Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. N OKKRIR ungir sjálf- stæðismenn innan Heimdallar og Sam- bands ungra sjálf- stæðismanna áttu upptökin að því í upphafi seinasta árs að reynt yrði að fá Björn Bjarna- son menntamálaráðherra til að söðla um og taka að sér að leiða framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Björn brást vel við erindi ungliðanna og útilokaði ekkert. Þar með hófst löng atburðarás, þrungin óvissu um hvort einn af áhrifamestu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins tæki áskorun- inni. Björn lýsti svo endanlegri ákvörðun sinni á kjördæmisþingi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík um seinustu helgi. Hugmyndin vaknaði fyrir ári ,,Það var fyrst talað um þetta við mig snemma á síðasta ári en þá komu og ræddu við mig ungir menn í Sjálfstæðisflokknum. Meðal þeirra sem gengu fram fyrir skjöldu og lýstu eindregnum stuðningi við þessa hugmynd var Sigurður Kári Kristjánsson, þáverandi formaður SUS. Þar með var trúnaðarmaður innan flokksins, formaður SUS, bú- inn að taka þetta mál upp á flokks- vettvangi og upp á sína arma,“ segir Björn. ,,Hugmyndin vaknaði fyrir um það bil ári. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það bar að en það spannst umræða um hvort ekki væri rétt að Björn íhugaði þetta rækilega. Þarna voru ýmsir stuðningsmenn hans á ferðinni, sem töldu hann vera sterk- asta kost Sjálfstæðisflokksins ef vinna ætti borgina aftur. Ég varð strax þeirrar skoðunar að það væri rétt mat,“ segir Sigurður Kári. ,,Ég átti ekki hugmyndina en mér leist prýðilega á hana frá byrjun,“ segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson, pró- fessor og áhrifamaður í röðum sjálfstæðis- manna. ,Ég get ekki einu sinni sagt, að ég hafi fylgt henni sjálfur eftir. Það voru ungu mennirnir í Heimdalli og SUS sem það gerðu. Mér fannst þetta vera ágæt hugmynd hjá þeim og að Björn væri sigurstranglegast- ur allra okkar frambjóðenda,“ segir Hannes. Fréttin fer í loftið Fyrstu fréttir af hugsanlegu fram- boði Björns birtust í pistli Hrafns Jökulssonar blaðamanns á vefsíðu Pressunnar 20. febrúar. Alkunna er að ungliðar í Sjálfstæðisflokknum, sem hvöttu Björn til framboðs, létu fregnir af málinu berast út í útgáfu- boði hjá Hannesi Hólmsteini og það- an ,,rataði fréttin“ inn á vefmiðil Hrafns. Björn staðfesti svo í fréttaviðtöl- um að við hann hefði verið rætt. Hann segir að í framhaldi af þessu hafi hugmyndin þróast stig af stigi í opinberum umræðum. ,,Það hafa að sjálfsögðu ýmsir komið að máli við mig á þessum langa tíma og lýst yfir stuðningi sínum eða efasemdum eins og gengur. Ég leyfði hugmyndinni að fljúga og leit svo á að annaðhvort myndi hún lifa eða deyja,“ segir hann. ,,Ég vissi ekki heldur um hvaða tímasetningar væri að ræða. Stundum hafa prófkjör Sjálfstæðis- flokksins verið haldin á haustin og stundum á þessum árstíma en það eru aðrir sem taka þær ákvarðanir,“ segir Björn. Fagnaði nýjum liðsmönnum Margir biðu spenntir viðbragða Ingu Jónu Þórðardóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn, við fréttum af hugsanlegu framboði Björns. Inga Jóna segist í samtali við Morgunblaðið geta áréttað þau sjón- armið sín sem fram komu í viðtali við hana í Morgunblaðinu 24. febrúar 2001. Sagðist hún fagna öllum þeim sem legðu borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna lið í baráttunni gegn R-listanum. ,,Það sem skiptir mestu máli er að okkur takist að stilla upp sigurstranglegum lista því að framtíðarhagsmunir Reykvíkinga krefjast þess að það