Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var í byrjun desembersem ég lenti á flugvellin-um í Punta Arenas, syðst íChile. Á leiðinni inn í bæ-inn virti ég fyrir mér vind- barin húsin og bárujárnið. Það hafði ekkert breyst á þeim fjórum árum sem liðin voru frá því ég kom hér síð- ast. Trén voru jafnbogin undan stöð- ugum norðanvindinum og Magellan- sundið var jafnblátt og kalt. Ég þekkti staðinn vel, enda hafði ég dvalið hér nokkurn tíma við frágang og lokaundirbúning fyrir skíðagöng- una á suðurpólinn. En nú var ég mættur aftur til að klífa hæsta fjall Suðurskautslandsins, Vinson Mas- sif. Ég kom mér fyrir á Hotel Condor de Plata sem er vinsælt meðal fjalla- manna, en það er fremur verðið en þægindin sem laðar þá til sín. Hér hafði heldur ekkert breyst, sömu gömlu innréttingar og sama starfs- fólk og það eina sem bar vitni um að tíminn hefði liðið voru ný veggspjöld frá leiðöngrum sem höfðu þegið hér næturgistingu. Það kom mér ekki á óvart að frétta daginn eftir að nokkurra daga frestun yrði á því að flogið yrði til Suðurskautslandsins, enda verða að- stæður til lendingar að vera mjög góðar svo farið sé í loftið. Ég ákvað því að nota tímann og fara í skoð- unarferð í þjóðgarðinn Torres del Paine sem er syðst í Patagóníu, rétt fyrir norðan Punta Arenas. Ég leigði mér lítinn bílgarm, keypti landakort og hélt af stað. Punta Arenas má þýða sem „Sandtangi“ og ber nafn með rentu. Í fyrstu var landslagið mjög flatt, sendið og hrjóstrugt. Meðfram veginum var sauðfé á beit og það var ekki laust við að nálægðin við sjóinn, vindurinn, gróðurinn og fjöllin minntu mig á Ísland. En það var ef til vill ekki síður svalt og tært loftið og bláminn á himninum sem minnti mig á landið okkar góða. Síð- an fóru fjöll og jöklar Patagóníu að birtast. Eftir því sem nær dró varð landslagið æ stórbrotnara og það var ekki annað hægt en að heillast af því. Vötnin djúpblá, hlíðarnar græn- ar og yfir gnæfðu himinháir granít- hamrar. Ég sat tímunum saman og virti fyrir mér þessa ægifegurð. Glæfraleg íslending Eftir tveggja daga dvöl í Torres del Paine þjóðgarðinum hélt ég aftur til Punta Arenas og nú hófst bið eftir flugveðri til Suðurskautslandsins. Ég hafði samið við fyrirtækið Ad- venture Network International (ANI) um flutning að fjallinu en það er í raun eina félagið getur boðið upp á slíkt flug. Þetta er erfið og áhættu- söm starfsemi enda er þjónusta fyr- irtækisins mjög dýr. Eldsnemma að morgni 12. desem- ber var loksins haldið út á flugvöll. Þar beið gríðarstór rússnesk flutn- ingavél, af gerðinni Ilyushin 76, tilbúin til brottfarar. Þetta var risa- vaxið ferlíki með fjórum þotuhreyfl- um og fullhlaðin af matvælum og búnaði. Rússnesk áhöfnin tók á móti okkur, mér og tólf öðrum Suður- skautsförum, og benti okkur á að setjast í sætaröð sem var innan um allan varninginn, meðal annars fjöldann allan af bensíntunnum. Eftir aðeins um þriggja tíma flug vorum við yfir Suðurskautslandinu. Það var ekki laust við að ég spennt- ist upp þegar lendingin nálgaðist. Flugvélin var ekki á skíðum heldur lendir á hjólum á glærum ís sem er svo sleipur að erfitt er að fóta sig á honum. Þetta er glæfraleg lending en samt öruggari en hún lítur út í fyrstu. Vélin nötraði öll og skalf þeg- ar hún skautaði á ofurhraða eftir gáróttum ísnum en stöðvaðist að lokum eftir að hafa runnið um einn kílómetra. Það er sterk upplifun að stíga út úr flugvélinni og ganga út á ísinn. Skyndilega er maður kominn í und- arlegan heim. Birtan er svo skær að hún stingur í augun og loftið er kalt og þurrt. Maður er kominn í veröld þar sem hvítur snjórinn, blár him- ininn og ískaldur vindurinn ráða ríkjum. Maður skynjar vel að maður er staddur á hjara veraldar, eins langt frá byggðu bóli og hugsast get- ur. Umhverfið er algerlega lífvana, í þessum kulda getur ekkert þrifist nema mennirnir með öll sín tæki og tól. Ég var kominn í tjaldbúðirnar Patriot Hills sem eru reknar af ANI og eru í útjaðri Suðurskautslands- ins, ekki langt frá Ronne-íshellunni. Það var einmitt hér sem gangan á suðurpólinn hafði hafist fjórum ár- um áður. Í eldhústjaldinu var boðið upp á kaffi og hér hitti ég fyrir nokkra fjallamenn sem voru að koma af Vinson. Einn þeirra var gamall vinur minn, Norðmaðurinn