Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 49 HÚN er snemma róm-uð í ljóðum og tónlistog sögum, og tæpasthafa verið gerð einsmörg listaverk af nokkurri manneskju og henni, málverk og höggmyndir; enginn veit þó neitt um raunverulegt útlit hennar. Þetta er María, guðsmóðirin. Hún er óaðskiljanlegur og dýr- mætur partur hjálpræðissög- unnar, og kemur þar margt til. Eitt er það, að hún var fyrsta manneskjan til að segja að Jesús væri Drottinn. Saga hennar er raunar að flestu leyti óvenjuleg, en það er jú ein- kennandi fyrir Guð. Hann snýr nefnilega jafnan öllum mannanna lögum og boðum og reglum á hvolf. Nýja testamentið er þar best til vitnis. María, 14–16 ára gömul, er dótt- ir Jóakims og Önnu. Hún er trúlof- uð Jósef, en þessa ungu stúlku vel- ur Guð til að koma frelsisverki sínu áleiðis, kýs hana til að fæða guð- legt líf inn í þennan heim. „Það nærðist af hennar æðablóði og brjóstalind, óx upp við hennar kné. Hann, sem vitnaði síðar um sjálfan sig, að hann væri brauð lífsins, hann þáði sinn deilda verð af henni, fátækri konu, í uppvexti sín- um, nam af henni sitt móðurmál, heyrði af hennar vörum það nafn, sem hann átti að opinbera, nafnið mikla og leynda, sem hann átti með lífi sínu, verkum og orðum, að veita nýja, sanna merkingu, af- hjúpa svo, að hvert fátækt hjarta á jörð gæti vitnað síðan, að það á föður á himnunum, föður, sem elskar.“ Þannig kemst Sigurbjörn Einarsson biskup að orði í prédik- un á Boðunardag Maríu árið 1971. Talið er að orð Páls frá Tarsus séu fyrst til að greina frá þessari ungu stúlku í Biblíunni, en í Ga- latabréfinu segir hann: „En þegar fylling tímans kom, sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan und- ir lögmáli, til þess að hann keypti lausa þá, sem voru undir lögmáli, og vér fengjum barnaréttinn.“ Síð- an er á hana minnst nokkrum sinn- um í guðspjöllunum, en hún er þó sjaldnast í forgrunni. Eða eins og biskup ritar í áðurnefndri prédik- un, „[hún] þokar... til hliðar. Hún hverfur sjálf inn í birtuna, sem er í kringum barnið. Þannig er það alls staðar í Nýja testamentinu. Þar er ekki víða talað um hana og ekki í mörgum orðum. Það er eins og hin hljóða lotning eigi bezt við í návist hennar, hún verður meira og minna ósýnileg í ljómanum af því lífi, sem fæddist af skauti hennar.“ Hugmyndir manna um guðs- móðurina voru framan af öldum nokkuð á reiki, en loks komust þeir að niðurstöðu um, hver staða Mar- íu ætti að vera í kristninni. Á kirkjuþingi í Efesos í Litlu-Asíu árið 431 var fallist á það sjónarmið, að guðlegt og mannlegt eðli hefði samtengst í móðurlífi hennar. Hún væri því öllum helgum mönnum æðri. Þar með var braut hennar rudd til þeirrar vegsemdar og dýrkunar, sem hún átti eftir að njóta upp frá því. Upptök Maríudýrkunar hér á landi eru óviss. Líklegt er þó talið, að hún skjóti rótum á Íslandi í lok 12. aldar og einkum þó á 13. öld, en nái ekki verulegri útbreiðslu fyrr en á 14. öld. Á þessu tímabili eru margar sögur um hana færðar í letur, Maríukvæði ort og kirkjur reistar henni til dýrðar. Þess má geta, að kunnir eru vernd- ardýrlingar 442 kirkna á öllu land- inu frá kaþólskum tíma, og af þeim er María verndardýrlingur 108 þeirra og nafndýrlingur 92. Sam- tals gerir