Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 29
Kerfisstjórn og forritun S t u t t n á m s k e i ð á n æ s t u n n i : Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is Vönduð kennslugögn fylgja öllum námskeiðum. Athugið! Nokkur námskeið í boði á kvöldin. Net- og kerfisumsjón MOC Námskeið Dags Tími Lengd Verð 2152 Implementing MS Win 2000 Professional and Server 18.02-22.02 08:30-16:30 5 dagar 170.000 - MS Win 2000 Server* 25.02-25.03 08:30-12:00 45 kennslust. 135.000 - MS Win 2000 Server* 25.02-25.03 17:30-20:30 45 kennslust. 135.000 2153 Implementing a MS Win 2000 Network Infrastructure 04.03-08.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 - Implementing Exchange 2000* 07.03-11.04 17:00-20:30 50 kennslust. 150.000 - Tölvur og tölvunet, öryggislausnir 11.03-13.03 08:30-16:30 3 dagar 102.000 2071 Querying Microsoft SQL Server 2000 with Transact-SQL 12.03-13.03 08:30-16:30 2 dagar 68.000 2154 Implem. and Admin. MS Win 2000 Directory Services 18.03-22.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 - Routertækni, grunnur NÝTT 18.03-21.03 08:30-16:30 4 dagar 136.000 Forritun Introduction to C# for the MS.NET Platform NÝTT 25.02-01.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 Introduction to ASP.NET (Visual Studio.NET) NÝTT 04.03-06.03 08:30-16:30 3 dagar 102.000 Programming the MS.NET Framework using C# NÝTT 18.03-22.03 08:30-16:30 5 dagar 170.000 *Kennt tvisvar í viku, önnur námskeið eru kennd samfellt. Við státum af íslenskum kennurum með mikla reynslu og þekkingu. Allir kennarar í net- og kerfisumsjón eru með prófgráður í viðkomandi námsefni og auk þess með prófgráðu sem Microsoft Certified Trainer (MCT). UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 29 VEGNA máls, sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið, þar sem flugstjóri hjá Flug- leiðum hefur ekki feng- ið endurnýjað heil- brigðisvottorð, og allur sá farsi sem út frá því hefur spunnist, m.a. um skert flugöryggi, lang- ar mig að benda á fáein atriði í því sambandi. Það er fullkomlega eðlilegt að farþegar í flugi spyrji um flugör- yggi . Og þá er því til að svara að besta öryggið felst í því, að allir þeir sem að flugstarfi koma láta sér mjög annt um allt flugöryggi, ekki síst flugmennirnir. Það er nefni- lega þannig að flugmanninum er al- veg jafnannt um sína líftóru og hverj- um öðrum. Það er alveg öruggt og víst að viti flugmaður af einhverju því sem ógnar öryggi í tiltekinni ferð þá annaðhvort fer hann ekki ferðina eða breytir áætlun eða grípur til þeirra ráðstafana sem bægja ógninni frá, því hann langar alveg eins og alla hina að komast heill heim til sín og sinna. Í því felst mesta öryggið. Heilbrigði flugmanna Alveg eins er með heilbrigði flug- mannsins. Engum flugmanni dettur í hug að fara í flugferð ef hann telur líkur á því að hann verði óstarfhæfur einhvers staðar á leiðinni vegna ein- hvers krankleika. Það þarf ekki ann- að en venjulegt kvef til þess að flug- maður meldi sig veikan, því þótt kvef þyki nú ekki merkilegur sjúkdómur , þá vita flugmenn að vegna þrýstings- breytinga getur það haft slæm áhrif á höfuðið þegar flugið er lækkað niður í meiri loftþrýsting. En nú er flugmað- urinn ekki læknir og þess vegna leit- ar hann til læknis, ef hann grunar að eitthvað sé að hjá sér. Dæmi um það er mál flugstjórans hjá Flugleiðum sem ég nefndi hér í upphafi. Hann varð fyrir einhverju sem leiddi til tímabundinnar máttleysistilfinning- ar í fæti og handlegg. Hann leitaði til læknis og kom þá í