Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Pálsson, stjórnar- formaður Símans, afhenti í gær ríkisstjórn Íslands málverk eftir Kristínu Jónsdóttur af Hannesi Hafstein ráðherra til varðveislu í Þjóðmenningarhúsinu, en verkið hefur verið í eigu fyrirtækisins. Davíð Oddsson forsætisráðherra tók við málverkinu við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu að viðstaddri stjórn Símans og Ósk- ari Jósefssyni forstjóra fyrirtæk- isins auk stjórnar Þjóðmenning- arhússins, forstöðumanns þess, Guðmundar Magnússonar og Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra sem flutti ávarp. Forsætisráðherra færði for- ráðamönnum og stjórn Símans þakkir fyrir hönd ríkisstjórn- arinnar og sagði verkið eiga afar vel heima í Þjóðmenningarhúsinu, einu merkasta og fegursta húsi landsins. „Einhvern tíma heyrði ég að húsið hefði kostað ígildi hálfra fjárlaganna þegar það var byggt. Þetta er vitanlega rífleg fjárhæð, en skyldi menn einhvern tíma hafa látið sig dreyma um það þegar deilan um Símann stóð sem hæst að hann yrði í framtíð- inni svo mikils virði að rætt yrði um hvort hann ætti að kosta 40 eða 100 milljarða. Svo hefur Sím- inn vaxið og dafnað,“ sagði Dav- íð. Stofa Hannesar Hafstein Ákveðið var að gefa Þjóðmenn- ingarhúsinu málverkið eftir Kristínu Jónsdóttur í tilefni þess að í gær voru 98 ár liðin frá því Hannes Hafstein tók við embætti ráðherra á Íslandi. Kristín málaði verkið fyrir Símann á fyrri hluta síðustu aldar. Í Þjóðmenning- arhúsinu eru tvær stofur kenndar við einstaklinga, Hannes Hafstein ráðherra og Jón Sigurðsson for- seta. Í stofu Jóns hangir málverk af honum og nú er einnig komið málverk af Hannesi í stofunni sem nefnd er eftir honum. Í stofu Hannesar er að finna ýmsa muni úr einkalífi hans og frá ferli hans sem stjórnmálamanns og skálds. Við afhendingu málverksins reifaði Friðrik Pálsson mikil- vægan þátt Hannesar Hafstein í að leggja grunn að stofnun Landssímans í ráðherratíð sinni, en Hannes beitti sér fyrir því að lagður yrði sæsími til Íslands, frá Hjaltlandi til Þórshafnar og það- an til Seyðisfjarðar og Reykjavík- ur. Þessi ákvörðun var fyrsta meiri háttar ákvörðun íslensks ráðherra, en um hana höfðu spunnist miklar pólitískar deilur þar sem stjórnarandstaðan vildi loftskeytasamband til landsins. Þrátt fyrir mótmæli var tillaga Hannesar samþykkt á Alþingi og sæsíminn vígður á Seyðisfirði 25. ágúst 1906 og í Reykjavík 29. september sama ár. Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Friðrik Pálsson, stjórnarformaður Símans, hlýða á þakkarorð Davíðs Oddssonar forætisráðherra vegna málverkagjafar Símans til ríkisstjórnarinnar. Síminn gefur mál- verk af Hannesi Hafstein FRUMVARP til laga um stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitu ríkisins, RARIK, var kynnt í rík- isstjórn í gær, en samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að stofnfundur hlutafélagsins verði hald- inn eigi síðar en 1. september í haust og að hluta- félagið taki til starfa eigi síðar en um næstu ára- mót og yfirtaki þá allar eignir, réttindi, skuldir og skuldbindingar Rafmagnsveitna ríkisins. „Við viljum með þessu breyta rekstrarforminu frá því sem nú er. Í hlutafélagsformi má ætla, að reksturinn verði sveigjanlegri. Ábyrgð ríkissjóðs á rekstri fyrirtækisins takmarkast við hlutafjár- eign og ábyrgð stjórnenda eykst,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra. Hún segir einnig að með því að reka Rafmagns- veiturnar í hlutafélagsformi megi ætla að fjárfest- ingar og nýjungar í rekstri verði auðveldari í framkvæmd og fjárhagsleg