Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR I. Birgisson, alþingismað- ur og formaður bæjarráðs Kópavogs, varð efstur í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra, náði öðru sæti, en Bragi Michaelsson, sem var í öðru sæti, lenti í því sjötta. Bragi segir nánast engar líkur á að hann taki sjötta sætið og útilokar ekki að hann fari í sérframboð. Um 2.700 manns tóku þátt í prófkjörinu. Gunnar I. Birgisson sagðist vera sáttur við sína útkomu úr prófkjör- inu. Hann sagðist ekki hafa beitt sér mikið í prófkjörsbaráttunni heldur kosið að sitja á friðarstóli. „Það sóttust tveir aðrir eftir fyrsta sætinu og því varð eðlilega meiri dreifing á atkvæðum en stundum áð- ur, en ég fékk samt yfirburðakosn- ingu í fyrsta sæti. Það urðu breyt- ingar á listanum. Fulltrúi þess unga fólks sem verið hefur að flytja inn í bæjarfélagið, Ármann Kr. Ólafsson, náði öðru sæti með glæsibrag. Síðan kom í þriðja sæti vinsæll og duglegur skólastjóri, Gunnsteinn Sigurðsson,“ sagði Gunnar og kvaðst telja listann sigurstranglegan. Gunnar var spurður um útkomu Braga Michaelssonar. „Bragi er búinn að vinna í áratugi mjög dyggilega og samviskusamlega fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur hvergi af sér dregið. Prófkjörið end- urspeglar vilja sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem voru að velja sér fólk til að fara fram í bæjarmálum. Það má vera að Bragi hafi haft það á móti sér að hann er búinn að vera nokkuð lengi, en ég harma það ef hann ætlar að fara fram í sérframboð. Ég tel að staða bæjarmála í Kópavogi sé með þeim hætti að það sé nú varla efni í slíkt. Við stöndum þokkalega vel í all- flestum málum og erum til fyrir- myndar í mörgum málaflokkum. Það kæmi mér því á óvart ef Bragi færi í sérframboð og vona að það komi ekki til slíks,“ sagði Gunnar. Bragi Michaelsson íhugar sérframboð Bragi Michaelsson sagðist ekki vera sáttur við að falla úr öðru sæti niður í það sjötta. Niðurstaða próf- kjörsins væri nokkuð tilviljunar- kennd. Það munaði aðeins tuttugu at- kvæðum á fimmta og sjötta sæti, fjörutíu atkvæðum á fjórða og sjötta sæti og liðlega hundrað atkvæðum á þriðja og sjötta sæti. „Það er ljóst að það börðust ákveðnar fylkingar í þessu prófkjöri. Sumir höfðu betri að- gang að upplýsingum eins og gengur og ger- ist og voru kannski með fleira fólk í kring- um sig. Það sem mér finnst mikilvægast í sambandi við svona prófkjörsbaráttu er að menn eiga ekki að reka áróður gegn neinum og það lagði ég áherslu á,“ sagði Bragi. Bragi sagði að það væri ekkert launung- armál að Gunnar I. Birgisson hefði ekki verið sérstakur stuðn- ingsmaður sinn í gegn- um árin. Í prófkjöri 1993 hefði hann gert misheppnaða tilraun til að koma sér út úr bæjarstjórn, en minna hefði borið á því í síð- ustu tveimur prófkjör- um. Hins vegar hefði verið mjög gott sam- starf milli sín og Gunn- steins Sigurðssonar í gegnum árin. Gunn- steinn hefði hins vegar núna stefnt á sömu mið og það hefði komið niður á fylgi við sig. Bragi fór fyrst í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi 1974 og varð aðalbæjarfulltrúi árið eftir þegar Sigurður Helgason lét af störf- um. Hann varð aftur varabæjarfulltrúi 1978, en settist fljót- lega aftur í bæjar- stjórn þegar Axel Jónsson forfallaðist. Frá þeim tíma hefur hann setið sem aðal- fulltrúi í bæjarstjórn. „Ég er einn af þeim mönnum sem hafa haldið uppi fylgi eldri sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ég hef verið í flokksstarfi í þrjátíu ár og á marga vini og kunningja inn- an flokksins. Sumum fannst óvægilega vegið að Ríkharði Björgvinssyni á sín- um tíma þegar hann hætti afskiptum af pólitík. Ég var í þeim hópi. Margt af þessu fólki studdi mig og hefur gert það alla tíð.