Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 51 Aðalfundur 2002 Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn þriðjudaginn 19. mars 2002 í Sunnusal, Radisson SAS Saga Hótel, Reykjavík og hefst kl. 16:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um að auka hlutafé félagsins um kr. 699.297.126 með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis en verða síðan afhentir ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað. TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF RAÐGREIÐSLUR Sölusýning - Sölusýning 10% staðgreiðsluafsláttur Sími 861 4883 á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún, Reykjavík, í dag, sunnudag 17. mars kl. 13-19 Ný sending af teppum á mjög góðu verði Þegar foreldrar mínir í snarhastiæskunnar lögðu drög að mér slæddust því miður með nokkur liða- gigtargen sem hafa gert mér lífið leitt á stundum. Vegna þeirra hef ég verið útsett fyrir allskyns bólgum í vöðvum og liðum, auk þess sem vöðvabólgur eru sem kunnugt er at- vinnusjúkdómur hjá mörgu fólki sem leggur fyrir sig skriftir eða aðra tölvuvinnu. Ég og sjúkraþjálfarinn minn höf- um nú um mjög langt skeið „arkað saman vorn æviveg“, til stórra hags- bóta fyrir mig. Fyrir nokkru ákvað ég hins vegar með tilliti til komandi breytinga á reglugerð Tryggingastofnunar ríkis- ins vegna sjúkraþjálfunar að athuga hvernig mér vegnaði óstuddri af sjúkraþjálfaranum – láta á það reyna í tilraunaskyni hvort ég „gæti lifað“ án hans. Mér gekk sæmilega í nokkrar vik- ur en svo fór að síga á ógæfuhlið. Þá ákvað ég að fá snemmindis bólgueyð- andi lyf hjá lækninum mínum. Ekki hafði ég tekið þau lengi þegar verk- irnir virtust hafa séð sig um hönd og fært sig ofan í magann. Ég setti þá bólgueyðandi lyfin upp í efri skáp og fór í heilsubúðir til að kaupa eitthvað af öllum þeim fæðubótarefnum sem gera kraftaverk á kraftaverk ofan ef marka má auglýsingar í fjölmiðlum. Eftir nokkurrra vikna inntöku þeirra efna brá svo við að verkir í vöðvum og liðum höfðu ekki batnað og verkirnir í maganum versnað. Þá fannst mér tími til kominn að fara til magalæknis. Hann hafði eng- ar vöflur á heldur renndi ofan í mig þar til gerðu tæki og tók mynd af maganum. Að því loknu horfði hann á mig eilítið fjarrænn á svip eins og þeir verða sem sjá það sem venjulegu fólki er hulið. „Þú ert með magabólgur – „stend- ur“ þú mikið í kaffikönnunni?“ spurði hann alvarlegri röddu. „Nei,“ svarði ég. „Tekur þú lyf eða fæðubótar- efni?“ Ég gat ekki neitað því að hafa eytt talsvert miklum fjármunum í slíkt á undanförum mánuðum. „Láttu þau öll eiga sig – þau eru sum sterk en flest óþörf, þú færð þau efni sem þú þarft úr venjulegri fæðu, að við- bættu lýsi,“ sagði magalæknirinn og sendi mig heim. Þegar þangað kom tíndi ég öll glösin með aðskiljanlegum jurtaleif- um ofan í plastpoka og setti hjá bólgueyðandi lyfjunum í efri skápn- um. Þessu næst ákvað ég að taka upp sundiðkun á ný en hún hafði legið niðri vegna vetrarkulda. Ekki er að orðlengja það að frostið hafði ill áhrif á vöðva- og liðabólgurnar, einnig á magabólguna og við bættist ný bólga í kinnholunum svo nú var ég komin með slæman höfuðverk. Ég dróst heim og ákvað að leggjast á hita frá haus og niður á mjaðmir. Maðurinn minn hafði þá nýverið keypt sér dýrindis saltpúða sem