Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 2
FRAMKVÆMDIR eru hafnar við Suðurhlíð 38 í Reykjavík þar sem fyrirhugað er að rísi fjögurra hæða fjölbýlishús. Verktakanum var veitt takmarkað bygging- arleyfi á föstudag. Talsverðar deilur hafa staðið um byggingu hússins og hafa íbúasamtök í Suðurhlíðunum barist gegn því að það rísi. Þau söfnuðu m.a. undirskriftum sem afhentar voru borgaryfirvöldum. Að sögn Magnúsar Sædal Svavarssonar, byggingafulltrúa Reykjavík- urborgar, þýðir takmarkað bygg- ingarleyfi að heimilt er að hefja gröft. Sagði hann skipulagsþætti málsins lokið og einungis eftir smávægilegan frágang við teikn- ingar. Myndi embættið ljúka af- greiðslu málsins strax eftir helgina. Framkvæmdir við fjölbýlishús hafnar Morgunblaðið/Kristinn FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og fyrrverandi for- maður starfshópsins sem skipaður var í kjölfar öryrkjadómsins svokall- aða, segir að sér þyki ekki hátt risið á viðbrögðum formanns Öryrkjabanda- lags Íslands, Garðars Sverrissonar, við minnisblaðinu sem forsætisráðu- neytið afhenti honum á föstudag. Hann, ásamt lögmanni bandalagsins, Ragnari Aðalsteinssyni, veitist einnig að starfsheiðri þeirra sem skipuðu starfshópinn. Jón Steinar bendir á að minnisblað- ið hafi ekki verið samið af ríkisstjórn- inni og því sé ekki að finna á blaðinu einhver fyrirmæli til starfshópsins, líkt og talsmenn Öryrkjabandalags- ins hafi verið að ýja að. Hann minnir á að minnisblaðið hafi verið samið af vinnuhópi tveggja ráðuneytisstjóra, ríkislögmanni og aðstoðarmanni heil- brigðisráðherra, sem skipaður var í kjölfar dóms Hæstaréttar í öryrkja- málinu. Þetta voru Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt- inu, Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt- issstjóri í fjármálaráðuneytinu, Skarphéðinn Þórisson ríkislögmaður og Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður Ingibjargar Pálmadóttur, þáverandi heilbrigðisráðherra. „Í minnisblaðinu er farið á hlutlæg- an hátt yfir þau álitaefni sem dómur Hæstaréttar gefur tilefni til að fjalla um, til að bregðast við dóminum. Lagt er til að skipaður verði sérstak- ur starfshópur til þess. Reyndar voru tveir úr þessum hópi skipaðir í starfs- hópinn, Baldur Guðlaugsson og Þórir Haraldsson, og þegar menn eru að segja að í minnisblaðinu felist fyrir- mæli til starfshópsins hljóta þeir að hafa verið að gefa sjálfum sér fyrir- mæli,“ segir Jón Steinar. Hann segir að þegar hlýtt sé á um- mæli talsmanna Öryrkjabandalags- ins um að í minnisblaðinu felist til- mæli stjórnmálamanna til starfshópsins velti hann því fyrir sér hvort engin neðri mörk séu á því hvað menn segi opinberlega í þjóðfélags- umræðunni. „Þetta er svo vitlaust að það heldur engu vatni, sama hvernig á það er lit- ið. Í fyrsta lagi kemur enginn stjórn- málamaður nálægt því að semja þetta minnisblað og í öðru lagi er ekkert í blaðinu sem felur í sér einhver skila- boð eða fyrirmæli til starfshópsins. Það sjá allir sem lesa minnisblaðið,“ segir Jón Steinar og telur það einnig ámælisvert af fréttamönnum að skynja ekki það grundvallaratriði málsins að minnisblaðið hafi ekki komið frá ríkisstjórninni. Formaður starfshópsins um öryrkja- dóminn gagnrýnir talsmenn ÖBÍ Minnisblaðið ekki samið af ríkisstjórninni BANDARÍSKI leikarinn Keith Carr- adine hefur verið hérlendis und- anfarna daga en hann leikur í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Fálk- um. Tilgangur Íslandsferðar hans nú var hins vegar að vera við upp- tökur á titillagi myndarinnar, sem hann samdi. Hilmar Örn Hilmarsson semur aðra tónlist myndarinnar og segir hann Carradine vera mjög lið- tækan tónlistarmann, hann sé feikn góður gítarleikari og spili auk þess á píanó. Þá hefur hann samið nokk- uð af lögum, m.a. í kvikmyndina Nashville, og hlaut Óskarinn fyrir. Hilmar Örn segir upptökur hafa far- ið fram í gær og fyrradag en Carr- adine heldur af landi brott í dag. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Lag Carradines í Fálkum tekið upp ÞOTUNNI var flogið bratt upp og niður, eins og um fjöll og dali, og það hræddi næstum líftóruna úr farþegunum 75, segir m.a. í net- útgáfu norska dagblaðsins Verdens Gang í gær. Er þar fjallað um flug- atvikið við Gardermoen-flugvöll þegar flugmenn Flugleiðaþotu hættu skyndilega við lendingu og flugu vélinni hring áður en lent var, þar sem þeir töldu að bilun hefði komið fram í tækjum vél- arinnar. Í fréttinni segir einnig að Rann- sóknastofnun flugslysa í Noregi rannsakið atvikið og muni eftir helgina eiga fund með fulltrúum Flugleiða. Segir að þotunni hafi verið flogið þannig í aðfluginu að farþegar hafi talið daga sína talda. „Ég hef flogið mjög mikið, meðal annars sem fararstjóri, og ferðast með Flugleiðum frá 1970. En þetta er það versta sem ég hef nokkru sinni lent í,“ segir Helge H. Wilter, farþegi frá Aurskog, sem VG ræðir við. Í fréttinni segir einnig að flug- mennirnir hafi beitt vélinni skyndi- lega í 35 gráða bratt klifur en yf- irleitt sé klifrið 15 gráður þegar hætt er við lendingu. Í 2.700 feta hæð var vélinni aftur steypt fram á við og þá tóku munir í vélinni að hendast um. Í lækkuninni fengu flugmennirnir viðvörun um yfirvof- andi hættu ef þeir ekki hækkuðu flugið á ný. Þá er haft eftir tals- manni Flugleiða að atvikið sé litið alvarlegum augum og að haft hafi verið persónulegt samband við þá farþega sem leitað hafi til félagsins. Netútgáfa Verdens Gang um flugatvikið við Gardermoen Farþegarnir sögðust hafa óttast um líf sitt Slagsmál í Kópavogi HÓPSLAGSMÁL brutust út í fyrri- nótt í og við verslunina Select við Hagasmára í Kópavogi. Lögreglan var kvödd á vettvang til að stilla til friðar og handtók hún þrjú ung- menni á aldrinum 17 til 19 ára. Þrír lögreglubílar voru á vettvangi. Slagsmálin hófust með því að hóp- ur ungmenna veittist að einum ung- lingi fyrir utan verslunina. Smám saman þróaðist þetta svo upp í al- menn hópslagsmál, að sögn lögreglu. Ekki er ljóst hvers vegna slagsmálin hófust en flestallir í hópnum voru ölvaðir. Sá sem veist var að í upphafi hlaut mestu meiðslin en þau voru þó talin minniháttar. Loka varð versluninni um tíma til að þrífa hana og koma vörum á sinn stað en Select er venjulega með opið allan sólarhringinn. Þremenningarn- ir gistu fangageymslu lögreglunnar og var sleppt að loknum yfir- heyrslum upp úr hádegi í gær. Fíkniefni fund- ust í bíl á leið til Ísafjarðar ÞRJÚ ungmenni, á aldrinum 21–25 ára, voru færð á lögreglustöðina á Ísafirði eftir að fíkniefni fundust í bif- reið þeirra seint á föstudagskvöld. Lögregla stöðvaði bifreiðina í Djúpi vegna gruns um að fíkniefni væru í henni. Í bílnum fundust tuttugu e- töflur, hass og amfetamín. Fólkið var fært á lögreglustöðina og yfirheyrt í fyrrinótt. Því var síðan sleppt í gærmorgun og telst málið upplýst. Einn mannanna viðurkenndi að hafa átt e-töflurnar og megnið af amfetamíninu og kókaíninu. Annar viðurkenndi að eiga amfetamínið. ♦ ♦ ♦ Vegfarendur í vandræðum VEGFARENDUR um Holtavörðu- heiði lentu í vandræðum á föstudags- kvöld og í fyrrinótt vegna ófærðar. Kalla þurfti til lögreglu, björgunar- sveit og bíl frá Vegagerðinni til að koma fólki til aðstoðar. Árekstur varð milli fólksbifreiðar og flutningabíls með þeim afleiðing- um að fólksbifreiðin hafnaði utan veg- ar. Engan sakaði. Nokkrir bílar, sem voru illa útbúnir, lentu í vandræðum á heiðinni en þar var bæði hálka og skafrenningur, að sögn lögreglunnar í Borgarnesi. Lögreglumenn og björg- unarmenn luku aðgerðum sínum á heiðinni um hálfþrjúleytið um nóttina. ♦ ♦ ♦ Héraðsdómur taki málið fyr- ir efnislega HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi þann úrskurð Héraðsdóms Reykja- ness að vísa frá máli ákæruvaldsins gegn forsvarsmanni Eystrasaltsvið- skipta ehf. fyrir brot á lögum um at- vinnuréttindi útlendinga. Hæstirétt- ur leggur fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar en frávísunin var byggð á því að málið hefði átt að höfða á hendur félaginu en ekki for- svarsmanninum. Ákæruvaldið höfðaði mál gegn for- svarsmanni Eystrasaltsviðskipta fyr- ir að hafa flutt inn til vinnu níu Litháa sem ekki höfðu atvinnuréttindi. ♦ ♦ ♦ Halldór Ásgrímsson Hefur átt samskipti við forstjóra Norsk Hydro HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist hafa verið, og muni áfram verða, í samskiptum við Ei- vind Reiten, forstjóra Norsk Hydro, vegna þátttöku fyrirtækisins í fyr- irhuguðu álveri í Reyðarfirði. Í samtali við Morgunblaðið vill Halldór ekki upplýsa hvað þeim Rei- ten hefur farið á milli en eins og kom fram í blaðinu á föstudag hafa for- svarsmenn Norsk Hydro gefið ís- lenskum stjórnvöldum til kynna, að þeir geti ekki staðið við þann tíma- ramma, sem búið var að semja um vegna álversins, og jafnframt að þeir séu ekki tilbúnir til að ganga frá nýrri tímaáætlun. „Það er rétt að við Eivind Reiten höfum verið í sambandi út af þessu máli og oftar en einu sinni. Ég kann- ast vel við hann frá fyrri tíð en ætla ekki að tilgreina samskipti okkar frekar. Við verðum áfram í sam- bandi, enda er málið stórt,“ segir Halldór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.