Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI samþykkti í gær, með 34 atkvæðum gegn 22, að lögleiða hnefaleika áhugamanna. Niður- stöðunni var fagnað með dynjandi lófaklappi af fjölmörgum áhorfend- um á þingpöllum, en þetta var þriðja þingið í röð þar sem Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, lagði fram frumvarp þessa efnis. Í fyrstu tilraun var það fellt eftir 2. umræðu með einu atkvæði, í fyrra kom það ekki til afgreiðslu, en í gær var ríflegur meirihluti fyrir efni þess. Fyrir tíu árum flutti hálfbróðir Gunnars, Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknar- flokksins, fyrst tillögu um lögleið- ingu ólympískra hnefaleika. Lögin taka þegar gildi Lög um áhugamannahnefaleika taka þegar gildi. Þau eru ekki mik- il að vöxtum, eða fjórar greinar og hljóða svo: „1. gr. Heimil er keppni og sýning á áhugamannahnefaleikum. Enn fremur er heimilt að kenna áhuga- mannahnefaleika. 2. gr. Heimil er sala og notkun hnefa- leikahanska og annarra tækja sem ætluð eru til þjálfunar áhuga- mannahnefaleika. 3. gr. Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands setur reglur um áhuga- mannahnefaleika. Við samningu reglnanna skal leitast við að taka mið af ýtrustu öryggisreglum í ná- grannalöndum. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.“ Flokkar og ríkisstjórn klofin í þverpólitísku máli Breytingartillaga frá þremur þingkonum, þeim Kolbrúnu Hall- dórsdóttur (Vg), Sigríði Jóhann- esdóttur (S) og Katrínu Fjeldsted (D) var felld, en í henni fólst að bætt var málsgrein við 3. grein, svohljóðandi: „Þó skulu þær reglur aldrei heimila högg í höfuð and- stæðings. Íþrótta- og Ólympíusam- band Íslands skal einnig setja reglur um bann við höfuðhöggum í öðrum sambærilegum bardaga- íþróttum.“ Breytingartillagan var felld með 35 atkvæðum gegn 16. Eins og jafnan áður klauf frum- varpið flokka og raunar ríkisstjórn líka í herðar niður þegar kom að afstöðu einstakra þingmanna. Þannig voru sex ráðherrar fylgj- andi því en fjórir andsnúnir. Vinstri grænir voru hins vegar sameinaðir í andstöðu sinni við frumvarpið og efni þess. Þeir sem greiddu atkvæði með lögleiðingu hnefaleika áhuga- manna voru: Arnbjörg Sveinsdótt- ir, Árni M. Mathiesen, Ásta Möll- er, Björn Bjarnason, Davíð Oddsson, Drífa Hjartardóttir, Ein- ar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Geir H. Haarde, Gísli Einarsson, Guðjón Guð- mundsson, Guðjón A. Kristjáns- son, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Gunnar Birgis- son, Gunnlaugur Stefánsson, Hall- dór Blöndal, Helga Guðrún Jón- asdóttir, Hjálmar Árnason, Ísólfur Gylfi Pálmason, Kjartan Ólafsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján L. Möller, Kristján Pálsson, Lúð- vík Bergvinsson, Magnús Stefáns- son, Sigríður Ingvarsdóttir, Sig- ríður Anna Þórðardóttir, Svan- fríður Jónasdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór- unn Sveinbjarnardóttir og Össur Skarphéðinsson. Nei sögðu: Árni Steinar Jó- hannsson, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Bryndís Hlöðvers- dóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Halldór Ásgrímsson, Jóhann Ár- sælsson, Jónína Bjartmarz, Jón Kristjánsson, Jón Bjarnason, Karl V. Matthíasson, Katrín Fjeldsted, Kolbrún Halldórsdóttir, Páll Pét- ursson, Pétur H. Blöndal, Rann- veig Guðmundsdóttir, Sigríður Jó- hannesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Sverrir Hermannsson, Tómas Ingi Olrich, Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson. Tveir þingmenn, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Ólafur Örn Har- aldsson, sátu hjá, en Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurð- ardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Sturla Böðvarsson voru fjarverandi. Alþingi fellir úr gildi bann við hnefaleikum frá árinu 1956 Samþykkt var að leyfa hnefaleika áhugamanna Já sögðu 34, nei sögðu 22 Morgunblaðið/Golli FORSÆTISRÁÐHERRA lýsti því yfir á Alþingi í gær að hann væri ósammála þeirri skoðun Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) að leggja bæri Samkeppnisstofnun nið- ur. Hann benti á að stofnunin hefði verið sett á laggirnar af ríkisstjórn undir sinni forystu og hann mæti störf hennar mikils þótt hún væri ekki hafin yfir gagnrýni. Gunnlaugur Stefánsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar, beindi fyr- irspurn til Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra um ályktun og tillögu ungra sjálfstæðismanna á Alþingi í gær og sagði mikilvægt að fá fram af- stöðu forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Vís- aði Gunnlaugur m.a. til þess að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins væru uppi ólík sjónarmið gagnvart Sam- keppnisstofnun, til að mynda hefði Vilhjálmur Egilsson, þingmaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs, gagnrýnt hana harðlega. Mikilvægt að stofnunin hafist að þannig að hafið sé yfir tortryggni Davíð lagði á það áherslu að Sam- keppnisstofnun væri ekki hafin yfir gagnrýni. „Það er afar þýðingarmikið að hún í sínu mikla og mikilvæga verkefni hafist jafnan að þannig að það sé hafið yfir tortryggni. Það tel ég vera rétt og skynsamlegt,“ sagði hann. Forsætisráðherra bætti því við að hann hefði verið fylgjandi því að völd Samkeppnisstofnunar yrðu aukin og því hefði verið fylgt eftir á þingi. „Ég hef sagt opinberlega að ég telji að ef aðili er kominn með markaðsráðandi stöðu, til að mynda 60% stöðu á mat- vörumarkaði í einhverju landi, og það komi fram að slík yfirburðaaðstaða hafi verið misnotuð, þá hljóti ríkis- stjórn og þing að velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að tryggja að hægt sé að breyta slíkri stöðu.