Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í dag kveðjum við
ástkæran tengdaföður
minn, Helga Guðleifs-
son, sem var tekinn frá
okkur svo allt of fljótt.
Oft strýk ég hina rökkri byrgðu rúðu
og rýni út í efahúmið svart;
en vini, sem á fjarrar náðir flúðu,
ég fæ ei séð. – Og þó er svona bjart!
Svo bjart, svo bjart sem bezta vonin eygir
og barnatrúin sá svo skýrt og glöggt;
en önnur rödd í eðli mínu segir,
að enginn vaki. – Ljósin verði slökkt.
Þá þyrmir yfir – satt er bezt að segja –
hvern sólargeisla, er var mín himinbrú;
því þessum dómı́ er þyngst af öllú að
hneigja;
hitt þreytir og – að leitá að sannri trú.
Já, rækjum starf, unz hnígur sól í sæinn,
og sofnum djarfir, hvernig svo sem fer.
Og eftir því sem líður lengrá á daginn
þau leiti fækka, sem á milli ber.
(Jakob Thorarensen.)
Guð blessi minningu hans og veiti
okkur öllum styrk í sorginni.
Kveðja frá tengdadóttur.
Sigríður Magnúsdóttir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Þessar línur úr Hávamálum eiga
vel við þegar ég hugsa til baka og
minnist góðs vinar og mágs Helga
Guðleifssonar. Ég var ekki há í loft-
inu þegar hann og Búdda systir mín
kynntust. Árið 1954 eignuðust þau
sitt fyrsta barn og stuttu síðar giftu
þau sig og hófu búskap. Fyrstu árin
bjuggu þau hjá foreldrum Helga,
þeim Sveinhildi og Guðleifi á Kirkju-
vegi. Fjölskyldan stækkaði og eign-
uðust þau alls fjögur mannvænleg
börn. Helgi þótti sérlega laginn
kranamaður og var sóst eftir að fá
hann í vinnu víða um land og sumarið
1958 fór ég að heimsækja þau til
Norðfjarðar þar sem fjölskyldan bjó
í nokkra mánuði en Helgi var feng-
inn til að vinna þar við gröft á áveitu-
skurðum. Þar var ýmislegt brallað
og á ég góðar minningar um þann
tíma. Ég var mikið inni á heimili
systur minnar og mágs þar sem þótti
ekki ónýtt að eiga yngri systur til að
gæta barnanna þegar á þurfti að
halda. En árin liðu og þar kom að því
að barnapían var orðin mamma. Á
þeim tíma var ekki auðvelt að vera
útivinnandi mamma og þá reyndust
Helgi og Búdda okkur Ragnari betri
en enginn þar sem þau tóku að sér að
gæta tveggja dætra okkar. Barna-
pössunin var meira á Búddu hendi,
en Helgi tók virkan þátt í því starfi
og hændust þær mikið að honum. Ef
upp komu einhver vandamál varð-
andi barnapössunina var óhætt að
HELGI
GUÐLEIFSSON
✝ Helgi Guðleifs-son fæddist í
Vestmannaeyjum 24.
september 1933.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 30. janúar
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Keflavíkurkirkju 8.
febrúar.
treysta á Helga til að
leysa málin fljótt og
vel.
Ragnheiður Guðný
og Inga Birna voru
ekki einu börnin sem
fengu að njóta þess að
vera í fóstri hjá Helga
og Búddu, þau voru
mörg, og er elsta
barnabarn þeirra,
Helgi Þór, alinn upp
hjá þeim.
Helgi var einstak-
lega ljúfur maður og
hjálpsamur á allan hátt
og það skipti ekki máli
um hvað hann var beðinn eða hversu
lítið eða stórt verkið var, það var
unnið af alúð. Hann var liðtækur
heima fyrir, sama hvort það var að
elda mat eða gera við heimilistæki,
allt fórst honum vel úr hendi.
Þakklæti er mér efst í huga þegar
ég hugsa til þess hversu vel hann
sinnti henni mömmu. Alltaf gat hún
treyst á að hann kæmi ef lagfæra
þurfti eitthvað eða fara þurfti í
sendiferðir, hann reyndist henni
góður tengdasonur og vinur.