Sjur Mørdre, sem er tveggja póla fari og víðförull fjallamaður. Ég hafði síðast hitt hann í hlíðum Denali og þar áður í Norður-Kanada og urðu því fagnaðarfundir með okkur. Sjur sagði mér að hann hefði hreppt slæmt veður á fjallinu en fjallgangan gengið vel þótt hún hafi tekið 10 daga. Hæsta fjall suðurskautsins Ég var enn langt frá takmarki mínu en næsta dag var komið að því að fljúga í grunnbúðir við rætur Vin- son. Nú tók við lítil flugvél á skíðum og framundan klukkutíma flug í norð-vestur. Ég horfði heillaður á landslagið þar sem við flugum yfir ósnortna jökla og fjöll. Óteljandi brattir tindar risu upp úr ísbreið- unni og ég vissi að þeir væru flestir óklifnir. Fjallið Vinson, hæsta fjall suðurskautsins, blasti við framund- an og færðist nær og nær. Vinson er 4.897 metra hátt og er í fjallgarði sem nefnist Sentinel-fjall- garður. Það er á 78. breiddargráðu suður og því aðeins 1.200 kílómetr- um frá Suðurpólnum. Það var fyrst klifið árið 1966 af bandarískum leið- angri og hefur í raun verið afar fá- farið síðan og til viðmiðunar má nefna að færri hafa klifið tind Vinson heldur en tind Mt. Everest. Grunnbúðirnar við rætur Vinson samanstóðu af tveimur stórum braggatjöldum og fimm kúlutjöldum sem stóðu í aflíðandi brekku en til hliðar var brautin sem skíðaflugvél- in notar til lendingar og flugtaks. Búðirnar eru á svokölluðum Brans- comb-jökli en fyrir ofan blasti við hamraveggur Vinson, og efst glitti í tindinn. Hér í grunnbúðum hitti ég Bruce, skoskan fjallamann, en við ætluðum að verða samferða á fjallið. Hann er jafnaldri minn og hefur mikið klifrað í Skotlandi og evr- ópsku Ölpunum en var nú í fyrsta sinn í löngum leiðangri. Veðrið var með eindæmum gott, það var heið- ríkja og ekki ský á himni en gjólan köld enda var frostið um -20° C. Eftir að hafa eytt degi í undirbún- ing og pökkun héldum við tveir fé- lagarnir af stað upp jökulinn. Þótt frostið væri mikið, var sólin svo sterk að við kófsvitnuðum á göng- unni enda stikuðum við greitt upp jökulinn. Við bárum helming farang- ursins á bakinu en hinn helminginn drógum við á sleðum. Víða gaf yf- irborð snævarins til kynna að undir niðri leyndust gríðarstórar sprung- ur og var því vissara að gæta fyllsta öryggis. Þegar við vorum hálfnaðir upp jökulinn komum við að stað þar sem venja er að gista en þar sem við vor- um óþreyttir og veðrið lék við okkur héldum við göngunni áfram. Eftir aðeins sex tíma göngu vorum við komnir efst í jökulinn, að rótum brattrar hlíðar. Hér slógum við upp tjaldinu okkar í um 2.900 metra hæð og vorum við ánægðir með dags- verkið enda höfðum við lagt tvær dagleiðir að baki. Við vorum í eins- konar dalverpi og það var algert logn. Þrátt fyrir grimmdarfrost voru geislar sólar svo sterkir að við gát- um legið í sólbaði um tíma, teygt úr okkur, lesið í bók og hlustað á tón- list. En þegar sólin hvarf á bak við fjallshrygg og skuggi færðist yfir dalinn varð nístingskalt og frostið féll niður í -35° C um nóttina. Úrkoman minni en í Sahara-eyðimörkinni Við vorum nýlagðir af stað daginn eftir, við rætur bratts ísfalls, þegar við sáum stórt flekaflóð renna niður brekkuna. Snjóþekjan hafði gefið sig og snjóflóðið fallið skammt frá upp- gönguleiðinni. Þetta var stórt flóð og ekki hefði þurft að spyrja að leiks- lokum ef við hefðum orðið fyrir því. Þetta var brött brekka sem við þurftum að klífa og í raun hættuleg- asti hluti leiðarinnar því fyrir utan snjóflóðahættuna voru á leiðinni stórar jökulsprungur og fyrir ofan gnæfðu mistraustvekjandi íshnull- ungar. Við mátum hættuna of mikla á þessari stundu og ákváðum að leyfa snjónum að sjatna yfir nóttina. Snjóflóðahætta skapast oftast eft- ir snjókomu en á Suðurskautsland- inu er úrkoman mjög lítil, jafnvel Á hjara veraldar Um næstu mánaðamót leggur Haraldur Örn Ólafs- son í leiðangur á Mount Everest (8.850 m), hæsta fjall heims. Í þessari grein segir hann frá ferð sinni á hæsta tind Suðurskautslandsins, Vinson Massif. Tjaldbúðirnar í Patriot-Hills eru í útjaðri Suðurskautslandsins. Umhverfið er lífvana því í kuldanum getur ekkert þrifist. Á tindi Vinson Massif, en Haraldur Örn kleif tindinn nákvæmlega 35 árum eftir að fyrsta uppgangan átti sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.