Morgunblaðið - 02.02.2002, Qupperneq 52
DAGBÓK
52 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Freri
kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Versl-
unarferð í Hagkaup
miðvikudaginn 6. febr-
úar kl. 10 frá Granda-
vegi 47 með viðkomu í
Aflagranda 40. Kaffi-
veitingar í boði Hag-
kaupa. Skráning í afgr.
s. 562-2571. Fimmtu-
daginn 7. feb. er opið
hús kl. 19.30, félagsvist
kl. 20. Kaffi á könn-
unni, allir velkomnir.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðju- og fimmtudög-
um kl. 13–16.30, spil og
föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 11. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum,
kór eldri borgara í
Mosfellsbæ á Hlað-
hömrum fimmtudaga
kl. 17–19. Púttkennsla í
íþróttahúsinu kl. 11 á
sunnudögum. Uppl. hjá
Svanhildi í s. 586-8014,
kl. 13–16. Uppl. um
fót-, hand- og andlits-
snyrtingu, hárgreiðslu
og fótanudd, s. 566-
8060 kl. 8–16.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Mánud. Pútti í Bæj-
arútgerð kl. 10–11.30,
félagsvist kl. 13.30,
fimmtud. 7. feb. Verður
farið í heimsókn í
Menningarmiðstöðina
Gerðuberg að skoða
þýskar tískuljósmyndir
1945–1995. Kaffi og
óvæntar uppákomur.
Rúta frá Hraunseli kl.
13.30. Upplýsingar í
Hraunseli sími 555-
0142.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádeginu.
Sunnud.: Félagsvist kl.
13.30. Dansleikur kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánud.: Brids kl.
13. Danskennsla fyrir
framhald kl. 19 og byrj-
endur kl. 20.30. Leik-
félagið Snúður og
Snælda sýnir í Ásgarði
í Glæsibæ, söng- og
gamanleikinn „Í lífsins
ólgusjó“ minningar frá
árum síldarævintýr-
anna, og „Fugl í búri“,
dramatískan gamanleik.
Frumsýning í dag,
sunnudag. Sýningar:
Sunnud. kl. 16, mið-
viku- og föstudaga kl.
14. Miðapantanir í s.
588-2111, 568-8092 og
551-2203. Heilsa og
hamingja á efri árum
laugard. 9. febrúar nk.
kl. 13.30. 1. Minnkandi
heyrn hjá öldruðum. 2.
Íslenskar lækn-
ingajurtir. Á eftir
hverju erindi gefst
tækifæri til spurninga
og umræðna. Allir vel-
komnir. Brids fyrir
byrjendur hefst í febr-
úar. Stjórn Ólafur Lár-
usson. Farin verður
ferð til Krítar með Úr-
vali-Útsýn 29. apríl,
24ra daga ferð. Skrán-
ing fyrir 15. febrúar á
skrifstofu FEB. Hag-
stætt verð. Aðalfundur
Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni,
verður haldinn í Ás-
garði, Glæsibæ, sunnu-
daginn 24. feb. kl.
13.30. Dagskrá: Venju-
leg aðalfundastörf.
Önnur mál. Tillögur
kjörnefndar til stjórn-
arkjörs Félags eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni liggja frammi
á skrifstofu félagsins í
Faxafeni 12. Tillögur
félagsmanna um ein-
staka menn til stjórn-
arkjörs skulu berast
skrifstofu eða kjörnefnd
minnst hálfum mánuði
fyrir aðalfund.
Silfurlínan er opin á
mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofan er flutt að
Faxafeni 12 sama síma-
númer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ.
Uppl. á skrifstofu FEB.
kl. 10–16, s. 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf,
Sund og leikfimiæf-
ingar í Breiðholtslaug á
vegum ÍTR á mánu- og
fimmtudögum kl. 9.30,
umsjón Edda Bald-
ursdóttir íþróttakenn-
ari. Boccia á þriðjudög-
um kl. 13 og á
föstudögum kl. 9.30,
umsjón Óla Kristín
Freysteinsdóttir, gler-
málun á fimmtudögum
kl. 13. Mánudaginn 4.
feb. bankaþjónusta kl.
13.30–14.30. Miðviku-
daginn 6. feb. þorra-
hlaðborð í hádeginu í
veitingabúð. Fimmtu-
daginn 7. feb. koma
eldri borgarar úr Hafn-
arfirði í heimsókn kl.
14. Föstudaginn kl. 16
verður opnuð myndlist-
arsýning Braga Þórs
Guðjónssonar. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
kl. 9 Krummakaffi, kl.
