Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 15 www.frjalsi. is Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5% 5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000 10 ár 11.900 12.400 12.900 13.500 14.100 15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Sóltúni 26, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is – með hagstæðu láni Fullt hús Ertu að kaupa fasteign? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteignalán Frjálsa fjárfestingarbankans. Um er að ræða hagstætt lán sem veitt er til allt að 15 ára gegn veði í fasteign. A B X / S ÍA angri með lófatölvur. Hewlett- Packard framleiðir sömuleiðis tölv- ur af öllum stærðum og gerðum og því þarf að taka ákvarðanir um ör- lög framleiðslunnar, þ.e. hvaða tækni myndi lifa og hvað yrði lagt á hilluna eða fellt inn í annað. Til þess að samruninn gengi sem hrað- ast fyrir sig var sett saman teymi manna frá báðum fyrirtækjunum sem farið hefur yfir framleiðsluna og eru tilbúnar tillögur sem aðeins verða kynntar verði af kaupunum, en ef samruninn verður felldur verða liðsmenn teymisins settir í langt frí hjá hvoru fyrirtæki fyrir sig, spila golf næstu tvö árin eins og einn orðaði það, enda búa þeir yfir miklu af trúnaðarupplýsingum um keppinautinn. Sérfróðir hafa verið duglegir að spá fyrir um hvað verði gert og þannig eru menn sammála um að samruninn þýði að Alpha-örgjörv- inn sé endanlega úr sögunni, sem vekur eðlilega ókyrrð hjá fyrir- tækjum sem nota Tandem Himala- ya stórtölvur og einnig eru menn kvíðnir sem treysta á OpenVMS og HP 3000-kerfi, en dálæti manna á HP 3000-kerfunum hefur verið líkt við trúarbrögð á síðstu árum. Flest bendir líka til þess að Tru64-UN- IX, sem Compaq hefur treyst á, verði lagt á hilluna og HP-UX UN- IX verði ofan á. Skjögrandi fyllibyttur? Þeir sem hæst hafa haft um sam- runann segja að hann sé eins og tvær skjögrandi fyllibyttur sem styðja hvor aðra. Bæði fyrirtækin hafi átt í erfiðleikum í helstu starf- semi sinni, HP hafi þannig ekki náð að komast almennilega inn á UN- IX-miðlaramarkaðinn, fyrirtækinu hafi ævinlega gengið bölvanlega á einkatölvumarkaði, sem sé að auki ekki þesslegur að vert sé að sækj- ast eftir meiri markaðshlutdeild, HP-lófatölvur hafi misheppnast og svo megi telja. Í raun sé það eina sem fyrirtækið hafi náð árangri í á síðustu misserum prentarasala og stafræn myndvinnsla og Walter Hewlett vill einmitt að stefnan sé tekin á frekari landvinninga á því sviði, fyrirtækið eigi að hætta framleiðslu á borð- og lófatölvum, losa sig við alla starfsemi sem ekki borgi sig og ekki muni borga sig í náinni framtíð. Fylgjendur samrunans benda aftur á móti á að til þess að stækka þurfi fyrirtækið að víkka út starfs- svið sitt enda hafi sagan sýnt að fyrirtæki sem lagt hafa höfuð- áherslu á vélbúnað hafa látið undan síga. Aftur á móti hafa þau fyr- irtæki sem beint hafa starfsemi sinni inn á svið þjóðustu og ráð- gjafar treyst stöðu sína og nægir að benda á IBM sem sneri við sam- drætti og óvissu með markvissri stefnu á þjónustu og ráðgjöf og er fyrir vikið sterkara en nokkru sinni. Carly Fiorina hefur lengi stefnt á að fara álíka leið og þannig beitti hún sér fyrir því að Hewlett- Packard keypti ráðgjafarhluta PricewaterhouseCoopers og hugð- ist greiða fyrir átján milljarða dala. Það gekk ekki eftir en gaf vísbend- ingu um að Fiorina var staðráðin í að treysta stöðu HP með þeim að- gerðum sem þurfti. Fylgjendur samrunans minna á að Compaq hafi verið í fararbroddi á borðtölvumarkaði og náð góðum árangri í lófatölvum; ekkert sé því til fyrirstöðu að Compaq-tölvur eigi eftir að ná fyrri sess, ekki síst þeg- ar Compaq er orðið hluti af svo risavöxnu fyrirtæki; stærðin muni reynast styrkur í glímunni við Dell og óteljandi smáframleiðendur. Til viðbótar kemur að