Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 1
35. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. FEBRÚAR 2002 JACQUES Chirac skýrði frá því í gær að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Frakklands. Jafnframt gagnrýndi forsetinn framgöngu forsætisráðherra Frakklands, Lionels Jospin, á vett- vangi efnahagsmála. Yfirlýsing Chiracs kom ekki á óvart því í Frakklandi höfðu menn gengið að því sem vísu að hann hygðist bjóða sig fram á ný. Þykir yfirlýsing hans fallin til að auka enn þrýstinginn á Lionel Jospin um að fara fram gegn forsetanum. Jospin hefur sagt að „líklegt“ sé að hann gefi kost á sér en talið hefur verið að hann hygðist ekki greina frá ákvörðun sinni fyrr en eftir að þing hefur lokið störfum eftir um tvær vikur. Chirac skýrði frá ákvörðun sinni á fundi með stuðningsmönnum sín- um í borginni Avignon í suðurhluta Frakklands. Kvaðst forsetinn tilbú- inn að taka þátt í þeirri „miklu um- ræðu“ sem þegar væri hafin og kvaðst vonast til þess að kosninga- baráttan yrði „hófstillt og virðu- leg“. Chirac kvaðst hafa mikla trú á Frakklandi og kvaðst skuldbundinn þjóðinni. „Ég þekki frönsku þjóðina og ég ann henni,“ sagði hann. Stoðar lítt að sitja og bíða Fyrr um daginn hafði Chirac hleypt af fyrsta skotinu í kosninga- baráttunni þegar hann gagnrýndi efnahagsstefnu stjórnar Lionels Jospin. „Ég styð ekki þá stefnu að mönnum beri að sjá til og bíða án þess að hreyfa sig eftir því að efna- hagslífið í Bandaríkjunum taki við sér og blási þannig nýju lífi í hag- kerfi Evrópu og Frakklands. Við eigum sjálf að finna leiðir til að stuðla að hagvexti og skapa fleiri störf,“ sagði forsetinn m.a. Fyrri umferð forsetakosning- anna fer fram 21. apríl. Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta verður kosið á ný á milli efstu manna 5. maí. Er gengið að því sem vísu að þá muni þeir Chirac og Jospin takast á um hylli kjósenda. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í liðinni viku, fá þeir Chirac og Jospin um 23% atkvæðanna hvor í fyrri umferðinni. Þegar spurt var hvernig kjósendur hygðust verja atkvæði sínu í síðari umferð- inni reyndist Jospin njóta meira fylgis en forsetinn og fá 51% at- kvæða gegn 49% Chiracs. Kjörtímabil Frakklandsforseta hefur nú verið stytt og verður fram- vegis fimm ár í stað sjö. Chirac hefur kosningabaráttuna Avignon. AFP. Reuters Jacques Chirac eftir að hafa lýst því yfir að hann sæktist eftir endurkjöri í forsetakosningum í vor. VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti hefur varað Bandaríkjamenn við því að fara með hernaði gegn Írökum. Þá kveðst forsetinn andvígur því að dregnir séu upp „svartir listar“ og vís- ar þannig til þeirra orða George W. Bush Bandaríkjaforseta að Íran, Írak og Norður-Kórea myndi „möndul hins illa“ í heimi hér. Pútín lætur þessi orð falla í viðtali, sem birtist í gær í bandaríska dag- blaðinu The World Street Journal. Spurður um þá yfirlýsingu Bush forseta að ríkin þrjú myndi „öxul hins illa“ segir Pútín: „Við erum ekki hlynntir því að svartir listar séu tekn- ir saman.“ Hann fellst þó á að stjórn- völdum í Írak fylgi ákveðinn „vandi“ en lýsir yfir því að eitt tiltekið ríki geti ekki tekið að sér „að leysa slík vanda- mál“. Kveðst forsetinn þeirrar hyggju að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé réttur vettvangur fyrir meðferð viðlíka deilumála. Rússar hafa löngum verið nánustu bandamenn Íraka í Öryggisráðinu. Pútín kveður „traust“ í samskipt- um Rússa og Bandaríkjamanna hafa náð „nýju stigi“ og það geri stjórn- völdum kleift að komast hjá harðvít- ugum deilum þó svo ágreiningur komi fram á tilteknum sviðum. Pútín andvígur „svörtum listum“ Moskvu. Associated Press. ÞRJÁTÍU og sjö særðust í hernað- araðgerðum Ísraela á heimastjórn- arsvæðum Palestínumanna í gær en ísraelski flugherinn lét þá sprengj- um rigna yfir Gaza-borg, annan dag- inn í röð. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, gagn- rýndi aðgerðir Ísraelsmanna og hið sama gerðu fulltrúar Bandaríkja- stjórnar en Bandaríkjamenn hafa fram að þessu stutt dyggilega við bakið á Ísraelsmönnum. „Árásir sem þessar grafa undan tilraunum til að draga úr ofbeldi og koma á ró og stöðugleika,“ sagði Richard Bouch- er, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Ísraelsmenn beindu einkum sjón- um sínum að Saraya-fangelsinu í Gaza í loftárásunum í gær en sextán herþotur tóku þátt í aðgerðunum. Þær komu í kjölfar skotárásar í Beersheva í suðurhluta Ísraels á sunnudag þar sem Palestínumenn felldu tvo ísraelska hermenn. Til- ræðismennirnir tveir féllu einnig. Saraya-fangelsisbyggingin er ná- lægt helsta markaðssvæði Gaza- borgar og meðal þeirra sem særðust í árásunum í gær voru vegfarendur á helstu umferðargötu Gaza. Greip um sig mikil skelfing meðal fólks og jafnframt urðu skemmdir á verslun- arhúsnæði í nágrenni Saraya. Palestínsk yfirvöld frelsuðu nokkra fanga, sem hýstir eru í fang- elsinu, en fullyrt var að engum liðs- mönnum íslamskra öfgahópa hefði verið sleppt. Í borginni Hebron náðu hins vegar um 300 Palestínumenn að hrifsa til sín öll völd í fangelsinu þar, og veittu þeir m.a. frelsi hópi öfga- manna, að því er vitni greindu frá. Sprengjur leysa ekki vandann Í aðgerðum Ísraela á sunnudag urðu skemmdir á byggingum Sam- einuðu þjóðanna í Gaza og einnig særðust tveir starfsmenn samtak- anna. Fordæmdi Terje Rød-Larsen, sendimaður SÞ, sprengjuárásirnar og sagði að þær myndu ekki leysa vanda Ísraels og hvatti hann báða aðila til að hefja friðarviðræður. „Sprengjur tryggja ekki öryggi borgaranna,“ sagði Rød-Larsen og taldi þvert á móti að hætta væri á að hringrás ofbeldisverka héldi áfram í kjölfar aðgerða Ísraelsmanna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur hafnað kröfum um friðarviðræður fyrr en algert vopna- hlé er í höfn í Mið-Austurlöndum en sextán mánuðir eru nú liðnir frá því að allt fór í loft upp í heimshlutanum. Hafa næstum tólf hundruð manns fallið í valinn á þeim tíma. Sharon kennir Yasser Arafat, for- seta heimastjórnar Palestínumanna, um ofbeldið og vill ekkert við hann tala. Arafat sagði hins vegar í gær að Ísraelar kæmust ekki hjá því að ræða við sig enda væri hann rétt- kjörinn leiðtogi Palestínumanna. Bandaríkin gagnrýna aðgerðir Ísraelshers Gaza-borg. AFP.  Arafat/24 37 Palestínumenn særðust í árásum Ísraela á Gaza-borg TVEIR menn rændu í gær um 650 milljónum ísl. kr. í ýmsum gjaldeyri á Heathrow-flugvelli. Létu þeir til skar- ar skríða skömmu eftir að þota frá BA kom með peningana frá Barein. Talsmaður lögreglunnar sagði, að mennirnir hefðu komist inn á örygg- issvæði þar sem þeir neyddu bílstjóra peningaflutningabíls, sem flutti féð, til að leggjast á jörðina og bundu hendur hans aftur á bak. Fluttu þeir síðan peningana í annan bíl merktan BA en hann fannst nokkru seinna. Ránið þykir minna á ránið á Heath- row 1983, sem er enn það mesta í breskri sögu. Þá rændi glæpaflokkur gullstöngum, ferðatékkum og dem- öntum fyrir 3,7 milljarða króna. Stórrán á Heathrow London. AFP. GENGI argentínska pesósins hélst nokkuð stöðugt gagnvart banda- ríkjadal í gær eftir að stjórnvöld í landinu höfðu leyft gengi gjaldmið- ilsins að fljóta frjálst gagnvart doll- aranum í fyrsta sinn í ellefu ár. Höfðu íbúar Argentínu þó streymt í bankastofnanir til að skipta pesóum sínum í dollara, sannfærðir um að gengi þeirra myndi hrynja. Gengið féll fyrst eftir að markaðir voru opnaðir en pesóinn náði sér síð- an á strik á nýjan leik og hélst gengi hans gagnvart dollaranum stöðugt er á leið daginn, þ.e. um tveir pesóar á móti einum dollara. Var ekki ljóst hvort seðlabanki landsins hefði grip- ið inn í til að styrkja pesóinn en tals- maður Eduardos Duhalde, forseta Argentínu, hafði áður látið hafa eft- ir sér að stjórnvöld væru staðráðin í að verja argentínska pesóann. Reuters Pesóum skipt í dollara ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.