“ Bragi var spurður hvort hann ætlaði að taka sjötta sætið á lista Sjálfstæðis- flokksins. „Það eru nánast engar líkur á að ég sitji í sjötta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Menn hafa mjög legið á mér um að skoða þann möguleika að fara fram með sérstakt framboð. Ég hef ekki tekið ákvörðun í því máli, en mun skoða alla möguleika í stöðunni.“ Bragi sagði að í stórum flokki eins og Sjálfstæðisflokknum kæmu menn sér saman um niðurstöðu mála og það hefðu menn gert í bæjarstjórn Kópavogs. Það þýddi þó ekki að menn væru sammála um alla hluti. „Ég hef oft viljað leggja aðrar áherslur en orðið hefur niðurstaða í samkomulagi milli manna. Ég hefði t.d. viljað sjá að meira fé yrði varið til frágangs í umhverfismálum í bæn- um. Ég hefði líka viljað sjá meiri áherslur á vegum bæjarins í forvarn- armálum. Þá tel ég að bærinn hefði átt að hafa meira frumkvæði í því að byggja upp dvalarheimili fyrir aldr- aða,“ sagði Bragi. Óljóst hvort Halla Halldórs- dóttir tekur 5. sætið Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- fulltrúi og aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra, var kjörinn í bæjar- stjórn fyrir fjórum árum og var þá í fimmta sæti. Hann stefndi á annað sæti listans og náði því, en hann fékk um þrjú hundruð atkvæðum meira í það sæti en næsti maður. Ármann sagðist vera mjög ánægð- ur með niðurstöður prófkjörsins. „Ég held að þessa góðu niðurstöðu megi að hluta til þakka því hvernig ég hef unnið á kjörtímabilinu sem er að líða og að hluta til þakka ég þetta þeim stefnumálum sem ég setti fram í kosningabaráttu minni. Ég fann í baráttunni fyrir miklum stuðningi frá breiðum hópi manna sem var tilbúinn til að vinna fyrir mig,“ sagði Ármann. Halla Halldórsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og bæjarfulltrúi, lenti í fimmta sæti, en hún var áður í þriðja sæti. Hún stefndi á annað sætið og sagðist því ekki vera ánægð með að hafa færst neðar á listann. „Ég er mjög ánægð og sátt við heildarnið- urstöðuna. Ég er með langhæstu út- komuna. Yfir 80% kjósenda merktu við mig, en það segir sig sjálft að ég er ekki sátt við að lenda í fimmta sæti. Ég hef setið átta ár í bæjar- stjórn og hef því öðlast góða reynslu af bæjarmálum. Ég tel að það hefði verið sterkt fyrir flokkinn að ég hefði verið í öðru sæti.“ Halla sagði aðspurð að hún ætti eftir að gera upp við sig hvort hún tæki fimmta sætið. Hún ætti eftir að skoða málið betur. Ekki náðist í Gunnstein Sigurðs- son, sem hreppti þriðja sætið. Skipan lista breyttist við prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi um helgina                ! "    ! # $       % !  !    ! & '   ( ( ' ' %)!   ! " *+%      ! # ' $ '  ,  * - " ' .                                                   Sigurrós Þorgrímsdóttir Halla Halldórsdóttir Gunnar Birgisson áfram í fyrsta sæti Bragi Michaelsson Gunnsteinn Sigurðsson Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson RAGNHEIÐUR Ríkharðs- dóttir skólastjóri varð efst í prófkjöri sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ um helgina. Ragn- heiður hlaut 456 atkvæði í fyrsta sæti en 882 kusu í próf- kjörinu. Haraldur Sverrisson lenti í öðru sæti og Herdís Sig- urjónsdóttir í því þriðja. Ragnheiður Ríkharðsdóttir fékk 456 atkvæði í fyrsta sæti og 85,4% atkvæða alls. Í öðru sæti varð Haraldur Sverrisson með 322 atkvæði í 1.–2. sæti og 58,9% atkvæða alls. Í þriðja sæti varð Herdís Sigurjóns- dóttir með 399 atkvæði í 1.–3. sæti og 66,1% atkvæða alls. Hafsteinn Pálsson lenti í fjórða sæti með 388 atkvæði í 1.–4. sæti og 58,4% atkvæða alls. Í fimmta sæti varð Klara Sigurðardóttir með 298 í 1.–5. sæti og 41,4% atkvæða alls. Pétur Berg Matthíasson lenti í sjötta sæti með 399 í 1.–6. sæti og 46,0% atkvæða alls. Í sjöunda sæti lenti Bjarki Sigurðsson með 352 at- kvæði í 1.