sparnaður af samrunanum verður hálfur þriðji milljarður dala á ári, meðal annars með 10% fækkun starfsmanna, en um fimmtán þúsund manns verður sagt upp. Ráðgjafar- og þjónustu- hluti HP/Compaq verður umsvifa- mikill með 65.000 sérfræðinga á sínum snærum, en til samanburðar hefur IBM yfir að ráða ríflega 100.000 manns á því sviði Fjölskyldurnar á móti Hewlett-fjölskyldan, með Walter Hewlett í fararbroddi, ræður 5,3% af hlutabréfum í HP og David Woodley Packard, sem einnig er á móti samrunanum, á 1,3%. Hann er einnig áhrifamikill innan David and Lucile Packard-stofnunarinnar, sem einnig er á móti samrunanum, en stofnunin á 10,5% hlut. Ástæður þess að þeir Packard og Hewlett berjast á móti samrunan- um eru ólíkar. Hewlett er á móti vegna þess að hann telur að kaupin á Compaq skerði markaðsverðmæti Hewlett-Packard til frambúðar og þar með eign hans í fyrirtækinu, en Packard getur ekki sætt sig við fyr- irhugaðar fjöldauppsagnir sem gangi þvert á starfsandann sem stofnendurnir hafi skapað. En sam- skipti fyrirtækis og starfsmanna innan HP hafa löngum verið talin til fyrirmyndar, nokkuð sem menn hafa kallað HP-leiðina, enda lögðu þeir Bill Hewlett og Dave Packard grunninn að mörgu sem telst nú- tímalegur stjórnunarstíll í stórfyr- irtækjum. Það er aftur á móti erfitt að deila um slík mál, ekki síst þegar menn taka að beita tilfinningarök- um, og þannig hafa fylgjendur sam- runans, með Carly Fiorina í broddi fylkingar, einnig beitt þeim rökum að samruninn sé einmitt í anda stofendanna. Nægir að benda á að vefsetur sem sett var upp til að sannfæra hluthafa heitir „vote- thehpway.com“. Þess má geta að Walter Hewlett greiddi atkvæði með samrunanum á sínum tíma, en snerist síðan hugur. Skammt undan IBM Velta fyrirtækjanna verður skammt undan IBM ef áætlanir standast, 87 milljarðar dala sam- anborið við 90 milljarða hjá IBM. HP/Compaq verður í fararbroddi í stafrænni myndvinnslu/prentun, á miðlaramarkaði og á einkatölvu- markaði en samanlögð markaðs- hlutdeild á einkatölvumarkaði vest- anhafs verður hátt í 75%. Á því sviði er helsti keppinauturinn Dell, sem hefur lækkað verð á fram- leiðslu sinni til að þvinga keppi- nautana út af markaðnum, en risi á við HP/Compaq ætti að standast þá samkeppni býsna vel. Víst eru lítil sóknarfæri á einkatölvumarkaði sem stendur, en sameinað fyrirtæki hefur að mati stjórnarmanna HP betri möguleika á að bregðast við. Mjótt gæti orðið á munum Það er mál markaðsspekúlanta vestanhafs að flest bendi til þess að hluthafar Hewlett-Pacard muni samþykkja samrunann þótt mjótt geti orðið á munum og að hluthafar Compaq fallist örugglega á kaupin. Ef aftur á móti samruninn verður ekki samþykktur er erfitt að spá fyrir um framhaldið. Þó er ljóst að Carly Fiorina mun víkja sem stjórnarformaður og stjórnin með henni, en sumir hafa gert því skóna að Lew Platt, sem var stjórnarfor- maður á undan Fiorina, vinsæll og farsæll í starfi, verði kallaður til að bjarga skútunni. Gagnrýnin á Fiorina hefur verið óvægin og eftir því tekið hve marg- ir leiðarar net- og pappírstímarita hafa skorað á hana að segja af sér. Það er ekkert nýtt því ævinlega hefur staðið styr um stjórnarfor- menn sem gengið hafa í það að breyta rótgrónum fyrirtækjum og má minna á þegar saumað var að Lou Gerstner fyrir tæpum áratug og hann sakaður um að stefna starfsemi IBM í stórhættu með ákvörðunum um að leggja meiri áherslu á þjónustu og ráðgjöf en tölvusölu. Sagan hefur aftur móti sýnt að hann hafði rétt fyrir sér og rúm- lega það; hlutabréfaverð IBM náði að verða tíu sinnum hærra en það var þegar hann tók við áður en kreppan skall á vestanhafs. Það á því eftir að koma í ljós hvort Carly Fiorina verður talin með helstu stjórnendum tölvuheimsins eða með mestu rötum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.