Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 19
Model 6333DWBE
14.4 v Rafhlöðuborvél Aukarafhlaða / taska
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500
AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070
Model 6834
Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm
Tilboðsdagar
Kr. 59.920*
Kr. 25.520*
Kr. 18.880*
Flex 2
Mix
Mix
Ótal möguleikar á uppstill-
ingum. Eigum til beyki
og kirsuberjaliti á lager,
sérpöntum í hlyn.
Í VETUR hafa ellefu, tólf og þrettán
ára nemendur í grunnskólanum í
Þykkvabæ keppst við að læra fer-
skeytlur utan að, en alls eru sextán
börn á þessum aldri í 5., 6. og 7. bekk
skólans, sem njóta samkennslu í
flestum greinum.
Það var íslenskukennari þeirra,
Særún Sæmundsdóttir, sem átti
hugmyndina að því að kynna fyrir
börnunum þessa gömlu list og bað-
stofumenningu, að kasta fram stöku
og að geta kveðist á. Að sögn hennar
hitti þetta í mark hjá rúmum helm-
ingi nemendanna og var verkefnið
komið á góðan rekspöl á degi ís-
lenskrar tungu í nóvember sl.
„Ég umbuna krökkunum með
smáverðlaunum eftir hverjar fimm
ferskeytlur sem þau hafa lært,
stærri verðlaun koma eftir fimmtíu,
en ein stúlka hefur náð þeim frá-
bæra árangri að hafa lært eitt
hundrað ferskeytlur utan að og fékk
hún sérstaka viðurkenningu, en
stefnan er að læra a.m.k. eitt þúsund
ferskeytlur í vetur,“ sagði Særún.
Það hafa komið nokkrar skemmti-
legar frumortar vísur í þessu átaki
barnanna í Þykkvabæ og fær ein að
fljóta hér með eftir Ínu Karen
Markúsdóttur:
Haustið kemur,
sumri hallar,
skólinn byrjar,
skyldan kallar.
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
5., 6. og 7. bekk í grunnskólanum í Þykkvabæ lætur sig ekki muna um að
læra utanbókar ferskeytlur í hundraðavís.
Hafa lært 685 fer-
skeytlur utan að
Þykkvibær
UM þessar mundir eru
liðin 30 ár frá því að
vikublaðið Dagskrá í
Vestmannaeyjum hóf
göngu sína. Í vikulegri
útgáfu bæjar- og héraðs-
fréttablaða telst það dá-
góður árangur, ekki síst
þegar til þess er tekið að
einn og sami maðurinn
hefur séð um útgáfuna
frá upphafi ásamt fullu
starfi við annað. Að sögn
Hermanns Einarssonar
útgefanda hefur þetta
gengið upp með miklum
stuðningi nánustu vina
og vandamanna ásamt
stuðningi fjölda lesenda
Dagskrár, viðskiptavina
og skrifara.
Dagskrá hefur alla tíð
verið unnin og prentuð í
Prentsmiðjunni Eyrúnu í Vest-
mannaeyjum og hefur Óskar Ólafs-
son prentari verið Hermanni innan
handar við uppsetningu og prentun
blaðsins frá upphafi, enda hefur um-
brot og uppsetning blaðsins verið til
fyrirmyndar. Frá upphafi hefur
blaðið verið unnið með þeirri bestu
tæknilegu þekkingu og tækjum sem
völ hefur verið á og segir Hermann
breytingarnar vera með ólíkindum
frá því að fyrsta tölublaðið leit dags-
ins ljós og til dagsins í dag.
Hlutlaust blað
Í gegnum tíðina hefur hlutleysi
verið haft að leiðarljósi og það hafa
allir getað óttalaust tjáð sig með
vissu um nafnleynd í Dagskrá. Her-
mann segir að það sé hverju sam-
félagi nauðsynlegt að hver og einn
hafi málfrelsi og tillögurétt og hefur
þess verið gætt í hvívetna á síðum
Dagskrár. Auk þess að fræða og
upplýsa fólk um gang mála hefur
blaðið verið vettvangur almennra
skoðanaskipta og gagnrýni á menn
og málefni er varðar bæjarheill.