þetta 200 kirkjur. Það sýnir best vinsældir hennar meðal landsmanna fyrrum. En þrátt fyrir óumdeilda stöðu Maríu í hjálpræðisverkinu, og aug- ljósa mildi hennar og göfgi í alla staði, eiga evangelísk-lúthersk kristnir erfitt með að skilja hvers vegna leita þarf til almættisins í gegnum dýrlinga, þegar meist- arinn er búinn að segja: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Og í fyrra Tímóteus- arbréfi segir að auki: „Einn er Guð. Einn er og meðalgangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Kristur Jesús, sem gaf sig sjálfan til lausnargjalds fyrir alla.“ Þess vegna látum við okkur dýrlinga kaþólskra ekki varða, nema að ákveðnu marki; við látum nægja að taka ofan fyrir þeim. Í títtnefndri prédikun frá 1971, segir biskup: „Ég skil þá menn, sem tengdu nafni Maríu kirkjur, sem þeir reistu Guði til dýrðar. Slíkar voru margar á Íslandi. Þær voru og eru liljublöð, helguð henn- ar minni. Hitt er annað mál, að fyrri kynslóðir og rómverskir trú- bræður nútímans hafa gengið lengra í þessu en heilbrigt er og farið út fyrir þau mörk, sem Nýja testamentið dregur. Það vildu sið- bótarmennirnir leiðrétta. En þar fyrir vildu þeir ekki, að María gleymdist. Þeim var ekki síður hugleikið en öðrum kristnum mönnum frá öndverðu, að til henn- ar væri hugsað í lotningu, þegar þess er minnzt, hver Jesús Kristur var og er, að hann lét sig fæðast af jarðneskri móður til þess að verða oss bróðir, lausnari og lífgjafi. Hann er að kristinni vitund undrið mikla. Hann er sá, sem allir engl- ar, allar himnanna sveitir, tilbiðja í lotningu og svimandi sælu, hann ber það nafn, sem hverju nafni er æðra og hvert kné skal beygja sig fyrir, hann er fögnuður jólanna, sigurhetjan í kærleikans stríði á krossi, sigrarinn dauðans sanni.“ Boðunardagur Maríu er 25. mars. Drottning himnanna sigurdur.aegisson@kirkjan.is Boðunardagur Maríu er haldinn í dag. Hann er til minn- ingar um það, er Gabríel erkiengill kom til hinnar ungu meyjar í Nasaret og tilkynnti stóran at- burð í vændum. Sigurður Æg- isson lítur á sögu þessa mesta dýrlings kaþólskra manna. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Agnar Sæberg Sverrisson 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 4564936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni ÞÝSKUNÁMSKEIÐ Í GOETHE-ZENTRUM Hin vönduðu þýskunámskeið fyrir byrjendur, skemmra komna og lengra komna hefjast 24. september. Skráning og beiðni um upplýsingar í síma 551 6061 (kl. 15-18 frá þriðjudegi til föstudags) og á netfanginu goethe@simnet.is. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir um að skrá sig fyrir 22. september. Byrjendur mánudaga 18-19.30; Katharina Gross Grunnstig 1 miðvikudaga 20-21.30; NN Grunnstig 2 þriðjudaga 18-19.30; Magnús Sigurðsson Miðstig miðvikudaga 18-19.30; Angela Schamberger Talþjálfun þriðjudaga 20-21.30; Angela Schamberger Talþjálfun fyrir eldri borgara mánudaga 20-21.30; Ursula Dane - hefst 8.10. Barnanámskeið: framhald fyrir yngri og eldri börn Yngri: Laugad. 13.30-14.15 Eldri: Laugad. 14.30-15.15; Katharina Gross Bókmenntanámskeið sunnud. 20-21.30; Peter Weiss og Sabine Barth - Byrjar 21.10. Námskeið á haustönn 2001:MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐboðar til ráðstefnunnar Konur í vís- indum föstudaginn 22. mars í Saln- um, Kópavogi, kl. 13 – 17. Ráðstefnan fjallar um stöðu kvenna innan íslenska vísinda- og rannsóknasamfélagsins. Kynntar verða niðurstöður skýrslu um hlut kvenna í vísindum, þar sem notaðar eru tölfræðilegar upplýsingar til að varpa ljósi á umfang og hlutfallslega þátttöku kvenna í fræðastörfum og rannsóknum. Tilurð verkefnisins er aðild Ís- lands að rammaáætlunum Evrópu- sambandsins þar sem m.a. er unnið að því að auka hlut kvenna í vísind- um á grundvelli þeirrar hugsjónar að full nýting mannauðs auki hagvöxt og velferð. Erindi halda: Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, Nicole Dew- andre, yfirmaður Women and Science deildar Evrópusambands- ins, Stefanía Óskarsdóttir, stjórn- málafræðingur, Berglind Rós Magn- úsdóttir, meistaranemi, Þorgerður Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræð- ingur, Bryndís Brandsdóttir, vís- indamaður, Valgerður Gunnarsdótt- ir, sérfræðingur, Guðríður Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri. Fundarstjóri er Edda Lilja Sveins- dóttir, jarðfræðingur. Konur í vísindum Ráðstefna mennta- málaráðuneytisins LANDSBANKINN, í samvinnu við PwC, býður nú Námu- og Vörðu- félögum ókeypis ráðgjöf við fram- talsgerð einstaklinga. Frá og með 18. mars verður hægt að senda fyr- irspurnir á netfangið <mailto:skatt- ur@landsbanki.is> skattur@lands- banki.is alla virka daga á skrifstofutíma og munu ráðgjafar bankans svara innan sólarhrings. Einnig verður spjallrás opin á www.landsbanki.is þar sem einstak- lingar geta sent fyrirspurnir á Net- inu varðandi framtalsgerð. Spjallrásin verður opin á eftirfar- andi tímum: föstudaginn 22 mars kl. 20–22, laugardaginn 23. mars kl. 14– 18, sunnudaginn 24. mars kl. 14–18, mánudaginn 25. mars kl. 20–22, föstudaginn 5. apríl kl. 20–22, laug- ardaginn 6. apríl kl. 14–18, sunnu- daginn 7. apríl kl. 14–18, mánudag- inn 8. apríl kl. 20–22. Námskeið í gerð skattframtalsins verður haldið fyrir Námu- og Vörðu- félaga á Laugavegi 77 dagana 20. og 21. mars kl. 18–20. Námskeiðið er ókeypis og hægt er að skrá þátttöku á landsbanki.is eða í þjónustuveri bankans. Námskeiðið verður einnig haldið í Landsbankanum á Strand- götu, Akureyri 21. mars á sama tíma. Skattaráðgjöf Landsbankans BÁRA Baldursdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélagsins sem hún nefnir „Genetískar mengunarvarnir í síðari heimsstyrjöld“, í stóra saln- um í Norræna húsinu, þriðjudaginn 19. mars kl. 12.05–13. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um sögu og menningu. Fjallað verður um aðgerðir ís- lenskra stjórnvalda á stríðsárunum til verndar íslensku þjóðerni. Sjón- um verður einkum beint að hlutverki íslenskra kvenna í karllægri þjóð- ernisorðræðu þess tíma og þeirri ógn sem talin var stafa af sambönd- um þeirra við erlent setulið. Sérstak- lega verður rætt um afskipti ríkis- valdsins í krafti umdeildra bráða- birgðalaga, er sett voru til höfuðs íslenskum konum undir tvítugsaldri, sem grunaðar voru um að hafa átt í kynferðissamböndum við hermenn, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur hjá Sagnfræðinga- félaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.