Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 12.02.2002, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SKÖMMU eftir atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær, þar sem frumvarp um að heimila ólympíska hnefaleika að nýju hérlendis var samþykkt, tóku áhugamenn um þessa íþrótt til við æfingar af kappi. Ein fyrsta löglega æfingin fór þá fram í líkamsrækt- arstöðinni Ræktinni á Seltjarnar- nesi þar sem efnilegir hnefaleika- kappar hafa komið saman að undanförnu, ungir sem aldnir. Á myndinni heldur Ólafur Guð- laugsson á svonefndum „fókus- púða“ og tekur við föstum höggum frá Salvari Björnssyni en ásamt Sig- urjóni Gunnsteinssyni hafa þeir ver- ið meðal forsprakka íþróttarinnar hér á landi. Í Ræktina hafa komið hátt í fjöru- tíu manns að jafnaði en að sögn Sig- urjóns er talið að um þrjú hundruð manns æfi hnefaleika í dag, einkum í Reykjavík, Keflavík, Akureyri og á Akranesi. Sigurjón sagði við Morg- unblaðið að gærdagurinn hefði ver- ið mikill gleðidagur fyrir áhuga- menn um hnefaleika. Næsta skref væri að undirbúa stofnun formlegra hnefaleikafélaga og skipuleggja æf- ingar og keppni í samráði við ÍSÍ. Morgunblaðið/Golli Hnefaleik- ar leyfðir að nýju  Samþykkt/10 ALDREI hafa fleiri slökkviliðsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verið frá störfum í einu vegna fæð- ingarorlofs, en alls eru fjórir liðs- menn í orlofi og sá fimmti á leiðinni í orlof. Þá er sjötti slökkviliðsmaður- inn nýbúinn í fæðingarorlofi. Allt eru þetta karlmenn sem eru í 110 manna útkallsliði slökkviliðsins. Í liðinu eru þrjár konur en engin þeirra hefur hins vegar farið í fæðingarorlof. Að sögn Halldórs Halldórssonar, fjármála- og starfsmannastjóra SHS, kemur þetta óvenjulega ástand ekki niður á þjónustu slökkviliðsins. „Við tökum inn menn í aukavinnu þegar svona háttar til og erum yf- irmannaðir til að mæta fjarvistum s.s. vegna veikinda og fæðingaror- lofs,“ segir Halldór. Karlar í slökkviliðinu, sem og aðr- ir, hafa rétt á tveggja mánaða feðra- orlofi og þriggja mánaða sameigin- legu orlofi með mæðrum. Halldór segir að staðan sé óneit- anlega óvenjuleg hjá slökkviliðinu um þessar mundir, enda hafi það ekki hent áður að hver karlmaðurinn á fætur öðrum hafi heimsótt sig á skrifstofu sína til að tilkynna fæðing- arorlof. Aldrei fleiri slökkviliðs- menn í fæð- ingarorlofi  Þetta var ógleymanleg/6 DJÚP lægð, sem var við Nýfundna- land í gær, er á hraðri leið að landinu og samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands má búast við að sunnanstormur skelli á í nótt með rigningu og vindhraða um 20–25 metrum á sekúndu. Hitinn mun hækka upp í 6–8 stig. Að sögn veðurfræðings mega þetta teljast talsverð veðrabrigði miðað við frost og snjókomu víða á landinu á þorranum að undanförnu. Útisamkomur vegna öskudagsins á morgun eru hins vegar í hættu. Á morgun er síðan spáð sunnan 15–20 metrum á sekúndu víða um land, rigningu eða slyddu vestantil en hægari og þykknar upp austantil. Að kvöldi miðvikudags á vindáttin að snúast í vestan- og suðvestanátt. Spáð er hægari vestlægri átt og élj- um á fimmtudag. Sunnan- stormur í aðsigi TVÍLEMBINGAR, hrútur og gimbur, komu nýlega í heiminn á bænum Torfunesi í Ljósa- vatnshreppi, en Baldvin Kristinn Baldvinsson bóndi þar rak upp stór augu þegar ein ærin var að sinna tveimur