verði stjórnar- skipti í Reykjavík á næsta vori,“ sagði hún í fréttinni. Ýmsir túlkuðu ummæli Björns strax á þann veg að hann væri tilbú- inn að bjóða sig fram og jafnframt voru viðbrögð Ingu Jónu talin gefa til kynna að hún væri reiðubúin að standa upp fyrir Birni. Inga Jóna vísar hins vegar til þess að í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið 3. mars á síðasta ári hafi hún lýst því yfir að hún hefði engar fyrirætlanir um ann- að en að fylgja starfi sínu eftir af full- um þunga. ,,Mér var falið leiðtoga- hlutverk í okkar hópi við upphaf kjörtímabilsins og tók að mér að stýra stjórnarandstöðu í borg- inni. Ég hef hugsað mér að vinna það verk til enda ásamt félögum mínum og tilgátur um pólitískt and- lát mitt eiga ekki við rök að styðjast,“ sagði hún í viðtalinu. Umræða hófst fyrir tæpu ári inn- an Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, um hvaða að- ferðir ætti að hafa við val á framboðslista vegna komandi kosn- inga. Var öllum möguleikum velt upp, að sögn Margeirs Péturssonar, formanns stjórnarinnar. Sú umræða hélt áfram að meira eða minna leyti allt sl. ár án ákveðinnar niðurstöðu. ,,Menn voru almennt sáttir við að vera seint á ferðinni með prófkjör að þessu sinni,“ segir Margeir. Inga Jóna bendir á að hún hafi ítrekað sagt að sér litist vel á að hald- ið yrði leiðtogaprófkjör, sem mikið var rætt innan flokksins, þótt að- stæður hafi svo valdið því að hún komst að þeirri niðurstöðu í seinustu viku, að af því yrði meiri leiða þessi mál til lykta í pró ,,Umræðan hélt áfram voru í reglulegu sambandi og biðu þess sem verða v borgarstjórnarhópsins, en fram hefur komið í máli Bjö hann ekki efna til harðra át flokksins,“ segir Sigurður sögn hans voru skiptar sko an flokksins um hvort h væri að stilla upp á fram flokksins eða halda opið pró Sjálfstæðismenn telja mikils að vinna að end meirihlutann í Reykjavík hafa tapað borgarstjórna um tvö kjörtímabil í röð. Áh innan flokksins hafa veri skoðunar að nauðsynlegt v þrautreyndan baráttuman togasætið, sem væri búinn festa getu sína og árangur málum á landsvísu. Ekki v hjá því litið að Ingibjör Gísladóttir borgarstjóri er ugur stjórnmálamaður o áunnið sér margra ára reyn landsmálapólitík sem borg um. Hún hafi í reynd náð sér svipaða pólitíska stöðu arstjórar Sjálfstæðisflokk haft í gegnum tíðina. Geg leiðtoga þurfi sjálfstæðis tefla þrautreyndum stj manni. Viðkvæm staða Ekki þarf lengi að kynna vexti innan Sjálfstæðisflok að komast að raun um að menn innan flokksins hafi skipti haft af framboðshugl Björns Bjarnasonar og að um að framboð hans sé s æðstu mönnum í valdakjarn ins eigi við haldlítil rök að Vegna persónulegra tengsl manna og frambjóðenda augum uppi að afskipti t.d Davíðs Oddssonar formann ins eða annarra æðstu áhr á hvorn veginn sem er hef um líkindum hleypt öllu brand. Björn segist ekki hafa rá við Davíð Oddsson, forsætis og formann Sjálfstæðis vegna hugleiðinga sinna ári. Að lokum yrði þetta tekin yrði ákvörðun um af f og ekki eðlilegt að blanda inum inn í aðdraganda þes hálfu. ,,Hann [Davíð] hefur gefið mjög eindregnar yfir viðtölum á þeim tíma sem frá því að hugmyndin kom hann vildi helst að ég yr menntamálaráðherra,“ seg ,,Ég veit það fyrir víst að eru í forystu flokksins hél lega að sér höndum í þe vegna þess að þegar þe kemur upp er hún mjög fyrir flokksforystuna,“ seg ur Kári. Hann bendir m. sínu til stuðnings að Inga Ungir sjálfstæðismenn áttu frumkvæði að því að fá Forystan hélt að sér höndum Ungliðar í Sjálfstæðisflokknum stungu upp á því við Björn