Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 27
Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Benidorm
í sumar á frábærum kjörum og þeir sem bóka
fyrir 15.mars geta tryggt sér allt að 40.000 afslátt
fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða 10.000
kr. á manninn. Heimsferðir fagna nú 10 ára
afmæli sínu á Benidorm og aldrei fyrr höfum við
boðið jafn glæsilegt úrval gististaða á þessum
vinsæla áfangastað. Og að sjálfsögðu bjóðast
þér spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónusta
reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér
ánægjulega dvöl í fríinu.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 38.265
M.v. hjón með 2 börn, 2–11.ára,
22. maí í viku, El Faro, með 40
þúsund kr. afslætti.
Verð kr. 49.965
M.v. hjón með 2 börn, 2–11.ára, 19.
júní í 2 vikur, El Faro, með 40 þúsund
kr. afslætti.
Verð kr. 49.950
M.v. 2 í íbúð í viku, El Faro, 22. maí,
með 10.000 kr. afslætti.
Bókaðu til
Benidorm
og tryggðu þér
40.000 kr.
afslátt
af ferðinni
Beint flug alla miðvikudaga í sumar
10 ár á Benidorm
Glæsilegustu gististaðirnir
Ótrúlegt verð í sólina í sumar
Fáðu bæklinginn
sendan
Lægsta verðið
í sólina
MEÐ Cherubini og Gluck sem
einu undantekningarnar voru tón-
skáld síðbarokksins í forgrunni á
tónleikunum í hinni tjaldlaga en
þokkalega velhljómandi Grensás-
kirkju sl. laugardag. Skiptust þar
íslenzk sópransöngkona og ung-
versk mezzosópransöngkona, báð-
ar af yngri kynslóð, á einsöngs-
lögum, inn á milli sameiginlegra
dúetta. Söngkonurnar munu hvor
um sig fást við söngkennslu; önnur
í Reykjavík, hin á Stykkishólmi.
Kristínu R. Sigurðardóttur
heyrðu höfuðborgarbúar og und-
irritaður síðast í engilsaxneskri
leikhússveiflu á tónleikum Hljóm-
kórs Garðars Cortes í Ými fyrir
hálfum mánuði. Ildikó Varga hafði
hins vegar ekki áður rekið á fjörur
þess er hér skrifar, og sama gilti
um píanistann, sem ásamt „Hildi-
gunni“ (eins og mezzosöngkonan
hefði ugglaust verið nefnd í Eddu-
kvæðum) mun einnig starfa í
Hólminum – kannski að undanskil-
inni einni framkomu með Samkór
Mýramanna hér syðra fyrir hart-
nær fimm árum.
Sumum finnst hann kannski dí-
sæt klissja, en þegar efsta og
næstefsta kvenraddgerð efla sam-
an tvísöng, dettur mörgum samt
fyrstur í hug dúettinn úr „Lakmé“
Delibesar sem verðug kassastykk-
ishliðstæða við Perlukafaradúett
karlsöngvara, og hefði mín vegna
gjarna mátt vera viðbótarfrávik
frá síðbarokkinu á þessum tón-
leikum. Annars var síður en svo
upp á verkefnavalið að klaga. Úr
meistaraverki Pergolesis, Stabat
mater, sungu stöllurnar fyrst dú-
ettinn Inflammatus, þá Eja mater
(Ildikó) og loks Cujus animan
[sic?] gementem (Kristín). Næstur
var dúett eftir Cherubini, Solitario
bosco ombroso. Eftir óperuendur-
bótatónskáldið Gluck söng Ildikó
aríuna O, del mio dolce ardor og
Kristín hina frægu aríu Orfeusar
úr Orfeusi og Evridísi. Síðan var
ónefndur dúett eftir Cherubini.
Eftir stutt hlé söng Ildikó fal-
lega hið kunna „Largo“ úr Serse
Händels til trésins góða, Ombra
mai fu, og Kristín hina hálsbrjót-
andi kólóratúraríu Rejoice úr
Messíasi, sem varð meðal há-
punkta tónleikanna með glæstu
flúri, allskýrum trillum og m.a.s.
smávegis af vel staðsettum slétt-
söng, sem manni skilst sé annars
farinn að gera mörgum drama-
tískum bel canto-söngvaranum líf-
ið leitt í barokktúlkun, ef hlíta ber
ýtrustu kröfum nýlegrar upphafs-
hyggjustefnu.
Eftir Cherubini kom, eftir til-
kynnta breytta efnisniðurröðun,
barcarole-kenndur dúett í 6/8, „Ó
ef aðeins niðandi lækurinn“ (frum-
heitis ekki getið). Fornaría Pergol-
esis Se tu mámi [= m’ami] var
næst, vel flutt af Kristínu, nema
kannski hvað einum of oft var
rennt upp í tóninn. Ildikó skartaði
tignarlegum flúrsöng í Armatae
face úr óratóríunni „Juditha“ eftir
Vivaldi. Loks kom hálfgildings
ekkó-dúett (aftur ónefndur á frum-
máli) eftir Cherubini, en virtist,
eftir meðhöndlun tónskáldsins að
dæma, ekki með öllu óháður áhrif-
um frá ekkóaríu Bachs úr Jólaóra-
tóríunni, Flösst, mein Heiland.
Það kann að hafa haft sín letj-
andi sálfræðilegu áhrif á söngtján-
inguna að hvorki var kirkjan yfir-
máta gjöful á hljómburð né aðsókn
tónleikagesta mikil, eins og oft vill
verða á síðdegistónleikum. Raddir
beggja söngkvenna voru vissulega
athygliverðar fyrir mikla hljóm-
fyllingu, og tæknikunnáttan var
ótvírætt á sínum stað. En í heild
var eins og vantaði nokkuð upp á
mýkt og hlýleika, þrátt fyrir rytm-
ískt og inntónunarlegt öryggi og
jafnvel allnokkur tilþrif innan um í
dýnamík og textatúlkun. Þó tæp-
lega nógu mikil til að hvert lag
náði að öðlast sinn afgerandi svip.
Þá virtist píanistinn framan af
óþarflega spar á pedalinn og und-
irleikurinn fyrir vikið fremur þurr.
Tónleikaskránni háðu bæði
prentvillur og skortur á frumtitl-
um. Þá var né heldur allra þýð-
enda getið, auk þess sem skraut-
leg Vivaldi-leturgerðin henti, þrátt
fyrir músíkalskt heiti sitt, varla
nógu vel niðursmækkuð til aflestr-
ar á söngtextum.
Morgunblaðið/Golli
„Raddir beggja söngkvenna voru vissulega athygliverðar fyrir mikla
hljómfyllingu, og tæknikunnáttan var ótvírætt á sínum stað.“ Ildikó
Varga og Kristín R. Sigurðardóttir ásamt Clive Pollard píanóleikara.
Gæðabarokk fyrir
sópran og mezzo
TÓNLIST
Grensáskirkja
Sönglög og dúettar eftir Pergolesi, Cher-
ubini, Gluck, Händel og Vivaldi. Kristín R.
Sigurðardóttir sópran og Ildikó Varga alt.
Clive Pollard, píanó. Laugardaginn 9.
febrúar kl. 16.
SÖNGTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson