Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FORSTJÓRI Landssímans, Óskar
Jósefsson, benti á í ræðu sinni á að-
alfundi Símans sl. mánudag að leit-
ast yrði við að ná fram leiðréttingu
á verðskrá á ákveðnum þáttum í
rekstrinum sem í dag væru seldir
undir kostnaðarverði. Heiðrún
Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Sím-
ans, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hugsanlegt væri að bæði yrði
um hækkanir og lækkanir að ræða
en ekkert væri enn ákveðið í þess-
um efnum, enda hefði forstjóri verið
að benda hluthöfum á hugsanlega
möguleika á tækifærum innan fé-
lagsins til að ná fram frekari arð-
semi.
Heiðrún segir að ekki sé gert ráð
fyrir hækkunum í rekstraráætlun-
um Símans eins og fram hefði kom-
ið í ræðu forstjórans á aðalfund-
inum.
„Síminn starfar í viðkvæmu sam-
keppnisumhverfi og því er skýr að-
greining á milli einstakra rekstr-
areininga. Eðli málsins samkvæmt
greiðir Síminn ekki suma þætti nið-
ur með öðrum en ljóst er að eining-
arnar eru misarðsamar, og er það
atriði sem líta þarf til.“
Heiðrún segir að helst megi nefna
að þrátt fyrir þær hækkanir sem
orðið hafa á afnotagjaldi á fastlínu
skili sá hluti rekstrarins ekki við-
unandi niðurstöðu. „Þar sem Síminn
er markaðsráðandi félag þá er í lög-
um lögð á félagið alþjónustukvöð
sem felur m.a. í sér að fyrirtækið
verður að bjóða vissa þjónustu á
sanngjörnu verði um allt land, burt-
séð frá því hvort að það myndi skila
viðunandi arði í öllum tilvikum.
Gert ráð fyrir 1.800 milljóna
hagnaði í ár
Við tökum þátt í að rauða strikið
haldi og höfum tekið á okkur hækk-
anir og náð fram sparnaði. Forstjór-
inn benti líka á að markmið Símans
væri að lækka kostnað fyrirtækisins
um 3% og er þegar hafin vinna
vegna þessa markmiðs,“ segir Heið-
rún og bendir á að ný stjórn muni fá
það verkefni að huga að leiðum í
þessu sambandi.
Meðal grunnþátta Símans sem
skila mestum hagnaði er rekstur
farsímakerfisins, að sögn Heiðrún-
ar, en mesta veltan kemur frá fast-
línukerfinu.
„Á Íslandi er að finna lægsta
símakostnað meðal OECD-ríkja, og
á það bæði um farsíma og hefð-
bundna símaþjónustu. Sá árangur
er ekki síst því að þakka að Síminn
hefur á undanförnum áratugum
byggt upp öflugt og öruggt fjar-
skiptanet um allt land með hag-
kvæmum hætti.
Síminn skilaði rétt um milljarði í
hagnað í sl. ári eða um 7,8% arð-
semi á eigin fé. Ekki er óeðlilegt að
tilvonandi hluthafar og fjárfestar
geri 12–15% arðsemiskröfu á eigið
fé. Síminn verður að uppfylla þá
arðsemiskröfu.
Til að uppfylla þá kröfu verður
stöðugt að endurskoða kostnað og
leita að nýjum tekju- og hagræðing-
armöguleikum. Gera áætlanir ráð
fyrir að arðsemi á eigin fé á þessu
ári verði 12 til 13%. Þrátt fyrir
óvægna umræðu undanfarnar vikur
er Síminn góður fjárfestingarval-
kostur og áhættulítill og góðir
möguleikar eru innan fyrirtækisins
að ná fram frekari hagnaði. Á þessu
ári er gert ráð fyrir að hagnaður fé-
lagsins verði um 1.800 milljónir,“
segir Heiðrún að lokum.
