Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu VW Caravella nýskráður 31.01.1996, disel, framdrifinn, ekinn 149.000 km, 9 manna, Ásett verð 1.090.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur frá 14. janúar um að Samtök um kvennaathvarf verði borin út úr húsinu Bárugötu 2 í Reykjavík sem samtökin keyptu af St. Jós- efssystrum árið 2000. Kemst rétt- urinn að þeirri niðurstöðu að þar hafist Kvennaathvarfið nú við í húsi sem það eigi engan rétt til og í óleyfi eiganda. Jóna Sigurlín Harðardóttir, framkvæmdastjóri Kvennaat- hvarfsins, segir að samtökin hafi góða von um að komast í bráða- birgðahúsnæði þar til þau fá nýtt hús afhent. „Það er mjög mik- ilvægt að það komi fram að Kvennaathvarfið heldur sinni starfsemi áfram.“ Málið sé að öðru leyti í höndum sýslumannsins í Reykjavík sem muni kalla saman sáttafund. Á þeim fundi verði leitað samkomu- lags um hvenær Kvennaathvarfið þurfi að fara út úr húsinu. Jóna segir ekki ljóst hvað Kvennaathvarfið þurfi langan tíma til að rýma húsið. Byrjað sé að undirbúa flutninga en þar sem konur og börn þeirra hafi dvalið í húsinu hafi ekki verið hægt að ganga frá húsgögnum. Kvennaat- hvarfið hefur keypt annað hús í Reykjavík en fyrri eigendur höfðu gert leigusamning sem rennur ekki út fyrr en 1. júní. Vonir standa þó til að leigendurnir geti losað húsið fyrr. Forsaga málsins er sú að erf- ingjar Einars Sigurðssonar, út- gerðarmanns í Vestmannaeyjum, töldu að forkaupsréttur þeirra hefði ekki verið vitur þegar St. Jósefssystur seldu húsið. Höfðuðu þau mál af því tilefni og féll dómur þeim í vil í Hæstarétti hinn 20. september 2001 og sneri Hæsti- réttur þar með við dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur. Lögmaður erf- ingjanna lýsti því yfir við mál- flutning í Hæstarétti að Kvenna- athvarfinu yrði veittur sanngjarn frestur til að finna sér nýtt hús- næði. Ágreiningur varð um hversu langur tími væri sanngjarn frestur og lyktaði þeim deilum með því að erfingjarnir lögðu fram útburð- arkröfu. Á hana féllst Héraðs- dómur Reykjavíkur hinn. 4. febr- úar sl. Yfirlýsing með óákveðnu orðalagi Kvennaathvarfið kærði úrskurð- inn stuttu síðar til Hæstaréttar sem staðfesti hann að öðru leyti en því að aðilar voru hvor um sig látnir bera málskostnað. Í dómi Hæstiréttar segir að Kvennaathvarfinu sé ekki fært að líta svo á að yfirlýsing sem gefin var með óákveðnu orðalagi um að það fengi sanngjarnan frest til að finna sér nýtt húsnæði hafi falið falið í sér skuldbindingu um að Kvennaathvarfið fengi að halda umráðum fasteignarinnar lengur en þá tvo mánuði, sem liðu frá uppsögu dóms Hæstaréttar fram til þess að eigendur hússins kröfð- ust fyrst heimildar til að fá Kvennaathvarfið borið út úr því. Kvennaathvarfið hafi öðlast rétt til að hafast við á eigninni með kaup- um hennar. Þegar þau kaup urðu að engu var um leið liðinn undir lok réttur þess til umráða yfir henni án heimildar ættingjanna. Vera athvarfsins á eigninni á því tímamarki hafi ekki ein og sér get- að skapað því rétt til að halda áfram umráðum hennar, hvorki svo sem húsaleigusamningur hefði verið gerður um hana né á öðrum grunni gerður. Sé því óhjá- kvæmilegt að líta svo á að Kvennaathvarfið hafist nú við í húsi sem það eigi engan rétt til í ólofi eiganda, samanber ákvæði VI. bókar 14. kapítula 6. gr. norsku laga Kristjáns V. frá 15. apríl 1687. