Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 41 ✝ GuðmundurSörlason fæddist á Kirkjubóli í Val- þjófsdal 23. febrúar 1941. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigur- björg Guðmundsdótt- ir og Sörli Ágústsson. Guðmundur var þriðji yngstur af átta systkinum. Árið 1962 kvæntist hann Ingibjörgu Friðbertsdóttur, f. 15. janúar 1943, og áttu þau fjögur börn, a) Friðbert, f. 1963, unnusta hans er María Gunnarsdóttir, b) Sigurbjörgu, f. 1965, gift Arnfinni Antonssyni, c) Eydísi, f. 1973, maki Ottó Geir Borg, og d) Óskar, f. 1977, sam- býliskona hans er Eva Björk Olgeirs- dóttir. Barnabörnin eru sex. Guðmundur ólst upp á Kirkjubóli til fermingaraldurs. Hann vann ýmis störf ungur að aldri, aðallega við sjó- mennsku, meðal ann- ars á varðskipinu Þór þegar hann var 17 ára. Um tvítugt hóf hann nám í tré- smíði og vann við húsasmíði alla tíð síðan. Útför Guðmundar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi. Þú varst einstakur maður, besti afi í heimi segir Guð- mundur Róbert. Það er sárt að kveðja þig. Þú munt alltaf búa í hjarta okkar. Guð varðveiti þig. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt, sem prýða má einn mann mest af lýðum bar hann. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Sigurbjörg, Arnfinnur, Guðmundur, Álfheiður og Bryndís. Elsku pabbi. Það er svo sárt að vera án þín. Þú ert besti og hugljúf- asti maður sem ég hef kynnst. Hjartahlýja þín og þolinmæði áttu sér engan líka. Þú varst alltaf reiðubúin að hjálpa. Ætíð til staðar. Vildir okkur allt hið besta en dæmd- ir okkur aldrei fyrir bresti okkar eða mistök, þú vildir bara hjálpa okkur að leysa vandamálin sem upp komu. Því það var ekkert sem þú myndir ekki gera fyrir fjölskylduna. Fjölskyldan var þér allt. Þú undir þér við að leysa flókin vandamál í vinnunni og að velta fyr- ir þér leyndardómum lífsins heima. Þú gafst mér góðan arf, elsku pabbi, því með nærveru þinni og góð- mennsku gerðir þú mig að betri manneskju og gafst mér viljann til að gera betur. Það er sárt að hugsa til þess, að ég muni aldrei aftur heyra þig flauta mekkano-valsinn, brosa kankvíst til mín eða eiga í heitum samræðum um heimspeki og lífsins mál. Eða einu sinni að finna hljóða þrjóskuna í þér eða gremjuna þegar þú varst svo afar þreyttur eft- ir langa vinnutörn. En ég minnist þín við allt sem ég geri og segi. Minnist þín í mömmu og systkinum mínum og barnabörnum þínum sem elskuðu þig öll svo heitt. Minnist þín í hjarta mínu sem hætti að slá eitt augnablik þegar ég vissi að þú varst allur. Í hjarta mínu þar sem þú ert alltaf lifandi. Nú skil ég það fullvel hver auðlegð mín er, er öðlast ég gjafirnar þínar. Með fátækum orðum, sem finn ég hjá mér, ég færi þér þakkirnar mínar. Þú vaktir það besta, sem blundaði í mér, svo bjartir mér lífsgeislar skína. Með ástríku hjarta svo auðnaðist þér að umbera brestina mína. Það veitist margt örðugt sem við er að fást, í veröld með óþreyju ríka. Þar fyndum við meira af friðsæld og ást ef fleiri þú ættir þér líka. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Ég elska þig, pabbi minn. Þín dóttir, Eydís. Í dag kveðjum við hann afa Guð- mund sem var okkur svo kær. Elsku afi við eigum eftir að sakna allra þeirra góðu stunda með þér, en við vitum að þú vakir yfir okkur og eins henni ömmu sem nú á um sárt að binda. Guð geymi þig elsku afi. