Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 20

Morgunblaðið - 02.02.2002, Page 20
YORIKO Kawaguchi var í gær skipuð utanríkisráð- herra Japans í stað Makiko Tanaka sem vikið var úr embætti fyrr í vikunni. Kawaguchi hefur fram að þessu sinnt umhverfismál- um í ríkisstjórn Junichiro Koizumi. Áður hafði Sad- ako Ogata, fyrrverandi framkvæmdastjóri Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hafnað utanrík- isráðherrastólnum. Þykir harður samningamaður „Við höfum ákveðið að skipa umhverfisráðherr- ann Kawaguchi sem utan- ríkisráðherra,“ sagði Yasuo Fukuda, helsti að- stoðarmaður Koizumis. „Hún er afar hæf til starf- ans og í okkar huga er hún harður samningamaður.“ Bætti Fukuda því við að Kawaguchi, sem er 61 árs, væri víðsýn og vitur um er- lend málefni. Kawaguchi, sem hefur starfað í viðskiptaráðu- neytinu, er ein fjögurra kvenna sem eftir eru í ráðuneyti Koizumis en fyrrverandi utanríkisráð- herra, Tanaka, var sú fimmta. „Við vildum gjarnan að frú Ogata tæki að sér starfið,“ upp- lýsti Fukuda, „en hún tjáði mér beint nú í morgun að hún gæti ekki sagt skilið við núverandi starfa sinn til að taka að sér Tanaka var vikið úr embætti utanríkisráð- herra á þriðjudag vegna deilna hennar við emb- ættismenn í utanríkis- ráðuneytinu. Æðsti emb- ættismaðurinn í ráðu- neytinu, Yoshiji Nogami, fékk einnig að fjúka en samskiptaörðugleikar Nogamis og Tanaka voru farnir að valda veruleg- um erfiðleikum á stjórn- arheimilinu. Tanaka naut almennra vinsælda Tanaka hefur notið mikilla vinsælda meðal almennings og frétta- skýrendur telja að Koiz- umi hafi tekið mikla áhættu með því að reka hana. Höfðu menn í gær áhyggjur af því að dregið gæti úr trausti manna á ríkisstjórn Koizumis í framhaldinu, sem þá gæti orðið til að fjárfestar los- uðu sig við hlutabréf í japönskum fyrirtækjum. Allar tilraunir Koizumis til að bæta stöðu efna- hagsmála í landinu væru því í hættu. Sú staðreynd, að ekki tókst að telja Ogata, sem nýtur mikillar virðingar fyrir störf sín á alþjóðavettvangi, á að taka sæti í stjórninni er einnig talin veikja stöðu Koizumis en fréttaskýrendur höfðu talið hana hæfasta til að taka embættið að sér. embætti utanríkisráðherra“. Ogata, sem er 74 ára, er sérlegur sendifulltrúi Koizumis í málefnum Afganistans, auk þess sem hún hef- ur stöðu við Ford-rannsóknar- stofnunina bandarísku í New York. Kawaguchi skipuð utanríkisráðherra Yoriko Kawaguchi, nýskipaður utanríkisráðherra Japans, hlýðir á umræður í þinginu í gær. Junichiro Koizumi forsætisráðherra situr fyrir framan hana. Tókýó. AFP. Reuters ERLENT 20 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SPORVAGNAR sem ganga með- fram ströndinni í Blackpool á vesturströnd Bretlands voru dregnir í skjól í gær þegar mjög var tekið að hvessa og spáð versnandi veðri. Þetta var í annað sinn í vikunni sem Bretland varð fyrir barðinu á illviðri, en átta manns létust af völdum veðurs í Skotlandi og Norður-Englandi á mánudag og þriðjudag. Þá létust tveir á miðvikudaginn, er tré fauk á bíl þeirra í Vestur-Yorkshire. Í gær var búist við versta veðrinu í Skotlandi og á vesturströnd Eng- lands, og um þúsund heimili á Norður-Írlandi voru rafmagnslaus vegna veðursins. AP Óveður á Bretlandi JEFFREY K. Skilling, sem lét óvænt af störfum sem yfirfram- kvæmdastjóri bandaríska orku- sölufyrirtækisins Enr- on í ágúst sl., hefur samþykkt að bera vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar gjald- þrot fyrirtækisins í lok síðasta árs. Mun Skilling koma fyrir nefndina í næstu viku. Skilling hefur neit- að því að hafa aðhafst nokkuð rangt, er leitt hafi til gjaldþrotsins, sem er það stærsta í bandarískri sögu. Fjöldi starfsmanna fyrirtækisins missti vinnuna og glataði ennfremur öllu sparifé sínu, sem var að miklu leyti bundið í hlutabréfum í fyr- irtækinu, en þau eru nú verðlaus. En annar starfsmaður Enron, Sherron S. Watkins, skrifaði for- stjóra fyrirtækisins, Kenneth L. Lay, bréf í ágúst í fyrra og sagði þar, að aðrir framkvæmdastjórar í fyrirtækinu hefðu varað Skilling við