyrir 15. febrúar á skrifstofu FEB. Hag- stætt verð. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn í Ás- garði, Glæsibæ, sunnu- daginn 24. feb. kl. 13.30. Dagskrá: Venju- leg aðalfundastörf. Önnur mál. Tillögur kjörnefndar til stjórn- arkjörs Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni liggja frammi á skrifstofu félagsins í Faxafeni 12. Tillögur félagsmanna um ein- staka menn til stjórn- arkjörs skulu berast skrifstofu eða kjörnefnd minnst hálfum mánuði fyrir aðalfund. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12 sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB. kl. 10–16, s. 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf, Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug á vegum ÍTR á mánu- og fimmtudögum kl. 9.30, umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Kristín Freysteinsdóttir, gler- málun á fimmtudögum kl. 13. Mánudaginn 4. feb. bankaþjónusta kl. 13.30–14.30. Miðviku- daginn 6. feb. þorra- hlaðborð í hádeginu í veitingabúð. Fimmtu- daginn 7. feb. koma eldri borgarar úr Hafn- arfirði í heimsókn kl. 14. Föstudaginn kl. 16 verður opnuð myndlist- arsýning Braga Þórs Guðjónssonar. Upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. kl. 9 Krummakaffi, kl. 10 Hana-nú ganga. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 gönguferð, fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Hið árlega þorra- blót verður haldið föstud. 8. feb. Ræðu- maður kvöldsins verður Ólafur Ólafsson, fyrr- verandi landlæknir. Karlakór Kjalnesinga syngur undir stjórn Páls Helgasonar. Ólaf- ur B. Ólafsson stjórnar fjöldasöng og dansi. Skráning á skrifstof- unni og í s. 588-9335. Miða þarf að vera búið að sækja fyrir miðviku- dag. Vesturgata 7. Þorra- blót verður fimmtudag- inn 7. febrúar. Húsið opnað kl. 17. Veislu- stjóri Gunnar Þorláks- son. Ragnar Páll Ein- arsson verður við hljómborðið. Þorrahlað- borð. Magadansmeyjar koma í heimsókn kl. 19. Þorvaldur Halldórsson slær á létta strengi og syngur nokkur þekkt lög. K.K.K. syngja, fjöldasöngur og fleira. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Aðgangsmiði gildir sem happdrætti. Upplýs- ingar og skráning í af- greiðslu. Norðurbrún 1. Þorra- blót verður haldið föstud. 8. feb. kl. 19. Ásta Bjarnadóttir leik- ur létt lög, upplestur, fjöldasöngur, veislu- stjóri Gunnar Þorláks- son, hljómsveit Ragn- ars Levi, leikur fyrir dansi. Aðgangsmiði gildir sem happdrætt- ismiði. Skráning í s. 568-6960. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Ólafur Skúlason biskup og frú Ebba Sigurðardóttir koma í heimsókn. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 14 Uno. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðu- múla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Úrvalsfólk. Vorfagn- aðurinn verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 15. febrúar Kl. 19. Miðasala og borðapantanir verða hjá Rebekku og Valdísi í Lágmúla 4 mánudaginn 4. feb. í síma 585-4000. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Aðalfundurinn verður þirðjudaginn 5. febrúar kl. 20. í safn- aðarheimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Gigtarfélag Íslands: Gönguferð um Laug- ardalinn laugardaginn 2. febrúar kl. 11 frá húsakynnum félagsins að Ármúla 5. Þægileg klukkutíma ganga sem ætti að henta flestum. Einn af kennurum hóp- þjálfunar gengur með og sér um létta upp- hitun og teygjur. Félag breiðfirskra kvenna. Aðalfundur fé- lagsins verður mánu- daginn 4. feb. kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf, rætt um fram- tíð félagsins. Kaffi og gamanmál. Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks með krabba- mein. Fundur verður haldinn þriðjud. 