Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 21
hafa aðhafst. Sumar eru í meðferð hjá alls kyns sérfræðingum en hafa aldrei upplýst þá eða fjölskyldur sínar, vin- konur eða nokkurn mann um sína hagi. Bara það að geta rætt við okkur er þeim mikill léttir. Oft tala þær í stikkorðum um það sem þær hafa að- hafst. Það sem gerir konunum enn erfiðara en áður að losna við skömm- ina er sú staðreynd að kynlífsiðnaður- inn felur gjarnan í sér myndatökur og jafnvel myndbandsgerð af kynlífsat- höfnum. Þær hafa enga stjórn á því hvað verður um slíkt efni og konun- um finnst efnið óupprætanlegt.“ Kristínarsjóður Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður gaf Stígamótum vissa fjárhæð sem hún hafði unnið í sjónvarpsþætti. Upphæðina, 50.000 kr., notuðu sam- tökin til að stofna svokallaðan Krist- ínarsjóð. Sjóðurinn er kenndur við ís- lenska konu sem kom fram í fjölmiðlum og lýsti því helvíti sem líf hennar í vændi var. Hún leiddist út í fíkniefnaneyslu sem hún fjármagnaði með vændi og missti stjórn á því hver seldi hana, hverjum og hvað hún þurfti að aðhafast. Henni tókst að komast út úr vændinu og var mik- ilvægasta vitni í skýrslu dómsmála- ráðherra um vændi. „En að lokum gafst hún upp og tók sitt eigið líf í fyrra. Í fyrstu féllust okkur hendur og fannst okkur hafa mistekist að hjálpa henni. Við ákváðum þó að halda áfram og læra áfram af henni, sem hafði kennt okkur að tengslin á milli kynferðisofbeldis og vændis væru órjúfanleg. Við ákváðum að hennar dauði skyldi verða okkur hvatning til þess að bæta okkur. Þetta er ein af ástæðunum að við för- um út í átaksverkefnið núna. Meiri peningar hafa safnast í Kristínarsjóð og sjóðseignin er núna 100.000 kr. en sjóðurinn er fyrst og fremst tákn- rænn um það starf sem vinna þarf,“ segir Rúna. Hún segir að hugsanlega áskotnist samtökunum meira fé í þennan sjóð og hægt sé að vísa í hann vilji fyrirtæki eða einstaklingar styðja málið. Sjóðurinn er í Lands- bankanum, og númerið er 101-18- 466200. gugu@mbl.is ars útsýni yfir Tvíburaturnana. Starfsmenn okkar urðu fyrir þeirri hræðilegu lífsreynslu að vera vitni að því þegar flugvélarnar flugu á turnana. Ég var einmitt í símanum að tala við fólkið mitt þegar turn- arnir hrundu og starfsfólkið öskraði og grét í símann. – Þetta voru hörmulegir atburðir og fyrir New York-búa var þetta mjög erfið reynsla sem hefur haft varanleg áhrif á þá. Þessir atburðir styrktu mig í þeirri trú að það starf sem við erum að vinna að hjá AFS sé mjög mik- ilvægt. Ef þessir ungu flugmenn sem ólust upp við það að verða hryðju- verkamenn hefðu haft aðra reynslu á mótunarárunum þá hefði þetta ekki gerst. Í staðinn fyrir að læra að hata vestrið hefðu þeir lært að skilja vest- ræna menningu auk þess að bera virðingu fyrir sínum eigin uppruna. Ég er ekki að tala um að allir eigi að hugsa eins, það er að taka upp vest- ræn gildi, alls ekki, heldur að fólk læri að skilja hvert annað.“ Var sjálfur skiptinemi Shay segir að aðildarlönd AFS séu nú 54. Árlega fari um 10.000 manns um heim allan til dvalar á vegum samtakanna í lengri eða skemmri tíma. „Maðurinn er aldrei of gamall til að kynna sé menningu annarra landa,“ segir hann. Það hentar þó betur ungu fólki að fara til lengri dvalar erlendis. Það er ekki búið að koma sér upp heimili og börnum eða mikilli ábyrgð, það á því auðveldara með að hleypa heimdraganum. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að ungt fólk á betra með að aðlagast nýjum aðstæðum.“ Sjálfur var Shay skiptinemi sem ungur maður, fyrst í Mexíkó og síð- an í Túnis. „Ég hafði svo mikla ánægju af þessum dvölum að ég ákvað síðar að leggja fyrir mig störf á þessum vettvangi.