10 Hana-nú ganga.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia, kl.
13 frjáls spilamennska,
kl. 13.30 gönguferð,
fótaaðgerð, hársnyrt-
ing. Hið árlega þorra-
blót verður haldið
föstud. 8. feb. Ræðu-
maður kvöldsins verður
Ólafur Ólafsson, fyrr-
verandi landlæknir.
Karlakór Kjalnesinga
syngur undir stjórn
Páls Helgasonar. Ólaf-
ur B. Ólafsson stjórnar
fjöldasöng og dansi.
Skráning á skrifstof-
unni og í s. 588-9335.
Miða þarf að vera búið
að sækja fyrir miðviku-
dag.
Vesturgata 7. Þorra-
blót verður fimmtudag-
inn 7. febrúar. Húsið
opnað kl. 17. Veislu-
stjóri Gunnar Þorláks-
son. Ragnar Páll Ein-
arsson verður við
hljómborðið. Þorrahlað-
borð. Magadansmeyjar
koma í heimsókn kl. 19.
Þorvaldur Halldórsson
slær á létta strengi og
syngur nokkur þekkt
lög. K.K.K. syngja,
fjöldasöngur og fleira.
Hljómsveit Hjördísar
Geirs leikur fyrir dansi.
Aðgangsmiði gildir sem
happdrætti. Upplýs-
ingar og skráning í af-
greiðslu.
Norðurbrún 1. Þorra-
blót verður haldið
föstud. 8. feb. kl. 19.
Ásta Bjarnadóttir leik-
ur létt lög, upplestur,
fjöldasöngur, veislu-
stjóri Gunnar Þorláks-
son, hljómsveit Ragn-
ars Levi, leikur fyrir
dansi. Aðgangsmiði
gildir sem happdrætt-
ismiði. Skráning í s.
568-6960.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira. Ólafur
Skúlason biskup og frú
Ebba Sigurðardóttir
koma í heimsókn.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Kl. 14
Uno.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla,
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁA, Síðu-
múla 3–5, og í Kirkju
Óháða safnaðarins við
Háteigsveg á laug-
ardögum kl. 10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er
við 12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Úrvalsfólk. Vorfagn-
aðurinn verður haldinn
á Hótel Sögu, Súlnasal,
föstudaginn 15. febrúar
Kl. 19. Miðasala og
borðapantanir verða hjá
Rebekku og Valdísi í
Lágmúla 4 mánudaginn
4. feb. í síma 585-4000.
Kvenfélag Háteigs-
sóknar. Aðalfundurinn
verður þirðjudaginn 5.
febrúar kl. 20. í safn-
aðarheimilinu. Venjuleg
aðalfundarstörf.
Gigtarfélag Íslands:
Gönguferð um Laug-
ardalinn laugardaginn
2. febrúar kl. 11 frá
húsakynnum félagsins
að Ármúla 5. Þægileg
klukkutíma ganga sem
ætti að henta flestum.
Einn af kennurum hóp-
þjálfunar gengur með
og sér um létta upp-
hitun og teygjur.
Félag breiðfirskra
kvenna. Aðalfundur fé-
lagsins verður mánu-
daginn 4. feb. kl. 20.
Venjuleg aðalfund-
arstörf, rætt um fram-
tíð félagsins. Kaffi og
gamanmál.
Kraftur, stuðningsfélag
ungs fólks með krabba-
mein. Fundur verður
haldinn þriðjud. 5. feb.
húsi Krabbameins-
félagsins í Skógarhlíð 8,
4. hæð kl. 20 Nála-
stungusérfræðingurinn
Dagmar Eiríksdóttir
ræðir um nálastungur.
Allir velkomnir.
Í dag er laugadagur, 2. febrúar, 33.
dagur ársins 2002. Kyndilmessa.
Orð dagsins: Ég hefi losað herðar
hans við byrðina, hendur hans eru
sloppnar við burðarkörfuna.
(Sálm. 81, 7.)
LÁRÉTT:
1 undirokar, 4 brotlegur,
7 oft, 8 hakan, 9 álít, 11
meðvitund, 13 æsi, 14
tekið, 15 gamall, 17
grískur bókstafur, 20
púka, 22 andar, 23 myrk-
urs, 24 tjón, 25 sáran.
