Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ og segja þetta vera algjört bull í karl- inum, sem maldar í móinn samstund- is. „Ég hef að minnsta kosti hvorki skrifborð né stól og hef reyndar aldr- ei haft, enda hefur mér fallið mun betur við að vera í slorgallanum inn- an um sjálfa verðmætasköpunina. Það verða engin verðmæti til á bak við skrifborð,“ svarar Páll þessum aðfinnslum barna sinna. Bjuggu í bragga fyrstu árin Páll H. Pálsson er ættaður frá Þingeyri við Dýrafjörð þar sem faðir hans var útgerðarmaður og skip- stjóri, en Margrét er hinsvegar bóndadóttir frá Rangárvöllum. Palli missti föður sinn 10 ára gamall í sjó- slysi og varð því snemma að taka á í lífinu. Leiðir þeirra Palla og Möggu lágu saman á námsárum þeirra í Reykja- vík þegar Páll var við nám í Stýri- mannaskólanum og Margrét í Hús- mæðraskólanum. Þau hófu búskap í Keflavík þar sem þau bjuggu fyrstu tíu árin. Páll vann sem stýrimaður og skipstjóri þangað til hann keypti sinn fyrsta bát, Farsæl KE, 52 rúmlesta, árið 1963 sem sökk síðan ári síðar án þess að mannskaði hlytist af. Hjónin fluttu sig þá um set til Grindavíkur. Páll átti þar frumkvæði að stofnun útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Vísis sf. árið 1965 og átti upphaflega 3⁄5 hluta í því, en meðeigendur voru Ásgeir Lúðvíksson og Kristmundur Finnbogason. Árið 1970 keypti Páll hlut Kristmundar og árið 1989 keypti hann einnig hlut Ásgeirs. Fyrirtækið hóf starfsemina á því að kaupa eikarbátinn Vísi KE 70 og fiskvinnsluhús, þar sem þau Palli og Magga bjuggu fyrstu tvö árin á efri hæð braggans þar sem saltfisk- vinnslan var, enda var allt lagt undir við að koma starfseminni á fót. „Við fluttum þangað með börnin okkar fimm, sem þá voru á aldrinum eins til níu ára, bjuggum þar með öðru ver- búðarfólki og ég tók að mér ráðs- konustörf,“ segir Magga þegar hún rifjar upp gamla tíma. Síðan hefur umfang fyrirtækisins vaxið verulega og rekur fyrirtækið nú öflugustu línuútgerð landsins. Það ræður nú yf- LÍFIÐ snerist svo sannarlega um saltfisk á uppvaxtarárum sex barna Palla og Möggu í Vísi eða Páls H. Pálssonar og Margrétar Sighvats- dóttur. Þau voru ekki há í loftinu þeg- ar farið var að ræsa þau í aðgerð eld- snemma á morgnana þegar mikið lá við enda höfðu mótbárur í þá daga lít- ið upp á sig. Þegar tilvonandi tengda- börn fóru svo að venja komur sínar á heimili fjölskyldunnar, lá beinast við að vita hvar verkvit lægi áður en samböndum var hleypt á alvarlegra stig. Synirnir tveir, Páll Jóhann og Pétur Hafsteinn, hafa báðir starfað við fyrirtækið, tengdasynirnir þrír, Ágúst Þór Ingólfsson, Albert Sigur- jónsson og Sveinn Ari Guðjónsson, sömuleiðis og önnur tengdadóttirin, Ágústa Óskarsdóttir. Barnabörnin 20 hafa mörg hver fengið sín hlut- verk innan fyrirtækisins og þau elstu komin í störf ræstitækna. Dæturnar fjórar, Margrét, Kristín Elísabet, Svanhvít Daðey og Sólný Ingibjörg, stunda allar kennslustörf í leikskólum, grunnskóla og háskóla á meðan karlpeningurinn í fjölskyld- unni heldur um stjórnartauma fyr- irtækisins. Það er einlæg trú systr- anna að leynt eða ljóst muni hafa verið stefnt að því í uppeldinu að karlmennirnir tækju við helstu lyk- ilstöðum. Foreldrarnir Palli og Magga taka í engu undir þessa full- yrðingu, en segjast vera mjög rík og hamingjusöm yfir því að hafa krakk- ana alla svona nálægt sér enda sé oft glatt á hjalla. „Samheldni fjölskyld- unnar á auðvitað stóran þátt í vel- gengni liðinna ára, segir Palli í Vísi, brosir breitt og bætir við: „Eflaust er eitthvað til í þeirri staðhæfingu að ekki sé farsælt að blanda saman vinnu og fjölskylduböndum, en hjá okkur hefur það gengið ágætlega. Auðvitað gengur á ýmsu og menn ekki alltaf sammála um allt, en þó við séum flest á kafi í þessum bransa alla daga og nætur, þá hefur okkur í raun tekist að halda góðum anda og sam- kennd innan fjölskyldunnar.