Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.02.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ FER að styttast í að gengið verði til bæjarstjórnarkosn- inga. Þá munu kjós- endur velja það fólk sem það treystir til að fara með stjórn mála í viðkomandi sveitarfé- lagi og jafnframt gefa þeim einkunn, sem stjórnað hafa síðastlið- in fjögur ár. Stjórnarskipti urðu í Kópavogi árið 1990, þegar sjálfstæðis- og framsóknarmenn mynduðu meirihluta og hafa starfað saman frá þeim tíma. Rétt er að fara stuttlega yfir stöðu mála í Kópavogsbæ, eins og hún er í dag. Rekstrarkostnaður, sem hlutfall af skatttekjum, er sá lægsti sem þekk- ist meðal stærri sveitarfélaga í land- inu en hlutfallið hefur verið á bilinu 62 til 66% á undanförnum árum. Bæjarsjóður hefur þar af leiðandi verið rekinn með góðum tekjuaf- gangi undanfarin ár, sem hefur gert okkur Kópavogsbúum kleift að ráð- ast í nauðsynlegar framkvæmdir í hinum ýmsu málaflokkum. Grunnskólar Grunnskólar Kópavogsbæjar voru einsetnir árið 1997 og síðan hafa grunnskólar verið byggðir upp í nýju hverfunum, samhliða uppbyggingu þeirra. Þá hafa eldri skólar verið stækkaðir vegna aukinna rýmisþarfa fyrir dagvist, stjórnsýslu o.fl. Alls eru átta starfandi grunnskólar í Kópavogsbæ í dag. Leikskólar Árið 1990 var mikill skortur á leik- skólaplássum í Kópavogi. Á síðustu 12 árum hafa verið byggðir 8 nýir leikskólar og alls eru 15 leikskólar starfandi á vegum bæjarins og þrír eru einkareknir, en styrktir af bæj- arsjóði. Sá nýjasti tekur til starfa í apríl næstkomandi í Salahverfi. Í dag er staðan þannig að biðlistar fyrir börn tveggja ára og eldri eru úr sög- unni. Fyrir 10 árum eða svo voru oft tvö börn um hvert pláss, þ.e.a.s. fyrir og eftir hádegi, en nú er það mun al- gengara að vistun barna er lengri og þar af leiðandi hefur verið enn frekari þörf fyrir fleiri pláss. Endurnýjun gamalla gatna Endurnýjun gömlu gatnanna hófst uppúr 1990 og hefur staðið nær óslitið síðan. End- urbyggðir hafa verið um 18 kílómetrar gatna og er kostnaðurinn á núvirði farinn að nálg- ast tvo milljarða króna. Kópavogsbraut (aust- urhluti) og Digranes- heiði/Skálaheiði eru í vinnslu og verður lokið við endurnýj- un þeirra snemma sumars. Þá er ein- ungis eftir stuttar götur, sem má ljúka á þessu ári. Nú í dag er Kópa- vogsbær með nýjasta og besta gatna- kerfi stærri bæjarfélaganna. Öðru vísi mér áður brá. Íþrótta- og æskulýðsmál Á síðasta áratug hefur orðið bylt- ing í aðstöðu fyrir íþrótta- og æsku- lýðsmál. Lokið var byggingu íþrótta- hússins við Digranes, nýtt íþróttahús byggt í Kópavogsdal, knattspyrnu- vellir gerðir í Kópavogs- og Foss- vogsdal, aðstaða fyrir frjálsíþrótta- fólk í Kópavogsdal, stuðningur við Reiðskemmu hestamannafélagsins Gusts í Glaðheimum, þrír tennisvellir í Kópavogsdal, aðstoð við Skotfélag Kópavogs í Digranesi, uppbygging golfaðstöðu á Vífilsstaðatúni fyrir golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, svo eitthvað sé nefnt. Þá er verið að byggja fjölnotaíþróttahús í Kópa- vogsdal, sem tekið verður í notkun í apríl nk. Einnig er í byggingu sund- laug og íþróttahús í Salahverfi. Þess- ar nýjustu fjárfestingar munu kosta a.m.k. 1,5 milljarða króna. Á síðastliðnum fimm árum hafa verið byggðar tvær félagsmiðstöðvar fyrir eldri borgara með mjög öflugri starfsemi, þ.e.a.s. í Gjábakka og Gull- smára. Áhersla hefur verið lögð á að vinna með fólki og að aldraðir taki sjálfir sem virkastan þátt í starfsem- inni og það módel sem notað hefur verið í Kópavogi hafa önnur sveitar- félög tekið sér til