Verðbreytingar ekki ákveðnar hjá Símanum
Hugsanlega bæði
hækkanir og lækkanir
VIKAN10/3 –16/3
ERLENT
INNLENT
NÝTT hverfi er fyr-
irhugað á Garðaholti á
Álftanesi en skipulag
svæðisins gerir ráð fyrir
um 8 þúsund manna
byggð. Það myndi þýða að
íbúafjöldi í Garðabæ tvö-
faldast.
LÖGÐ hefur verið fram
á Alþingi tillaga til þings-
ályktunar um úttekt á
óhreyfðum skipum í höfn-
um landsins. Einnig verði
kannaður fjöldi strand-
aðra skipa og skipsflaka
nálægt landi. Þá verði og
kannaður kostnaður við
að fjarlægja skipin eða
flökin og láta endurvinna
þau.
EITT hundrað milljóna
króna segull í 150 milljóna
króna segulómtæki eyði-
lagðist á miðvikudag þeg-
ar hann slitnaði úr bönd-
um þegar hífa átti hann af
bílpalli. Tækið er í eigu
Hjartaverndar sem þarf
þó ekki að bera tjónið en
verður fyrir óþægindum.
SAMTÖK verslunar-
innar hafa kært auglýs-
ingu til siðanefndar Sam-
bands ísl. auglýsingastofa.
Er það dagskrárauglýsing
frá Sýn þar sem bent er á
veikindadaga í sambandi
við íþróttaviðburði sem á
dagskrá eru í miðri viku.
Þykir samtökunum aug-
lýsingin hvetja til lög-
brota.
HÆSTIRÉTTUR hefur
dæmt að forsætisráðu-
neytinu beri að veita Ör-
yrkjabandalagi Íslands að-
gang að minnisblaði sem
fylgdi skipun starfshóps í
kjölfar svonefnds ör-
yrkjadóms.
Norsk Hydro
vill fresta álveri
NORSK Hydro vill fresta byggingu ál-
vers á Reyðarfirði. Forráðamenn fyr-
irtækisins hafa gefið íslenskum stjórn-
völdum það til kynna og jafnframt að
þeir séu ekki reiðubúnir að setja fram
nýja tímaáætlun. Ekki er vitað hversu
lengi þeir vilja fresta framkvæmdum
en ráðgert var að taka ákvörðun um
byggingu álvers með haustinu.
Banaslys í
umferðinni orðin 9
TVÖ banaslys urðu í umferðinni. Ann-
ars vegar lést 12 ára stúlka í árekstri
tveggja jeppa og fólksbíls ofarlega í
Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi.
Hins vegar lést 69 ára karlmaður er bíll
hans lenti í árekstri við gámaflutninga-
bíl við Móa á Kjalarnesi. Það sem af er
árinu hafa orðið níu banaslys í umferð-
inni. Öll urðu þau utan þéttbýlis.
Eimskip eykur hlut í
sjávarútvegsfyrirtækjum
EIMSKIP hefur aukið hlut sinn í Út-
gerðarfélagi Akureyringa í 55,3% og
Skagstrendingi í 40,7%. Kaupverð hins
aukna hlutar er samanlagt um 1,4
milljarðar króna. Kaupin hafa í för með
sér breytingu á skipulagi Eimskips
sem verður nú rekið á þremur meg-
insviðum: flutningastarfsemi, fjárfest-
ingum og sjávarútvegi.
Alvarlegt flugatvik
rannsakað
FLUGATVIK við Gardermoen-flug-
völl norðan við Osló 22. janúar er Flug-
leiðaþota hætti skyndilega við lendingu
og tók aukahring er til rannsóknar hjá
Rannsóknastofnun flugslysa í Noregi.
Atvikið er talið alvarlegt en þotan var
nálægt 300 fetum frá jörðu þegar hún
hækkaði flugið á ný.
Mestu hernaðarað-
gerðir Ísraela í 20 ár
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna
samþykkti á þriðjudag ályktun þar
sem það ljær í fyrsta sinn máls á
stofnun palestínsks ríkis. Bandaríkja-
menn lögðu ályktunina fram og er þar
hvatt til þess að Ísraelar og Palest-
ínumenn búi „í friðsemd í ríkjum inn-
an viðurkenndra landamæra“. Palest-
ínumenn fögnuðu ályktuninni.
