Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dansskóli Jóhanns Gunnars Danskennsla hefst miðvikudaginn 6. febrúar. Innritun og skráning í síma 821 2903 Dansinn lengir lífið SPARISJÓÐUR Ólafsfjarðar hef- ur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða konu um 5,2 milljónir króna auk dráttarvaxta sem og að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað. Konan skrifaði upp á trygginga- víxil vegna yfirdráttarheimildar bróður síns hjá Sparisjóði Ólafs- fjarðar árið 1989 og var heimildin þá 100 þúsund krónur. Var upp- hæðin óbreytt til ársins 1995, en á miðju því ári var hún hækkuð og stóð í 500 þúsund krónum í lok þess árs. Heimildin hækkað síðan jafnt og þétt, var 1,5 milljónir í apríl 1996 og 3,3 milljónir í lok þessa árs. Tvívegis var heimildin hækkuð árið 1997 og nam hún 3,7 milljónum króna í lok ársins. Ástæða þess að heimildin var hækkuð var sú að greitt var út af tékkareikningnum til að koma skuldbindingum reikn- ingseigandans í skil, en hann var í vanskilum við sparisjóðinn. Fram kemur að maðurinn hóf atvinnu- rekstur árið 1995 og var tékka- reikningur hans í sparisjóðnum nýttur í atvinnurekstri hans. Lokað var á viðskipti við mann- inn snemma árs 1999 og í kjölfarið útfyllti sparisjóðsstjóri víxileyðu- blaðið og gerði það að fullgildum víxli að upphæð um 3,8 milljónir króna. Lögmaður sparisjóðsins sendi konunni innheimtubréf í mars þetta ár og skoraði á hana að greiða um 4 milljónir króna vegna tékkareikningsskuldar og víxil- ábyrgðar hennar á skuldinni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að sparisjóðurinn hafi ekki fyrr en með umræddu innheimtubréfi upplýst konuna um stöðu yfirdráttarheimildarinnar og tékkareikningsskuldarinnar, en 10 ár voru þá liðin frá því hún veitti sjóðnum títtnefnd umboð með því að rita nafn sitt á víxileyðublaðið. Í dómnum kemur fram að það hafi verið ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að nýta hið umþrætta umboð til útfyllingar víxileyðublaðsins í mars 1999. Því beri að víkja umboðsgerningunum til hliðar í heild og af því leiði að konan beri enga ábyrgð á skuld- inni. Áður hafði konan greitt spari- sjóðnum rúmar 5,2 milljónir króna samkvæmt dómi sem kveðinn var upp í víxilmáli milli aðila sumarið 2000. Sparisjóðurinn hafði þá hafn- að því að varnir kæmust að umfram það sem gert væri ráð fyrir í lögum um slík mál. Freyr Ófeigsson dómsstjóri kvað upp dóminn. Verjandi konunnar var Sif Konráðsdóttir hrl. en Árni Pálsson hrl. var verjandi Spari- sjóðs Ólafsfjarðar. Sparisjóður Ólafsfjarðar endurgreiði konu 5,2 milljónir króna Útfylling víxileyðublaðs and- stæð góðri viðskiptavenju Ábyrgðin hækk- aði úr 100 þús- undum í 5 millj- ónir án vitundar konunnar GALDRASTRÁKURINN Harry Potter hefur verið í sviðsljósinu í Giljaskóla síðustu daga, en í skólanum hafa verið þemadagar sem hafa snúist um þessa vin- sælu sögupersónu meðal ungu kynslóðarinnar. Þemadagarnir stóðu í þrjá daga og voru viðfangs- efnin af ýmsum toga, boðið var upp á blaða- og myndbandshóp, búninga- og brúðugerð, galdrajurtir og söguritun, dýr og furðuverur, tafl og spil sem og matargerð og sögupersónur úr bókum Harry Potter. Í sælgætisgerðinni var mikið um að vera en meðal þess sem börnin voru að útbúa þar má nefna epli í álögum, galdrahatta, Nimbus 2000, Hogwarts- skólakaramellur, kókosgaldrakúlur, Harry