“ Hann vísaði ennfremur til þeirra radda sem talið hafa slík inngrip af hálfu stjórnvalda brjóta í bága við stjórnarskrána og sagðist hafa efa- semdir um þá túlkun. „Slíkar heimildir eru víða til í lög- um í kapítalískum þjóðfélögum sem svo eru kölluð sem búa við stjórnar- skrá sem mjög er svipuð íslensku stjórnarskránni. Þess vegna tel ég að það væri undarlegt ef slíkt myndi brjóta í bága við íslensku stjórnar- skrána,“ sagði forsætisráðherra enn- fremur og tók fram að slík lög myndu ekki beinast að einstöku fyrirtæki, heldur yrðu þau að vera með almenn- um hætti sett, en þó svo að hægt væri að brúka þau í tilfellum sem þessum. Verður stofnuð önnur Sam- keppnisstofnun? Hann tók þó fram að hér væri hann að lýsa sinni persónulegu skoðun, ekki lægi fyrir samþykkt ríkisstjórn- arinnar. „Ég met störf Samkeppnisstofnun- ar mikils, tel hana mjög mikilvæga stofnun en hún þarf engu að síður að fara að lögum eins og aðrar stofnanir. Sumir segja jafnvel að það ætti að stofna aðra Samkeppnisstofnun til þess að veita hinni fyrri heilbrigða samkeppni,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Forsætisráðherra ósammála SUS um Samkeppnisstofnun HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að hvorki íslenska ríkisstjórnin né sú norska hafi ósk- að eftir endurskoðun á samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið. Úttekt af hálfu EFTA-þjóðanna um samninginn liggi hins vegar fyrir og þar komi fram að samningurinn sé miðaður við það ástand sem var hjá Evrópusambandinu þegar hann var gerður fyrir tíu árum en ekki við aðstæður í dag. Síðan hafi margt breyst; ESB hafi tekið upp ný samstarfssvið sem samningur- inn nær ekki til, nýjar stofnanir hafi verið settar á laggirnar og þær hafi tekið yfir hluta af viðfangs- efnum samningsins. Þetta kom fram í svari utanrík- isráðherra við fyrirspurn Rann- veigar Guðmundsdóttur (S) á Al- þingi í gær. Rannveig gerði að umtalsefni áhyggjur manna af veik- ingu EES-samningsins og rakti þær breytingar sem orðið hefðu á samningnum og sífellt minni að- komu Íslands og annarra ríkja EFTA að ákvarðanaferli Evrópu- sambandsins. Vill ræða málið frekar í utanríkismálanefnd „Yfir þetta allt saman er verið að fara,“ sagði utanríkisráðherra og bætti við að tekin yrði sameiginleg ákvörðun af ríkjunum þremur, þ.e. Íslandi, Noregi og Lichtenstein, um hvaða atriðum yrði einkum óskað uppfærslu á. Hann bætti því við að tollamálin væru einnig mjög mik- ilvæg í þessu sambandi, enda þótt þau snertu ekki EES-samninginn beint heldur bókun 9 við hann. Sú bókun væri einnig í endurskoðun. Sagðist utanríkisráðherra ekki geta farið yfir þessi mál með ýt- arlegum hætti á Alþingi, en lýsti sig reiðubúinn að gera það við fyrsta tækifæri í utanríkismála- nefnd. Það væri að sínu mati eðli- legur vettvangur fyrir þetta flókna mál. Rannveig Guðmundsdóttir vísaði hins vegar til þess að svo virtist sem eitthvert sambandsleysi væri um þessi mál í ríkisstjórn. Aftur og aftur kæmi utanríkisráðherra með slík svör og léti í ljós áhyggjur af EES-samningnum á meðan for- sætisráðherra, nú síðast í Kastljósi á sunnudagskvöld, kallaði eftir því að vita hvað hefði breyst í EES- samningnum og teldi að enginn hefði getað upplýst hann um það hvað væri að þeim samningi. „Er það virkilega svo að þetta sé ekki rætt innan ríkisstjórnarinnar og er ekki kominn tími til að utan- ríkisráðherra setjist niður með for- sætisráðherra og upplýsi hann um það sem hann hefur svo oft gert með svörum sínum, m.a. við spurn- ingum mínum, hér á Alþingi?“ sagði Rannveig. Ekki fór þó svo að Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra kæmi aftur upp í pontu og svaraði þeirri fyrirspurn sem til hans var beint. Varð því ekki af frekari skoðana- skiptum um EES-samninginn, enda þótt Rannveig hefði gengið eftir frekari svörum ráðherrans. Breytingar á EES-samningnum Úttekt EFTA liggur fyr- ir og er í skoðun ÞINGFUNDUR hefst á Alþingi í dag, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 13.30. Á dagskránni eru nokkur stjórnarfrumvörp, m.a. um einka- leyfi, verðbréfaviðskipti og rafeyr- isfyrirtæki. Auk þess koma ýmis þingmannamál til umfjöllunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.