Tugir Palestínumanna biðu bana í
árásum sem Ísraelsher hóf á mánu-
dag á flóttamannabúðir og fleiri skot-
mörk á Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu. Voru þetta mestu hernaðar-
aðgerðir Ísraela í tvo áratugi, eða frá
innrásinni í Líbanon 1982.
Ísraelskir hermenn fóru frá Ramal-
lah og fleiri bæjum á Vesturbakkan-
um á föstudag eftir að Anthony Zinni,
sendimaður Bandaríkjastjórnar, hóf
viðræður við leiðtoga Ísraela og Pal-
estínumanna um vopnahlé.
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr-
aels, tilkynnti á mánudag að Yasser
Arafat, leiðtogi Palestínumanna, væri
frjáls að fara hvert sem hann vildi á
palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum
en ekki til annarra landa án leyfis Ísr-
aela. Arafat hafði verið haldið í herkví
í Ramallah í þrjá mánuði.
Kjöri Mugabes hafnað
YFIRVÖLD í Zimbabve sögðu á mið-
vikudag að Robert Mugabe forseti
hefði verið endur-
kjörinn í kosning-
unum um síðustu
helgi. Andstæðing-
ur Mugabes, Morg-
an Tsvangirai,
hafnaði úrslitunum
og sakaði hann um
kosningasvik.
Nokkrar eftirlits-
nefndir, sem fylgdust með kosningun-
um, sögðu að þær hefðu ekki verið
frjálsar og lýðræðislegar.
Robert Mugabe
STJÓRNVÖLD í Serb-
íu og Svartfjallalandi
undirrituðu á fimmtudag
sögulegan sáttmála um
endurskipulagningu sam-
bandsríkisins Júgóslavíu í
því skyni að koma í veg
fyrir upplausn þess. Verð-
ur það nefnt Serbía og
Svartfjallaland en heitið
Júgóslavía hverfur lík-
lega á vit sögunnar með
haustinu.
RÉTTARHÖLD hófust
á þriðjudag í máli Rahmis
Sahindals, innflytjanda í
Svíþjóð sem sakaður er
um að hafa myrt dóttur
sína, Fadime. Saksókn-
arinn í málinu krafðist
þess að Sahindal yrði
dæmdur í lífstíðarfang-
elsi.
GEORGE W. Bush
Bandaríkjaforseti skoraði
í ræðu, sem hann flutti á
mánudag, á ríki heims að
hvika hvergi í baráttunni
gegn hryðjuverka-
starfsemi. Hálft ár var þá
liðið frá hryðjuverkunum
11. september og var þess
minnst með ýmsum hætti
um allt landið, ekki síst í
New York.
PADDY Ashdown,
fyrrverandi leiðtogi
Frjálslyndra demókrata í
Bretlandi, bar vitni fyrir
stríðsglæpadómstólnum í
Haag á fimmtudag. Sagði
hann að Slobodan Milos-
evic, fyrrverandi leiðtogi
Serba, og Franjo Tudjm-
an, fyrrverandi forseti
Króatíu, hefðu gert leyni-
legt samkomulag um að
skipta Bosníu á milli sín
en þar er hátt í helmingur
íbúa múslímar. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Thailand í tísku!
FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST.
PÖNTUNARSÍMI:
56 20 400
Thailandsferðir einst. 9 d. flug og gist. frá kr.
111.100! Óviðjafnanlegar skipulagðar ferðir m.
fararstjórn.
17 d. Undra Thailand-
17. apríl - 3. maí dýrðardagar í ævintýra-
heimi: BANGKOK-AYUTTHAYA- JOMT-
IEN PÁLMASTRÖND - Lága verðið! Um-
mæli farþega: „Við spurðum okkur sjálf,
hvað við hefðum getað gert í Evrópu fyrir
þennan pening? Við hefðum eytt meiru í
vikuferð til London!“ „Veðrið, fegurðin, fjöl-
breytnin, þjónustan og gæðin léku við okkur
sem aldrei fyrr á ferðalögum.“ Síðasti pönt-
unardagur mán. 18. mars!