Aldrei man ég eftir að Helga hafi
orðið misdægurt og kom það því
mikið á óvart þegar við fjölskyldan
fengum að vita af veikindum hans í
nóvember síðastliðnum. En við
glöddumst mikið þegar okkur sýnd-
ist batinn vera á næsta leiti eftir
skurðaðgerð. En skjótt skipast veð-
ur í lofti og glíman við illvígan sjúk-
dóm var töpuð. Við fjölskyldan eig-
um eftir að sakna hans mikið.
Helgi og Búdda voru einstaklega
samrýnd hjón og miklir félagar.
Heimili þeirra ber vott um hversu
samhent þau voru og var sérstaklega
gaman að koma á jólunum og sjá af-
rakstur föndurvinnu þeirra. Það var
alltaf gott að koma á Álsvellina og
var þá jafnan setið yfir kaffibolla á
meðan börnin dunduðu sér við að
skoða dúkkur og annað dót.
Elsku Búdda og fjölskylda, þið
hafið misst mikið en minningin um
góðan eiginmann og föður lifir með
ykkur. Megi góður Guð gefa ykkur
styrk.
Guðrún.
Nú er hann elsku Helgi afi dáinn.
Það er erfitt að trúa því, það er svo
stutt síðan við sáum hann hraustan
og heilan.
Sárt munum við sakna þín, elsku
afi, en ekki gleyma. Við minnumst
allra góðu stundanna sem við áttum
með þér, eins og þegar við komum
með stóran pakka með fullt af litlum
gjöfum þegar þú varðst sextugur. Þú
varðst svo glaður að fá rauða vasa-
hnífinn sem var með allar græjurnar
til að skrúfa og gera við hluti.
Nú hefur Guð fengið góðan mann
sem kann að gera við og laga ýmsa
hluti fyrir hann.
Það var alltaf jafn gaman að koma
til ykkar ömmu, sér í lagi ef við feng-
um að gista. Þá var nú oft farið í bíl-
skúrinn. Hamrar og naglar teknir
fram og við fengum að klambra að
vild eða að vasahnífurinn var mund-
aður og við tálguðum. Heiti pottur-
inn var alltaf jafn vinsæll ef veður
leyfði. Það verður skrítið að koma í
Keflavík og þú ekki þar, elsku afi.
Við skulum passa ömmu fyrir þig.
Góður Guð geymi besta afa í
heimi.
Ragnheiður, Sveinn
Smári og Sólveig.
✝ Einar Jónssonfæddist á Tann-
staðabakka í Hrúta-
firði 3. apríl 1918.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
í Fossvogi 3. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Einarsson,
bóndi og söðlasmið-
ur á Tannstaða-
bakka, og eiginkona
hans Jóhanna Þór-
dís Jónsdóttir frá
Hróðnýjarstöðum í
Laxárdal. Föðurfor-
eldrar hans voru Einar Skúlason,
bóndi og gullsmiður á Tannstaða-
bakka, og eiginkona hans Guðrún
Jónsdóttir og móðurforeldrar Jón
Bjarnason, bóndi á Hróðnýjar-
stöðum í Laxárdal, og eiginkona
hans Svanborg Signý Þorkels-
dóttir. Einar var 5. í röðinni af 7
börnum foreldranna. Systkini
hans eru; 1) Guðrún, f. 1905, dó á
16. ári. 2) Guðlaug Dahlmann,
lengi á Ísafirði, síðast hjá Rit-
símanum í Reykjavík, f. 1907, d.
1993. 3) Svanborg, f. 1911, lést úr
berklum 1938. 4) Herdís, hús-
freyja á Hraunsnefi í Norðurár-
dal, síðan starfsstúlka í Reykja-
vík, f. 1913, d. 2001. 5) Jón, bóndi
í Eyjanesi, nýbýli úr Tannstaða-
bakkalandi, f. 1920, d. 1996. 6)
Guðrún Bigseth, bjó í Álasundi í
Jóhann Almar, málari og kvik-
myndagerðarmaður, f. 1964,
kvæntur Rut Kristjánsdóttur.
