Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isÓlympíuleikarnir í Salt Lake City
komnir á fulla ferð / B1, B12
Brentford til í að fá fleiri
Íslendinga til félagsins / B2
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að innan
stjórnarflokkanna ríki það viðhorf að æskilegt sé
að selja Símann, en þó einungis fáist fyrir hann
gott verð og sanngjarnt. Hann segir að stjórn-
völdum og einkavæðingarnefnd hafi ekki enn bor-
ist slíkt tilboð og þess vegna þyki sér vera minni
líkur á því heldur en meiri að sala á Símanum
gangi fram í þessum áfanga.
Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við
fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, formanns
Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnum á
Alþingi í gær. Steingrímur vísaði til viðtals við
forsætisráðherra í Kastljósi á sunnudagskvöld
þar sem fram kom það mat að ólíklegt væri að af
sölu Landssímans yrði í þessum áfanga. Sagði
hann orð forsætisráðherra í raun merkja „meiri
háttar kúvendingu“ og að í staðinn fyrir einka-
væðinguna, sem verið hefði „algjört trúaratriði
stjórnarflokkanna“ hefði nú verið gefinn upp bolti
með þeim möguleika að öllu yrði slegið á frest og
þess í stað farið í endurskipulagningu fyrirtæk-
isins, það styrkt og rekið áfram. „Og væri nú bet-
ur að ríkisstjórnin rambaði inn á það spor og
væri þá frekar hægt að hafa einhvern pólitískan
frið um þetta fyrirtæki,“ sagði Steingrímur J.
ennfremur.
Kemur til greina að taka fjármuni
út úr rekstri fyrirtækisins fyrir sölu
Davíð Oddsson sagði ekkert nýtt í afstöðu sinni
né stjórnarflokkanna, aldrei hefði staðið til annað
en selja Símann aðeins fyrir viðunandi verð.
Tækist það ekki í þessum áfanga, væri ekki ann-
að að gera en vinna áfram að málefnum fyrirtæk-
isins, t.d. hvort rétt kynni að vera að taka fjár-
muni út úr rekstri fyrirtækisins áður en það yrði
selt, en þau sjónarmið hefðu verið uppi. Hann
sagði hins vegar að það væri stjórnar Landssím-
ans, auk samgönguráðherra, að ákveða þessi
skref yrði ekkert af sölu nú, en ekki einkavæðing-
arnefndar.
„Engu að síður verður þannig á málum haldið
að Síminn getur verið áfram til sölu ef haldgott,
hagkvæmt og hagstætt tilboð berst,“ sagði for-
sætisráðherra.
„Við teljum að Síminn hafi verið mældur á
sanngjörnu verði, þó að slíkt tilboð hafi ekki kom-
ið vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í ver-
öldinni. Við teljum að Síminn hafi ekki verið of
hátt metinn, við teljum þvert á móti að hann hafi
verið metinn af sanngirni og þess vegna höfum
við ekki viljað fallast á neinn afslátt af þeim töl-
um,“ sagði Davíð ennfremur og bætti því við að
engin ákvörðun hefði verið tekin um það að fresta
varanlega sölumeðferð Símans í eitt eða tvö ár,
eins og Steingrímur J. Sigfússon hafði innt hann
um. Sagði forsætisráðherra að áður en slík
ákvörðun væri tekin, þyrfti að ræða málið innan
ríkisstjórnarinnar og einkavæðingarnefndar.
Frágengið er að Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu, taki við formennsku
í einkavæðingarnefnd af Hreini Loftssyni, sem
sagði af sér formennsku á dögunum.
Telur minni líkur en meiri á því að sala Símans gangi fram í þessum áfanga
Fæst einungis fyrir
gott verð og sanngjarnt
VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ telur
ekki efni til ráðstafana vegna að-
gerða Samkeppnisstofnunar gegn
olíufélögunum í desember síðastliðn-
um, að því er fram kemur í svarbréfi
ráðuneytisins til Verslunarráðs Ís-
lands í gær. Bréfið er sent vegna er-
indis Verslunarráðs til ráðuneytisins
1. febrúar síðastliðinn þar sem óskað
var eftir sérstakri athugun ráðu-
neytisins á fyrrnefndum aðgerðum
Samkeppnisstofnunar.
Verslunarráð óskaði í erindi sínu
eftir því „að viðskiptaráðherra beiti
sér fyrir því að öllum þeim gögnum
sem hald var lagt á og afritum af
þeim verði skilað til baka en málið
gegn olíufélögunum hafið á nýjan
leik á löglegum forsendum ef ástæða
þykir til“ og jafnframt „að gerðar
verði ráðstafanir til þess að fram-
kvæmd aðgerða af þessum toga
verði með eðlilegum hætti ef til
þeirra kemur í framtíðinni“.