Stóra Thailandsferðin- 29. maí - 14. júní 17 d.
Glæsiferð, sýnir allt það besta í Thailandi
Bangkok-River Kwai-Pitsanuloke-Sukuthai-Chiang Mai-Chiang Rai
og í lokin yndisleg stranddvöl á PHUKET eða JOMTIEN. Síðustu
brottfarir að sinni á frábærum kjörum.
Grípið tækifærið - upplifið töfra hins aust-
urlenska heims með Heimsklúbbnum, sér-
fræðing í ferðum á
fjarlæga staði.
Tryggið ykkur
ferð á lága verð-
inu strax!
Thailandsferðir
Alveg ótrúlegar nýjar
Heimsklúbbsins
- Príma
CAPE SUN HÓTEL
SAMBAND ungra framsókn-
armanna hyggst næstu tvær vik-
urnar vekja athygli á því sem það
nefnir stærsta heilbrigðisvandamál
ungs fólks á Íslandi, þ.e. málum sem
tengjast kynlífi í víðum skilningi.
Var málið kynnt á blaðamanna-
fundi á biðstofu húð- og kyn-
sjúkdómadeildar Landspítalans.
Um leið nýtti framkvæmdastjórn
SUF sér þjónustu deildarinnar með
því að fara í viðtal hjá hjúkr-
unarfræðingi.
Ungir framsóknarmenn segja
kynningu sína snúa einkum að kyn-
sjúkdómum, ótímabærum þung-
unum og fóstureyðingum. „Af ein-
hverjum orsökum hafa þessi mál
ekki verið svo áberandi á dagskrá
stjórnmálanna á Íslandi en við von-
umst til þess að koma þessu máli á
dagskrána með því að vekja máls á
því og hversu alvarlegt það er og
benda jafnframt á leiðir til úrbóta,“
segir m.a. í frétt frá SUF. Þá er sett
fram eins konar réttindaskrá þar
sem bent er á nauðsyn þess að fræð-
ast um kynlíf, réttinn til að taka
ákvarðanir um eigið kynlíf, rétt til
varna gegn óæskilegum fylgi-
fiskum þess og rétt til heilbrigð-
isþjónustu.
Vilja um-
ræðu um
kynlífsmál
Morgunblaðið/Sverrir
Ungir framsóknarmenn nýttu sér þjónustu húð- og kynsjúkdómadeildar
Landspítala í tengslum við herferð sína um kynlífsmálefni.
NÝJAR reglur innan Evrópusam-
bandsins um sérstök gjöld á flugfélög
sem njóta góðs af ríkisstyrkjum
munu ekki hafa áhrif á EES og þar
með ekki hér á landi að mati sam-
gönguráðuneytisins.
Í Morgunblaðinu á miðvikudaginn
var kom fram að framkvæmdastjórn
ESB hefur lagt drög að nýjum
reglum sem myndu gera henni kleift
að leggja sérstök gjöld á flugfélög frá
Bandaríkjunum, Sviss og fleiri ríkjum
utan ESB teljist þau njóta góðs af rík-
isstyrkjum í samkeppni við flugfélög
frá löndum Evrópusambandsins.
Ragnhildur Hjaltadóttir, skrif-
stofustjóri í samgönguráðuneytinu,
sagði, aðspurð hvort þessar reglur
gætu haft áhrif hér á landi, að fyrstu
viðbrögð ráðuneytisins væru þau að
þessar reglur hefðu ekki áhrif á Evr-
ópska efnahagssvæðinu, þ.e.a.s. á Ís-
landi, Noregi og í Liechtenstein.
Ástæðan væri sú að á Evrópska efna-
hagssvæðinu giltu sömu samkeppnis-
reglur og innan Evrópusambandsins
og þess vegna yrðu þessi gjöld ekki
lögð á flugfélög frá löndum á EES.
Gjöld á flugfélög
utan ESB
Hafa ekki
áhrif á EES-
svæðinu
♦ ♦ ♦