Börn þeirra; Andrea Eir og Oliv-
er Ísak. 7) Þorsteinn rafmagns-
tæknifræðingur, f. 1966, kvæntur
Ingibjörgu Hreiðarsdóttur. Börn
þeirra; Emelía Agnes og Egill
Gauti.
Einar ólst upp hjá foreldrum
sínum á Tannstaðabakka og gekk
að öllum almennum sveitastörf-
um. Hann stundaði nám á Bænda-
skólanum Hvanneyri veturna
1938–1940 og sumarið 1939. Vann
ýmis störf utan heimilis, m.a. í
Bretavinnu o.fl. Hann hóf sjálfur
búskap á Tannstaðabakka árið
1944 og var þar bóndi í 40 ár, eða
til ársins 1984, er þau hjón seldu
Skúla syni sínum jörðina og fluttu
til Reykjavíkur. Einar var safn-
vörður á Byggðasafninu á Reykj-
um á sumrin eftir að hann hætti
sjálfur búskap. Þá dvaldi hann
langdvölum á Tannstaðabakka
hjá syni sínum og fjölskyldu hans
og tók þátt í bústörfum fram á
síðustu ár. Einar var keppnismað-
ur í knattspyrnu á sínum yngri
árum, en önnur áhugamál voru
grasafræði, gróðurvernd, búfjár-
rækt og hestamennska. Hann
gegndi ýmsum nefnda- og trún-
aðarstörfum í sínu sveitarfélagi,
var í skattanefnd, stjórn Búnaðar-
félagsins og Sauðfjárræktar-
félags Staðarhrepps um árabil.
Einnig í gróðurverndarnefnd V-
Húnavatnssýslu og varaformaður
Búnaðarsambands V- Hún.
Útför Einars fer fram frá Stað-
arkirkju í Hrútafirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Noregi, f. 1921, d.
1993.
Einar kvæntist
1946 Þóru Guðrúnu
Jósepsdóttur. For-
eldrar hennar voru
Jósep Jóhannesson,
bóndi og smiður á
Bergsstöðum, og
kona hans Þóra Guð-
rún Jóhannsdóttir
kennari. Guðrún lifir
mann sinn.
Börn þeirra: 1) Ein-
ar Gunnar Jónsson
(fóstursonur), bóndi
Brú Jökuldal, f. 1950,
d. 1993. Eiginkona hans var Anna
Guðný Halldórsdóttir. Börn
þeirra: Sigvarður Örn, Halldór
Valur, Hrafnhildur Unnur, Drífa
Dröfn og Einar Már. 2) Jón trygg-
ingaráðgjafi, f. 1953, kvæntur
Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Sonur
þeirra; Einar. Jón átti áður son;
Björgvin Jóhann. 3) Skúli, söðla-
smiður og bóndi Tannstaðabakka,
f. 1955, kvæntur Ólöfu Ólafsdótt-
ur. Börn þeirra; Laufey Kristín,
Eyrún Ösp, Guðrún Eik og Ólafur
Einar. 4) Þórir Jósep málara-
meistari, f. 1957, kvæntur Unni
Ragnarsdóttur. Börn þeirra; Sara
Karen, Þórir Raggi og Einar
Darri. 5) Svanborg Guðrún kynn-
ingarfulltrúi, f. 1959, gift Úlfari
Rúnari Reynissyni. Börn þeirra:
Sindri Rúnar og Eyþór Helgi. 6)
Hann Einar á Bakka er dáinn.
Bóndi, fótboltamaður, eiginmaður,
faðir, afi, hagyrðingur og besti frændi
minn.
Einar var frekar hávaxinn, grann-
ur, samsvaraði sér vel, léttur á fæti
og rösklegur í fasi. Laglegur maður,
ennið hátt, nefið beint, augun blá með
þessum einstaka glettnisglampa og
broshrukkurnar við augun; voru þær
ekki fjórar hvoru megin? Duglegur,
afkastamikill, dverghagur sem for-
feður hans, stundum svolítið fljót-
huga, vildi láta hlutina ganga, gat
rokið upp á nef sér, en jafn fljótur
niður aftur, hlýr, en meinstríðinn. Ég
man hann fyrst, er hann var kominn á
miðjan aldur; þá var hann svona, svo
einstaklega fallegur yst sem innst.
