Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 53
DAGBÓK
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3
Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1 O-O 9.
Be2 cxd4 10. cxd4 Da5+ 11.
Bd2 Dxa2 12. O-O Bg4 13.
Bg5 De6 14. h3 Bxf3 15. Bxf3
Dd7 16. d5 Ra6 17. De2 Rc5
18. e5 Hae8 19. Hfd1 f6 20.
Be3 Hc8 21. d6 b6 22. Bxc5
Hxc5 23. e6 Dc8 24. dxe7 He8
25. Hd8 Hxd8 26. exd8=D+
Dxd8 27. e7 De8 28. De6+
Kh8 29. Hd1 Hc8
Staðan kom upp í A-flokki
stórmeistaramótsins í Berm-
úda sem lauk fyrir
skömmu. Leif Erlend Jo-
hannessen (2427) hafði
hvítt gegn Hikaru Nikam-
ura (2430). 30. Dxc8! Dxc8
31. Hd8+ og svartur gafst
upp. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1.–3. Leif Er-
lend Johannessen (2427),
Hikaru Nakamura (2430)
og Giovanni Vescovi (2590)
6 vinninga af 9 mögu-
legum. 4.–5. Bartlomiej
Macieja (2612) og Alex-
andre Lesiege (2572) 5 v.
6. Bartosz Socko (2585) 4 ½ v.
7. Bojan Vuckovic (2455) 4 v.
8. Sipke Ernst (2459) 3 ½ v.
9. Irina Krush (2424) 3 v. 10.
Florian Handke (2450) 2 v.
Meistaramót Hellis er haf-
ið. Þeir sem vilja bætast í
hópinn geta mætt í Hellis-
heimilið, Álfabakka 14a í
Mjódd, kl. 19:30 í kvöld eða
hringt í 861 9416 (Gunnar).
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
LJÓÐABROT
ÚR VÖLUSPÁ
Ár var alda,
þat er ekki var,
vara sandr né sær
né svalar unnir;
jörð fannsk æva
né upphiminn,
gap var ginnunga,
en gras hvergi.
– – –
Sól varp sunnan,
sinni mána,
hendi inni hægri
um himinjöður;
sól þat ne vissi,
hvar hon sali átti,
máni þat ne vissi,
hvat hann megins átti,
stjörnur þat ne vissu,
hvar þær staði áttu.
– – –
SUÐUR spilar fjóra
spaða og þarf að hafa
snör handtök við að koma
spilum sínum í verð.
Suður gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ K1098
♥ Á54
♦ G762
♣D3
Suður
♠ DG7654
♥ K32
♦ 9
♣Á108
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 spaðar
Pass 4 spaðar Pass Pass
Pass
Vestur hittir á hvasst
útspil – hjartadrottningu.
Hvernig er best að spila?
Vörnin hefur þegar
lagt grunn að því að
byggja upp hjartaslag og
eina svarið við því er að
fara strax í laufið og
reyna að búa þar upp
slag. En sagnhafi þarf að
glíma við stirðar sam-
göngur. Hann tekur
fyrsta slaginn heima og
spilar laufáttunni að Dx í
blindum:
Norður
♠ K1098
♥ Á54
♦ G762
♣D3
Vestur Austur
♠ 32 ♠ Á
♥ DG109 ♥ 876
♦ Á85 ♦ KD1043
♣K764 ♣G952
Suður
♠ DG7654
♥ K32
♦ 9
♣Á108
En auðvitað hoppar
vestur upp með kónginn
og spilar aftur hjarta. Nú
er engin opin leið heim og
því kemur laufásinn að
litlu haldi. Sá er vandinn.
Og þetta er lausnin:
Sagnhafi lætur lauf-
drottninguna undir kóng-
inn og svínar svo tíunni
við fyrsta tækifæri. Það
er í sjálfu sér aukaatriði
hvar laufkóngurinn ligg-
ur, en austur verður að
eiga gosann.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
Smælki
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert umhyggjusamur í
garð ástvina þinna og þér
vegnar vel í störfum sem
reyna á hugann. Vertu
áræðinn á árinu því breyt-
ingar munu bæta líf þitt á
einhvern hátt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Leitaðu leiða til að bæta sam-
band þitt við vini þína. Það er
tilvalið að stofna til nýrra
sambanda í nýju tungli.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að kanna hug þinn til
yfirvalda og velta því fyrir þér
hvort viðhorf þitt sé þér til
framdráttar eða trafala.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þegar við erum sannfærð í
trúnni getur okkur reynst erf-
itt að skilja þá sem ekki deila
trú okkur. Hversu umburðar-
lyndur ertu í garð annarra?