fyrirmyndar. Það má ekki gleyma að Kópavogs- bær er með skattfrjálsan afslátt fast- eignaskatts fyrir 67 ára og eldri upp á 32.500 kr. fyrir árið 2002. Umhverfismál – miklir áfangar Fyrir tveimur árum var Skerja- fjarðarveita, sem var samstarfsverk- efni Kópavogs, Garðabæjar, Sel- tjarnarness og Reykjavíkurborgar, tekin í notkun og þar með losnuðu Kópavogsbúar við afrennsli skolps í Fossvog og Kópavog. Nú er verið að leggja lokahönd á hreinsun voganna með gerð Vesturvararveitu en hún leiðir síðustu skolplagnirnar í Skerjafjarðarveitu. Kostnaður við allar þessar framkvæmdir nemur um 600 milljónum króna. Gerð göngustíga og frágangur op- inna svæða í nýjum hverfum hefur gengið samhliða uppbyggingu þeirra og verið er að endurbyggja eldri göngustíga ásamt lýsingu. Þá er gerð staðardagskrár fyrir Kópavog á lokastigi. Menningarmál Segja má að það hafi orðið bylting í menningarmálum í Kópavogi á und- anförnum árum. Listasafn Gerðar Helgadóttur var opnað 1994. Tónlist- arhús Kópavogs (Salurinn og Tón- listarskóli Kópavogs) árið 2000 og núna í apríl er áætlað að taka í notk- un nýtt húsnæði fyrir bókasafn og náttúrufræðistofu. Menningarlíf hef- ur staðið með miklum blóma í kjöl- farið á bættri aðstöðu og heimsfræg- ir listamenn hafa heiðrað Salinn með því að spila og syngja þar. Kópavogsbær hefur tekið ákveðna forystu í ýmsum málaflokkum bæj- armála. Miðstöð verslunar og þjón- ustu hefur færst í Kópavog með til- komu Smáralindar og fleiri öflugra fyrirtækja. Bærinn er vel staðsettur og tengdur – stutt til allra átta. Það má því segja með sanni að það er gott að búa í Kópavogi. Það er gott að búa í Kópavogi Gunnar I. Birgisson Kópavogur Kópavogsbær, segir Gunnar I. Birgisson, hefur tekið ákveðna for- ystu í ýmsum mála- flokkum bæjarmála. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogs, alþingismaður og tekur þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi. VAXANDI bæ er afar mikilvægt að skipulag og nýting bæjarlands gefi bæjarbúum og atvinnulífi kost á hentugum byggingarlóðum og opn- um svæðum fyrir þær fjölbreyttu at- hafnir og starfsemi sem nútíma sam- félagi er eðlileg nauðsyn. Bjóða þarf lóðir fyrir margs konar byggingar í íbúðarhverfum, blönduðum hverfum með verslun og þjónustu svo og at- vinnusvæðum iðnaðar og verktaka. Gera þarf ráð fyrir ræktun og fegr- un, hjólreiða-, göngu- og reiðstígum, fjölbreyttum útivistar- og íþrótta- svæðum fyrir alla aldurshópa. Kópa- vogur hefur fylgt þessari stefnu og verið í fararbroddi. Að undanförnu hefur Bæjarskipu- lag Kópavogs unnið að þróun hug- mynda um bryggjuhverfi á utan- verðu Kársnesi. Undirrituð hefur átt mikinn og ánægjulegan þátt í þessu verkefni. Það mun skapa bæjarbúum í fjölmennasta kaupstað landsins góða aðstöðu til að stunda siglinga- íþróttir og fjölbreytta útivist við ströndina og sjóinn. Nýtt skipulag verður skapað til enduruppbygging- ar, þar sem gömul iðnaðarhverfi hafa staðið, sem hæfir væntingum bæj- arbúa og það býður heim nýrri þjón- ustu og afþreyingaraðstöðu. Auka þarf þéttbýlisskógrækt í Kópavogi og ræktun í bæjarlandinu. Ásýnd bæjarins verður hlýlegri og fallegri. Ásamt hjólreiða- og göngu- stígum verður bæjarbúum á öllum aldri gefinn kostur á þátttöku í hollu og mannbætandi rækt- unarstarfi og fjöl- breyttri útivist á öllum árstímum. Nýsköpun í atvinnumálum Skapa þarf hvers konar atvinnustarfsemi, hentug athafnasvæði og styðja við nýsköpun og þróunarstarf fyrirtækja í Kópavogi. Brýnt er að haga skipulagi þannig að ef fyrirtæki þurfa að stækka eða endurnýja húsnæði