“ Palli í Vísi verður sjötugur 3. júní næstkomandi og segist, aðspurður, löngu vera hættur að vinna. Aðrir fjölskyldumeðlimir grípa fljótt fram í Samheldni á stóran þátt í velgengninni ir um 11.500 þorskígildistonnum og gerir út sjö línuveiðiskip, sem eru: Hrungnir GK, Sighvatur GK, Freyr GK, Fjölnir ÍS, Sævík GK, Sunnu- tindur SU og Páll Jónsson GK. Velta Vísis árið 2001 var 3,5 millj- arðar króna og á árinu voru fram- leidd 4.000 tonn af blautverkuðum fiski, 1.500 tonn af frystri síld og 30 þúsund tunnur af saltaðri síld. Mest af framleiðslunni fer á markað á Spáni, Ítalíu og í Grikklandi. Starfs- menn eru nú um 320 talsins, þar af eru sjómenn um 100 talsins. Vinnslur á fjórum stöðum Óhætt er að segja að í mörg horn hafi verið að líta hjá þeim Vísis- mönnum á undanförnum þremur ár- um, en á þessu tímabili hefur starf- semin verið þanin út í alla landsfjórð- unga sem leitt hefur af sér á sama tímabili tvöföldun kvótans og fjórar fiskvinnslur í stað einnar áður. Auk vinnslunnar í Grindavík, er fyrirtæk- ið nú með starfsemi á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík. Hjá Vísi hf. í Grindavík hefur lengst af verið stunduð saltfisk- og skreiðarverkun þótt fyrirtækið hafi á undanförnum árum nær eingöngu einbeitt sér að saltfiskverkun, sem farið hefur ört vaxandi. Í ársbyrjun 1999 keypti fyrirtækið meirihluta í Búlandstindi hf. á Djúpavogi og hafði í árslok eignast tæp 90% í félaginu. Í kjölfar mikillar uppstokkunar var rekstrinum þar breytt til muna. Annað af tveimur frystihúsum félagsins, frystihúsið á Breiðdalsvík, var selt ásamt frysti- togaranum Sunnutindi og togbátnum Mánatindi og fiskimjölsverksmiðju. Lögð var aukin áhersla á bolfisk- og síldarvinnslu á Djúpavogi með ný- byggingu og bættum vélakosti, fisk- markaður var stofnaður og aðstaða á höfninni bætt fyrir smábáta og ver- tíðarskip. Tengdasonurinn Sveinn Ari tók við rekstrinum á Djúpavogi og flutti þar af leiðandi austur ásamt konu sinni Sólnýju sem starfar við kennslu í grunnskólanum. Í ágúst 1999 var Vísir svo stofnaðili að fiskvinnslunni Fjölni á Þingeyri, nýju fyrirtæki sem stofnað var fyrir atbeina Byggðastofnunar. Vísir á rösklega helming í fyrirtækinu eftir að hafa lagt fram 250 milljóna króna hlutafé og sér alfarið um rekstur Athafnasvæði Vísis hf. í Grindavík. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Vísir hf. í Grindavík gekk formlega inn í rekstur Fiskiðjusamlags Húsavíkur á aðalfundi félagsins sl. miðvikudag. Hér er hluti af Vísisfjölskyldunni á hafnarsvæði Húsvíkinga. Frá vinstri: Sveinn Ari Guðjónsson, rekstrarstjóri á Djúpavogi, Al- bert Sigurjónsson, rekstrarstjóri á Þingeyri, Ágúst Þór Ingólfsson, verkstjóri í Grindavík, Páll H. Pálsson, aðaleigandi og stjórnarformaður Vísis hf., Andrés Óskarsson, skrifstofustjóri Vísis og mágur Péturs, og Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, en Pétur er nú einnig stjórnarformaður Búlandstinds og Fjölnis auk þess að vera í stjórn FH. Páll. H. Pálsson eða Palli í Vísi, eins og hann er oftast nefndur, stofnaði útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Vísi í Grindavík árið 1965 ásamt eiginkonu sinni Margréti Sighvatsdóttur með kaupum á einum bát og fiskverk- unarhúsi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Skipin eru orðin sjö talsins og hefur fyrirtækið nú teygt anga sína út í alla landsfjórðunga. Jó- hanna Ingvarsdóttir fór í kvöldkaffi til Vísis-fjölskyld- unnar í Grindavík sem þykir einstaklega samhent í leik og starfi, en börn, tengdabörn og barnabörn, sem vettlingi geta valdið, hafa starfað að meira eða minna leyti við fjölskyldufyrirtækið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.