átti að gera bólgum og ofreyndum bak- vöðvum gott. Honum rann til rifja ástand mitt og bauð mér saltpúðann góða til afnota – að því tilskildu að ég færi eftir leiðbeiningum þeim sem púðanum fylgdu. „Auðvitað geri ég það,“ svaraði ég og kveikti umsvifalaust á ofninum. Vefja átti saltpúðann vandlega í ál- pappír og hita hann í ákveðið margar mínútur í meðalheitum ofni. Ég gerði þetta og allt gekk vel. Mér leið ágæt- lega meðan ég lá á heitum púðanum, síðan fór ég upp að tölvunni og lagð- ist svo aftur á púðann þegar verkirnir gerðu það nauðsynlegt og þannig koll af kolli. Smám saman fór mér hins vegar að leiðast þetta vesen með álpapp- írinn og mér fannst líka tímasóun að bíða svona lengi eftir að púðinn hitn- aði. Meðan ég lá eitt sinn á púðanum datt mér það snjallræði í hug að taka í gagnið álbakka sem orðið hafði af- gangs eftir fermingarveislu og hækka jafnframt hitann upp í mesta straum, þá myndi bæði undirbúning- urinn og hitatíminn styttast. Eftir næstu vinnutörn hrinti ég þessu í framkvæmd – skellti salt- púðanum á álbakkann og setti mesta straum á bakarofninn. Síðan fór ég upp að vinna og lokaði að mér svo ég fengi frið. Meðan þessu vatt fram lá eigandi saltpúðans inn í stofu og dormaði yfir sjónvarpinu. Segir svo ekki meir af þessu fyrr en ég heyri mikil andköf og hark niðri. Ég flýtti mér niður til að at- huga hvað væri að. Í gegnum móðu og mistur sá ég manninn minn koma með svartbrenndan saltpúðann í handklæði. „Álbakkinn“ reyndist sem sé hafa verið úr plasti svo lyktin í eldhúsinu var eins og á vettvangi þar sem tölvuúrgangi er brennt í þróun- arlöndunum. Enn á ný mátti ég leggja með allar bólgurnar á brattann og nú með það „á bakinu“ einnig að hafa komið saltpúðanum góða fyrir ætternis- stapa. Hvar getur sú þrautaganga endað nema hjá sjúkraþjálfaranum? – Sem mun væntanlega með togi og poti, klappi og nuddi, allskyns geislum og hitabökstrum koma mér til heilsu á ný. Víst er að það horfir ekki vel fyrir mér og ótalmörgum öðrum, sem eru svo óheppnir að dragast með bólgur í kroppnum, nú þegar sjúkraþjálfun er orðin svo dýr að venjulegt fólk á erf- itt með að nýta sér hana, nema þá að hluta. Við slíkar aðstæður gæti svo farið að margir hinna þrautpíndu legðust í þunglyndi og þyrftu auk annarra lyfja að taka geðlyf. Trygg- ingastofnun er víst um og ó að læknar séu að ávísa miklu af slíkum lyfjum vegna þess hve dýr þau eru. Viðbúið er einnig að við núverandi ástand leggist æ fleiri á hæli, yfirfallnir af allskyns bólgusjúkómum. Vist á end- urhæfingardeildum og sjúkrahúsum er ábyggilega mun dýrari en sjúkra- þjálfun, ef velja þarf þar á milli. Ég trúi því annars ekki í alvöru að Tryggingastofnun sé „hjartalaus“ – ég vil þvert á móti trúa því að á bak við harðan skrápinn slái gott hjarta – sem að hætti kærleikans sjái úrræði sem aðrir fá ekki komið auga á. Þjóðlífsþankar/ Hvað gera þeir þá við ræfil eins og mig? Þrautaganga gigtarsjúklinga „ÞEIM var ekki skapað nema skilja“, var sagt um Tristan og Ísold. Ég vona að það fari ekki eins með mig og sjúkraþjálfarann minn. Ég er nefnilega búin að átta mig á að ég „get ekki lifað“ án hans. Hinn „vondi dreki“ sem stendur nú á milli okkar er hin (að því er virðist) „hjartalausa“ Tryggingastofnun. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.