Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknarráð Íslands auglýsir almenna styrki úr Rannsóknanámssjóði 2002 Hlutverk Rannsóknanámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunnnámi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara/doktorsverkefni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera verulegt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir al- mennum reglum háskóla. Athugið að umsóknir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Vís- indanefnd viðkomandi háskóla eða samsvarandi aðili metur vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhagsáætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda. Umsækjendur, leiðbeinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega regl- ur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknarfrestur um almenna styrki úr Rannsóknanáms- sjóði er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu RANNÍS http//:www.rannis.is eða á skrifstofu RANNÍS, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800. Umsóknir skal senda til RANNÍS merktar „Rannsóknanámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknanámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Sjá heimasíðu RANNÍS varðandi nánari upplýsingar um FS-styrki. Viltu kaupa atvinnu? Nýskráð fyrirtæki: 1. Bifreiðaumboð með heimsfræg umboð, varahluta- og viðgerð- arþjónustu. 2. Netverslun, ein sú fullkomnasta og sú sem gefur mesta mögu- leika. 3. Ein stærsta hársnyrtistofa borgarinnar. Yfirfullt að gera. 8 stólar. 4. Einstakur ferðamannabæklingur, útg. síðan '86. Traustir viðskiptavinir. 5. Þægilegt heimafyrirtæki. Hrað- og boðsendingar. 3 bílar fylgja. 6. Frábær skyndibitastaður, snyrtilegur og gefur vel af sér. 7. Sérverslun með gólfflísar. Eigin innflutningur. 8. Þekkt, vinsæl blómabúð við Grafarvoginn. 9. Hannyrða- og gluggatjaldaverslun, sú eina í sínum bæ. 10. Kaffihús við Laugaveginn. Mánaðarvelta kr. 3,5 millj. 11. Heilsustúdíó í Garðabæ. Þægilegt fyrir eina konu. 12. Búningaleiga með 5000 búninga. Mikil eftirspurn. 13. Þekkt bílaverkstæði með öll tæki og góða aðstöðu. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. EINAR ÖRN REYNISSON, LÖGG. FASTEIGNASALI. ERLENT VIÐ fyrstu sýnatöku á hráu salati í átta verslunum í Reykjavík frá júní til október 2001 reyndist helmingur sýna yfir viðmiðunarmörkum hvað varðar heildargerlafjölda, sem bend- ir til þess að aldur hráefnisins hafi verið of mikill, skolun ófullnægjandi eða geymsluskilyrðum áfátt. Við þriðju sýnatöku voru niðurstöður hins vegar í lagi á öllum stöðunum. Þetta kemur fram í fyrstu könnun sinnar tegundar hérlendis á örveru- fræðilegum gæðum matvara úr sal- atbar 2001 á vegum Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur, mat- vælaeftirlits, en niðurstöðurnar voru birtar á dögunum. Tekin voru tvö sýni úr hverjum salatbar í átta versl- unum í Reykjavík, en Hagkaup, Spönginni, Hagkaup, Skeifunni, Nóatún, Lóuhólum, Nóatún, Hvera- fold, Nóatún, Hringbraut, Nóatún, Nóatúni, Nóatún, Rofabæ, og Ný- kaup, Kringlunni, tóku þátt í könn- uninni. Annars vegar var tekið sýni af fersku niðurskornu grænmeti og hins vegar af niðursoðnum túnfiski. Tilgangur könnunarinnar var að meta öryggi matvara í salatbörum með því að kanna gerlafræðilegt ástand á niðurskornu fersku græn- meti og soðinni matvöru úr salatbar. Sýnin voru send til rannsóknar hjá Rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins. Kælihitastig í salatbarnum var mælt og gerði Heilbrigðiseftirlit- ið ekki athugasemdir ef hitastigið var undir átta gráðum á selsíus. Að lokinni fyrstu sýnatöku var sent bréf til verslananna, settar fram kröfur til úrbóta og bent á að fljót- lega yrði aftur tekið sýni af hráu sal- ati í salatbörum þar sem niðurstöður voru ófullnægjandi. Við endurtekna sýnatöku voru niðurstöður fullnægjandi í tveimur tilvika en útkoman hafði versnað hjá tveimur fyrirtækjum. Kóligerlafjöldi var í báðum sýnum yfir viðmiðunar- mörkum og staphylococcus aureus, gulir klasagerlar, sem finnast á húð, í sýni í annarri versluninni, en ef mikið er af staphylococcus aureus í vöru má rekja það til ófullnægjandi