–7. sæti og með 40,6% at- kvæða alls. „Ég held að þessi niðurstaða sýni að sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ hafi viljað verðlauna mig fyrir þau störf sem ég hef unnið að í bæjarfélaginu í gegnum tíðina. Ég er mjög bjartsýn fyrir kosn- ingarnar í vor fyrir hönd flokksins. Við stefnum ákveðið að því að vinna meirihluta í bæjarstjórn í kosning- unum 25. maí. Við munum ekki unna okkur hvíldar og ég hef sagt við flokksfélaga mína að við þurfum að finna einn sjálfstæðismann til viðbótar á hverjum degi fram til kosninga,“ sagði Ragnheið- ur. Haraldur Sverrisson sagð- ist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með sína útkomu í prófkjörinu, hann hefði stefnt að fyrsta eða öðru sæti. Haraldur hefur verið varabæjarfulltrúi frá síðustu kosningum, þegar hann hafn- aði í sjötta sæti eftir prófkjör, og átt sæti í tveimur nefndum bæjarins. „Sér í lagi er ég ánægður með hvað listinn fékk glæsi- lega kosningu. Þátttakan í prófkjörinu er nærri því helm- ingi meiri en síðast. Við ætlum okkur ekkert annað en sigur í kosningum í vor og komast í meirihluta,“ sagði Haraldur. Sjálfstæðisflokkurinn í Mos- fellsbæ hefur verið í minnihluta í bæjarstjórn í tvö kjörtímabil. Flokk- urinn var með þrjá menn í bæjar- stjórn í síðustu kosningum, en aðeins Herdís Sigurjónsdóttir sóttist eftir endurkjöri. Prófkjör sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Ragnheiður Ríkharðs- dóttir í efsta sæti Haraldur Sverrisson Ragnheiður Ríkharðsdóttir ÁTTA einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna vals á frambjóðendum flokksins á Reykjavíkurlistann. Framboðsfrest- ur rann út sl. laugardag. Valdir verða frambjóðendur í þrjú efstu sæti sem koma í hlut Samfylk- ingarinnar á R-listanum í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. Þeir sem gefa kost á sér eru: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Stefán Jóhann Stefánsson, Stefán Jón Hafstein, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Pétur Jónsson og Tryggvi Þórhallsson. Að sögn Katrínar Theodórsdóttur, formanns framkvæmdanefndar próf- kjörs Samfylkingarfélaganna, hefst kjörfundur á morgun, miðvikudag, og lýkur sunnudaginn 17. febrúar. Kosið verður alla virka daga frá kl. 16.00 til 19.00, en laugardag og sunnudag kl. 10.00–17.00. Auk þess fá allir félagar í Samfylkingunni í Reykjavík sendan kjörseðil í pósti. Prófkjörið er opið öllum félagsmönnum í Samfylking- unni og einnig óflokksbundnum Reykvíkingum sem lýsa yfir stuðn- ingi við Samfylkinguna og greiða 500 kr. þátttökugjald. Uppstillingarnefnd mun svo í framhaldi af niðurstöðum prófkjörs- ins raða í önnur sæti á framboðslist- anum. ,,Við það val verður auðvitað gætt ýmissa sjónarmiða sem Sam- fylkingin byggir á, s.s. skiptingar á milli kynja og svo framvegis,“ segir Katrín. Kom henni að sögn nokkuð á óvart hversu margir gefa kost á sér til þátttöku í prófkjörinu. ,,Það er jafnframt mjög gleðilegt að það skuli vera svona margir í flokknum, sem eru tilbúnir að axla ábyrgð, margt frambærilegt fólk,“ segir hún. VG leita eftir tilnefningum Ákveðið var á fundi í stjórn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs (VG) í síðustu viku að leita til fé- lagsmanna um óbundnar tilnefningar hugsanlegra frambjóðenda vegna uppstillingar á framboðslistann. Í framhaldi af því fær svo uppstilling- arnefnd það verkefni að vinna úr til- nefningum og raða á listann. Kom uppstillingarnefnd saman til fyrsta fundar í gærkvöldi og verða væntan- lega send bréf til félagsmanna á næstu dögum og leitað eftir tilnefn- ingum, skv. upplýsingum Sigríðar Stefánsdóttur, formanns félags VG í Reykjavík. Átta frambjóðend- ur í prófkjöri Sam- fylkingarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.