Í bréfi viðskiptaráðuneytisins er
vísað í samkeppnislög og sagt að af
þeim leiði að samkeppnisráð hafi
stöðu sjálfstæðrar stjórnsýslunefnd-
ar og því geti viðskiptaráðherra ekki
gefið ráðinu bindandi fyrirmæli um
úrlausn einstakra mála. Um leið er
bent á rétt vörsluhafa haldlagðs
munar til að bera ágreining um hald-
lagningu undir dómara.
Þá segir í bréfi ráðuneytisins að
áfrýjunarnefnd samkeppnismála sé
bær til að endurskoða alla þætti í
málsmeðferð Samkeppnisstofnunar
og samkeppnisráðs við efnislega
meðferð máls fyrir nefndinni. Þess
vegna sé ekki ástæða fyrir ráðuneyt-
ið til að taka framkvæmd húsleitar-
innar hjá olíufélögunum í desember
til sérstakrar athugunar.
Túlkun EES-reglna ekki rýmri
hér á landi en í öðrum löndum
Viðskiptaráðuneytið sendi einnig
frá sér greinargerð í tilefni ályktun-
ar framkvæmdastjórnar Samtaka
atvinnulífsins þar sem því hafði verið
beint til efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis að fram færi skoð-
un á ákvæðum samkeppnislaga. Í
ályktuninni og greinargerð með
henni var því haldið fram að túlkun
laganna og framkvæmd viki veru-
lega frá reglum EES-réttarins og
því sem tíðkast í öðrum Evrópulönd-
um. Heimildir Samkeppnisstofnunar
til húsleitar væru til að mynda rýmri
hér á landi. Þessu hafnar ráðuneytið
og nefnir til að mynda í greinargerð
sinni dæmi um reglur einstakra
landa í Evrópu og segir að þær regl-
ur veiti samkeppnisyfirvöldum yfir-
leitt rýmri heimildir en reglur EES-
réttarins.
Viðskiptaráðu-
neytið ósam-
mála VÍ og SA
Ráðherra telur sig ekki geta gripið
inn í aðgerðir Samkeppnisstofnunar
Bréf viðskiptaráðherra/46
ELDUR var borinn að fjórum bílum
á Hvolsvelli að morgni sunnudags.
Tveir þeirra, jeppi og fólksbíll, eru
mikið skemmdir ef ekki ónýtir.
Skemmdir voru unnar á tveimur
bílum til viðbótar, lofti hleypt úr
dekkjum á jeppa og eldur kveiktur
í sófa í sólstofu einbýlishúss.
Gils Jóhannsson varðstjóri lög-
reglunnar á Hvolsvelli segir að
skemmdarverkin hafi að öllum lík-
indum verið framin á áttunda tím-
anum á sunnudagsmorgun. All-
margir hafa verið yfirheyrðir
vegna málsins, þar af einhverjir
sem eru grunaðir. Enginn hefur þó
verið handtekinn vegna rannsókn-
arinnar.
Flestir bílarnir voru ólæstir og
stóðu við einbýlishús. Jeppinn sem
skemmdist hvað mest stóð að hluta
undir bílskýli og segir Gils að hefði
eldurinn borist út fyrir bílinn hefði
verið veruleg hætta á að eldur
kæmist í þekjuna og þaðan í íbúð-
arhúsið. Innandyra svaf sjö manna
fjölskylda.
Í öðru tilfelli slökkti nágranni
eld í sæti bíls og afstýrði þar með
frekari skemmdum.
Kveikt í leðursófa
Þá var farið inn í garðhýsi við
einbýlishús. Skorið var gat á leður-
sófa og kveikt í. Húsmóðirin hafði
vaknað snemma um morguninn og
var að lesa Morgunblaðið þegar
henni varð litið út í garðhýsið og sá
eldstrók upp úr sófanum. Hún sótti
vatn í snarheitum, slökkti eldinn og
dró að því búnu sófann út í garð.
Eftir er að meta tjón af völdum
skemmdarvarganna en ljóst er að
það er talsvert.
Gils segir að það sé óhugur í íbú-
um á Hvolsvelli vegna skemmdar-
Skemmdarverk unnin á Hvolsvelli að morgni dags
Fólksbifreið er ónýt eftir að kveikt var í sætisbaki.
Eldur kveiktur í fjórum bílum
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
verkanna. Hann skorar á þann eða
þá sem þarna voru að verki að sýna
þann manndóm og ábyrgð að gefa
sig fram við lögreglu.
Jafnframt biður hann alla þá sem
hafa einhverja vitneskju sem gæti
nýst við rannsókn málsins að hafa
samband við lögreglu.
KONAN sem lést í bílslysinu í Ham-
arsfirði síðastliðinn föstudag hét
Ágústa Egilsdóttir, til heimilis að
Svínaskálahlíð 23 á Eskifirði. Hún
var fædd 3. október árið 1956 og læt-
ur eftir sig eiginmann og fjögur
börn.
Lést af
slysförum í
Hamarsfirði
Ágústa
Egilsdóttir