persónulegs hreinlætis starfsfólks og bent á í skýrslunni að við þetta ástand sé mikil hætta á matareitrun vegna neyslu vörunnar. Við ítrekaða sýnatöku voru sýnatökur í lagi. Ekki virtist vera samhengi milli hitastigs í vöru og gerlafjölda, sem skýrist líklega á því að varan var geymd í stuttan tíma í salatbarnum. Túnfiskurinn reyndist í lagi í öllum tilvikum, sem bendir til þess að krossmengun milli hrárra og soðinna matvæla ætti sér ekki stað við með- höndlun matvæla í salatbarnum og ekki hafi verið um mengun að ræða frá viðskiptavininum. Mat heilbrigðiseftirlitsins er að með virku gæðaeftirliti, góðu hrein- læti og vöruvöndun sé hægt að tryggja ferska og örugga vöru úr sjálfsafgreiðslu salatbara verslana, segir í niðurstöðu skýrslunnar. Morgunblaðið/Golli Heilbrigðiseftirlitið hefur samið leiðbeinandi reglur um salatbari í verslunum. Helmingur sýna yfir viðmiðunarmörkum AFGANAR, sem bandarískir her- menn handtóku í misgripum, kveð- ast hafa sætt barsmíðum á þeim 16 dögum, sem þeir voru í haldi. Bandarískar sérsveitir gerðu 23. janúar árás á þorpið Uruzgan í suð- urhluta Afganistans. 21 afganskur hermaður féll í árásinni og 27 voru handteknir. Nú liggur fyrir að hluti þeirra sem féll var hliðhollur Banda- ríkjamönnum og herförinni gegn tal- ibönum og al-Qaeda. Kann það raun- ar að hafa gilt um alla þá sem sérsveitin felldi. Svo virðist því sem árásin hafi ver- ið gerð fyrir mistök. Mennirnir 27 sem handteknir voru fengu frelsið í liðinni viku eftir að hafa verið 16 daga í haldi. Fjórir þeirra kveðast hafa sætt barsmíðum og annarri illri meðferð á meðan þeir voru á valdi bandarísku hermannanna. Tveir segjast hafa misst meðvitund vegna barsmíða og aðrir tveir segjast hafa rifbrotnað. „Þeir kýldu okkur og börðu okkur með byssum sínum,“ segir einn mannanna. Þeir kveðast hafa sætt þessari meðferð allt þar til bandarísku hermönnunum varð ljóst að þeir hefðu handtekið og fellt vin- veitta hermenn en ekki talibana og al-Qaeda-liða. Á miðvikudag í fyrri viku viður- kenndi Donald Rumsfeld varnar- málaráðherra Bandaríkjanna að hugsanlegt væri að vinveittir afg- anskir hermenn hefðu verið felldir í áðurnefndri árás. Talsmaður varnar- málaráðuneytisins sagði og að svo virtist sem fangarnir og þeir sem féllu hefðu ekki tilheyrt hryðju- verkahópum eða verið talibanar. Bandaríska leyniþjónustan hefur hafið að greiða ættingjum þeirra sem felldir voru bætur. Þorpsbúar felldir? Íbúar í Zhawar, afskekktu þorpi í austurhluta Afganistan, halda því ennfremur fram að Bandaríkja- mönnum hafi orðið á mistök þegar þeir felldu þrjá menn í eldflaugar- árás á mánudag í fyrri viku. Árásin var gerð eftir að njósnamyndir höfðu gefið til kynna að þar færi hávaxinn maður ásamt öðrum sem sýndu hon- um mikla lotningu. Var sú ályktun dregin að þar kynni að fara háttsett- ur liðsmaður al-Qaeda, jafnvel Os- ama bin Laden sjálfur. Íbúarnir segja að mennirnir sem féllu hafi verið að safna saman brota- járni sem þeir hugðust koma í verð þegar eldflaugin hæfði þá. Banda- rískur liðsafli hefur verið sendur til þorpsins til að afla sýna úr líkams- leifum mannanna þriggja í þeirri von að þannig megi bera kennsl á þá. Bandarískir her- menn vændir um misþyrmingar Brotajárnssölumenn sagðir hafa fallið í eldflaugarárás Uruzgan. Los Angeles Times. Zhawar. The Washington Post. VARANGGHANA Vanavichayen (t.h.), 56 ára tveggja barna móðir, er orðin fyrsta konan sem tekur búddamunksvígslu í Taílandi. Hingað til hafa einungis karlar getað orðið munkar þar í landi og konur orðið að sætta sig við lægri stöðu sem nunnur. Hafa margar kvartað yfir að í því hlutverki hafi þær ekki notið nægrar virð- ingar. Við athöfnina, sem fram fór í Bangkok sl. sunnudag, voru viðstaddir kvenbúddamunkar frá Sri Lanka, Tíbet, Indónesíu og Taívan, auk taílenskra klerka. Vanavichayen er ekki fyrsta taí- lenska konan sem tekur munk- vígslu, tvær hafa þegar tekið vígslu á Sri Lanka. „Ég veit að það kann að verða andstaða, en ég er reiðubúin og veit að ég er að gera rétt,“ sagði Vanavich- ayen. Reuters Fyrsti kven- munkurinn í Taílandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.