5. feb. húsi Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð 8, 4. hæð kl. 20 Nála- stungusérfræðingurinn Dagmar Eiríksdóttir ræðir um nálastungur. Allir velkomnir. Í dag er laugadagur, 2. febrúar, 33. dagur ársins 2002. Kyndilmessa. Orð dagsins: Ég hefi losað herðar hans við byrðina, hendur hans eru sloppnar við burðarkörfuna. (Sálm. 81, 7.) LÁRÉTT: 1 undirokar, 4 brotlegur, 7 oft, 8 hakan, 9 álít, 11 meðvitund, 13 æsi, 14 tekið, 15 gamall, 17 grískur bókstafur, 20 púka, 22 andar, 23 myrk- urs, 24 tjón, 25 sáran. LÓÐRÉTT: 1 legill, 2 hnossið, 3 vítt, 4 ílát, 5 matreiðslumanns, 6 efa, 10 gufa, 12 elska, 13 ellegar, 15 sjávardýrs, 16 munntóbak, 18 heitum, 19 kvenfuglinn, 20 mannsnafn, 21 ilma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 holskefla, 8 mútur, 9 göfgi, 10 góu, 11 nærri, 13 rimma, 15 þjóns, 18 aldur, 21 kol, 22 skána, 23 vegum, 24 gallagrip. Lóðrétt: 2 oftar, 3 syrgi, 4 eigur, 5 lófum, 6 smán, 7 hita, 12 Rán, 14 ill, 15 þúst, 16 ókáta, 17 skafl, 18 alveg, 19 digni, 20 römm. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Hneyksli MÉR finnst það vægast sagt hneyksli að RÚV geti ekki boðið upp á nothæfa beina útsendingu á Evr- ópumeistaramótinu. Mað- ur er skyldaður til að borga rúmlega 2.000.- kr. í afnotagjald af einhverju sem maður hvorki hlustar á né horfir og þegar maður loksins vill hlusta á eitt- hvað þá er það ekki hægt! Sent er út á langbylgju, en langflest tæki á Íslandi í dag eru ekki með lang- bylgju þar sem einu löndin í Evrópu sem að senda út á langbylgju eru Frakkland og Ísland. Ekki er hægt að nálgast neitt á netinu þar sem síðan liggur niðri. S.s. mér finnst að RÚV eigi að hugsa mál sitt betur því að fólki er ekki bjóðandi upp á þetta!!! Kveðja, Lilja. Að gefnu tilefni Á SÍNUM tíma gaf Hall- dór Laxness út svofellda yfirlýsingu: „Að gefnu til- efni lýsi ég því yfir að ég skrifa ekki fyrir fólk sem kann ekki að lesa,“ Halldór Kiljan Laxness. (HKL: Af menningar- ástandi, Vaka-Helgafell 1986, bls. 129). Mér sýnist af ýmsu, sem berst heiman frá Íslandi í byrjun Laxnessárs, að þessa yfirlýsingu Halldórs mætti nú birta sem víðast; helst að útvarpa henni svo- sem á klukkustundar fresti jafn lengi og þurfa þykir. Færeyjum, 30. 01.’02 Virðingarfyllst, Úlfur Hjörvar. Maður eigi einhamur VIÐ erum hér nokkrar vinkonur saman komnar og langar okkur að biðja um endursýningu á mynd- inni „Maður eigi einham- ur“ sem fjallar um líf og list Guðmundar frá Miðdal í gerð Kvikmyndagerðar Valdimars Leifssonar. Myndin var sýnd í sjón- varpinu 26. desember sl. á annan dag jóla. Sumar okkar misstu al- veg af myndinni vegna jólaboða. Aðrar sáu mynd- ina illa vegna lélegra skil- yrða eign sjónvarps. En þetta sem við sáum fannst okkur alveg frábært. Gam- an var að heyra frásagnir fjölskyldumeðlima Guð- mundar og samferðafólks. Tónlistin, sem var flétt- uð fallega inn í atburða- rásina, setti sinn svip á myndina. Við vorum alveg undr- andi hvað einn maður gat komið miklu í verk. Einnig erum við hissa á hve lítið hefur verið minnst á þenn- an fjölhæfa listamann allt til þessa. Með von um góðar und- irtektir og fyrirfram þökk. Hressar konur. Tapað/fundið Sá sem fann veskið hans Sturlu SÁ sem fann veskið hans Sturlu Þórissonar í desem- ber sl. er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 551-4530. Dýrahald Grár fress týndist GRÁR fress týndist fimmtudaginn 24. janúar frá Lækjarseli 8, Reykja- vík. Hann er ólarlaus og ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 557-1217 eða 892-6267. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 1. Hvaðan er hrafntinnan á útveggjum Þjóðleikhúss- ins? 2. Húsvíkingar fullyrða að hún sé úr Hrafntinnu- hrygg á Mývatnsöræfum og hafi verið flutt á bílum þaðan í skemmu á Húsavík og þaðan með Súðinni til Reykjavíkur. 3. Sunnlendingar segja aftur á móti að hrafntinnan sé af svæðinu nálægt Landmannalaugum. Hvort er réttara? Kunnugir leysi vinsamlegast úr þessu sem allra fyrst. Leifur Sveinsson, sími 551-3224,fax: 551-3227. Hrafntinnan utan á Þjóðleikhúsinu Morgunblaðið/Ómar Þjóðleikhúsið Víkverji skrifar... ÞAÐ ER nokkuð örugglega hægtað fullyrða að öllum finnist verð- lag í landinu alltof hátt og þá sér í lagi verð á matvörum og öðrum nauðsynj- um. Það má einnig með allnokkurri vissu slá því föstu að enginn vilji sá verðbólgudrauginn fæla verðlagið upp í enn frekari hæðir en það er þeg- ar komið í. Undanfarið hafa aðstand- endur stórmarkaða barið sér á brjóst, dyggilega hvattir af verkalýðshreyf- ingunni, og lýst stríði á hendur þess- um vágesti með því að lækka vöru- verð um ákveðna og misháa prósentu- tölu. Í framhaldi af því hefur stærsta fyrirtækið á þessum markaði legið undir ámæli fyrir að bregðast ekki við á sams konar máta. Víkverji er um margt sammála for- sætisráðherra og öðrum að stórfyr- irtæki þetta kunni að ráða yfir óeðli- lega stórum hluta markaðarins en til að koma því til varnar, svona til til- breytingar, þá vill oft gleymast að ein- hver mesta kjarabótin fyrir neytend- ur síðastliðinn áratug hefur verið ein af verslunarkeðjum í eigu umrædds stórfyrirtækis, nefnilega Bónus-búð- irnar. Svo gott sem óslitið síðan feðg- arnir skeleggu opnuðu fyrstu búðina hafa þær komið best út úr verðlags- könnunum – boðið upp á lægsta og á stundum langlægsta verðið á helstu nauðsynjavörum. Svo er enn þann dag í dag og Víkverji er nokkuð viss um að svo verði áfram þrátt fyrir vel auglýstar verðlækkanir samkeppnis- aðilanna. En það breytir samt því ekki að Víkverji yrði allra fyrstur til að hrópa þrefalt húrra lækki feðgarn- ir verðið í búðum sínum enn þá meira. x x x VÍKVERJI er líkt og aðrir lands-menn að rifna af monti yfir frammistöðu strákanna „okkar“ í Sví- þjóð. Blessunarlega gerðu topparnir í Efstaleiti ekki þau reginmistök, sem stefnir í að þeir séu að fara að gera vegna HM í knattspyrnu, að gefa þetta stórmagnaða sjónvarspefni frá sér. Og þökk sé hinu mánaðarlega nauðungarframlagi sínu (ekki rausn- arsemi þeirra í Efstaleiti) geta lands- menn til sjávar og sveita fylgst með strákunum leika listir sínar – staðið með þeim í gegnum sætt og súrt (von- andi þó ekki of súrt) á meðan á keppn- inni stendur. Íþróttafréttamennirnir sem leikj- unum lýsa eru af eðlilegum ástæðum í sérstaklega sterku kastljósi við slíkar aðstæður og því að sjálfsögðu mjög mikilvægt að þeir standi sig í stykk- inu. Ósjaldan er baunað á þá fyrir slælega frammistöðu eða að þeim gert gys missi þeir einhverja vitleys- una út úr sér eða afhjúpi fávisku sína í hita leiksins. En nú er kominn tími á klapp á bakið. Geir Magnússon hefur staðið vakt- ina í Svíþjóð fyrir hönd ríkisins og er skemmst frá því að segja að hann er enginn eftirbátur strákanna í lands- liðinu og hefur aldrei verið betri. Ein- lægur ákafi hans (hvaða íþróttafrétta- maður hefur viðurkennt í beinni að hann sé að tárast, eins og Geir gerði í blálok stórsigursins á Slóveníu?) ger- ir að verkum að hann fer létt með að peppa mann upp og miðla stemning- unni í íþróttahöllinni. Svo er hann líka ágætlega máli farinn, í það minnsta samanborið við marga kollega sína. Hann hefur reyndar átt til að fara heldur of langt yfir strikið í hlut- drægninni en það er bara fyndið og kannski ósanngjarnt að ætlast til að hann geti hamið sig frekar en aðrir rígmontnir Íslendingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.