Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 37 SÖLUSÝNING í dag, frá kl. 11-16 BLÁSALIR 22 - KÓPAVOGI BESTI ÚTSÝNISSTAÐUR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ALLAR ÍBÚÐIR ERU MEÐ SUÐUR- OG VESTURÚTSÝNI NÝ HÁGÆÐA HLJÓÐEINANGRUN - „EINBÝLI Í FJÖLBÝLI“ HÚSIÐ ER LAUST VIÐ MENGUN HITAVEITUVATNS Til sölu nýjar, sérlega vandaðar og rúmgóðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í tólf hæða álklæddu fjölbýlishúsi. Aðeins fjórar íbúðir eru á hverri hæð. Allt heitt vatn í húsinu er forhitað ferskvatn. Tvær fullkomnar lyftur eru í húsinu og ná niður í kjallara og bílageymslu. Allar hurðir í íbúðunum eru 90 cm breiðar. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna í maí 2002. Verð á tveggja herbergja 80 fm íbúðum frá kr. 12,5 m. Verð á þriggja herbergja 95 fm íbúðum frá kr. 13,5 m. Verð á fjögurra herbergja 125 fm íbúðum frá kr. 17,5 m. Arkitekt hússins er Orri Árnason. Byggingaraðili er Byggingafélagið Viðar. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. Sölumenn okkar verða á staðnum í dag frá kl. 11-16 FASTEIGNASALA BRYNJÓLFS JÓNSSONAR EHF. Sími 511 1555 EIGNIR ÓSKAST TIL KAUPS ÁKVEÐNIR KAUPENDUR 2JA HERBERGJA ÍBÚÐ ÓSKAST Höfum kaupanda að 2ja herbergja íbúð á 1. eða 2. hæð. Svæði: Háaleiti, Fossvogur, Smáíbúðarhverfi eða Heimar. 3JA HERBERGJA ÍBÚÐIR ÓSKAST Höfum kaupendur að 3ja herbergja íbúðum víðsvegar í Reykjavík og einnig á Seltjarnarnesi. GARÐABÆR Gott raðhús í Garðabæ, gjarnan á einni hæð m. fjórum herbergjum og góðum stofum óskast. ÞINGHOLT 200-300 fm einbýlishús í Þingholtum óskast. VESTURBORGIN Fjársterkur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Vesturborginni. KOLBEINSSTAÐAMÝRI Traustur kaupandi óskar eftir góðu raðhúsi eða parhúsi í Kolbeinsstaðamýri. EINBÝLISHÚS Í GRAFARVOGI ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir 180-250 fm steinhúsi á einni hæð. EINBÝLISHÚS Í SMÁÍBÚÐAHVERFI, STIGAHLÍÐ EÐA FOSSVOGI ÓSKAST Höfum trausta kaupendur að góðum einbýlis- og raðhúsum á þessum svæðum. SÉRHÆÐIR ÓSKAST 120-160 fm sérhæðir óskast. Æskileg staðsetning: Vesturbær, Hlíðar, Þingholt, Fossvogur eða Kringlusvæðið. 120-160 FM ÍBÚÐ Í LYFTUHÚSI ÓSKAST Æskileg staðsetning: Klapparstígur, Skúlagata eða Kirkjusandur. ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST Höfum kaupendur að ýmis konar atvinnuhúsnæði, t.d. 100-200 fm skrifstofu- og verslunarplássum. Einnig höfum við sterka fjárfesta sem óska eftir stórum eignum sem eru í útleigu. BYGGINGARLÓÐ Í REYKJAVÍK ÓSKAST Traustur byggingameistari óskar eftir góðri byggingarlóð í Reykjavík. „Lélegt“ hús á góðri lóð kemur einnig vel til greina. ATHUGIÐ Þetta er aðeins sýnishorn úr kaupendaskrá okkar. Vegna líflegrar sölu í janúar vantar mun fleiri tegundir af íbúðar- og atvinnuhúsnæði á söluskrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. TÓNLIST þykir standa vitsmunalega jafnfætis öðrum háþró- uðum táknkerfum mannsins, stærðfræði og tungumáli (móður- máli). Hins vegar er tónlistin mjög aðgengi- leg öllum mönnum, en skilningur í stærðfræði og ritmáli byggist á tengingu abstrakt hljóð- og rittákna við þekkt og viðurkennd tákn og stærðir. Það er stundum talað um að ólæsi sé að aukast, ekki bara hér á Íslandi, heldur um allan hinn vestræna heim. Á hverju ári má reikna með að allt að 20% íslenskra barna útskrifist úr grunnskólum landsins með miður góða eða lélega lestrarkunnáttu. Treglæsi og ólæsi er gríðarlegur baggi á þeim einstak- lingi sem býr við slíkan vanda. Læsi er einmitt grundvallaratriði þessa nýja samfélags upplýsinganna og hraðans. Unglingur sem er haldinn slíkum vanda hefur rembst eins og rjúpan við staurinn við að komast í gegnum grunnskólann og þurft að hafa margfalt meira fyrir námi