Hermann sagði að á þessum tíma-
mótum væri ástæða til að þakka íbú-
um Vestmannaeyja fyrir hollustu og
margvíslegan stuðning við útgáfu
Dagskrár og um framtíðina sagði
Hermann að enginn vissi hvað hún
bæri í skauti sér en í dag er engan
bilbug að finna á útgáfu Dagskrár.
Vestmannaeyjar
Morgunblaðið/Sigurgeir
Hermann Einarsson, útgefandi Dagskrárinnar.
Vikublaðið
Dagskrá 30 ára
NÝ íþróttadeild, Skíðadeild Umf.
Selfoss, var stofnuð á Selfossi mið-
vikudaginn 6. febrúar sl. 10 manns
mættu á stofnfundinn en stofnfélag-
ar eru 13. Markmið með stofnun
skíðadeildarinnar er að efla áhuga á
skíðaíþróttinni og gefa félögum kost
á kennslu og þjálfun, vinna að bættri
aðstöðu fyrir skíðaíþróttina á Sel-
fossi og stuðla að góðum samgöng-
um í skíðalöndin.
Fyrir nokkrum árum var starf-
rækt Skíðafélag Selfoss en starfsemi
þess hefur legið niðri. Hin nýja
skíðadeild tekur við hlutverki Skíða-
félagsins og fékk 164 þúsund kr. í
arf frá Skíðafélaginu sem stofnfram-
lag.
„Miklar og góðar umræður urðu
um starfið framundan og margar
góðar hugmyndir komu fram, þar á
meðal að lagfæra aðstæður í „Fjall-
inu eina“ á Selfossi fyrir börn, að
leggja gönguskíðabrautir og koma á
skipulögðum ferðum í skíðalöndin á
Hellisheiði og Bláfjöllum. Hin ný-
kjörna stjórn mun á næstu dögum
byrja að skipuleggja vetrarstarfið
og eiga íbúar í Árborg eftir að verða
varir við mikið skíðastarf hjá félag-
inu,“ segir í fréttatilkynningu frá fé-
laginu.
Þar segir einnig að þeir sem hafi
áhuga á að fræðast meira um skíða-
deildina, gerast félagar eða aðstoða
á einhvern hátt geti haft samband
við framkvæmdastjóra Umf. Selfoss.
Í stjórn voru kosnir: Formaður
Sigurborg Kjartansdóttir, gjaldkeri
Elínborg Ingólfsdóttir. Meðstjórn-
endur voru kjörnir Þröstur Brynj-
ólfsson, Grímur Arnarsson, Svala
Þrastardóttir. Varastjórn skipa
Bryndís Eva Óskarsdóttir, Sólrún
Stefánsdóttir og Ingibjörg Magnús-
dóttir.
Morgunblaðið/Sig. Jóns
Ný stjórn skíðadeildar Ungmennafélags Selfoss á stofnfundinum, Bryn-
dís Eva Óskarsdóttir, Grímur Arnarson, Sigurborg Kjartansdóttir, El-
ínbjörg Ingólfsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Á myndina vantar
Þröst Brynjólfsson, Svölu Þrastardóttur og Sólrúnu Stefánsdóttur.
Skíðadeild stofnuð
hjá Umf. Selfoss
Selfoss
HALDIÐ var nýlega fjáröfl-
unarkaffi til kaupa á nýju orgeli
fyrir Skeggjastaðakirkju í
grunnskól-
anum á
Bakkafirði.
Meðan
gestir
gæddu sér
á kaffi og
tertum
sungu
krakkarnir
í kirkju-
skólanum
nokkur lög.
Börnin í
TTT-starfi
kirkjunnar, 10 til 12 ára gömul,
voru með leikþátt um miskunn-
sama Samverjann í nútíðinni og
einnig söng kirkjukór Skeggja-
staðakirkju nokkur létt lög. Góð
mæting var og söfnuðust 64.000
krónur.
Að sögn Freydísar Magn-
úsdóttur, formans sóknar-
nefndar, kostar orgelið um
800.000 krónur hingað komið.
Sagði hún að kirkjunni hefðu
borist nokkur gjafabréf að upp-
hæð 290.000 krónur.
Safnað
fyrir nýju
orgeli
Bakkafjörður
Nýja orgelið í
Skeggjastaðakirkju.