Bjarnason í upphafi síðasta árs að hann leiddi borgarstjórnarlista flokksins í kosningun- um í vor. Forystumenn flokksins höfðu ekki af- skipti af framboðshugleiðingum Björns vegna við- kvæmrar stöðu í forystusveitinni. Ómar Friðriksson ræddi við sjálfstæðismenn um fram- boðsmálin og aðdragandann að ákvörðun Björns. Björn Bjarnason tilkyn flokksins í borgarstjó Ákvörðun um ráðherrastöðu þegar fram- boðslisti er ákveðinn BANDARÍKIN OG PALESTÍNUMENN Bandaríkjamenn eru að forherðast íyfirlýsingum sínum gagnvart Pal-estínumönnum og leiðtoga þeirra, Yasser Arafat. Á meðan Arafat, sem sit- ur í herkví í bænum Ramallah og horfir í fallbyssuhvofta ísraelskra skriðdreka í hundrað metra fjarlægð frá húsi sínu, er skammaður blóðugum skömmum fyrir að hemja ekki palestínska hryðjuverka- menn og hafa ætlað að smygla vopnum inn á hernámssvæðin, Vesturbakkann og Gaza, eru Bandaríkjamenn ákaflega tregir til að gagnrýna óverjandi fram- göngu Ísraela gagnvart Palestínumönn- um. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, tekst vart að hreyfa við Banda- ríkjamönnum með glórulausum yfirlýs- ingum á borð við orð hans í fyrradag þess efnis að hann sjái eftir því að hafa ekki látið myrða Arafat fyrir tveimur áratug- um þegar Ísraelar réðust inn í Líbanon til að hrekja Frelsissamtök Palestínu brott þaðan. Allt frá því að Sharon notaði líkingu við friðþægingu Hitlers í München árið 1938 til að vara Bandaríkjamenn við því í byrjun október að semja við arabaríki á kostnað Ísraels í þeirri viðleitni að skapa samstöðu í baráttunni gegn hryðjuverk- um eftir árásina á Bandaríkin 11. sept- ember virðist stjórn Bush hafa verið að herðast í afstöðu sinni til Palestínu- manna. Hversu langt Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að ganga kom fram þegar Bush lýsti yfir því fyrir viku að Banda- ríkjastjórn íhugaði að grípa til refsiað- gerða gegn heimastjórn Palestínu- manna. Sharon vill að Bandaríkjamenn gangi lengra og í viðtali, sem birtist í gær, kvaðst hann ætla að skora á Bush að slíta öllum samskiptum við Arafat. Eftir yfirlýsingum Bandaríkjamanna að dæma mætti ætla að Palestínumenn væru í hlutverki kúgara Ísraela. Það er hins vegar öðru nær. Ísraelar gera það sem þeim sýnist á svæðum Palestínu- manna og láta sér mótmæli umheimsins sem vind um eyru þjóta. Þeir jafna íbúð- arhús við jörðu, eyðileggja stjórnarbygg- ingar og skóla, rústa skrifstofur og svefnskála palestínskra öryggissveita, myrða meinta hryðjuverkamenn og pal- estínska leiðtoga án dóms og laga og hefta ferðafrelsi. Mörg hundruð palest- ínskir borgarar hafa verið drepnir. Ara- fat er ekki einn í herkví, heldur allir Pal- estínumenn á Vesturbakkanum og Gaza. Til þess að framfylgja þessari stefnu sinni, sem seint yrði kennd við mannúð, njóta Ísraelar ríkulegrar aðstoðar Bandaríkjamanna. Í vikunni fyrir áramót samþykkti Bandaríkjaþing erlenda að- stoð fyrir næsta ár og eru Ísraelum ætl- aðar 2,7 milljarðar dollara (rúmlega 270 milljarðar króna) eða rúmlega 17% af heildarupphæðinni, sem Bandaríkja- menn ætla í aðstoð við erlend ríki. Þar bætast við 2,5 milljarðar dollara (rúm- lega 250 milljarðar króna), sem eyrna- merkt eru Ísraelum á fjárlögum Banda- ríkjanna til varnarmála, lán, sem gefin hafa verið eftir, og ýmsar aðrar sporslur. 