“ Hann segist ferðast mikið vegna starfa sinna. „Héðan fer ég til Dóminíska lýðveld- isins og í vikunni þar á eftir fer ég til Austurríkis. Ég hef alltaf verið for- vitinn og haft áhuga á að kynna mér mismunandi háttu fólks. Það hefur kennt mér meðal annars að það eru ákveðnir þættir sem tengja fólk saman hvar svo sem það býr á hnett- inum en það er líka djúpstæður mun- ur milli þjóða. Við getum þess vegna ekki sagt að við séum ein stór fjöl- skylda, en það er mikilvægt að skilja í hverju þessi munur liggur.“ Ungt fólk vill ögrandi viðfangsefni En er AFS-dvöl erlendis fyrir öll ungmenni? „Nei, svo er ekki. Mín reynsla af því að eiga samskipti við ungt fólk er þó sú að flest ungmenni eru að leita að ögrandi viðfangsefn- um. Mörgu ungu fólki leiðist. Dvöl erlendis á vegum AFS breytir lífi þeirra. Fólkið þarf að læra nýtt tungumál, aðlagast nýrri menningu. Ungmennin þurfa að kynnast og að- lagast nýrri fjölskyldu og læra á nýtt skólakerfi. Fyrsta morguninn sem viðkomandi er á heimilinu vill hann kannski fá sér kaffi en fær te í stað- inn. Allt er þetta áskorun. Eftir sex mánuði í landinu skilur unglingurinn tungumálið, hann kann að meta fólk- ið í kringum sig, siði þess og venjur og sjóndeildarhringurinn hefur stækkað. Frægur mannfræðingur sagði eitt sinn að besta leiðin til að læra að þekkja sjálfan sig væri að yf- irgefa heimaslóðirnar og reyna eitt- hvað nýtt, þetta má til sanns vegar færa. Það vill oft verða þannig með mörg okkar að líf okkar verður eins og hálf sjálfvirkt og við lifum ekki líf- inu til fullnustu. Þegar einstakling- urinn býr við önnur menningaráhrif en hann hefur vanist lifir hann af meiri ákafa vegna þess að hann er sí- fellt að reyna að skilja hvað er að gerast í kringum hann. Ég vil því hvetja ungt fólk til að fara sem skiptinemar til annarra landa.“ Fjölbreytni í landavali Það kemur fram í máli Shay að héðan fara hlutfallslega fleiri sem skiptinemar á vegum AFS en í nokkru öðru aðildarlandi AFS. „Hluti af skýringunni á þessu er að Ísland er eyja svo fólk hefur þörf fyrir að hafa samband við aðrar þjóðir. Ég vil líka hvetja fjölskyldur hér til að fá til sín skiptinema. Að fá erlendan nemanda inn á heimilið er eins og að ferðast úr hægindastóln- um sínum. Viðkomandi hefur ef til vill ekki tækifæri til að ferðast til Ekvador en getur fengið til sín nem- anda þaðan sem gefur fjölskyldunni tækifæri til að kynnast landinu svo- lítið. Ég myndi líka vilja hvetja sam- félagið til að taka þátt í skiptinema- starfi af þessu tagi. Ég tel að það sé mjög æskilegt að í sérhverjum skóla sé skiptinemi. Það auðgar lífið í skól- anum. Ég er líka að vona að fleiri ríkis- stjórnir sjái sér hag í því að styðja starf sem þetta. Norska ríkið veitir nú styrki til dvalar af þessu tagi því yfirvöld þar líta svo á að hún jafnist á við nám í skóla. Þetta þýðir að ung- menni sem ekki hafa efni á skipti- nemadvöl fá tækifæri til að fara. AFS veitir einnig námstyrki en við höfum því miður ekki nóg fjár- magn til að láta alla hafa styrki sem vilja fara til AFS-dvalar erlendis. Við erum einnig mjög þakklát ef fyrirtæki og stofnanir sjá sér fært að veita þessu starfi stuðning. Shay segir að samtökin séu sífellt að auka fjölbreytni í landavali og stefni að því að senda fleiri nema til Hong Kong, Japans og Taílands. Áhugi sé á að hefja nemendaskipti héðan við Tékkland, Ungverjaland og fleiri lönd í Austur-Evrópu. he@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 21 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 1 71 34 03 /2 00 2 Blómstrandi Páskaliljur í potti 299 kr. Blómstrandi Páskagreinar 2 stk. 299 kr. Páskabegonia 599 kr. Páska-krýsi 499 kr. Reykjavík sími 580 0500 Selfossi sími 480 0800 www.blomaval.is Heimsækið Páskalandið. Ís og lítið páskaegg m. málshætti, 99kr. Páskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.