Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ A RNDÍS Halla Ásgeirsdóttir sópr- ansöngkona og Holger Groschopp píanóleikari halda söng- og píanó- tónleika í Salnum í kvöld kl. 20.00 Arndís Halla býr í Berlín, hefur verið fastráðin við Neustrelitz-óperuna en er nú á gestasamningi bæði þar og við Komische Oper í Berlín. En hvað á að syngja í Salnum? „Ég ætla að byrja á Hermit Songs eftir Samuel Barber. Þetta er lagaflokkur saminn við texta eftir óþekktan miðaldamunk, þar sem hann fjallar um lífið og tilveruna og er með alls konar heimspekilegar vangaveltur. Það virðast allir þekkja lagið um Pangúr, kött munksins; þetta eru létt og skemmtileg lög, þótt viðfangs- efnið sé á heimspekilegri nótunum. Ég ætla ekki að syngja öll lögin, bara nokkur vel valin. Holger leikur svo þrjár píanóprelúdíur eftir Gershwin, og ég tek svo undir með þrjú sönglög Gershwins: But not for me úr Girl Crazy, Soon og Summertime úr Porgy og Bess. Þótt fyrri lögin tvö séu bæði um ástina eru þau mjög ólík. Summertime þekkja svo allir. Eftir hlé verðum við svo með atriði úr óperum. Ég syng þrjár stórar aríur; Una voce poco fa úr Rakaranum í Sevilla eftir Rossini, fyrri aríu Luciu úr Lucia di Lammermoor eftir Donizetti, og svo aríu Elvíru, Qui la voce sua soave, úr I puritani eftir Bellini. Meðan ég skrepp svo fram til að anda á milli aríanna spilar Holger fyrst tvær útsetn- ingar eftir Liszt; fyrst á Spunakórnum úr Hol- lendingnum fljúgandi eftir Wagner, og svo út- setningu á atriðum úr Rigoletto eftir Verdi. Þannig verður þetta, blanda af söng og píanó- leik.“ Miklar konur og miklar aríur Þær þrjár kvenpersónur óperubókmennt- anna sem Arndís Halla glímir við á tónleikun- um eru ekki beinlínis líkar; en eiga þó sitthvað sameiginlegt. Rosina og Elvíra eiga það sam- eiginlegt í sínum aríum, að hvor um sig heyrir rödd mannsins sem hún elskar; Rosina rödd Lindoros, sem reyndar er Almaviva greifi í dul- argervi, en Elvíra heyrir í huga sér rödd brúð- guma síns, Artúrs, sem þurfti að leggja á flótta á brúðkaupsdag þeirra og er nú eftirlýstur lífs eða liðinn. Elvíra á það svo sameiginlegt með Luciu, að báðar eru þær að missa vitið af ang- ist; Elvíra, eins og fyrr segir, af ótta um afdrif unnusta síns, en Lucia vegna þess að hún er þvinguð til að giftast öðrum manni en hún elsk- ar. Á brúðkaupsdaginn myrðir hún svo sinn ólukkulega tilvonandi mann, til að þurfa ekki að ganga á bak heita sinna við þann sem hún elsk- ar, en missir vitið um leið. Þetta er ekki lítið að glíma við. „Nei, þetta eru allt miklar konur og ólíkar hver annarri, og aríur þeirra eru stórar og mjög krefjandi. Þarna er mikill kóloratúr og mikið flúr; það er nokkuð sem hefur alltaf legið vel fyrir mér; þetta er erfitt en skemmtilegt að glíma við það.“ Draumur að syngja Luciu Arndís Halla er ekki óvön kóloratúr-söng. Hún söng hlutverk Næturdrottningarinnar á nokkrum sýningum í Töfraflautunni í Íslensku óperunni í haust, og söng eina af tónleikaaríun- um, Una voce poco fa, eftirminnilega í sjón- varpsþættinum Milli himins og jarðar. „Ég hef verið að syngja þetta hlutverk talsvert mikið úti að undanförnu, en einnig Marzellínu í Fidel- io eftir Beethoven og Díönu í Orfeusi í undir- heimum eftir Offenbach.“ En allar söngkonur eiga sín draumahlutverk. „Það er draumur að syngja einhvern tíma Luc- iu di Lammermoor. Annars er það svo margt sem ég hef gaman af að syngja. Mozart á vel við mig, og mér finnst mjög gaman að syngja bar- rokktónlist. Þó að Lucia sé draumahlutverk held ég að ég geti sagt að ég sé meira fyrir það sem er létt og kátt en hitt sem er alvarlegt – það er meira minn karakter; sprellið á vel við mig.