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Gunnlaugur Claessen. Lögmaður Kvennaat- hvarfsins var Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. en Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hrl. flutti málið fyrir hönd erfingjanna. Hæstiréttur samþykkir útburð Kvennaathvarfsins Kvennaathvarfið í bráðabirgðahúsnæði Rétturinn vísar til norskra laga frá 1687 FLUGFÉLAG Íslands, FÍ, samdi í gær við grænlensku heimastjórnina um áætlunarflug frá Íslandi til aust- urstrandar Grænlands. Samningur- inn, sem gildir til loka september 2003, tryggir flugfélaginu um 240 milljóna króna tekjur og eykur veltu þess um 5 til 6%. Búist er við hátt í 10 þúsund farþegum á þessum leiðum yfir árið. Flugfélag Íslands tók þátt í útboði grænlensku heimastjórnarinnar á þessu flugi og sendi inn tilboð ásamt Grænlandsflugi og fleirum. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍ, sagði við Morgunblaðið að samning- urinn væri mjög mikilvægur fyrir fé- lagið og einnig íslenska ferðaþjón- ustu. „Framlegðin af samningnum er líka mjög góð. Hann passar vel inn í annan rekstur okkar og við náum að nýta betur mannskap og þau tæki sem við höfum. Við getum sinnt þessu flugi um miðjan dag, utan mestu anna hjá okkur í innanlands- fluginu á morgnana og kvöldin,“ sagði Jón Karl. Að hans sögn verður Grænlands- flugið með svipuðum hætti og áður hjá FÍ, áfangastaðir hinir sömu, líkt og tíðni ferða. Félagið var áður með samning við grænlensku heima- stjórnina sem rann út um áramótin en upphæðir í þeim samningi voru lægri en nú. Fljúga á allt árið um kring frá Reykjavík til Kulusuk og Nerlerit Inaat á austurströnd Grænlands. Farnar verða tvær ferðir í viku, ann- ars vegar á Fokker-vél á laugardög- um og hins vegar á Metró-vél á fimmtudögum. Flugið tryggir sam- göngur fyrir íbúa austurstrandar til vesturstrandarinnar í tengslum við flug Grænlandsflugs til Kulusuk, en engar aðrar samgöngur eru til Nerlerit Inaat nema skipakomur á sumrin. Jón Karl sagði að fyrir utan þenn- an samning myndi Flugfélag Íslands fara með ferðamenn til Kulusuk í sumar líkt og áður – á eigin reikning. Morgunblaðið/Sverrir Samningur FÍ og Grænlandsstjórnar var undirritaður á Hótel Loftleið- um í gærkvöldi af Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra, Jóni Karli Ólafssyni framkvæmdastjóra, Jörgen Waever Johansen, ráðherra grænlensku heimastjórnarinnar, og Jens K. Lyberth ráðuneytisstjóra. Tryggir félaginu 240 milljóna króna tekjur Flugfélag Íslands semur við grænlensku heimastjórnina „ÉG vonast til að ná allt að 250 kílóum af sniglum á ári, þegar framleiðslan verður komin í full- an gang,“ segir Jakob Narfi Hjaltason, bóndi í Laugargerði í Biskupstungum. Hann hefur fengið leyfi til að flytja snigla til landsins frá Danmörku og ætlar að sjá veitingahúsum og almenn- ingi fyrir þessu hnossgæti í kom- andi sniglaveislum. Sniglarnir, sem heita því virðulega tegundarheiti Helix Pomatia, eru mun stærri en ís- lenski brekkusnigillinn. Skelin er um tvær tommur í þvermál, eða svipuð að stærð og hring- urinn sem myndast þegar O er myndað með því að leggja góma vísifingurs og þumalfingurs sam- an. „Ég stefni á að fá um 1.500- 2.000 snigla til landsins í júní eða júlí,“ segir Jakob Narfi. „Þeim verður komið fyrir í vermireitum í gróðurhúsum og þar el ég þá á káli, njóla, kúrbít, gúrku og ýmsu öðru.