Potter popp og Töfra, sem brögðuðust vel, en uppistaðan í þeim er kartöflur. Nemendur höfðu kost á að velja sér viðfangsefni fyrir hvern dag og var því unnið í aldursblönduðum hópum. Þannig gafst nemendur skólans færi á að kynnast án tillits til aldurs, hinir yngri gátu lært af þeim eldri sem jafnframt lærðu að bera ábyrgð. Greinilegt var að nemendur nutu þess að breyta til, hverfa frá hinum hefðbundna skólastarfi um hríð og fást við annars konar viðfangsefni, en líf og fjör var úti um allan skóla í gærmorgun þegar Morgunblaðið fylgdist með öflugu starfi krakkanna. Líf og fjör í Giljaskóla Morgunblaðið/Kristján Lifandi taflmenn á gangi Giljaskóla. Harry Potter á þemadögum FÉLÖGUM í Samlaginu, listhúsi á Akureyri, hefur verið boðið að vera með á samsýningu sem opnuð verð- ur í dag, laugardag, í Listasavn Föroya í Færeyjum. Sýningin stendur í þrjár vikur. Á sýningunni verður sýnishorn af vinnu hvers og eins, en öll verkin voru unnin á síð- asta ári. Félagar í Samlaginu eru Anna María Guðmann, Anna Sigríð- ur Hróðmarsdóttir, Anne Kampp, Einar Helgason, Guðmundur Ár- mann Sigurjónsson, Guðrún H. Bjarnadóttir, Hrefna Harðardóttir, H. Halldóra Helgadóttir, Jónborg Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurð- ardóttir, Rósa K. Júlíusdóttir, Sig- ríður Ágústsdóttir, Sigurveig Sig- urðardóttir og Sveinbjörg Hall- grímsdóttir. Samlagsfélagar sýna í Færeyjum SIGURÐUR Bergsteinsson forn- leifafræðingur flytur fyrirlestur um minjar og landslag í Minjasafninu á Akureyri á sunnudag, 3. febrúar kl. 14.30. Fyrirlestur Sigurðar fjallar um fornminjar almennt, en þó sérstak- lega í Eyjafirði. Hann mun velta fyr- ir sér verðmætamati á fornminjum og nauðsyn á friðun þeirra og kynn- ingu. Minjasafnið er opið alla sunnu- daga frá kl. 14.00-16.00 og virka daga eftir samkomulagi. Minjar og landslag STEFÁN Snævarr mun halda fyrir- lestur á vegum kennaradeildar Há- skólans á Akureyri mánudaginn 4. febrúar um gagnrýna þjóðernis- stefnu. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 24 í húsi skólans við Þingvalla- stræti og hefst kl. 16.15. Stefán mun kynna hugmyndir sín- ar um „gagnrýna þjóðernisstefnu“. Rétt eins og hin gagnrýna skynsem- ishyggja Karls Poppers er gagnrýnin þjóðernisstefna gagnrýnin í þeim skilningi að hún þekkir sínar eigin takmarkanir, þjóðernisstefna getur aldrei orðið altæk hugmyndafræði sem öllu má fórna fyrir. Til eru tilvik þar sem þjóðréttindi verða að víkja fyrir einstaklingsrétti. Gagnrýnin þjóðernisstefna er líka sjálfsgagnrýn- in í þeim skilningi að fylgjendur henn- ar eru gagnrýnir á eigin þjóð rétt eins og spámenn Ísraels forðum tíð. Gagn- rýnin þjóðernisstefna er bæði „ídeal“ og „ídealtýpa“, hún er sem sagt hug- sjón og jafnframt hreinræktuð útgáfa af hneigðum hjá ýmsum þjóðernis- sinnum. Stefán mun nota verulegan hluta lestursins til að svara vinsælli gagnrýni á þjóðernisstefnu, segir í fréttatilkynningu. Gagnrýnin þjóðernis- stefna VEGNA veðurs hefur tónleikum með perlum frá Vín og Broadway, sem halda átti í Laugarborg í Eyja- firði í dag, verið frestað til föstudags- ins 15. febrúar kl. 20.30. Þeir miðar sem þegar hafa verið seldir gilda þá, en þeir sem vilja geta fengið þá endurgreidda í Pennanum- Bókvali. Tónleikum frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.