“ Arndís Halla er um þessar mundir upptekin við að syngja fyrir óperuhús ytra; þetta er sá árstími sem söngvarar leggjast í víking milli óperuhúsa til að láta í sér heyra. „Það er orðin gríðarleg samkeppni í þessum bransa. Maður er boðaður í prufusöng, og situr kannski innan um hinar „fimmtíu“ sópransöngkonurnar, og fær þrjár mínútur til að syngja og sanna að maður sé sú besta. Þetta er hin hliðin á glans- myndinni sem fólk ímyndar sér að þetta starf sé.“ Áhugaverður píanóleikari Holger Groschopp, sem leikur með Arndísi Höllu á tónleikunum, er Berlínarbúi og nam pí- anóleik í Listaháskólanum þar í borg. Auk pí- anónáms lagði hann stund á tónsmíðar undir leiðsögn eins þekktasta tónskálds samtímans, Isangs Yun, og söngtúlkun hjá öðrum vel þekktum listamönnum, Aribert Reimann og Dietrich Fischer-Dieskau. Hann sótti einnig meistaranámskeið, meðal annars hjá píanóleik- aranum Gyorgy Sebök, sem er íslenskum pí- anóleikurum að góðu kunnur, en tengsl hans við Ísland voru mikil, allt þar til hann lést fyrir fáeinum árum. Á námsárunum tók Groschopp virkan þátt í ýmiss konar tónleikahaldi, sem hefur leitt til þess að hann hefur gert víðreist og leikið í fjölmörgum borg- um í Evrópu, Austurlönd- um nær, Kóreu, Suður-Am- eríku og Bandaríkjunum. Hann hefur komið fram á ýmsum tónlistarhátíðum, bæði sem einleikari og þátt- takandi í kammerhópum, og hefur þá gjarnan leikið sjaldheyrð verk og nútíma- tónlist. Á efniskrá Grosch- opps eru gjarnan einleiks- verk eftir Bach, Mozart og Beethoven, Liszt, Rachm- aninov, Tchaikovsky og Gershwin, Messiaen og Hans Werner Henze. Hvað kammermúsíkina áhrærir hefur Grosch- opp leikið með fjölmörgum virtum tónlistar- mönnum og vinnur náið með tónlistarfólki úr Berlínarfílharmóníunni. Holger Groschopp hefur hlotið ýmis verðlaun á ferli sínum; meðal annars í Brahms-píanókeppninni í Hamborg. Fyrsti einleiksdiskur hans kom út síðasta haust, en þar leikur hann píanóumritanir eftir Ferrucio Busoni, en diskurinn fékk afar góða dóma og er á lista BBC-tónlistartímaritsins yfir efni sem tónlistarunnendur eru eindregið hvattir til að hlusta á. Holger Groschopp býr og starfar í Berlín. Munkurinn, ástin og harmþrungnar kvenhetjur Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona. Morgunblaðið/Kristinn Holger Groschopp píanóleikari. ÞAÐ er auðséð í hverju smáat- riði í sýningu leiklistarhóps Umf. Eflingar á Fiðlaranum á þakinu að fólkið í þessum afskekkta íslenska dal stendur nærri fólkinu í Anat- evka sem er yrkisefni verksins. Svo eðlileg og áreynslulaus var persónusköpun flestra og svo inni- leg mörg atriðin að það mátti næstum trúa að einmitt þarna hafi þetta þorp staðið rétt fyrir bylt- ingu og þrjóskir og íhaldssamir karlarnir verið þingeyskir bændur en ekki rússneskir gyðingar. Þessi tilfinning er hinn stóri styrkur sýningarinnar og á stærsta þáttinn í að gera hana að ákaflega áhrifa- mikilli leikhúsupplifun. Það spillir auðvitað ekki fyrir að verkið er frábær smíð, einhver elskulegasti söngleikur sem Broad- waymaskínan hefur getið af sér. Og hjarta verksins slær í Tevye, mjólkurpóstinum með lærdóms- draumana sem getur ekki frekar en aðrir stöðvað tímans þunga nið og verður að læra að bogna til að brotna ekki þegar dætur hans hver af annarri brjóta aldagamlar hefðir við val