Ég man hve ég öfundaði frændsystk-
ini mín, börnin hans, af að eiga svona
flottan pabba. Einar var örugglega
fyrst og fremst bóndi – bóndinn á
Tannstaðabakka. Hann stundaði al-
hliða búskap, hafði yndi af kindum og
hestum, en hálfleiddust kýrnar.
Hann tók við jörðinni í góðu standi af
föður sínum, en bætti hana, byggði
allt upp á nýtt, ræktaði og bætti jörð-
ina. Framúrskarandi bóndi, dyggi-
lega studdur af Dúu konu sinni, enda
þau verðlaunuð fyrir snyrtimennsku
og góðar afurðir. Hestamaður af lífi
og sál sem faðir hans.
Fótboltakappinn: „Besti miðvallar-
spilari sem ég hef séð“ hafa þeir sagt
mér sem sáu hann spila fótboltann
hérna í gamla daga og horfa nú alltaf
á ensku knattspyrnuna. „Hann var
uppi á vitlausum tíma, væri hann
ungur núna væri hann atvinnumað-
ur.“
Ég sá Einar ekki spila fótbolta og
hef ekkert vit á fótbolta, þó vefst ekki
fyrir mér að sjá hann fyrir mér, flott-
an á vellinum. Það er örugglega satt
að hann hafi verið svona góður, en að
hann hefði orðið atvinnumaður í út-
löndum; ég er ekki viss. Ég er eig-
inlega viss um að hann hefði aldrei
getað verið annars staðar en á Tann-
staðabakka, að minnsta kosti ekki
lengi. Það var eitthvað með systkinin
frá Tannstaðabakka – tryggðin við
heimahagana var svo mikil. Þar
skipti örugglega miklu hamingjurík
bernska og mikið ástríki foreldra.
Samheldnin, ástúðin, en líka stríðnin
og glettnin í þeim systkinahópi var
ekkert venjuleg.
Eiginmaður og faðir. Hann og Dúa
voru búin að vera gift í yfir 55 ár.
Traust og virðing. Þau hafa trúlega
tekist á, hún viljað hafa hann fyrir
sunnan og hann hana fyrir norðan, en
þau hafa fundið út úr því og hann var
langdvölum á Tannstaðabakka eftir
að þau hættu búskap, meðan hann
„gat gert eitthvað.“ Einar flíkaði ekki
tilfinningum sínum og var alveg laus
við væmni, en hann tíundaði vandlega
við mig, stoltur og ánægður, hnyttin
tilsvör, velgengni og árangur bæði
barna sinna og barnabarna.
Hagyrðingurinn. Einar var örugg-
lega betri hagyrðingur en við flest
áttuðum okkur á. Ég kann alltof fáar
vísur eftir hann. Fyrir nokkrum ár-
um, þegar ellin var farin að hrella
hann, lappirnar hálfónýtar, hesta-
mennskan úr sögunni af heilsufars-
ástæðum, hjartað bilað og þrekið
stórlega minnkað, þá orti Einar:
Af mér gengið er nú flest
aldinn gigtarkengur.
Enga kind og engan hest
á ég heldur lengur.
Falleg staka. Treginn yfir því sem
er farið, treginn yfir því sem var líf
hans og yndi. Þó skyldi enginn maður
halda að hann Einar hafi lagst í eitt-
hvert volæði, glettnisglampinn í aug-
unum var til staðar til hins síðasta,
áhuginn á því sem var að gerast og
hann fylgdist með EM-keppninni í
handbolta meðan hann gat. Ég er
fegin að hann fylgdist með Íslandi
vinna Þýskaland í þeirri keppni.
Nú er hann Einar minn lagður til
hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Stað í
Hrútafirði, í seilingarfjarlægð frá for-
eldrum sínum, systkinum sínum, Jóni
og Svanborgu, og afa sínum og
ömmu. Þar mun hann sameinast
hrútfirskri mold. Ekkert er meira
viðeigandi en að svo verði eftir langa
samvinnu bóndans og jarðarinnar.