ljós að um örblæð- ingu í heila hafði verið að ræða. Ég ætla ekki að rekja það mál nákvæm- lega, það hefur þegar verið gert í fjöl- miðlum, en ég ætla hins vegar að undirstrika eitt atriði í málinu sem mér finnst alls ekki hafa verið nægur gaumur gefinn. Þegar upp var staðið í máli þessa flugstjóra, eftir um það bil tvö og hálft ár, kom í ljós að lækna greindi á um hvort heilbrigði hans væri nægilega tryggt til þess að hann mætti hefja flugstörf á ný. Og þar inni í er atriðið sem ég vil bera undir ykkur, kærir lesendur. Í bréfi trúnaðarlækn- is Flugmálastjórnar til kollega sinna á Bret- landi bendir hann á að flugmaðurinn hafi tekið mjög vel á þeim áhættu- þáttum sem taldir voru undirliggj- andi. Hann hafi nú eðlilegan blóð- þrýsting, eðlilegt kólesteról, eðlilega líkamsþyngd o.s.frv., og sé, að hans mati, alveg heilbrigður og fullkom- lega fær um að stunda atvinnuflug. Svarið sem trúnaðarlæknirinn fékk frá Bretanum var að það skipti nán- ast engu máli þótt tekið sé á áhættu- þáttum, það breyti sáralitlu um það hver hættan sé á endurteknu áfalli. Í úrskurði þriggja valinkunnra ís- lenskra lækna, sem sátu í svonefndri áfrýjunarnefnd, komast þeir að þver- öfugri niðurstöðu. Þeir byggja þá nið- urstöðu sína, að flugmaðurinn sé heil- brigður og fær um að fljúga, einmitt á því – að þar sem nú séu liðin tvö og hálft ár og tekið hafi verið á áhættu- þáttunum, sé hættan á endurtekn- ingu mjög lítil. Er nema von að mað- ur spyrji – hvor skoðunin er rétt? Þetta er höfuðatriðið í málinu öllu. Ef íslenska skoðunin er rétt þá er í lagi með flugmanninn og öryggið tryggt, ef sú breska er rétt þá er ör- yggið ekki tryggt. Svo einfalt er það. En nú langar mig að spyrja ykkur, finnst ykkur það sannfærandi að ef maður fær vægt áfall, eins og þarna var um að ræða, þá geti hann í raun- inni ekkert gert til þess að minnka hættuna á endurtekningu? Hvað segja þeir sem eru að bjóða fólki upp á alls konar aðferðir til að bæta heils- una og auka lífslíkur? Hefur það þá ekkert að segja, er bara best að pakka þeim tilraunum öllum niður og spara sér þann kostnað sem slíku fylgir? Tökum sem dæmi mann, sem myndi bæði reykja og drekka, væri með of háan blóðþrýsting, of hátt kól- esteról, træði í sig kjötfitu, hreyfði sig varla úr sporunum og væri alltof þungur, myndi það þá litlu sem engu breyta, þótt hann hætti að reykja, hætti að drekka, lækkaði blóðþrýst- ing og kólesteról, hreyfði sig og létti sig – hættan á endurtekningu áfalls væri nánast óbreytt? Þetta allt sam- an felst í bresku skoðuninni. Finnst ykkur hún trúverðug? Ein lítil saga í lokin Ég er sannfærður um að meira að segja trúnaðarlækni Flugmála- stjórnar fannst breska skoðunin ótrúverðug, því þrátt fyrir hana skrifaði hann nefnilega nefndan flug- stjóra út og lét hann fá heilbrigðis- vottorð svo hann gæti haldið áfram að stunda eðlileg flugstörf hjá Flug- leiðum. Að vísu voru vissar takmark- anir settar í skírteinið, en þó ekki meiri en svo að flugmaðurinn gat stundað sitt starf áfram, og reikna ég með að þessar takmarkanir hafi verið settar til þess að láta allan vafa í mál- inu reiknast flugfarþegum og flugör- yggi í vil. Og eins og til þess að undirstrika að með þessum hætti teldi hann ör- ygginu borgið fór hann sjálfur í flugferð sem almennur farþegi með þessum sama flugstjóra til Banda- ríkjanna, aðeins um þremur vikum eftir hörmungarnar sem þar áttu sér stað 11. september 2001. En eins og kunnugt er var fyrst eftir þá atburði mikil taugaveiklun og spenna í gangi bæði hjá