sínu en flestir aðrir bekkjarfélaganna. Oftar en ekki hefur uppskeran verið snöggtum lakari en félaganna. Hann mætir yfirleitt litlum skilningi og ekki er sérlega auðvelt aðgengi til sértækra úrræða innan kerfisins. Lestrarörðugleikar Rannsóknir sýna að um 20% ís- lenskra barna eigi í lestrarörðugleik- um og helmingur þeirra, eða 10% barna, við verulega mikla lestrarörð- ugleika að stríða sem auðveldlega geta leitt til takmarkaðrar lestrar- kunnáttu og lítils lesskilnings. Oft fylgja líka erfiðleikar í stærðfræði. Stundum stafa stærðfræðiörðugleik- arnir beinlínis af takmörkuðum les- skilningi (orðadæmi), en hafa ekkert með tölulegan skilning að gera. Ýmislegt hefur orðið til þess að mér verður æ oftar hugsað til þess hvort tengsl geti verið á milli læsis og tónlistar, og hvort hægt sé að vinna fyrirbyggjandi starf í leikskólunum með tónlistarþjálfun barnanna. Rannsóknir sýna að færni barns á leikskólaaldri í rytma, rími og hljóð- greiningu, auk ýmissa annarra þátta, gefur vísbendingar um gengi læsis síðar meir. Þróunarverkefni í Kópasteini Leikskólinn Kópasteinn vann þró- unarverkefni í tónlistariðkun og fékk á sínum tíma til þess styrk frá Þróun- arsjóði leikskóla í menntamálaráðu- neytinu. Börnin voru í tónmennta- tímum einu sinni í viku og stóð hver tími í allt að 60 mínútur. Börnin æfðu hljóðgreiningu, greindu há og lág hljóð, stutt og löng hljóð, sterk og veik hljóð. Þau æfðu að klappa takt og fjölbreytilegan rytma, bjuggu til lítil lög og spunnu upp texta og lag- línur. Þau æfðu söng og hreyfingar eftir tónlist. Þegar skoðað var hvern- ig til hefði tekist blandaðist engum hugur um þær miklu framfarir sem börnin höfðu tekið í tónmennt. Og það sem meira var, börnin voru miklu agaðri og þeim reyndist mjög auðvelt að framfylgja settum fyrir- mælum. Eftir að hafa kynnt mér lestr- arörðugleika í grunn- skólum og skoðað hvaða þættir það eru sem virðast einkenna slaka nemendur í lestri hef ég leitt hugann að því hvort það gæti reynst fyrirbyggjandi aðgerð að æfa mark- visst leikskólabörnin í grunnþáttum tónlistar, hljóðgreiningu, takti og rytma. Ef hljóðkerfis- vitund barnanna er aukin markvisst í leik- skólunum með iðkun tónmennta erum við þá að fyrirbyggja hjá börnunum síðari tíma lestrarörðugleika? Þegar litið er til hinnar háu prósentu lestrarörðug- leika íslenskra barna má augljóst vera, að hér er á ferðinni bæði brýnt og spennandi rannsóknarverkefni. Kópavogsbær státar af mjög góð- um tónlistarskóla sem er víðkunnur fyrir gott forskólastarf. Skólahljóm- sveit Kópavogs er líka vel þekkt og hefur farið víða. Báðar þessar stofn- anir, Tónlistarskóli Kópavogs og skólahljómsveit Kópavogs, byggjast á traustum grunni í bæjarfélaginu og njóta virðingar langt út fyrir bæjar- mörkin. Í leikskólaskor Kennaraháskóla Íslands hefur tónmenntakennslan tekið miklum breytingum og umtals- verðum framförum frá því ég lauk námi í Fósturskóla Íslands 1977 og er það vel. Leikskólakennslufræðin tekur til tónlistariðkunar og nem- endur í leikskólaskor taka fjórar ein- ingar í tónmenntum. Þannig eru leik- skólakennarar vel í stakk búnir að iðka tónmenntir í leikskólanum. Kópavogur taki forystu Það eru gríðarlegir hagsmunir í veði ef við getum minnkað þann hóp grunnskólanemenda sem á í lestr- arörðugleikum. Sveitarfélögin ættu að taka höndum saman og gera áætl- un um stórlega eflingu tónmennta á öllum skólastigum. Hér mætti hugsa sér að koma á samvinnu milli Tónlistarskóla Kópa- vogs, leik- og grunnskólanna. Tón- listarskólinn gæti lagt til handleiðslu, stuðning og fræðslu til kennaranna. Eða hitt, að tónlistarskólinn tæki að sér tónmenntakennslu í leikskólun- um. Stórt og öflugt sveitarfélag eins og Kópavogur á að vera leiðandi sveitar- félag