lömbum á þeim tíma þegar mjög langt er í venjulegan sauðburð. Vissulega var þetta óvænt ánægja enda er Baldvin mikill áhugamaður um sauðfjárrækt. Torfunesbúið er eitt afurða- hæsta bú í Suður-Þingeyjarsýslu og skilaði hver ær þar 31,6 kíló- um á síðasta ári. Þar fara fram afkvæmarannsóknir fyrir sæð- ingastöðvar og hefur féð þar vakið athygli búnaðarráðunauta fyrir bakvöðvamælingar í ómsjá. Markmiðið með rannsókn- unum er að taka hrúta á sæð- ingastöð til framhaldsræktunar, en hrútar frá Torfunesi hafa farið á allmarga bæi og komið mjög sterkt inn sem af- urðaskepnur. Í gangi eru sam- anburðarrannsóknir á heima- hrútum og aðkomuhrútum og munu niðurstöður liggja fyrir í haust. Gimbrin og hrúturinn dafna vel og eru strax farin að éta hey ásamt móður sinni og lætur Baldvin vel af þessum óvænta félagsskap í fjárhúsunum. Nýfædd lömb á þorranum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Baldvin Kristinn Baldvinsson, bóndi í Torfunesi, með tvílembingana. Laxamýri. Morgunblaðið. LÖGREGLAN í Reykjavík fékk að morgni síðasta laugardags tilkynn- ingu um vatnsleka frá íbúð við Skúla- götu. Reynt var að hringja í húsráð- endur þeirrar íbúðar sem lekinn kom frá en enginn svaraði. Lögreglumenn fóru þá inn í íbúð- ina, hittu þar fyrir konu sem ekki vildi ræða við þá. Kvaðst hún þó hafa verið að þvo sokka, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar um helstu atburði helgarinnar í höfuð- borginni. Skemmdir í íbúðinni voru hverfandi litlar að sögn lögreglu. Vatnsleki vegna sokkaþvotts  Brutu rúður/47 ♦ ♦ ♦ NETAVEIÐISKIPIÐ Gunnþór GK strandaði í innsiglingunni við Sandgerði upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Skipið var að koma úr róðri og fór upp í fjöru sunnan við hafnar- mynnið. Átta manns voru um borð og sakaði engan þeirra. Að sögn Gunnars Svavarssonar skipstjóra urðu engar skemmdir á skipinu og þegar rætt var við hann skömmu áður en Morg- unblaðið fór í prentun sagði hann að til stæði að ná Gunnþóri á flot þegar flæða myndi að í nótt. Veður var gott þegar óhappið átti sér stað, nánast logn og stilltur sjór. Björgunarsveitarmenn frá Sigur- von í Sandgerði voru í viðbragðs- stöðu í landi en skipverjar óskuðu ekki eftir aðstoð þeirra. Gunnþór, sem er 269 brúttó- tonna stálskip, var á leið til hafnar í Sandgerði en í stað þess að beygja inn í höfnina hélt skipið áfram suð- ur með hafnargarðinum og strand- aði 20–30 metrum frá landi. Hallaðist það um tíu gráður að sögn sjónarvotta. Dreginn til hafnar fyrr um daginn Gunnar skipstjóri var í brúnni við stýrið og í samtali við Morg- unblaðið kvaðst hann hafa gleymt að beygja inn í höfnina. Hann sagði engar skemmdir sjáanlegar á skrokki skipsins, reynt hefði verið að bakka en það setið fast. Þess má geta að Gunnþór kom í togi til hafnar í Sandgerði um miðjan dag í gær þar sem hann hafði fengið net í skrúf- una. Skipið hélt síðan aftur til veiða að lokinni viðgerð og var að koma úr þeim róðri þegar það strandaði við innsiglinguna. Gunnþór GK á strandstað skammt undan landi við Sand- gerðishöfn í gærkvöldi. Vonast var til að hægt yrði að ná skipinu á flot í nótt en eins og sjá má hallaðist það örlítið. Morgunblaðið/ Hilmar Bragi Gunnþór GK strand- aði við Sandgerði Skipstjórinn segist hafa gleymt að beygja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.