flugfólki og farþegum, og allir voru með flugöryggi á heilanum. Svo ég bara spyr, hvert er vanda- málið? Af hverju er ekki einfaldlega unnt að láta þessa lausn á málinu duga? Um flugöryggi Kjartan Norðdahl Flug Besta öryggið felst í því, segir Kjartan Norðdahl, að allir þeir sem að flug- starfi koma láta sér mjög annt um allt flugöryggi. Höfundur er flugstjóri og lögmaður. LAUGARDAGINN 9. febrúar sl. ritar Jón Steinsson grein í Morgunblaðið. Þar dregur hann í efa nið- urstöður í skýrslu Hagfræðistofnunar um samhengi auð- lindagjalds, hagvaxtar og skatttekna ríkisins. Athugasemdir Jóns eru tvær. Önnur lýtur að auðlindagjaldi sem rentuskatti, hin að þeim möguleika að auðlindaskatturinn renni til heimila. Báð- ar virðast byggðar á einhverjum misskilningi. Rentuskattur Í skýrslunni er gert ráð fyrir að auðlindagjald, öfugt við flesta aðra skatta, skerði ekki hagkvæmni í sjávarútvegi. Það sé m.ö.o. svokall- aður rentuskattur. Skýrslan gefur sér þessa forsendu til þess að ýta undir það að álagning auðlinda- gjalds auki skatttekjur ríkisins og sé þjóðhagslega hagkvæm. Jón tel- ur að síðar í skýrslunni sé brotið í bága við þessa forsendu. Það er ekki rétt. Í skýrslunni, þar á meðal því líkani sem Jón virðist vera að vísa til (Viðauki C í skýrslunni), er þvert á móti staðfastlega haldið í þessa forsendu. Ef svo væri ekki, og auðlindagjald hefði neikvæð áhrif á hagkvæmni í sjávarútvegi, myndi það svipta framleiðslufallinu í líkaninu niður á við. Áhrifin væru líkt og neikvæðar tækniframfarir. Það er ekki látið gerast í líkaninu. Það er jafnvel gengið lengra og gert ráð fyrir því að vinnuaflsnotk- un breytist ekki þrátt fyrir álagn- ingu auðlindagjalds. Misskilningur Jóns í þessu tilfelli virðist ligga í oftúlkun hans á hugtakinu rentuskattur. Engum, nema e.t.v. Jóni, dett- ur í hug að rentuskatt- ur hafi engin þjóð- hagsleg áhrif. Það er auðvitað dagljóst, að sú tekjutilfærsla, sem í rentusköttum felst, mun hafa áhrif á neyslu, fjárfestingu og þar með þróunarbraut hagkerfisins. Vanga- veltur hagfræðinga snúast alls ekki um þetta. Þær lúta miklu fremur að því, hvort í raun séu til skattar sem ekki dragi úr rekstrarhagkvæmni hjá þeim sem fyrir þeim verða. Umræðan er m.ö.o. um það hvort rentuskattar geti verið til í reynd. Sem fyrr segir er í umræddri skýrslu gert ráð fyr- ir því að svo sé. Tilgangurinn er að fremur ofmeta en vanmeta ávinn- ing ríkisins af álagningu auðlinda- gjalds. Auðlindaskattur til ríkis eða heimila Jón fullyrðir að með því einu að veita auðlindagjaldinu (eða hluta þess) til heimilanna megi nota lík- anið í skýrslunni (Viðauki C) til að sýna að auðlindagjald hafi jákvæð áhrif á hagvöxt og þar með skatt- tekjur ríkisins. Þetta er einfaldlega rangt. Þessi möguleiki var að sjálf- sögðu kannaður í rannsóknarvinn- unni að baki skýrslunnar. Niður- staðan var sú, að áhrifin á skatt- tekjur ríkisins eru enn óhagstæðari en áður. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Ríkið missir af auð- lindaskattinum og landsframleiðsla dregst saman sem fyrr. Mér er það hulin ráðgáta, hvernig Jóni gat dottið þetta í hug. Lokaorð Á grundvelli ofangreinds mis- skilnings sakar Jón mig um „ótrú- legan tvískinnung“. Þannig orðalag er auðvitað ekki til þess fallið að greiða fyrir málefnalegri umræðu. Auðlindagjald og skatttekjur ríkisins Ragnar Árnason Höfundur er prófessor í fiskihagfræði. Auðlindagjald Athugasemdir Jóns, segir Ragnar Árnason, eru byggðar á mis- skilningi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.