LÓÐRÉTT:
1 legill, 2 hnossið, 3 vítt, 4
ílát, 5 matreiðslumanns, 6
efa, 10 gufa, 12 elska, 13
ellegar, 15 sjávardýrs, 16
munntóbak, 18 heitum,
19 kvenfuglinn, 20
mannsnafn, 21 ilma.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 holskefla, 8 mútur, 9 göfgi, 10 góu, 11 nærri, 13
rimma, 15 þjóns, 18 aldur, 21 kol, 22 skána, 23 vegum, 24
gallagrip.
Lóðrétt: 2 oftar, 3 syrgi, 4 eigur, 5 lófum, 6 smán, 7 hita,
12 Rán, 14 ill, 15 þúst, 16 ókáta, 17 skafl, 18 alveg, 19
digni, 20 römm.
K r o s s g á t a
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Hneyksli
MÉR finnst það vægast
sagt hneyksli að RÚV geti
ekki boðið upp á nothæfa
beina útsendingu á Evr-
ópumeistaramótinu. Mað-
ur er skyldaður til að
borga rúmlega 2.000.- kr. í
afnotagjald af einhverju
sem maður hvorki hlustar
á né horfir og þegar maður
loksins vill hlusta á eitt-
hvað þá er það ekki hægt!
Sent er út á langbylgju,
en langflest tæki á Íslandi í
dag eru ekki með lang-
bylgju þar sem einu löndin
í Evrópu sem að senda út á
langbylgju eru Frakkland
og Ísland. Ekki er hægt að
nálgast neitt á netinu þar
sem síðan liggur niðri. S.s.
mér finnst að RÚV eigi að
hugsa mál sitt betur því að
fólki er ekki bjóðandi upp á
þetta!!!
Kveðja,
Lilja.
Að gefnu tilefni
Á SÍNUM tíma gaf Hall-
dór Laxness út svofellda
yfirlýsingu: „Að gefnu til-
efni lýsi ég því yfir að ég
skrifa ekki fyrir fólk sem
kann ekki að lesa,“ Halldór
Kiljan Laxness.
(HKL: Af menningar-
ástandi, Vaka-Helgafell
1986, bls. 129).
Mér sýnist af ýmsu, sem
berst heiman frá Íslandi í
byrjun Laxnessárs, að
þessa yfirlýsingu Halldórs
mætti nú birta sem víðast;
helst að útvarpa henni svo-
sem á klukkustundar fresti
jafn lengi og þurfa þykir.
Færeyjum, 30. 01.’02
Virðingarfyllst,
Úlfur Hjörvar.
Maður eigi einhamur
VIÐ erum hér nokkrar
vinkonur saman komnar
og langar okkur að biðja
um endursýningu á mynd-
inni „Maður eigi einham-
ur“ sem fjallar um líf og
list Guðmundar frá Miðdal
í gerð Kvikmyndagerðar
Valdimars Leifssonar.
Myndin var sýnd í sjón-
varpinu 26. desember sl. á
annan dag jóla.
Sumar okkar misstu al-
veg af myndinni vegna
jólaboða. Aðrar sáu mynd-
ina illa vegna lélegra skil-
yrða eign sjónvarps. En
þetta sem við sáum fannst
okkur alveg frábært. Gam-
an var að heyra frásagnir
fjölskyldumeðlima Guð-
mundar og samferðafólks.
Tónlistin, sem var flétt-
uð fallega inn í atburða-
rásina, setti sinn svip á
myndina.
Við vorum alveg undr-
andi hvað einn maður gat
komið miklu í verk. Einnig
erum við hissa á hve lítið
hefur verið minnst á þenn-
an fjölhæfa listamann allt
til þessa.
Með von um góðar und-
irtektir og fyrirfram þökk.
Hressar konur.
Tapað/fundið
Sá sem fann veskið
hans Sturlu
SÁ sem fann veskið hans
Sturlu Þórissonar í desem-
ber sl. er vinsamlegast
beðinn að hafa samband í
síma 551-4530.
Dýrahald
Grár fress týndist
GRÁR fress týndist
fimmtudaginn 24. janúar
frá Lækjarseli 8, Reykja-
vík. Hann er ólarlaus og
ómerktur. Þeir sem hafa
orðið hans varir hafi sam-
band í síma 557-1217 eða
892-6267.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
1. Hvaðan er hrafntinnan á útveggjum Þjóðleikhúss-
ins?
2. Húsvíkingar fullyrða að hún sé úr Hrafntinnu-
hrygg á Mývatnsöræfum og hafi verið flutt á bílum
þaðan í skemmu á Húsavík og þaðan með Súðinni
til Reykjavíkur.
3. Sunnlendingar segja aftur á móti að hrafntinnan sé
af svæðinu nálægt Landmannalaugum.