í slíku samstarfi milli þessara skóla og ganga á undan með góðu fordæmi. Tónlist fyrir alla Jóhanna Thorsteinson Kópavogur Hugsanlega mætti koma á samvinnu milli Tónlistarskóla Kópa- vogs, segir Jóhanna Thorsteinson, og leik- og grunnskólanna. Höfundur er leikskólastjóri og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. www.johanna.is. UNDANFARIN 8 ár hefur Mos- fellsbæ verið stjórnað af meirihluta skipuðum fólki af G lista (samsafn vinstrimanna) og framsóknarmönnum. Vinstri meirihlutinn hefur sýnt lítið að- hald í rekstri bæj- arins og aukið skuld- ir um næstum 800 þúsund krónur hvern einasta dag í valdatíð sinni þrátt fyrir að seldar hafi verið eignir í eigu bæj- arsjóðs svo nemur hundruðum millj- óna. Við þessar erfiðu aðstæður er mik- ilvægt fyrir Mosfellinga að til forystu í bæjarstjórn veljist fólk, sem hefur menntun og reynslu til þess að takast á við að koma fjármálum bæjarins í heilbrigt horf. Haraldur Sverrisson á Hulduhól- um hefur á yfirstandandi kjörtímabili verið virkur í starfi bæjarstjórn- arhóps sjálfstæðismanna. Hann er viðskiptafræðingur og hefur auk þess sótt sér framhaldsmenntun í fjár- málum til Bandaríkjanna. Hann hef- ur áralanga reynslu af stjórnun sem rekstrarstjóri fjármálaráðuneytisins, og hefur jafnframt verið virkur í fé- lagsstarfi í Mosfellsbæ. Ég tel að það sé mikill fengur fyrir Mosfellinga að fá mann með menntun og reynslu Haraldar til forystu í bæj- arstjórn og vil hvetja alla sjálfstæð- ismenn í Mosfellsbæ til þess að velja Harald í fyrsta sæti bæjarstjórn- arlistans. Mosfellingar – veljum Harald Sverrisson Frá Hákoni Björnssyni, sem situr í bæj- arstjórn í Mosfellsbæ fyrir D-lista: Hákon Björnsson UNDIRRITAÐUR, ásamt fé- lögum mínum í Golfklúbbnum Kili, hefur átt þess kost að kynnast Har- aldi Sverrissyni og hans ágætu vinnu- brögðum á und- anförnum árum, en hann var formaður Kjalar frá árinu 1996-2000. Á þessum tíma hélt hann styrkri hönd um fjármál og faglega stjórn klúbbsins. Hann gerði átak í uppbyggingu klúbbstarfsins, eink- um í unglinga- og félagsstarfi. Í dag á Golfklúbburinn Kjölur innan sinna raða afreksfólk í íþróttinni bæði í fullorðins- og unglingaflokkum. Með starfi sínu hefur Haraldur sýnt frá- bæra leiðtogahæfileika og aflað sér vinsælda meðal félaganna. Hann hefur jafnframt sýnt festu og áræðni í samningum við viðsemjendur klúbbsins, svo sem bæjarfélagið, golfsambandið og fleiri. Þekking Haraldar á bæjarmálum, víðtæk starfsreynsla hans og menntun í fjármálum og stjórnsýslu, mun verða það afl sem við þörfnumst til framtíðar í okkar bæjarfélagi. Ég hvet því alla að taka þátt í prófkjör- inu hinn 9. febrúar nk. og kjósa Har- ald Sverrisson í forystusæti sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ. Harald Sverris- son í forystusæti sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ Frá Hilmari Sigurðssyni viðskiptafræðingi: Hilmar Sigurðsson ÁSDÍS Ólafsdóttir er íþróttakenn- ari að mennt og hefur getið sér gott orð sem frábær kennari og uppal- andi. Ásdís hefur unnið markvisst að heilsu- eflingu og íþrótta- málum og lagt hönd á plóginn í nefndum Kópavogs, ásamt því að halda utan um heilsuátak fullorð- inna í bænum og vinna að málefnum eldri borgara af heilindum. Íþróttakennarinn Ásdís berst fyrir bættu umhverfi, heilbrigði og mann- rækt og hefur látið til sín taka í þeim efnum. Ásdís er heilsteypt, ákveðin og fylgin sér. Það er enginn svikinn af verkum Ásdísar Ólafsdóttur. Kjósum konu sem gengur að verk- um sínum og lýkur þeim. Ásdísi í bæjarstjórn! Borghildur Þorgeirsdóttir hárgreiðslu- meistari skrifar: Borghildur Þorgeirsdóttir Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Brandtex fatnaður Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.