Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.2002, Blaðsíða 17
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 17 Hafnarstræti 100 Akureyri Sími 462 4261 Notaðu tækifærið! Útsölunni lýkur á föstudaginn Akurliljan FJÖLDI fólks lagði leið sína á opið hús í Háskólanum á Akureyri um helgina. Áður höfðu um 150 nem- endur framhaldsskólanna, Mennta- skólans á Akureyri og Verkmennta- skólans á Akureyri, komið í heimsókn og kynnt sér það nám sem í boði er við háskólann. Um 300 manns komu svo í háskól- ann á laugardag, m.a. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sem ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra opnaði formlega nýja vefsíðu um háskólann og há- skólabæinn Akureyri. Þá kynnti Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sér fjöl- breytta starfsemi háskólans. Björn Gíslason og Bergur Guðmundsson fluttu kynningu á rannsókn sinni á sviði þorskeldis, en þeir hlutu fyrir skemmstu forsetaverðlaunin fyrir rannsóknina. Auðlindadeild til starfa næsta haust Kynnt var starfsemi nýrrar deild- ar við Háskólann á Akureyri, auð- lindadeildar, sem taka mun til starfa næsta haust. Um er að ræða þriggja ára nám sem lýkur með BS- gráðu. Auðlindadeild byggist að nokkru leyti á námi sem áður var kennt í sjávarútvegsdeild. Nám við deildina skiptist í fjórar brautir, fiskeldisbraut, líftæknibraut, sjáv- arútvegsbraut og umhverfisbraut. Markmið fiskeldisbrautar er að veita nemendum góðan þekking- argrunn til að starfa í fiskeldi eða til frekara náms. Á líftæknibraut verða kenndar undirstöðugreinar líftækni og er markmiðið að stúd- entar öðlist þekkingu á fram- leiðsluferli líftækniafurða. Nám við sjávarútvegsdeild er þverfaglegt og nýtist vel til stjórnunarstarfa, en áhersla er lögð á samvinnu við sjáv- arútvegsfyrirtæki og stoðgreinar sjávarútvegs. Á umhverfisbraut er auk almenns grunnnáms í nátt- úruvísindum farið í umhverfis- skipulag og umhverfismat, áhrif mengunar, auðlindahagfræði auk viðskiptagreina. Markmið með námi á þessari braut er að nem- endur geti metið aðstæður í nátt- úrunni og áhrif þjóðfélagsins á um- hverfi sitt. Nám við Auðlindabraut hefst sem fyrr segir næsta haust, en nú stunda 24 nemendur nám við sjávarútvegs- braut, 22 karlar og 2 konur. Fjölmenni kynnti sér fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Það var margt spennandi að sjá hjá nemendum heilbrigðisdeildar. Morgunblaðið/Kristján Gestir glugga í upplýsingar hjá nemendum kennaradeildar. Nýtt náms- framboð í auð- lindadeild FRÆÐSLUNEFND Náttúru- lækningafélags Íslands efnir til málþings um skammdegis- þunglyndi á Hótel KEA í kvöld, þriðjudagskvöldið 12. febrúar og hefst það kl. 20. Frummælendur verða Jó- hann Axelsson, lífeðlisfræðing- ur við Háskóla Íslands, Brynj- ólfur Ingvarsson, geðlæknir, Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri og Árný Runólfsdóttir, jógakennari. Skammdegis- þunglyndi KÖTTURINN verður sleginn úr tunnunni á Ráðhústorgi á Akureyri á morgun, öskudag kl. 10.30. Það er Norðurorka sem fyrir því stendur og að venju verða veittar viðurkenn- ingar til „kattakóngs“ og „tunnukóngs“. Köttur sleginn úr tunnunni JÓHANNA Karlsdóttir, höfundur námsefnis um Leif heppna Eiríks- son, heldur fyrirlestur í Háskólanum á Akureyri, stofu K-202 á Sólborg í dag, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 16. Hann ber yfirskriftina „Fornsög- ur færðar í búning fyrir börn“. Námsefnið sem um ræðir saman- stendur af námsbók, verkefnabók, vefefni og myndbandi. Námsefnið er fyrir nemendur á miðstigi grunn- skóla. Fornsögur færðar í búning fyrir börn „RUSL“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Handverks- miðstöðinni Punktinum í dag, þriðjudaginn 12. febrúar. Þar eru sýndir munir unnir úr verðlausu efni, sem yfirleitt lendir á ruslahaugum nútíma- mannsins. Þar er að sjá upp- gerð húsgögn, ofnar mottur, bækur, skálar, skartgripi og fleira. Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Staðardag- skrár 21 á Akureyri flytur er- indi í tengslum við opnun sýn- ingarinnar. Sýningin verður opin út febrúarmánuð, á sama tíma og Punkturinn, eða frá kl. 13 til 17 virka daga og frá kl. 19 til 22 á mánudags- og miðviku- dagskvöldum. Öllum er frjálst að nýta sér vinnuaðstöðuna á Punktinum og er hún gestum að kostnaðar- lausu. Margs konar námskeið eru jafnan í boði og er áhersla lögð á að viðhalda kunnáttu á gömlu handverki. „Rusl“ á Punktinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.