Morgunblaðið - 12.02.2002, Page 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2002 17
Hafnarstræti 100
Akureyri
Sími 462 4261
Notaðu tækifærið!
Útsölunni lýkur á föstudaginn
Akurliljan
FJÖLDI fólks lagði leið sína á opið
hús í Háskólanum á Akureyri um
helgina. Áður höfðu um 150 nem-
endur framhaldsskólanna, Mennta-
skólans á Akureyri og Verkmennta-
skólans á Akureyri, komið í
heimsókn og kynnt sér það nám
sem í boði er við háskólann.
Um 300 manns komu svo í háskól-
ann á laugardag, m.a. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
sem ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni
bæjarstjóra opnaði formlega nýja
vefsíðu um háskólann og há-
skólabæinn Akureyri. Þá kynnti
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
og viðskiptaráðherra sér fjöl-
breytta starfsemi háskólans. Björn
Gíslason og Bergur Guðmundsson
fluttu kynningu á rannsókn sinni á
sviði þorskeldis, en þeir hlutu fyrir
skemmstu forsetaverðlaunin fyrir
rannsóknina.
Auðlindadeild til
starfa næsta haust
Kynnt var starfsemi nýrrar deild-
ar við Háskólann á Akureyri, auð-
lindadeildar, sem taka mun til
starfa næsta haust. Um er að ræða
þriggja ára nám sem lýkur með BS-
gráðu. Auðlindadeild byggist að
nokkru leyti á námi sem áður var
kennt í sjávarútvegsdeild. Nám við
deildina skiptist í fjórar brautir,
fiskeldisbraut, líftæknibraut, sjáv-
arútvegsbraut og umhverfisbraut.
Markmið fiskeldisbrautar er að
veita nemendum góðan þekking-
argrunn til að starfa í fiskeldi eða
til frekara náms. Á líftæknibraut
verða kenndar undirstöðugreinar
líftækni og er markmiðið að stúd-
entar öðlist þekkingu á fram-
leiðsluferli líftækniafurða. Nám við
sjávarútvegsdeild er þverfaglegt og
nýtist vel til stjórnunarstarfa, en
áhersla er lögð á samvinnu við sjáv-
arútvegsfyrirtæki og stoðgreinar
sjávarútvegs. Á umhverfisbraut er
auk almenns grunnnáms í nátt-
úruvísindum farið í umhverfis-
skipulag og umhverfismat, áhrif
mengunar, auðlindahagfræði auk
viðskiptagreina. Markmið með
námi á þessari braut er að nem-
endur geti metið aðstæður í nátt-
úrunni og áhrif þjóðfélagsins á um-
hverfi sitt.
Nám við Auðlindabraut hefst sem
fyrr segir næsta haust, en nú stunda
24 nemendur nám við sjávarútvegs-
braut, 22 karlar og 2 konur.
Fjölmenni kynnti sér fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri
Morgunblaðið/Kristján
Það var margt spennandi að sjá hjá nemendum heilbrigðisdeildar.
Morgunblaðið/Kristján
Gestir glugga í upplýsingar hjá nemendum kennaradeildar.
Nýtt náms-
framboð í auð-
lindadeild
FRÆÐSLUNEFND Náttúru-
lækningafélags Íslands efnir til
málþings um skammdegis-
þunglyndi á Hótel KEA í kvöld,
þriðjudagskvöldið 12. febrúar
og hefst það kl. 20.
Frummælendur verða Jó-
hann Axelsson, lífeðlisfræðing-
ur við Háskóla Íslands, Brynj-
ólfur Ingvarsson, geðlæknir,
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri og Árný Runólfsdóttir,
jógakennari.
Skammdegis-
þunglyndi
KÖTTURINN verður sleginn
úr tunnunni á Ráðhústorgi á
Akureyri á morgun, öskudag
kl. 10.30. Það er Norðurorka
sem fyrir því stendur og að
venju verða veittar viðurkenn-
ingar til „kattakóngs“ og
„tunnukóngs“.
Köttur
sleginn úr
tunnunni
JÓHANNA Karlsdóttir, höfundur
námsefnis um Leif heppna Eiríks-
son, heldur fyrirlestur í Háskólanum
á Akureyri, stofu K-202 á Sólborg í
dag, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 16.
Hann ber yfirskriftina „Fornsög-
ur færðar í búning fyrir börn“.
Námsefnið sem um ræðir saman-
stendur af námsbók, verkefnabók,
vefefni og myndbandi. Námsefnið er
fyrir nemendur á miðstigi grunn-
skóla.
Fornsögur færðar
í búning fyrir börn
„RUSL“ er yfirskrift sýningar
sem opnuð verður í Handverks-
miðstöðinni Punktinum í dag,
þriðjudaginn 12. febrúar.
Þar eru sýndir munir unnir
úr verðlausu efni, sem yfirleitt
lendir á ruslahaugum nútíma-
mannsins. Þar er að sjá upp-
gerð húsgögn, ofnar mottur,
bækur, skálar, skartgripi og
fleira.
Guðmundur Sigvaldason
framkvæmdastjóri Staðardag-
skrár 21 á Akureyri flytur er-
indi í tengslum við opnun sýn-
ingarinnar. Sýningin verður
opin út febrúarmánuð, á sama
tíma og Punkturinn, eða frá kl.
13 til 17 virka daga og frá kl. 19
til 22 á mánudags- og miðviku-
dagskvöldum.
Öllum er frjálst að nýta sér
vinnuaðstöðuna á Punktinum
og er hún gestum að kostnaðar-
lausu. Margs konar námskeið
eru jafnan í boði og er áhersla
lögð á að viðhalda kunnáttu á
gömlu handverki.
„Rusl“ á
Punktinum