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Eyþór og Helena. Margar góðar minningar fara í gegnum huga minn þegar ég minn- ist mágs míns og vinar, Guðmundar Sörlasonar. Fyrsta minning og kynni af Guðmundi eru frá árinu 1962 þegar Inga systir kom með hann heim til foreldra okkar í fyrsta sinn og kynnti hann fyrir fjölskyld- unni. Fyrsta augnablikið stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um því er ég sá hann varð mér star- sýnt á hann, svona myndarlegan mann hafði ég ekki áður augum litið nema í kvikmyndum. Ég var nokkuð feimin við hann í fyrstu en það varði stutt. Hann hafði strax þessa góðu nærveru og blíðu sem einkenndi hann alla tíð. Hann var sú besta og traustasta manneskja sem ég hef kynnst í lífinu. Yndislegur eiginmað- ur, faðir, mágur og frændi. Þegar ég sagði börnunum mínum frá veikind- um hans sagði eitt þeirra strax: „Nei ekki hann Gummi.“ Það hefur myndast stórt skarð í fjölskylduna með fráfalli Gumma mágs. En sárasti söknuðurinn býr með þeim sem hann unni mest. Elsku Inga systir, Friðbert, Didda, Eydís, Óskar, fjölskyldur og systkini, megi Guð styrkja ykkur og vernda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð geymi elsku mág minn. Lára. Þá er komið að kveðjustund Gummi minn. Nú ert þú farinn alltof ungur eftir erfiða sjúkralegu. Ég man alltaf eftir því þegar Inga syst- ir kom með þig heim í fyrsta sinn. Ég sá fallegan ungan mann sem var mjög feiminn, svona í fyrstu, en þegar fjöldskyldan kynntist þér bet- ur var það ekki síður þinn innri maður sem hreif okkur. Við sem bárum gæfu til að kynn- ast þér fundum að þú varst sá besti faðir, eiginmaður og vinur sem nokkur gat hugsað sér. Síðan kom það vel fram í þinni erfiðu sjúkralegu hve gott er að eiga góða fjölskyldu. Þegar þú og fjöl- skyldan fengu þessar slæmu fréttir að þú værir með þennan sjúkdóm tókst þú á því með æðruleysi eins og þín var von og vísa. Við vonuðumst öll til að þú næðir bata en kallið kom. Núna ert þú í veröld raunveru- leikans eins og þú manst að við töl- uðum svo oft um við eldhúsborðið yfir kaffibolla á laugardagsmorgn- um. En þér hefur verið falið annað hlutverk sem ég veit að þér ferst vel úr hendi eins og alltaf. Þakka þér innilega samveruna. Guð veri með þér um alla eilífð. Inga systir, börn og systkini eiga mína dýpstu samúð á þessum erfiðu stundum. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Þín mágkona, Bára. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga, Guðmund Sörlason trésmið. Guðmundur lést á besta aldri, rúm- lega sextugur. Það er erfitt að sætta sig við að sjá á eftir góðum vini og félaga sem manni finnst að eigi svo margt eftir og hafi allar forsendur til að geta átt góða daga framundan. Guðmundur var þannig gerður að hann gekk af alúð og krafti að öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einstaklega greiðvikinn og gott að leita til hans ef eitthvað bját- aði á. Á vinnustað var hann sá sem leiddi verkið og þar naut hann sín vel vegna góðrar fagþekkingar og lipurðar í allri umgengni. Hann var ákaflega vel látinn af sínum sam- starfsmönnum og vinnuveitendum. Um langt árabil var hann starfs- maður Arnljóts Guðmundssonar húsasmíðameistara. Það kom í hans hlut að sjá um mörg af stærstu verkefnum sem Arnljótur hafði með að gera. Guðmundur var virkur fé- lagi í Trésmiðafélagi Reykjavíkur og sat um tíma í trúnaðarmannaráði félagsins. Þar nutu mannkostir hans sín vel, hann var góður félagsmála- maður og félagi. Það eru góðar minningar sem við eigum um sam- skipti við Guðmund, bæði sem tengjast faginu og félagsmálastarf- inu. Um leið og við kveðjum þennan góða vin sendum við fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félagarnir á Suðurlandsbraut 30. Sigurjón, Halldór og Þorbjörn. Vinur minn og vinnufélagi til margra ára, Guðmundur Sörlason, er látinn. Ég kynnist Guðmundi 1973 þegar ég fór að vinna með hon- um í uppslætti á átta hæða blokk í Breiðholtinu sem þótti mikil bygg- ing í þá daga. Við unnum þarna sex smiðir og sá ég fljótlega hver leiddi hópinn, þótt lítið færi fyrir honum. Þannig var