bjóðist þeim lóðir í bænum okkar. Skipulag bæjarlandsins verður að svara væntingum og fram- tíðarþörfum íbúa og fyrirtækja. Skólar Alls ekki má skorta á tilskilda kennslu í öllum greinum, s.s. íþrótt- um, þ.m.t. sundi fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Í því skyni að skól- ar geti brugðist við þörfum ólíkra einstaklinga með fjölbreyttu náms- efni og skólastarfi þarf ákvörðunar- vald að fylgja ábyrgð skólastjórn- enda innan ramma fjárveitinga til starfseminnar. Hjarta hvers bæjarfélags slær með börnum þess og æskufólki. Að framtíð þess þarf að hlúa því á því standa enn fleiri freistingar og gylli- boð en nokkru sinni fyrr. Vel hefur verið staðið að upp- byggingu iþróttaað- stöðu í bæjarfélaginu á undanförnum árum og er nú í byggingu full- komin íþrótta- og sundaðstaða í Sala- hverfi og fjölnota íþróttahús í Smáran- um fyrir t.d. knatt- spyrnu, frjálsar íþrótt- ir, íþróttir aldraðra og sýningaaðstöðu. Sett hafa verið markmið og mótuð stefna í þessum mikilvæga málaflokki. Kópavogur á að vera besti íþróttabær landsins hvað varðar aðstöðu til iðkunar allra almennings- og keppnisíþrótta og fjölbreyttrar íþrótta- og tómstundastarfsemi. Málefni aldraðra Hvert samfélag með sjálfsvirð- ingu leggur sóma sinn í að skapa þeim sem eldri eru þægindi og áhyggjulaust ævikvöld. Bærinn hef- ur staðið fyrir byggingu hentugra íbúða með þjónustu og tómstunda- starfsemi fyrir aldraða en ekki er síður mikilvægt hlutverk bæjaryfir- valda að veita aðstoð og hjúkrun við aldraða á heimilum þeirra og að lykt- um að hafa frumkvæði um byggingu nægjanlegs hjúkrunarrýmis fyrir aldraða sjúka. Ástæða er til þess að Kópavogsbær sækist eftir því að taka að sér rekstur heilsugæslunnar í Kópavogi og samhæfi fullkomlega starfsemi hennar og félagsþjónustu bæjarins við aldraða. Tilraunaverk- efni Hornafjarðarbæjar sýnir að þannig má ná miklu betri árangri en með þeirri verkaskiptingu sem nú er milli ríkis og bæjarfélaga í þessum málum. Með þessu verður betri þjónusta og jafnvel með minni kostn- aði. Öll bæjarmál eru fjölskyldumál því þau snerta fólkið í bænum. Kópa- vogur er fjölskylduvænn bær með góðu skipulagi, þróttmiklu atvinnu- lífi, góðu leikskólastarfi, aðstöðu til almennrar þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi og góðri þjónustu við aldraða bæjarbúa. Kópavogsbúar, ég óska eftir stuðningi ykkar í þriðja sæti fram- boðslistans í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins laugardaginn 9. febrúar og að þið veitið mér möguleika til að vinna áfram að þessum málum. Góður bær verður betri Margrét Björnsdóttir Kópavogur Öll bæjarmál eru fjölskyldumál, segir Margrét Björnsdóttir, því þau snerta fólkið í bænum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. FYRIR nokkrum árum hefði verið auð- velt að fullyrða að kennsla í grunnskólum hefði ekki tekið mikl- um breytingum frá ár- dögum iðnbyltingar- innar. Þó má segja að aðbúnaður ýmiss kon- ar hafi batnað og nem- endum jafnvel fækkað eilítið í bekkjum en námsgreinar og meg- inkennsluaðferðir, tafla og krít, hafi að mestu verið þær sömu. Á tímum upplýs- inga- og tölvutækni stendur skólinn frammi fyrir bylt- ingu sem mun og hefur þegar haft mikil áhrif á líf fólks. Upplýsingar berast hraðar milli manna, lands- hluta og heimshluta. Innleiðing upplýsingatækni í skólastarfið kallar á nýjar og breyttar áherslur, ný viðmið og nýjar spurningar koma eflaust til með að vakna. Nemendur standa frammi fyrir nýjum viðfangsefnum og þurfa nú leiðsögn í upplýsinga- leit. Efla þarf gagnrýna hugsun nemenda