því að í óefni stefndi. Meðal þessara framkvæmdastjóra hafi verið J. Clifford Baxter, en að sögn lögreglu framdi hann sjálfs- morð í síðustu viku. „Skilling skiptir höfuðmáli,“ sagði öldungardeildarþingmaður- inn Byron L. Dorgan, sem er for- maður neytendamálaundirnefndar viðskiptanefndar öldungadeildar- innar. Nefndin hefur einnig farið fram á, að Andrew S. Fastow, fyrrverandi yfirfjár- málastjóri Enron, beri vitni. Fastow er talinn hafa verið mað- urinn á bak við stofn- un fjölda sameignar- fyrirtækja sem notuð voru til að fela raun- verulega skuldastöðu Enron. Dorgan sagði að nefndinni hefði ekki enn borist svar frá Fastow. Önnur rannsóknar- nefnd á vegum þings- ins, orku- og við- skiptanefnd fulltrúa- deildarinnar, sem einnig er að rannsaka gjaldþrot Enron, greindi frá því á fimmtudagskvöld- ið, að bæði Skilling og Fastow myndu bera vitni fyrir þeirri nefnd nk. fimmtudag, auk fleiri fyrrver- andi yfirmanna Enron. Lay mun koma fyrir neyt- endamálaundirnefndina á mánu- daginn, og hefur blaðið Houston Chronicle eftir nefndarmönnum, að þeir hyggist spyrja hann að því hvers vegna yfirmenn fyrirtæk- isins hafi getað selt hlutabréf sín, á sama tíma og almennum starfs- mönnum hafi verið meinað um það, með þeim afleiðingum að starfsmennirnir glötuðu sparifé sínu. Fyrrverandi yfirmenn Enr- on bera vitni Washington. The Los Angeles Times. Kenneth Lay BANDARÍKJAMENN geta ekki vænst þess að Atlantshafsbandalag- ið styðji þá skilyrðislaust láti þeir til skarar skríða gegn „öxulveldum hins illa“, þ.e. Norður-Kóreu, Íran og Írak en þetta viðurnefni gaf George W. Bush Bandaríkjaforseti ríkjun- um þremur í stefnuræðu sinni á þriðjudag. George Robertson, fram- kvæmdastjóri NATO, lét hafa þetta eftir sér í New York í fyrrakvöld. Aðildarríki NATO samþykktu í september að líta skyldi á hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin 11. september sl. sem árás á öll nítján aðildarríki bandalagsins í samræmi við 5. grein stofnsáttmála þess, en þetta var í fyrsta skipti sem þessu ákvæði sáttmálans er beitt. Robertson lávarður sagði hins vegar á fimmtudag að þessi ákvörð- un tengdist einungis árásunum á Washington og New York og að NATO myndi þurfa að gera upp hug sinn á ný bærist beiðni frá Banda- ríkjamönnum þar að lútandi, í tengslum við hugsanlegar hernaðar- aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu, Íran og Írak. Samþykktin frá því í haust yfirfærðist ekki sjálfkrafa á þessi ríki. „Ég held að ef Bandaríkjamenn legðu fram sannfærandi sönnunar- gögn um tengsl annarra landa [en Afganistans] og árásanna sem gerð- ar voru þá hefðu bandamenn þeirra [hjá NATO] mikinn áhuga á slíkum upplýsingum,“ sagði hann. „En slík gögn hafa ekki verið borin á borð fram að þessu.“ Hugmyndir um samráð NATO og Rússa liggi fyrir í Reykjavík Robertson ræddi við fréttamenn á fundi Alþjóðaefnahagsráðstefnunn- ar, WEF, og sagði hann m.a. að NATO væri nú að verða einn helsti vettvangur upplýsingasöfnunar um alþjóðleg hryðjuverkasamtök og um framleiðslu kjarnorku-, efna- og sýklavopna. NATO hefði ekki tekið beinan þátt í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Afganistan en að Bandaríkjamenn hefðu ekki getað unnið þar sigur án stuðnings banda- mannanna í NATO. „Ekkert ríki, sama hversu mikið stórveldi það er, getur gert hlutina algerlega upp á eigin spýtur,“ sagði hann og benti m.a. á að Bandaríkja- her hefði notað herflugvelli Ítala vegna árásanna á Afganistan. Grikk- ir hefðu einnig heimilað notkun á sín- um flugvöllum og Rússar hefðu síðan leyft að Bandaríkjamenn flygju her- þotum sínum um rússneska lofthelgi. Robertson ræddi einnig mögu- leikann á nánara samstarfi NATO við Rússa. Sagði hann að menn von- uðust til að búið yrði að fullmóta hugmyndir um samráðsvettvang NATO og Rússlands þegar utanrík- isráðherrar NATO-ríkjanna hittast á fundi í Reykjavík í maí. Hugsanlegar aðgerðir Bandaríkja- manna gegn „öxulveldum hins illa“ Geta ekki vænst skilyrðislauss stuðnings NATO New York. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.