Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hafsteinn Bjarnason bygg- ingaverktaki. MIKLAR framkvæmdir standa nú yfir við Grunnskólann. Verið er að stækka hann til að hægt sé að einsetja næsta haust. Stækk- unin felst í því að nú bætast við 4 almennar kennslustofur og 2 sérgreinastofur, þ.e. tölvustofa og raungreinastofa. Smiðirnir hafa reynt að taka tillit til skólastarfsins og há- vaðasöm störf eins og borun eru unnin eftir 4 á daginn eins mikið og hægt er. Það er ekki alltaf framkvæmanlegt og hafa kenn- arar þurft að hækka röddina á stundum. Þetta hefur svo sem pirrað stundum, en við reynum að þreyja þorrann og góuna, segja kennararnir. Byggingaframkvæmdir eru á góðu róli og allt gengur eins og best verður á kosið. Hafsteinn Bjarnason byggingaverktaki sagði aðspurður að vinnan hefði gengið mjög vel, frostakaflinn var nýttur til að slá upp fyrir síð- ustu veggjunum sem verða steyptir strax þegar frostið er farið. Smiðirnir voru hinir hressustu og gengu um með vatnsslöngur og bunuðu í allar áttir. Sögðust vera að hreinsa allt svo hægt yrði að fara að steypa. Skólinn verður stækkaður í tvær áttir með þessum nýju stofum. Í haust var tekið í notk- un anddyri í suðaustur hluta skólans. Það er einkum ætlað yngri nemendum skólans, sem koma núna inn í skólahúsnæðið sunnan megin, þar sem meira skjól er heldur en norðan megin þar sem áður var gengið inn. Viðbygg- ing við skólann Hveragerði ÁRBORGARSVÆÐIÐ 16 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SVÆÐISBUNDNAR fréttasíður í Morgunblaðinu hafa mælst vel fyrir meðal lesenda og bætist síða af Ár- borgarsvæðinu nú í þá flóru. Fyr- irhugað er að efni undir þessu heiti verði í blaðinu vikulega á laugar- dögum. Árborgarsvæðið nær yfir þéttbýlisstaðina í neðanverðri Ár- nessýslu; Selfoss, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Hvera- gerði ásamt dreifbýlinu í Ölfusi og Flóa. Íbúafjöldi á svæðinu er 10.091. Nafngiftina Árborg má rekja til þess er Guðmundur heitinn Dan- íelsson, rithöfundur og ritstjóri Suðurlands, skrifaði grein í blað sitt, Suðurland, 23. september 1972, undir höfundarheitinu Brúsi frá Lóni. Í þessari grein fjallar hann um Árborg og hverfi hennar þrjú, Eyrina, Brimver og Hlaðbæ. Þessi grein var í raun eitt af vinnuplögg- um Guðmundar fyrir skáldsöguna Járnblómið. Í útvarpsviðtali sem Jónas Jónsson átti við Guðmund 1972 lýsir hann einnig borgar- hugsun sinni varðandi þetta nafn. Upp frá þessu verður þess æ meira vart að Árborgarnafnið er notað sem heiti yfir neðanverða Ár- nessýslu og þá einkum þegar rætt er um það í heildstæðri merkingu sem eitt atvinnusvæði. Í umfjöllun um áhrif Óseyrarnesbrúar á sínum tíma var bent á að Árborgarsvæðið væri eitt atvinnu- og þjónustusvæði og brúin hefði þau áhrif að efla það sem slíkt enda er það svo í raun. Þá má benda á að í næsta ná- grenni við Árborgarsvæðið er sum- arbústaðasvæðið í Grímsnesi sem sækir þjónustu til þéttbýlisstaða Árborgarsvæðisins eins og upp- sveitirnar. Hver þéttbýlisstaður svæðisins hefur sína sérstöðu í þjónustuframboði, atvinnu-, menn- ingar- og mannlífi. Fréttaritarar Morgunblaðsins á svæðinu munu bera hitann og þungann af vinnslu efnis á þessa síðu. Þeir eru: Selfoss: Sigurður Jónsson, sigj@ka.is Hveragerði: Margrét Ísaksdóttir, misaks@ismennt.is Þorlákshöfn: Jón H. Sigurmundsson, thorljs@ismennt.is Eyrarbakki: Óskar Magnússon. Stokkseyri: Gísli Gíslason, ggtk@li.is