uppbygging fyrirtæk- isins sem hlutafélags stuðli að aukinni hagræðingu og hagkvæmni í rekstri. Fram kemur að með því að breyta rekstrar- formi Rafmagnsveitna ríkisins, svo sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir, er jafnframt opnað fyrir þann möguleika, að aðrar orkuveitur geti gengið inn í hlutafélagið og orðið hluthafar í því. Samkvæmt ársreikningi RARIK fyrir árið 2000 voru langtímaskuldir fyrirtækisins rúmlega þrír milljarðar króna, um 1,4 milljarðar króna vegna lífeyrisskuldbindinga og um 1,6 milljarðar króna hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Auk þess er að finna í fjáraukalögum vegna ársins 2001 heim- ild til aukinnar lántöku um 780 milljónir kr. Geng- ið er út frá því að hlutafélagið taki við þessum skuldbindingum og að breyting á rekstrarformi hreyfi ekki við ríkisábyrgðum á lántökum fram að stofnun hlutafélagsins. Þá kemur fram að í gildi sé samningur milli RARIK og ríkisvaldsins um arðgreiðslur en ljóst sé að taka þurfi þann samning upp í tengslum við breytingu á rekstrarforminu og fyrirhugaðar skattgreiðslur orkufyrirtækja í umhverfi nýrra raforkulaga. Gjald á raforkuvinnslu til almenningsnota Jafnframt kemur fram að í dreifikerfi RARIK séu óarðbærar rekstrareiningar sem fyrirtækið hafi borið kostnað af, en þeim kostnaði hafi í tví- gang á síðustu fimmtán árum verið mætt með yf- irtöku ríkissjóðs á hluta af skuldum fyrirtækisins. Liggur fyrir samkomulg iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra í tengslum við ný raforkulög þar sem lagt er til að kostnaði vegna þessara óarð- bæru eininga verði mætt með gjaldi á raforku- vinnslu til almenningsnota. Frumvarp um að RARIK verði gert að hlutafélagi REYKJAVÍKURLISTINN hefur stuðning um 51% kjósenda í Reykja- vík og Sjálfstæðisflokkurinn um 45% ef marka má niðurstöðu skoðana- könnunar Gallup um fylgi listanna í Reykjavík en þetta er svipuð útkoma og var um síðustu áramót. Stuðning- ur við lista Frjálslynda flokksins undir forystu Ólafs Magnússonar mældist 3%. Ef litið er til fylgis flokkanna á landsvísu kemur fram að fylgi við Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokk- inn eykst en fylgi VG minnkar. Sam- fylkingin fær 20%, en var með 18% og VG fær einnig 20% en var 24% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðis- flokksins eykst úr 40% í 42%. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað og er hann með 14% eins og í síðustu könnun og sama gildir um Frjáls- lynda flokkinn að hann er með sama fylgi og í síðustu könnun eða 3%. Könnunin er símakönnun sem fór fram 2.–29. janúar. Úrtakið var 2.196 manns á landinu öllu á aldrinum 18– 75 ára og var svarhlutfall 70%. Um 20% voru ekki viss og 6% sögðust skila auðu eða kjósa ekki. R-listi með 51% og D-listi með 45% STJÓRN Íbúðalánasjóðs hefur sam- þykkt að verða við beiðni félagsmála- ráðherra um að afturkalla fyrri vaxtaákvörðun stjórnar. Er þessi beiðni komin fram með hliðsjón af aðgerðum ríkisstjórnarinnar og að- ila vinnumarkaðarins til að ná niður verðbólgu. Vextir verði þannig um sinn þeir sömu og þeir voru í árslok 2001. Þær vaxtabreytingar sem tóku gildi um áramót fólu í sér að vextir til viðbótarlána hækkuðu úr 5,7% í 5,92%. Vextir á almennum leiguíbúð- um hækkuðu úr 4,9% í 5,49% og lán til meiriháttar endurbóta á húsnæði hækkuðu úr 5,7% í 6,12%. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að þessi ákvörðun sé tekin í trausti þess að Íbúðalánasjóði verði bætt vaxta- tapið með framlögum úr ríkissjóði. Þá samþykkti stjórn Íbúðalánasjóðs að taka vexti sjóðsins til endurskoð- unar fyrir 1. júní 2002. Ekki er talið að ákvörðun þessi hafi áhrif á þegar birtar áætlanir sjóðsins um útboð húsnæðisbréfa á árinu 2002. Íbúðalánasjóður Vaxtahækk- un dregin til baka Stjórnmálaflokkarnir sem aðild eiga að Reykjavíkurlistanum afgreiða á fundum í dag sam- starfsyfirlýsingu flokkanna vegna sameiginlegs framboðs í Reykjavík við borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Jafnframt er þess vænst að fundirnir taki ákvörðun um það hvernig hver flokkur um sig muni standa að vali sinna full- trúa á sameiginlegan lista, en ekki var hægt að fá upplýsingar um það í gær hvaða aðferðum yrði beitt í þeim efnum. Fundur í Framsóknarflokkn- um í Reykjavík hefst klukkan 10 fyrir hádegi á Grand hótel, Vinstri hreyfingin – grænt framboð er með fund í Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigar- stíg kl. 13 og Samfylkingin fundar á Hótel Sögu klukkan 13.30. Reykjavíkurlistinn Samstarfs- yfirlýsing af- greidd í dag ♦ ♦ ♦ RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að styrkja Handknattleikssamband Ís- lands um 15 milljónir króna vegna þátttöku A-landsliðs karla í Evr- ópukeppninni í Svíþjóð. Fyrirtæki og einstaklingar hafa einnig brugð- ist mjög vel við og höfðu safnast um 11 milljónir króna í gærkvöld en haldið verður áfram um helgina. Þá hafa mörg sveitarfélög einnig til- kynnt að þau hyggist styrkja HSÍ. Björn Bjarnason, mennta- málaráðherra, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa flutt tillögu í þessum efnum í ríkisstjórninni vegna glæsilegrar frammistöðu ís- lenska landsliðsins í Svíþjóð og hún hefði verið samþykkt. Hann hefði í framhaldinu rætt við Guðmund Ingvarsson, formann HSÍ, og til- kynnt honum þetta og flutt honum kveðjur ríkisstjórnarinnar og heillaóskir til landsliðsins. Björn sagðist einnig hafa kynnt hugmyndir um að sérstakur stuðn- ingur kæmi úr afrekssjóði ÍSÍ þeg- ar hópar eins og landsliðið í hand- bolta næðu svona glæsilegum árangri. Þeir ættu ekki síður að eiga kost á afreksstyrkjum en ein- stakir íþróttamenn. Fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið vel í áskorun um að efna til samskota til þess að styrkja HSÍ og höfðu um átta milljónir safnast í fyrirtækjasöfnun á Rás 2 í gær- kvöld og vel á þriðju milljón til við- bótar hafði safnast meðal ein- staklinga, en þá fer söfnunin þannig fram að hringt er í síma 907-2800 og skuldfærast þá 800 krónur af símareikningi viðkomandi. Það er sama hvar gripið er niður, alls staðar er áhuginn á handbolt- anum þessa dagana. Bjarni Magn- ússon, hreppstjóri í Grímsey, segir mikinn áhuga vera í eynni fyrir Evrópumótinu í Svíþjóð. „Hér hafa menn komið saman þar sem sjón- vörpin eru stærri og nýrri til þess að horfa á leikina. Þeir sem hafa óskapast yfir íþróttaglápi hafa raunar horft á þetta líka og sýnt okkur hinum mikinn skiln- ing. Menn hafa verið að tala um það að koma fyrir sjónvarpi í félagsheimilinu Múla þannig að allir hér í eynni geti safnast saman og horft á leik- inn við Svía. Mér þyk- ir ekki ólíklegt að af því verði. Það er varla rætt um neitt annað en handbolta þegar menn hittast hér, að minnsta kosti byrja og enda öll samtöl á honum. Mér finnst hafa orð- ið gerbylting á íslenska liðinu og þá sérstaklega vörnin og hraðaupp- hlaupin. Við erum með helmingi fleiri mörk en Svíar í hraðaupp- hlaupum en þó eiga þeir að heita sérfræðingar í þeim.“ Framlög streyma til HSÍ vegna árangurs íslenska landsliðsins í handbolta Aron Kristjánsson lætur að sér kveða í leik við Júgóslava á EM. 15 milljónir frá stjórnvöldum AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.