Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 1
35. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. FEBRÚAR 2002 JACQUES Chirac skýrði frá því í gær að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri sem forseti Frakklands. Jafnframt gagnrýndi forsetinn framgöngu forsætisráðherra Frakklands, Lionels Jospin, á vett- vangi efnahagsmála. Yfirlýsing Chiracs kom ekki á óvart því í Frakklandi höfðu menn gengið að því sem vísu að hann hygðist bjóða sig fram á ný. Þykir yfirlýsing hans fallin til að auka enn þrýstinginn á Lionel Jospin um að fara fram gegn forsetanum. Jospin hefur sagt að „líklegt“ sé að hann gefi kost á sér en talið hefur verið að hann hygðist ekki greina frá ákvörðun sinni fyrr en eftir að þing hefur lokið störfum eftir um tvær vikur. Chirac skýrði frá ákvörðun sinni á fundi með stuðningsmönnum sín- um í borginni Avignon í suðurhluta Frakklands. Kvaðst forsetinn tilbú- inn að taka þátt í þeirri „miklu um- ræðu“ sem þegar væri hafin og kvaðst vonast til þess að kosninga- baráttan yrði „hófstillt og virðu- leg“. Chirac kvaðst hafa mikla trú á Frakklandi og kvaðst skuldbundinn þjóðinni. „Ég þekki frönsku þjóðina og ég ann henni,“ sagði hann. Stoðar lítt að sitja og bíða Fyrr um daginn hafði Chirac hleypt af fyrsta skotinu í kosninga- baráttunni þegar hann gagnrýndi efnahagsstefnu stjórnar Lionels Jospin. „Ég styð ekki þá stefnu að mönnum beri að sjá til og bíða án þess að hreyfa sig eftir því að efna- hagslífið í Bandaríkjunum taki við sér og blási þannig nýju lífi í hag- kerfi Evrópu og Frakklands. Við eigum sjálf að finna leiðir til að stuðla að hagvexti og skapa fleiri störf,“ sagði forsetinn m.a. Fyrri umferð forsetakosning- anna fer fram 21. apríl. Nái enginn frambjóðandi hreinum meirihluta verður kosið á ný á milli efstu manna 5. maí. Er gengið að því sem vísu að þá muni þeir Chirac og Jospin takast á um hylli kjósenda. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í liðinni viku, fá þeir Chirac og Jospin um 23% atkvæðanna hvor í fyrri umferðinni. Þegar spurt var hvernig kjósendur hygðust verja atkvæði sínu í síðari umferð- inni reyndist Jospin njóta meira fylgis en forsetinn og fá 51% at- kvæða gegn 49% Chiracs. Kjörtímabil Frakklandsforseta hefur nú verið stytt og verður fram- vegis fimm ár í stað sjö. Chirac hefur kosningabaráttuna Avignon. AFP. Reuters Jacques Chirac eftir að hafa lýst því yfir að hann sæktist eftir endurkjöri í forsetakosningum í vor. VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti hefur varað Bandaríkjamenn við því að fara með hernaði gegn Írökum. Þá kveðst forsetinn andvígur því að dregnir séu upp „svartir listar“ og vís- ar þannig til þeirra orða George W. Bush Bandaríkjaforseta að Íran, Írak og Norður-Kórea myndi „möndul hins illa“ í heimi hér. Pútín lætur þessi orð falla í viðtali, sem birtist í gær í bandaríska dag- blaðinu The World Street Journal. Spurður um þá yfirlýsingu Bush forseta að ríkin þrjú myndi „öxul hins illa“ segir Pútín: „Við erum ekki hlynntir því að svartir listar séu tekn- ir saman.“ Hann fellst þó á að stjórn- völdum í Írak fylgi ákveðinn „vandi“ en lýsir yfir því að eitt tiltekið ríki geti ekki tekið að sér „að leysa slík vanda- mál“. Kveðst forsetinn þeirrar hyggju að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé réttur vettvangur fyrir meðferð viðlíka deilumála. Rússar hafa löngum verið nánustu bandamenn Íraka í Öryggisráðinu. Pútín kveður „traust“ í samskipt- um Rússa og Bandaríkjamanna hafa náð „nýju stigi“ og það geri stjórn- völdum kleift að komast hjá harðvít- ugum deilum þó svo ágreiningur komi fram á tilteknum sviðum. Pútín andvígur „svörtum listum“ Moskvu. Associated Press. ÞRJÁTÍU og sjö særðust í hernað- araðgerðum Ísraela á heimastjórn- arsvæðum Palestínumanna í gær en ísraelski flugherinn lét þá sprengj- um rigna yfir Gaza-borg, annan dag- inn í röð. Kofi Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, gagn- rýndi