Árborgarsvæðið í neðanverðri Árnessýslu ÍBÚUM í sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað um 579 eða um 10 % frá árinu 1997. Íbúatalan í sveitarfé- laginu var 5.472 árið 1997 en var 6.051 við árslok 2001. Íbúar eru flest- ir á Selfossi 4.816, á Eyrarbakka búa 549 og 476 á Stokkseyri, þá búa 210 í dreifbýli sveitarfélagsins. Á milli ár- anna 200 og 2001 fjölgaði á Selfossi um 174 eða 3,75%. Fjölgunin frá 1997 sýnir að sveitarfélagið hefur verulegt aðdráttarafl. „Þessi þróun krefst stöðugrar gatnagerðar svo ávallt séu fyrir hendi byggingarhæfar lóðir auk uppbyggingar leikvalla og útisvæða,“ sagði Karl Björnsson bæjarstjóri. Tvö íbúðasvæði eru nú í uppbygg- ingu á Selfossi til þess að mæta fjölg- uninni, annars vegar í Fosshverfi með Eyravegi og hins vegar í Suð- urbyggð, suður af þéttbýlinu. „Hvað ýmsa aðra þjónustu varðar þá er nauðsynlegt að bæta við leikskóla- húsnæði með reglulegu millibili auk grunnskólahúsnæðis. Það gerist ann- ars vegar með ýmsum bráðabirgða- lausnum og betri nýtingu þess hús- næðis sem fyrir er og hins vegar í stórum stökkum með byggingu nýs skólahúsnæðis. Þessi stöðugi vöxtur krefst síðan aukins mannafla við þjónustustörf á vegum sveitarfé- lagsins. Hagkvæmni stærðarinnar skilar sér svo við betri nýtingu skatt- tekna í þágu íbúanna. Einnig er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þessi stöðuga fólks- fjölgun er undirstaða þess að þjón- ustan almennt verður fjölbreyttari í sveitarfélaginu og samkeppnin eykst með hverju árinu sem líður öllum til hagsbóta. Þannig verður til enn meira aðdráttarafl en áður fyrir áframhaldandi vöxt,“ sagði Karl Björnsson bæjarstjóri. 10% fjölgun íbúa í Árborg frá 1997 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Starfsmenn Selóss ehf. vinna við nýjan deildaskiptan leikskóla í Fosshverfi. Selfoss FÓLKI í þéttbýlinu á Selfossi hef- ur fjölgað verulega, alls um 174 frá árinu 2000 til 2001. Fólk kem- ur víða að og leitar að þægilegum stað til búsetu. Sumir flytja á stað- inn í tengslum við starf á staðnum, aðrir leita að umhverfi sem hentar og enn aðrir láta þjónustu og hentugar aðstæður ráða ferðinni. „Mér líst vel á þetta svæði til búsetu. Selfoss er eins og ein með öllu, hér eru ágætar verslanir og öll þjónusta er fyrir hendi hérna,“ sagði Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs land- búnaðarins. Guðmundur og kona hans Hafdís Jónsdóttir keyptu hús á skemmtilegum stað utan Ölfusár undir Jaðarsklettum og hafa út- sýni til suðurs yfir ána og einn stangveiðistað hennar. „Mér finnst vera allt til alls hérna og svo er stutt til Reykja- víkur og líka stutt í óbyggðirnar og dreifbýlið fyrir þá sem það kjósa. Það má segja að það sé al- veg steindauður maður sem ekki getur látið sér líða vel hérna og ég hlakka til að flytja,“ sagði Guð- mundur Stefánsson. „Við vorum að leita okkur að nýjum stað til búsetu, við vorum jú að eldast og aðstæður hentuðu okkur ekki þar sem við bjuggum, í Rjúpnafelli 26 í Reykjavík. Við skoðuðum víða á höfuðborgar- svæðinu meðal annars í Mosfells- bæ en það var ekkert sem heillaði. Þá komum við inn á fasteignasöl- una Bakka hér á Selfossi og hitt- um þar frábæran sölumann,“ sagði Friðrik Gíslason, fyrrverandi skólastjóri Hótel- og veitingaskól- ans. „Við völdum okkur nýtt parhús hérna við Sóltún í Fosshverfinu og erum í endahúsi götunnar og út- sýnið er mjög skemmtilegt yfir ána og til fjalla og við auðvitað mjög ánægð með okkur hérna. Sama er að segja um fjölskylduna sem er ánægð með okkur hér,“ sagði Ada Kærnested, kona Frið- riks. „Hér er afskaplega þægilegt fólk, stutt í alla þjónustu og um- ferðin er mjög góð,“ sagði Ada og bætti því við að fjölskylduheim- sóknirnar væru ekkert færri þótt þau byggju á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Stefánsson framan við hús sitt undir Jaðarsklettum. Friðrik Gíslason, fyrrverandi skólastjóri, og Ada Kærnested húsmóðir. „Selfoss er eins og ein með öllu“ GRUNNSKÓLINN í Þorlákshöfn, sem fagnar 40 ára afmæli á árinu stóð á haustdögum fyrir samkeppni um merki skólans. Alls bárust 48 tillögur að merki frá 18 þátttakendum. Verð- laun og viður- kenningar voru veitt fyrir þrjár tillögur sem voru til sýnis í skólan- um. Tillaga Ágústu Ragn- arsdóttur, Sundlaugavegi 37, var valin sem merki skólans, einnig hlutu tillögur frá Ingibjörgu Jónsdóttur, Eyja- hrauni 24 og Kjartani B. Sigurðssyni Eyjahrauni 38 viðurkenningu. Ágústa Ragnarsdóttir, sem er grafískur hönnuður, er fyrrverandi nemandi Grunnskólans í Þorláks- höfn. Ágústa útskrifaðist úr Grunn- skóla Þorlákshafnar 1983. Samið hefur var við Ágústu um að vinna merkið þannig að nota megi það á bréfsefni, umslög, borðfána, barmmerki og nafnspjöld. Höfundur segir um merkið: „Fé- lagsandi og samvinna, virðing fyrir sjálfum sér og öðrum er nauðsyn til þess að ná árangri hvort heldur er í leik, námi eða starfi. Í skólanum eru margir og ólíkir einstaklingar sem þurfa að ná saman til þess að námið verði sem árangurríkast og skemmti- legast. Skóli snýst um fólk. Merkinu er ætlað að koma þessu öllu til skila. Merkið er hringform myndað af fígúrum (fólki/börnum) sem eru á einhvers konar hreyfingu (leikandi og lifandi). Þau haldast í hendur (samvinna/samstaða) og eru ólík að lit (engir tveir eru eins hvorki í útliti né innræti). Hringformið táknar síðan framtíðina – hina eilífu hringrás – það sem ekkert stendur í stað og allir möguleikar eru fyrir hendi.“ Skólinn eignast nýtt merki Þorlákshöfn Grunnskólinn í Þorlákshöfn 40 ára BÆJARRÁÐ Árborgar hefur ákveðið að lækka þrenns konar gjöld í gjaldskrá sinni. Vill sveitarfélagið með því leggja sitt af mörkum til að vinna gegn nýlegum verðhækkunum í þjóðfélaginu. Á fundi bæjarráðs 31. janúar var samþykkt samhljóða að draga til baka áður samþykkta 5,3% hækkun álagningarhlutfalls hol- ræsagjalds, sem verður óbreytt frá fyrra ári 0.15%. Eins var ákveðið að draga til baka 15.0% hækkun sorp- gjalds á íbúðarhúsnæði, og verður það óbreytt kr. 9.000 á íbúð á ári. Loks ákvað bæjarráð að veita 15% afslátt af lóðarleigu vegna íbúðar- og atvinnulóða í sveitarfélaginu, og var það vegna hækkunar á lóðarmati milli ára. Þjónustu- gjöld lækk- uð í Árborg Selfoss Á VINNUFUNDI bæjarstjórnar Árborgar og hreppsnefndar Hraun- gerðishrepps hinn 30. janúar var samþykkt að skipa samstarfsnefnd sem hefur það hlutverk að vinna að undirbúningi og hugsanlega að kosn- ingu um sameiningu sveitarfélag- anna hinn 23. mars næstkomandi. Í nefndinni sitja Ingunn Guð- mundsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Karl Björnsson frá Árborg. Frá hendi Hraungerðishrepps voru skip- aðir í nefndina Guðmundur Stefáns- son oddviti, og Haraldur Þórarins- son. Íbúar Árborgar eru 6051 en íbúar í Hraungerðishreppi eru 174. Rætt um samein- ingu við Hraun- gerðishrepp Selfoss ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.