Einar og forfeður hans hafa mann
fram af manni lifað í náinni samvinnu
við moldina í Hrútafirðinum. Með
þrotlausu starfi hafa þeir bætt hana,
rutt burt grjóti, hlúð að henni með
áveitum og áburði, sáð í hana fræjum
og hún hefur launað umhyggjuna
með uppskerunni sem er ein af und-
irstöðum búskaparins og lífsafkomu
bóndans.
Nú er hann Einar á Bakka kominn
norður til að vera.
Dúu, börnum og barnabörnum
votta ég mína innilegustu samúð.
Vertu kært kvaddur frændi sæll og
þakka þér fyrir allar góðu stundirnar.
Hjördís Hjartardóttir.
Móðurbróðir minn, Einar Jónsson
frá Tannstaðabakka, lést á hjarta-
deild Landspítalans í Fossvogi hinn
3. febrúar eftir stutta legu. Hann fór
síðastur af systkinum sínum, en
Herdís systir hans dó í apríl sl. Hann
var yndislegur systkinahópurinn frá
Tannstaðabakka. Greint fólk,
skemmtilegt og samheldið. Ég var í
sveit hjá móðurforeldrum mínum
þegar ég var á sjöunda ári. Það ár var
Einar í Bændaskólanum á Hvann-
eyri. Um sumarið fóru bændaskóla-
nemar í ferðalag. Þeir komu á Tann-
staðabakka og þáðu stórkostlegar
veitingar hjá ömmu og Heddu
frænku. Þetta var spennandi dagur
hjá mér. Allir þessir ungu og fallegu
menn. Einn var sá er ég veitti mesta
athygli. Laglegur, ljóshærður með
liðað hár. Þegar ég vissi að þetta var
Einar frændi minn fylltist ég hrifn-
ingu og stolti sem hefur enst mér til
þessa dags. Einar var afar fallegur
maður alla tíð.
Á þessum árum var ekki verið að
fara í ferðalög oft á ári og ég get ekki
sagt að ég hafi hitt Einar fyrr en árið
sem ég kom nýtrúlofuð með manns-
efnið að Bakka til að kynna hann fyrir
afa og ömmu. Þá sá ég unnustu Ein-
ars hana Guðrúnu Jósepsdóttur, köll-
uð Dúa, sem var lágvaxin dökkhærð
og hláturmild. Við kynntumst lítið í
þetta skiptið, en þegar ég kom næst í
heimsókn með mann og barn voru
þau gift. Í þetta skipti var stofnað til
þess kunningsskapar sem mér hefir
þótt mjög vænt um. Það er nú svo að
þegar samverustundirnar eru fáar
eru þær minnisstæðari og kærari.
Þótt aldursmunur væri nokkur á okk-
ur frænda eru börnin okkar þrjú á
sama aldri og þeirra fyrstu þrjú. En
svo skilur á milli. Okkar urðu ekki
fleiri, en Einar og Dúa bættu þremur
við. Þetta er fallegur hópur barna og
barnabarna og foreldrunum til mik-
illar ánægju og ununar. Það var mik-
ið áfall þegar fóstursonur þeirra, Ein-
ar Gunnar Jónsson, fórst af slys-
förum, ungur maður og fimm barna
faðir. Einar var alla tíð bóndi á föð-
urleifð sinni. Hann var mikill og góð-
ur bóndi. Allt í röð og reglu og fengu
þau hjón verðlaun fyrir snyrtilegasta
sveitabýlið. Sonur þeirra, Skúli, held-
ur við hefðinni og er ennþá allt til fyr-
irmyndar á Bakka eins og búast
mátti við.
Einar var ákaflega elskur að sínum
heimaslóðum. Þau hjón fluttu suður
fyrir nokkrum árum, en á sumrum
var hann á sínum elskaða Tannstaða-
bakka. Nú verður hann jarðsettur í
kirkjugarðinum á Stað, þar sem hvíla
foreldrar hans, föðurforeldrar og tvö
systkina hans. Hann er kominn heim.
Við Gunnar sendum Dúu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum inni-
legar samúðarkveðjur og þökkum
fyrir líf hins fallega og góða frænda
míns.
Ebba.
EINAR
JÓNSSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Erfisdrykkjur
Fóstbræðraheimilið
Langholtsvegi
Ný uppgerður veitingasalur
Upplýsingar í síma 861 4243 og 568 5206