“ Sniglarnir eru tvíkynja og sér því hver og einn sjálfur um að tímgast. „Ég hefði því getað látið mér nægja að flytja inn einn, en þá hefði ég þurft að bíða ansi lengi eftir að stofninn stækkaði. Hver snigill gefur af sér 40-60 egg í einu,“ segir Jakob Narfi, sem hikar þó við að taka sér orð- ið „varp“ í munn og talar fremur um „got“ þótt honum þyki það líka sérkennilegt. „Í Danmörku ná þeir goti tvisvar á ári, en ég er að vonast til að hérna verði það þrisvar á ári, því ég get hæglega stjórnað hitanum í gróðurhúsinu. Auðvitað verða töluverð afföll og þykir gott ef 20-50% nær slát- urstærð.“ Jakob Narfi reiknar með að leiða fyrstu sniglana til slátrunar eftir þrjú ár, en hann neitar því hins vegar að hann verði eins og fjárbóndi og nefni alla sniglana sína. Flestir enda sniglarnir lík- lega á borðum veitingahúsa, en sniglabóndinn efast ekki um að almenningur komist á bragðið. Sniglar eru oftast bornir fram í skelinni með hvítlaukssmjöri. Jakob Narfi segir hins vegar að urmull sé til af sniglaupp- skriftum og sjálfur kunni hann einar 20-30 mismunandi upp- skriftir. Sniglar væntan- legir frá Dan- mörku í sumar Ræktun fer fram í Bisk- upstungum RÍKISSÁTTASEMJARI lagði í gær fram miðlunartillögu í kjaradeilu flugumferðarstjóra við ríkið þar sem þriggja daga samningalota um helgina bar engan árangur. „Það var reynt til þrautar að höggva á hnútinn en helgin dugði ekki til. Þess vegna lagði ég tillöguna fram,“ sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið en hvorki hann né deiluaðilar sögðust mega tjá sig opin- berlega um innihald tillögunnar þeg- ar eftir því var leitað í gær. Að lokinni kynningu meðal flugum- ferðarstjóra hófst atkvæðagreiðsla um tillöguna síðdegis í gær á skrif- stofu ríkissáttasemjara og heldur áfram í dag til klukkan 17. Önnur kynning á tillögunni fer einnig fram í dag fyrir flugumferðarstjóra. Fljóttalið verður öðrum megin borðsins um tillöguna þar sem fjár- málaráðherra greiðir einn atkvæði fyrir hönd ríkisins. Hinum megin hafa 106 flugumferðarstjórar atkvæðisrétt en fjölgun um þrjá varð í Félagi ís- lenskra flugumferðarstjóra um helgina, að sögn Lofts Jóhannssonar, formanns félagsins. Flugumferðarstjórar á lands- byggðinni hafa heimild til að sím- senda atkvæði sitt til sáttasemjara. Búist er við að niðurstaða atkvæða- greiðslunnar liggi fyrir síðdegis í dag, eða í síðasta lagi fyrir klukkan sjö í kvöld þegar taka á rafmagn af nýja „Karphúsinu“ vegna viðgerða. Verði tillagan felld eru líkur taldar á því að ríkisstjórnin leggi fram laga- frumvarp á Alþingi um stöðvun yfir- vinnubannsins og skipan gerðardóms til að úrskurða um kjör flugumferð- arstjóra. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er einnig sá mögu- leiki uppi að miðlunartillaga sátta- semjara verði sett í lög. Fyrir því eru fordæmi í kjaradeilum fyrri ára, eink- um hjá sjómönnum. Atkvæði talin í dag um miðlunartil- lögu sáttasemjara Ekkert gekk um helgina í viðræðum flugumferðarstjóra og ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.