Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG ÆTLA í stuttu máli að leiðrétta smámisskilning sem fram hefur komið í nýlegum greinaskrifum á síðum Morgunblaðsins. Hinn 13. mars síðastliðinn skrifaði Hallur Hallsson, fv. fréttamaður, grein sem bar heitið „Pólitík á röngunni“ og hinn 14. mars skrifaði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, grein af svipuðum toga sem hét „Framboð og fram- bjóðendur“. Í báðum þessum grein- um er talað um það hversu þver- sagnakenndur málflutningur það sé hjá frambjóðendum R-listans að kalla sitt framboð „lista fólksins“, sérstaklega þar sem einungis 2.500 manns hafi valið þá frambjóðendur á listann. Hallur bendir á að í Sjálfstæðis- flokknum séu flokksbundnir um 33.000 og um 15.000 í Reykjavík, og gerir því skóna að Sjálfstæðisflokk- urinn sé í raun hinn eini sanni „listi fólksins“. Það má vel vera að allur þessi fjöldi sé flokksbundinn og ætla ég ekki að efast um það. En það er eitthvað sem stemmir ekki í dæmi þeirra félaga. Hvernig stendur t.d. á því að þeir tala ekki um þann fjölda sem valdi lista sjálfstæðismanna hér í Reykjavík? Getur verið að ástæðan sé sú að það voru einungis 15 aðilar sem sáu um það val? Ekki veit ég hvort það sé skýringin, en ef ég fer eftir þeirra aðferðafræði, þá eru Hallur og Vilhjálmur í rauninni sam- mála Degi B. Eggertssyni og öllum hinum frambjóðendum Reykjavík- urlistans um að R-listinn sé raun- verulega hinn eini sanni „listi fólks- ins“ þar sem 2.500 manns sáu um að velja frambjóðendur á R-listann en einungis 15 manns sáu um að velja á D-listann. Þarna munar 2.485 at- kvæðum, og er það nú bara talsverð- ur munur. MAGNÚS Ó. HAFSTEINSSON, Eskihlíð 12, Reykjavík. Listi fólksins Frá Magnúsi Ó. Hafsteinssyni: EINS og skeggið er skylt hökunni munu stjórnmál og pólitík vera ná- skyld. Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör, enda ekki ætlunin að aðgreina þessi hugtök í grunninn. Pólitík er marglit tík og getur flokkast undir lífið sjálft. Síðan koma allskyns afbrigði svo sem hreppsmál, félagsmál og margt fleira. Á leiksviði þjóðmálanna eiga sér stað stærstu ákvarðanir sem varða þjóðfélagið í heild. Þeir sem veljast þar til forystu hverju sinni, samkvæmt lýðræðisleg- um reglum sem þjóðin hefur valið sér, skipa stór og ábyrgðarfull hlut- verk. En þar skilur að „feigan og ófeigan“ því leikararnir eru líka leik- stjórarnir og skapa sínar eigin regl- ur, sem er í andstöðu við stjórnar- skrá lýðveldisins, að vera með löggjafar- og framkvæmdarvald í sömu körfunni. Sleppum frekari for- mála og athugum hvert er höfuðhlut- verk sitjandi ríkisstjórnar. Almennt séð, og að grunni til, tel ég að það sé höfuðskylda hverrar rík- isstjórnar að hafa stjórn á efnahags- málum þjóðarinnar, því samkvæmt eðli málsins hljóta þau að vera undir- staðan að öllu eða flestu því sem gera þarft til að halda uppi velferðar- og menningarþjóðfélagi. Hefur núver- andi ríkisstjórn staðið vörð um þessa sjálfsögðu skyldu sína? Ég tel ekki svo vera. Og af hverju segi ég það ? Ríkisstjórn sem missir niður um sig buxurnar á flestum sviðum sem snú- ast um efnahagsmál hefur ekki staðið á verðinum. Í því sambandi bendi ég á, að verðbólga hefur verið á hættu- mörkum, stórkostlegt gengisfall krónunar, hættulega mikil skulda- söfnun, bestu mjólkurkýr þjóðarinn- ar seldar, s.s. Landssíminn, og fleira mætti upptelja. Ríkisstjórn með þessar syndir á bakinu er ekki traustsins verð. En það vantar ekki sjálfshólið hjá henni á gerðum sínum. En það er gaman að sitja við katlana og njóta aldinanna án þess að hafa til þeirra unnið. Mér kom þetta í hug þegar ég heyrði forsætisráðherra 22. janúar á Alþingi dásama efnahags- ástandið og hvað það muni fara ört batnandi. En það er deginum ljósara að hefði verkalýðsforystan ekki grip- ið inní þessi verðbólgumál í desem- ber og þrýst á stjórnvöld, atvinnu- rekendur og verslunina einnig að gera áþreifanlegar aðgerðir í þeim efnum, eru allar líkur til að við stæð- um á brunarústum efnahagslifsins, því ríkisstjórnin með blessaðan for- sætisráðherrann í fararbroddi sér bara sólina og birtuna framundan. Það verður þá ekki í fyrsta sinn sem ríkisstjórnin nýtur eldanna vegna framtaks verkalýðsstéttarinnar ef þetta tekst nú, því nánast hefur for- sætisráðherra notið þeirra alla sína stjórnartíð. Ég hef oft áður minnst á það stríð sem aldraðir og öryrkjar hafa átt við hina daufdumbu ríkisstjórn, til að ná fram réttlætinu. Því miður er orðsins brandur eina vopnið til sóknar í þeim efnum (fyrir utan málshöfðun sem kostar sitt) og í daufri von og illri nauðsyn er verið að minna á þetta ranglæti með þessum skrifum. 1. jan- úar sl. hækkaði ellilífeyririnn um 8,5% sem lítur mjög vel út á pappír en í krónum talið er það 1.566.kr. eða sem svara 1. kg af ýsuflaki eða 1. kg af kjötbita. Ekki ber að vanþakka þessa aura en það sem verra er að nánast sam- tímis eru þeir teknir til baka með ýms- um hækkunum þar með talin þjón- ustugjöldu í heilbrigðisþjónustunni og víðar. Það verður því ekki með sanni sagt að ríkisstjórnin sé með öllu rúin aðhaldssemi í fjármálum ríkisins. Ágætu ráðamenn, gætið þess vel að skattleysismörkum og öðrum ákvæð- um skattalaganna, sem kynnu að auka á jöfnuð, verði ekki breytt svo ykkur takist að halda sem flestum innan hungurmarka eins og reynslan er nú, þá mun stjarna ykkar skína í framtíð- inni með verðugan bautastein. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirlaunaþegi. Hvað eru stjórnmál eða pólitík? Frá Guðmundi Jóhannssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.