því ógrynnin öll af upp- lýsingum streyma til þeirra í gegn- um veraldarvefinn, efni sem þau þurfa að læra að flokka, nýta sér og draga ályktanir af. Óhætt er að fullyrða að Hafn- arfjarðarbær hafi verið í forystu við innleiðingu nýrrar tækni í op- inberum rekstri og þá ekki síst í skólastarfinu með eflingu tækja- búnaðar og hugvits. Rannsóknir er sýndu fram á gildi samstarfs heimila og skóla og sá möguleiki að nýta upplýsingatæknina til að þjónusta skólasam- félagið urðu kveikjan að þróunarverkefni sem hófst snemma árs 1999. Verkefnið miðaði að því að auðvelda samskipti og upplýs- ingamiðlun milli fjöl- skyldna og skólans með því að nota sér- hannaða veflausn, svo- kallað Skólatorg, fyrir skólasamfélagið. Undirritaður kom sumarið 2000 inn í verkefnið sem fulltrúi upplýs- ingamála Hafnarfjarðarbæjar. Skólatorgið er sérhannað vefút- gáfukerfi fyrir grunnskóla ásamt fróðlegum upplýsingavef fyrir alla þá er koma að skólamálum. Allir grunnskólar í landinu fengu torgið að gjöf frá Tæknivali og var það þegar í stað tekið í notkun í Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði. Í kjölfarið hófust kynningar í öðrum skólum bæjarins á nytsemi og hagnýti Skólatorgsins. Skólatorgið féll beint inn í UTA- verkefni bæjarins, upplýsingatækni fyrir alla, sem er samstarfsverkefni bæjarfélagsins með Opnum kerfum hf., Skýrr hf. og Vyre Reykjavík. Fleiri fyrirtæki komu þar einnig að eins og t.d. IceCom. Eflaust er hægt að velta því fyrir sér hvort skólarnir og heimilin séu tilbúin að koma sér upp rafrænu samskiptakerfi. Því er erfitt að svara. Hins vegar er ljóst að mikill fjöldi foreldra hefur gott aðgengi að tölvu með öllum nauðsynlegum eiginleikum til slíkra samskipta, annaðhvort í vinnu eða á heimili. Því á ekkert að standa í vegi fyrir pappírslausum og „umhverfisvæn- um“ samskiptum. Til þess að hægt væri að setja upplýsingatæknina í forgang inni í skólunum var ljóst að endurnýja þyrfti tækjabúnað skólanna. Á haustdögum 2001 fengu grunnskól- ar Hafnarfjarðar afhent alls hátt á annað hundrað tölva ásamt fylgi- hlutum, s.s. prenturum og hugbún- aði. Enn fremur var unnið að um- fangsmiklum tölvutengingum í tveimur grunnskólum til að tryggja sem mest notagildi tölvanna. Þá var einnig, á vegum UTA-verkefn- isins, farið af stað með upplýsinga- tæknivæðingu félagsmiðstöðvanna með því að útvega tölvur fyrir ung- lingana í allar félagsmiðstöðvar. Þá mun tölvubúnaður í nýju bókasafni styðja þessa þróun enn frekar en þar verður miðstöð upplýsinga- tækni í Hafnarfirði. Breytingar á skólastarfi eru yf- irleitt tímafrekt verkefni. Upplýs- ingasamfélagið kallar þó á hraðari breytingar í skólastarfi en áður hafa tíðkast. Áreiti samfélagsins krefst nýrrar hugmyndafræði og þess að kennarar og aðrir sem að skólanum koma noti upplýsinga- tæknina á markvissan hátt í störf- um sínum. Sérstök ástæða er því til þess að hvetja nemendur, kennara og foreldra til að gefa gaum að þessum nýjungum og kynna sér hagræðið sem í þeim felst. Ljóst er að Hafnarfjarðarbær hefur með góðri skipulagningu og framtíðarsýn tekið forystu á sviði rafrænna samskipta við viðskipta- menn sína. Tölvusamskiptin eru góð viðbót í samskiptum heimila og skóla og nú er lag að nýta tækifær- in til fullnustu. Upplýsinga- tækni í forgang Leifur S. Garðarsson Hafnarfjörður Innleiðing upplýsinga- tækni í skólastarfið, segir Leifur S. Garð- arsson, kallar á nýjar og breyttar áherslur. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og sækist eftir 4.–6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.