á maka. Tvær gildrur gapa við hverjum leikara sem glímir við Tevye; að gera hann fyndinn með því að undirstrika einfeldni hans og að beita afli við að gera hann aðlaðandi, sem er lenska í söng- leikjauppfærslum um allan heim. Jón Friðrik Benónýsson fellur í hvoruga gryfjuna og uppsker ríku- lega. Hann er algerlega trúverð- ugur sem þessi erfiðismaður sem reynir að glíma við vandamálin með eigin brjóstviti og er þess vegna nógu stór til að brjóta hefðir sem nágrannarnir og forfeðurnir gátu ekki. Og af því Jón er trú- verðugur er Tevye auðvitað aðlað- andi – og fyndinn. Við hlæjum að honum og grátum með honum. Fleiri eiga stjörnuleik. Jóhanna M. Stefánsdóttir er Jóni verðugur mótleikari sem eiginkonan Golda. Motel klæðskeri verður hlægilegt grey hjá Karli Ingólfssyni og ekki minnist ég þess að hafa heyrt „kraftaverkasönginn“ betur sung- inn. Aðalbjörg Pálsdóttir er óborg- anleg sem hjúskaparmiðlarinn Yenta og besta dæmið um það sem ég sagði í upphafi um hvernig Reykdælir hafa gert verkið að sínu. En þrátt fyrir þessi einstak- lingsframlög er sýningin sigur hópsins og leiðtoga hans, galdra- karlanna þriggja, Arnórs Benónýs- sonar, Jans Alavere og Valmars Väljaots. Arnór hefur laðað fram styrkleika hvers einasta leikara. Helst saknaði ég skýrari með- höndlun á hinni dökku hlið verks- ins, samskiptum söguhetjanna við rússneska kúgarann. Og halinn sem hefur verið prjónaður á verkið þótti mér ekki góð hugmynd. Vissulega mátti finna hnökra á sumum tónlistaratriðunum, en vegna þess að sýningin er einlæg og raunsæ og áherslan er ekki á „sjó“ verður það ekki til að spilla ánægjunni til neinna muna. Og sum þeirra eru hreint frábær, svo sem fyrrnefndur söngur Motels, kveðjusöngur Hodel hjá Hönnu Þórsteinsdóttur, ástarjátning Goldu og Tevyes og tvö erfiðustu stórnúmerin, upphafssöngurinn og draumur Tevyes. Fjórði stórmeist- arinn er svo Þórarinn Hjartarson, en þýðing hans er snilldarverk og hljómar auðvitað best með norð- lenskum hreim. Með sýningunni á Fiðlaranum eru tekin af öll tvímæli um að leik- listarhópur Umf. Eflingar er um þessar mundir eitt sterkasta áhugaleikfélag landsins. Þau hafa tekist á við vandasamt og við- kvæmt verk og skila því með hjart- anu beint í hjarta áhorfenda. Það er mikið á sig leggjandi til að sjá þessa sýningu. Trúir þú á kraftaverk? LEIKLIST Leiklistarhópur Umf. Eflingar Höfundar: Joseph Stein, Jerry Bock og Sheldon Harnick byggt á sögum eftir Sholem Aleichem. Þýðandi: Þórarinn Hjartarson. Leikstjóri: Arnór Benón- ýsson. Tónlistarstjórn: Jaan Alavere og Valmar Väljaots. Breiðumýri í Reykjadal, föstudaginn 8. febrúar 2002. FIÐLARINN Á ÞAKINU Þorgeir Tryggvason Hafnarborg, Hafnarfirði Sýning á verkum ljósmynd- arans Ásgeirs Long, Svona var Fjörðurinn og fólkið, er fram- lengd til mánudags. Þá verður kvikmyndin „Hafnarfjörður fyrr og nú“ eft- ir Ásgeir og Gunnar Róberts- son Hansen sýnd aftur í Bæj- arbíói á sunnudag kl. 17 og er aðgangur ókeypis. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11–17. Sýning framlengd Á HÁSKÓLATÓNLEIKUNUM í Norræna húsinu á morgun, mið- vikudag, kl. 12.30, leika Guðrún S. Birgisdóttir á flautu og Pétur Jón- asson á gítar verk eftir Heitor Villa-Lobos, Svein Lúðvík Björns- son og Mauro Giuliani. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis er fyrir hand- hafa stúdentaskírteina. Pétur Jónasson og Guðrún Birgisdóttir. Verk fyrir flautu og gít- ar í hádeginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.