80% fjárins, sem kemur af fjárlögunum til varnarmála, eru reyndar háð því skil- yrði að þau verði notuð í Bandaríkjunum. Fyrir vikið geta Ísraelar beitt vopnum af nýjustu gerð, Apache-þyrlum og F-16- orrustuþotum, í aðgerðum sínum gegn Palestínumönnum. Hernám Ísraela á Palestínumönnum hefur staðið í 35 ár og annar hver maður á hernámssvæðunum er atvinnulaus og býr við fátækt. Engu að síður er linnulaust hamrað á þeim óhæfu- verkum, sem Palestínumenn fremja, en á sama tíma eru linnulaus mannréttinda- brot Ísraela nánast látin óátalin. Þessi afstaða Bandaríkjamanna er ill- skiljanleg. Þeir eru eina þjóðin í heimi, sem hefur möguleika á að stilla til friðar í Mið-Austurlöndum. Þeir búa yfir bæði hervaldi og fjármunum til þess að knýja fram frið. Pólitísk áhrif Ísraelsmanna í Bandaríkjunum mega ekki verða til þess að koma í veg fyrir að þeir beiti þessu afli í þágu friðar. En til þess þurfa þeir líka að njóta trausts beggja aðila. Þeir eru að glata því trausti, sem þeir höfðu áunnið sér meðal Palestínumanna. MENNTUN ER EKKI UPP Á PUNT Tillögur Verslunarmannafélags Reykja-víkur um breytingar á skólakerfi lands- ins hafa vakið verulega athygli undanfarna daga. VR fól Hagfræðistofnun að reikna út þjóðhagslegan ávinning þess að útskrifa nemendur árinu fyrr en nú er gert. Kann- aðar voru þrjár leiðir: að börn hefji nám fimm ára í stað sex ára, að hvert skólaár verði lengt, en þeim fækkað um eitt á móti, annaðhvort í grunnskóla eða framhaldsskóla. Niðurstöður Hagfræðistofnunar eru þær að auka megi þjóðartekjur um allt að 157 millj- arða á næstu árum með þessum aðgerðum. Miðað við þessar tölur felst greinilega töluverður fjárhagslegur ávinningur í breytingum sem þessum. En þegar rætt er um börn og menntun þeirra þarf fleira að koma til, til þess að slíkar breytingar séu skynsamlegar. Skólakerfið þarf fyrst og fremst að henta nemendunum sjálfum. VR benti einmitt á að með breytingum sem þessum myndi kaupmáttur aukast sem nemur lengingu starfsævinnar, og breytingin myndi stuðla að auknu jafnrétti og lífsgæðum, þar sem þau aukast með hærra menntunarstigi. VR benti jafn- framt á að með þessum breytingum myndu íslensk ungmenni ljúka framhalds- námi á sama tíma og jafnaldrar þeirra í öðrum OECD-ríkjum, sem væri mikilvægt fyrir samkeppnishæfni þeirra á alþjóðleg- um vinnumarkaði. Það er merkilegt að VR skuli taka af skarið í umræðu um íslenskt skólakerfi og nálgun þess við viðfangsefnið verður að teljast nokkuð nýstárleg. Félagið bendir á að menntamál séu orðin hluti af kjaramál- um og má vel taka undir það sjónarmið. Menntun og uppbygging skynsamlegs menntakerfis er miklu stærra og mikil- vægara mál en oft hefur verið álitið hér- lendis. Þetta bendir Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, meðal annars á fyrir stuttu í Morgunblaðinu. Hann segir: „Mér finnst ískyggilegt hvað við höfum verið kærulaus þegar kemur að fjárfestingu í okkar skólakerfi.“ VR hefur greinilega gert sér grein fyrir því að menntun er ekki upp á punt, heldur mikil- væg fjárfesting sem skiptir verulegu máli fyrir þjóðarhag. Hugmyndum VR um að útskrifa börn ári fyrr en nú er gert, hefur þó ekki alls staðar verið tekið vel. Bent hefur verið á að með breytingum sem þessum skerðist þau mikilvægu tengsl sem íslensk ung- menni hafa nú við atvinnulífið og verið sé að ræna börn barnæskunni með því að skikka þau til að hefja nám of snemma. Þessi sjónarmið eru góð og gild en því má þó ekki gleyma í þessari umræðu að lengd íslenska skólaársins miðast ennþá við löngu horfna menningu – þátttöku barna og unglinga í sauðburði á vorin og í rétt- um á haustin. Með tillögum sínum hefur VR stigið mikilvægt skref í að færa um- ræðu um menntamál hérlendis nær nú- tímanum, og á hrós skilið fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.