Hvort er réttara?
Kunnugir leysi vinsamlegast úr þessu sem allra
fyrst.
Leifur Sveinsson,
sími 551-3224,fax: 551-3227.
Hrafntinnan utan
á Þjóðleikhúsinu
Morgunblaðið/Ómar
Þjóðleikhúsið
Víkverji skrifar...
ÞAÐ ER nokkuð örugglega hægtað fullyrða að öllum finnist verð-
lag í landinu alltof hátt og þá sér í lagi
verð á matvörum og öðrum nauðsynj-
um. Það má einnig með allnokkurri
vissu slá því föstu að enginn vilji sá
verðbólgudrauginn fæla verðlagið
upp í enn frekari hæðir en það er þeg-
ar komið í. Undanfarið hafa aðstand-
endur stórmarkaða barið sér á brjóst,
dyggilega hvattir af verkalýðshreyf-
ingunni, og lýst stríði á hendur þess-
um vágesti með því að lækka vöru-
verð um ákveðna og misháa prósentu-
tölu. Í framhaldi af því hefur stærsta
fyrirtækið á þessum markaði legið
undir ámæli fyrir að bregðast ekki við
á sams konar máta.
Víkverji er um margt sammála for-
sætisráðherra og öðrum að stórfyr-
irtæki þetta kunni að ráða yfir óeðli-
lega stórum hluta markaðarins en til
að koma því til varnar, svona til til-
breytingar, þá vill oft gleymast að ein-
hver mesta kjarabótin fyrir neytend-
ur síðastliðinn áratug hefur verið ein
af verslunarkeðjum í eigu umrædds
stórfyrirtækis, nefnilega Bónus-búð-
irnar. Svo gott sem óslitið síðan feðg-
arnir skeleggu opnuðu fyrstu búðina
hafa þær komið best út úr verðlags-
könnunum – boðið upp á lægsta og á
stundum langlægsta verðið á helstu
nauðsynjavörum. Svo er enn þann
dag í dag og Víkverji er nokkuð viss
um að svo verði áfram þrátt fyrir vel
auglýstar verðlækkanir samkeppnis-
aðilanna. En það breytir samt því
ekki að Víkverji yrði allra fyrstur til
að hrópa þrefalt húrra lækki feðgarn-
ir verðið í búðum sínum enn þá meira.
x x x
VÍKVERJI er líkt og aðrir lands-menn að rifna af monti yfir
frammistöðu strákanna „okkar“ í Sví-
þjóð. Blessunarlega gerðu topparnir í
Efstaleiti ekki þau reginmistök, sem
stefnir í að þeir séu að fara að gera
vegna HM í knattspyrnu, að gefa
þetta stórmagnaða sjónvarspefni frá
sér. Og þökk sé hinu mánaðarlega
nauðungarframlagi sínu (ekki rausn-
arsemi þeirra í Efstaleiti) geta lands-
menn til sjávar og sveita fylgst með
strákunum leika listir sínar – staðið
með þeim í gegnum sætt og súrt (von-
andi þó ekki of súrt) á meðan á keppn-
inni stendur.
Íþróttafréttamennirnir sem leikj-
unum lýsa eru af eðlilegum ástæðum í
sérstaklega sterku kastljósi við slíkar
aðstæður og því að sjálfsögðu mjög
mikilvægt að þeir standi sig í stykk-
inu. Ósjaldan er baunað á þá fyrir
slælega frammistöðu eða að þeim
gert gys missi þeir einhverja vitleys-
una út úr sér eða afhjúpi fávisku sína í
hita leiksins. En nú er kominn tími á
klapp á bakið.
Geir Magnússon hefur staðið vakt-
ina í Svíþjóð fyrir hönd ríkisins og er
skemmst frá því að segja að hann er
enginn eftirbátur strákanna í lands-
liðinu og hefur aldrei verið betri. Ein-
lægur ákafi hans (hvaða íþróttafrétta-
maður hefur viðurkennt í beinni að
hann sé að tárast, eins og Geir gerði í
blálok stórsigursins á Slóveníu?) ger-
ir að verkum að hann fer létt með að
peppa mann upp og miðla stemning-
unni í íþróttahöllinni. Svo er hann líka
ágætlega máli farinn, í það minnsta
samanborið við marga kollega sína.
Hann hefur reyndar átt til að fara
heldur of langt yfir strikið í hlut-
drægninni en það er bara fyndið og
kannski ósanngjarnt að ætlast til að
hann geti hamið sig frekar en aðrir
rígmontnir Íslendingar.