aðgerðir Ísraelsmanna og hið sama gerðu fulltrúar Bandaríkja- stjórnar en Bandaríkjamenn hafa fram að þessu stutt dyggilega við bakið á Ísraelsmönnum. „Árásir sem þessar grafa undan tilraunum til að draga úr ofbeldi og koma á ró og stöðugleika,“ sagði Richard Bouch- er, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins. Ísraelsmenn beindu einkum sjón- um sínum að Saraya-fangelsinu í Gaza í loftárásunum í gær en sextán herþotur tóku þátt í aðgerðunum. Þær komu í kjölfar skotárásar í Beersheva í suðurhluta Ísraels á sunnudag þar sem Palestínumenn felldu tvo ísraelska hermenn. Til- ræðismennirnir tveir féllu einnig. Saraya-fangelsisbyggingin er ná- lægt helsta markaðssvæði Gaza- borgar og meðal þeirra sem særðust í árásunum í gær voru vegfarendur á helstu umferðargötu Gaza. Greip um sig mikil skelfing meðal fólks og jafnframt urðu skemmdir á verslun- arhúsnæði í nágrenni Saraya. Palestínsk yfirvöld frelsuðu nokkra fanga, sem hýstir eru í fang- elsinu, en fullyrt var að engum liðs- mönnum íslamskra öfgahópa hefði verið sleppt. Í borginni Hebron náðu hins vegar um 300 Palestínumenn að hrifsa til sín öll völd í fangelsinu þar, og veittu þeir m.a. frelsi hópi öfga- manna, að því er vitni greindu frá. Sprengjur leysa ekki vandann Í aðgerðum Ísraela á sunnudag urðu skemmdir á byggingum Sam- einuðu þjóðanna í Gaza og einnig særðust tveir starfsmenn samtak- anna. Fordæmdi Terje Rød-Larsen, sendimaður SÞ, sprengjuárásirnar og sagði að þær myndu ekki leysa vanda Ísraels og hvatti hann báða aðila til að hefja friðarviðræður. „Sprengjur tryggja ekki öryggi borgaranna,“ sagði Rød-Larsen og taldi þvert á móti að hætta væri á að hringrás ofbeldisverka héldi áfram í kjölfar aðgerða Ísraelsmanna. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur hafnað kröfum um friðarviðræður fyrr en algert vopna- hlé er í höfn í Mið-Austurlöndum en sextán mánuðir eru nú liðnir frá því að allt fór í loft upp í heimshlutanum. Hafa næstum tólf hundruð manns fallið í valinn á þeim tíma. Sharon kennir Yasser Arafat, for- seta heimastjórnar Palestínumanna, um ofbeldið og vill ekkert við hann tala. Arafat sagði hins vegar í gær að Ísraelar kæmust ekki hjá því að ræða við sig enda væri hann rétt- kjörinn leiðtogi Palestínumanna. Bandaríkin gagnrýna aðgerðir Ísraelshers Gaza-borg. AFP.  Arafat/24 37 Palestínumenn særðust í árásum Ísraela á Gaza-borg TVEIR menn rændu í gær um 650 milljónum ísl. kr. í ýmsum gjaldeyri á Heathrow-flugvelli. Létu þeir til skar- ar skríða skömmu eftir að þota frá BA kom með peningana frá Barein. Talsmaður lögreglunnar sagði, að mennirnir hefðu komist inn á örygg- issvæði þar sem þeir neyddu bílstjóra peningaflutningabíls, sem flutti féð, til að leggjast á jörðina og bundu hendur hans aftur á bak. Fluttu þeir síðan peningana í annan bíl merktan BA en hann fannst nokkru seinna. Ránið þykir minna á ránið á Heath- row 1983, sem er enn það mesta í breskri sögu. Þá rændi glæpaflokkur gullstöngum, ferðatékkum og dem- öntum fyrir 3,7 milljarða króna. Stórrán á Heathrow London. AFP. GENGI argentínska pesósins hélst nokkuð stöðugt gagnvart banda- ríkjadal í gær eftir að stjórnvöld í landinu höfðu leyft gengi gjaldmið- ilsins að fljóta frjálst gagnvart doll- aranum í fyrsta sinn í ellefu ár. Höfðu íbúar Argentínu þó streymt í bankastofnanir til að skipta pesóum sínum í dollara, sannfærðir um að gengi þeirra myndi hrynja. Gengið féll fyrst eftir að markaðir voru opnaðir en pesóinn náði sér síð- an á strik á nýjan leik og hélst gengi hans gagnvart dollaranum stöðugt er á leið daginn, þ.e. um tveir pesóar á móti einum dollara. Var ekki ljóst hvort seðlabanki landsins hefði grip- ið inn í til að styrkja pesóinn en tals- maður Eduardos Duhalde, forseta Argentínu, hafði áður látið hafa eft- ir sér að stjórnvöld væru staðráðin í að verja argentínska pesóann. Reuters Pesóum skipt í dollara ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.