Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR ég vaknaði í morgun voru hermenn alls staðar og ekki okkar hermenn, heldur Ísraelsmenn. Sam- einuðu þjóðirnar hafa víst ákveðið að við megum ekki eiga heima hér leng- ur, Ísraelar bjuggu víst hér fyrir 3000 árum. Mér væri svo sem sama, við fáum að búa vestur á fjörðum, það er ekki svo slæmt, bara ef við hefðum ekki þurft að flýta okkur svona mikið í burtu. Þegar ég vaknaði í morgun voru allir á nálum, stóri bróðir var farinn í herinn og Egyptar og fleiri vinir okkar ætluðu að hjálpa okkur að komast heim aftur. Ég vildi komast aftur heim, þótt ekki væri nema bara til að ná í bangsann og vasadiskóið. Þegar ég vaknaði í morgun var bú- ið að ákveða að nú fengjum við ekki að ráða okkur sjálf lengur, það hlýt- ur að vera sanngjarnt, við réðumst víst á þá. Mér væri svo sem sama, bara ef ég gæti fengið að fara einu sinni í heimsókn til ömmu minnar í næsta þorpi, rétt áður en hún deyr. Þegar ég vaknaði í morgun voru allir glaðir. Mamma hafði þurft að fara út í morgun, á markaðinn, hún flýtti sér eins og hún gat en hafði rekist á sjónvarp á leiðinni þar sem Arafat sagði að nú væri að birta til, atvinnuleysi komið niður fyrir 60% og hann hefði náð nýju samkomulagi við Ísraelsmenn. Pabbi ákvað að fara strax að sækja um vinnu í fyrramálið og ég fengi að fara í skólann! Þegar ég vaknaði í morgun fór ég í skólann í fyrsta skipti í þessum mán- uði og pabbi fór að sækja um vinnu. En þegar ég kom heim úr skólanum var allt breytt. Nokkrir hermenn höfðu komið inn í húsið okkar í morgun og snúið öllu á hvolf, virtust vera að leita að einhverju. Þegar mamma reyndi að banna þeim að taka Kóraninn okkar slógu þeir hana þar til hún missti meðvitund. Litli bróðir minn hljóp fram með leik- fangabyssuna sína og reyndi að skjóta þá en þeir urðu fyrri til. Ég labbaði fram í stofu til pabba, en hann sat bara og starði út um gluggann. Ég spurði hann hvar mamma væri en hann leit bara á mig, eins og hann horfði í gegnum mig. Ég grét mig í svefn. Þegar ég vaknaði í morgun var pabbi horfinn, ég fór á sjúkrahúsið til að hitta mömmu en hún sagði ekki neitt, læknarnir sögðu að hún væri ennþá sofandi. Á biðstofunni var maður með lítið svart/hvítt sjónvarp. Hann leyfði mér að horfa á fréttirn- ar. Þar kom mynd af pabba mínum og fullt af fólki skælandi. Pabbi var samt ekki skælandi á myndinni af honum. Ég spurði manninn hvar pabbi væri og hann útskýrði fyrir mér að pabbi hefði farið og meitt mennina sem tóku húsið okkar, lömdu mömmu mína og drápu litla bróður minn. Pabbi kæmi samt ekki aftur. Mikið vildi ég óska þess að ég væri jafn hugrakkur og pabbi minn. Mikið er ég stoltur af pabba. HALLDÓR B. HALLDÓRSSON, nemi í Menntaskólanum á Akureyri og meðlimur í samtökunum Ísland-Palestína. Svona er Palestína í dag Frá Halldóri Brynjari Halldórssyni: ALLS konar verðlaunaveitingar eru í tísku. Gleggsta dæmi þess eru hin svonefndu bókmenntaverðlaun, sem upp voru tekin sama árið og bjórinn var gefinn frjáls. Fróðlegt væri að vita, hver átt hefur frumkvæði að þessu. Markaðurinn er þarna að verki heldur betur. Það fer ekki milli mála. Heppnir mega þeir teljast, sem fá bækur sínar tilnefndar til þessara verðlauna. Tíu bækur verða þeirrar náðar njótandi ár hvert að hljóta fyrrgreinda útnefningu. Þessi umræða leiðir hugann að öðrum verðlaunaveitingum, sem snúast um peninga. Árið 1988 var efnt til samkeppni um ljóð, er nota mætti í baráttunni gegn reykingavananum. Þriggja manna nefnd var skipuð, er velja skyldi fimm bestu ljóð þessa efnis og greiða myndarlega fyrir þau. Nefnd- in var skipuð eftirtöldum: Helga Sæ- mundssyni, Kristínu Þorkelsdóttur og Árna Johnsen, sem var formaður tóbaksvarnanefndar. Alls bárust um 600 vísur í keppni þessa. Úrslitin voru birt í júní og verðlaun afhent 28. þess mánaðar, í húsnæði Krabbameinsfélagsins Í Skógarhlíð. Árni Johnsen rétti verð- launahöfum peningana í umslögum. Fyrstu verðlaun hlaut Hallgrímur Helgason, titlaður listmálari, 50 þús- und krónur. Önnur verðlaun, 30 þús- und krónur, hlaut Sigurjón Ari Sig- urjónsson. Þriðju verðlaun, 20 þús- und, skiptust á milli tveggja manna, Jóns Þorvaldssonar og Guðmundar Arnfinnssonar. Loks fékk ég auka- verðlaun, sem voru 5 þúsund krónur. Það var ekki neitt til að tala um, en samt sem áður fannst mér þetta við- urkenning. Að lokinni verðlaunaveit- ingu var tekin mynd af Skógarhlíð. Þá varð Guðmundi Arnfinnssyni að orði: Vart er þessi flokkur friður; fáir að honum dást. En hvað sem öllu öðru líður er ytra borðið skást. Aldrei var þessi mynd birt í blaði, mér vitanlega. og ekki voru vísur þær, sem verðlaun hlutu notaður í baráttunni gegn reykingum, eins og ætlast var til. Léleg fjárfesting það. Að lokum varð eftirfarandi vísa til þarna á staðnum: Þó að skammtað þyki smátt, þá er ég ekkert leiður. Mitt er sinni mjög svo kátt og mér finnst þetta heiður. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Verðlaunaveitingar Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.