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Oft rísa deilur vegna þess að
einstaklingar skilja ekki gild-
ismat annarra. Veltu fyrir þér
hæfni þinni til að virða viðhorf
sem eru andstæð þínum eigin.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Í nýju tungli ættirðu að heita
því að sýna þínum nánustu
meiri þolinmæði því þegar
öllu er á botninn hvolft viltu
njóta ástar þeirra og stuðn-
ings.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ákveddu að hætta einhverju
sem skaðar heilsu þína. Veldu
eitthvað eitt og stattu síðan
við ákvörðun þína til að minna
þig á að þú virðir og elskar lík-
ama þinn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Börnin vilja oft gleymast í
annríki nútímans. Minntu
sjálfan þig á að ástríkt samtal
við ungan einstakling getur
haft mikil áhrif á þroska hans.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Samkeppni og afbrýðisemi
finnast í flestum fjölskyldum.
Reyndu að sýna fjölskyldu
þinni meiri þolinmæði og
stuðla þannig að meira um-
burðarlyndi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þig þyrstir í þekkingu. Leit-
aðu aðgengilegra leiða til að
auka þekkingu þína og skiln-
ing á heiminum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Peningar eru þér ofarlega í
huga en gleymdu ekki að
huga að örlætinu. Þú getur
aukið hamingju þína með því
að minnast þess að maður
uppsker eins og maður sáir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Nýja tunglið er í merkinu
þínu. Þetta gefur þér tækifæri
til að huga að því hvernig þú
getur bætt útlit þitt. Smekkur
er persónubundinn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar eru gæddir góðu
innsæi en margir þeirra gera
sér ekki grein fyrir því.
Lærðu að virða hugboð þín
því þau geta veitt þér nytsam-
legar uppplýsingar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 12.
febrúar, er áttræður Bene-
dikt Egilsson, fv. bóndi,
Kópareykjum, Reykholts-
dal, Brekkubyggð 51,
Garðabæ. Í tilefni af afmæl-
inu taka hann og sambýlis-
kona hans, Sigríður K.
Jónsdóttir, á móti ættingj-
um og vinum 16. febrúar frá
kl. 15–19 í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58–60.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 25. ágúst sl. í Vanha
kirkko, Helsinki, Finnlandi,
Nana Katarina Arjopalo og
Ólafur Björn Guðmunds-
son. Heimili þeirra er í Hels-
inki, Finnlandi.
Þessir duglegu drengir héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands og söfnuðu þeir kr. 2.509. Þeir heita Aron
Davíð Hauksson, Már Viðarsson, Ari Viðarsson og Sig-
urður Ómarsson.
Morgunblaðið/Ásdís
Hlutavelta
FASTEIGNIR mbl.is
... og manstu, Artúr,
þú lofaðir að tala ekki
um vinnuna í boðinu?
Bankastræti 14, sími 552 1555
Nú er síðasta
tækifærið vera með!
Allt að 90% afsláttur
Dúndur
útsala
25-70%
afsláttur
Yfirhafnir
í úrvali
Allt á að seljast
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið laugardag
frá kl. 10-15
Síon ehf. - GASTROLUX Íslandi
Smiðjuvegi 11e, Gul gata, Kópavogi,
sími 568 2770 og 898 2865 - www. gastrolux.is
ein
sta
ka
Hin fitulausa panna
Margar stærðir og gerðir. Líttu við hjá okkur eða pantaðu pöntunarlista
Dönsk gæði fyrir betri mat á borðið
Glerkeramik húðaðar pönnur og pottar
Steiking án feiti
Maturinn brennur ekki við
Mjög auðvelt að þrífa
Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af
Þolir allt að 260° hita í ofni
Málmáhöld leyfileg
Þvoist með sápu
5 ára ábyrgð Tilvalin brúðkaupsgjöf