Guðmundur. Hann var okkar leiðtogi þótt hann hefði ekki hátt um það. Guðmundur var glögg- ur á teikningar og leysti flókin verk- efni, það er ekki lítils virði að hafa slíkan mann í vinnu. Við Guðmund- ur unnum saman við uppbyggingu í Breiðholtinu síðan hjá Breiðholti í Vestmannaeyjum eftir Eyjagosið. Var þar mikið unnið. Guðmundur var mikið hraust- menni og þurfti maður að hafa sig allan við til að hafa við honum. Við unnum í Eyjum í nærri tvö ár. Þá skildu leiðir okkar um tíma, en áttu eftir að liggja saman aftur. Það var þegar ég hóf eigin atvinnurekstur. Þá fór Guðmundur að vinna hjá mér og hann vann hjá mér í 15-16 ár, meira og minna, þar til hann veiktist í septembermánuði síðastliðnum. Friðbert sonur hans fór líka að vinna hjá mér og voru þeir mjög samhentir og unnu vel saman. Síðan kom Óskar sonur hans til mín í vinnu. Guðmundur var traustur og góð- ur drengur og mjög góður smiður. Við höfum átt margar góðar stundir saman og aldrei varð okkur sundur orða. Það gaf manni góða tilfinningu og öryggi að starfa með Guðmundi sem fann lausn á flestum vanda- málum í vinnunni. Guðmundur var mikill fjölskyldu maður. Þegar hann veiktist í sept- ember þá var mér brugðið. En Guð- mundur var bjatsýnn og trúði að allt gengi vel. Við hittumst á Hótel Loft- leiðum á Þorláksmessu í skötu. Þá var hann mjög bjartsýnn. En Guðmundur vinur minn átti ekki að vera lengur með okkur. Ég sakna góðs vinar og vinnufélaga og þakka honum öll árin sem við höfum átt saman. Ég mun alltaf minnast hans sem góðs drengs. Ég vil votta eiginkonu hans, Ingibjörgu, og börnum og öllum ættingjum hans mína dýpstu samúð og ég bið guð að styrkja ykkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Baldur Jónsson. GUÐMUNDUR SÖRLASON Oft hefur napur vindur og nístingskuldi herjað á Krýsuvíkur- skóla og ekki hefur alltaf verið útséð um að sú starfsemi sem þar fer fram myndi halda velli. – Sjaldan þó eins og nú. En á síðustu árum hefur myndast þétt limgerði utan um staðinn, samsett af mörgum máttarstólpum, einstak- lingum, félögum, þjónustuklúbbum og fleirum. Í þeim skógi eru trén æði misjöfn að stærð og lögun, en ég tel á engan hallað þótt ég segi að Ólafur Egg- ertsson, ásamt félögum sínum í Lionsklúbbunum Fjölni og Þór, hafi þar borið ægishjálm yfir önnur, krónan stærri og stofninn kröftugri. Það er komið á fjórða ár síðan þeir félagar, með Ólaf í broddi fylkingar, hófu að styðja við bakið á heimilinu og á þessum tíma hafa þeir unnið mörg stórvirki í Krýsuvík, ekki bara með fjármunum, heldur einnig með ÓLAFUR RAGNAR EGGERTSSON ✝ Ólafur RagnarEggertsson fæddist í Vestmanna- eyjum 1. október 1945. Hann lést 18. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 29. janúar. óbeinum stuðningi, vinnu og uppörvun, svo ekki séu nefnd víðtæk áhrif þeirra í þjóðfélag- inu. Á gamlársdag sl. var stór stund er skrifað var undir samning við Jarðlind um yfirtöku Hitaveitu Krýsuvíkur, en að þessum samningi hafði Ólafur unnið lengi ásamt Brynjari félaga sínum og aldrei var slegið slöku við. Ólafur var brosleitur er við kvöddumst, „við höldum svo upp á þetta í vor er fer að hlýna“ voru kveðjuorð hans. Ólafur Eggertsson var einstakur maður, mikill á velli og með hjarta úr gulli, glettnin skein úr augunum og skopskyn hafði hann hlotið ríku- lega í vöggugjöf. Eitt símtal frá hon- um gat bjargað deginum og aldrei þreyttist hann á bjartsýninni. Þótt krónan hafi nú fölnað mun stofninn standa um ókomna tíð og halda áfram að ylja okkur. – Guð blessi minningu Ólafs R. Eggerts- sonar. Fjölskyldu hans sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. f.h. Meðferðarheimilisins í Krýsu- vík Lovísa Christiansen. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.