Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ HREINNEggertssonfæddist íBolungar-vík 27. jan- úar 1945. Hann lenti í flugóhappi 19. ágúst 1965 sem sagt var frá í Morg- unblaðinu daginn eftir. Við eftir- grennslan kom í ljós að Hreinn býr enn í Bolungarvík og hefur „marga fjöruna sopið“ eftir að hann lenti í umræddu flugóhappi sem hann hafði þetta að segja um: „Ég var með yngri flugmönnum Ís- lands og hafði byrjað að fljúga sem flugmaður hjá flugskólanum Þyt þetta vor. 19. ágúst var ég á leið til Bíldudals að ná í farþega. Ég „missti mótor“ yf- ir miðjum Breiðafirði, eins og við segjum flugmennirnir. Ég fór að at- huga, þegar ég var að svífa niður und- ir sjóinn, hvert ég ætti að stefna. Ég fór framhjá eyju áður en ég lenti. Þegar ég var lentur kom ég ekki auga á neitt sem gæti orðið mér til hjálpar en hafði rétt áður séð bát sigla á bak við umrædda eyju. Þetta var bátur- inn Sigurfari SÁ og skipstjóri var Hjálmar Gunnarsson, sem nú er lát- inn. Hjálmar hafði heyrt í vélinni og sá hana vera komna niður undir sjó þegar hann fór á bak við eyjuna. Þeg- ar hann kom framundan eyjunni sá hann enga vél og velti þá fyrir sér hvort hefði orðið slys. Hann keyrði á hugsanlegan stað og kom þá auga á mig í sjónum, þar sem ég veifaði eins og vitlaus maður. Hann bjargaði mér þarna úr sjónum.“ Stórslasaðist í bílslysi Hættir þú að fljúga eftir þetta? „Nei, ég lét þetta óhapp hreint ekki á mig fá. Ég hélt áfram að fljúga fram á haust en fór þá á síld með tengda- pabba mínum Hávarði Ol- geirssyni og var með hon- um á þorskanetum og síld næstu tvö ár. Þá réð ég mig hjá Finnboga Jakobs- syni skipstjóra á Bergrúnu og var stýrimaður hjá honum í víst ein tvö ár, allt þangað til við lentum í því óhappi að báturinn sökk undan okkur út af Rit. Við björguðumst giftusam- lega og ég fór fljótlega eftir þetta að fást við útgerð og var við það í nokkur ár, eða þar til ég réð mig sem háseta hjá tengdapabba mínum á nýjan ís- fisktogara sem hann var að fá frá Frakklandi. Ég fór út með honum að ná í skipið, þetta var árið 1975. Hinn nýi togari bar nafnið Dagrún ÍS-9. Ég var á þeim togara í tvö ár og þá fór ég í land og réð mig sem verk- stjóra hjá saltfiskverkun hér í bæ, í Bolungarvík. Við það var ég þangað til ég lenti í bílslysi 1983 á Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Komst ég þá næst því að drepa mig. Það vildi svo lánlega til að menn frá Landhelgisgæslunni voru að skoða þyrlu með kaup í huga og voru þeir staddir út af Norðurlandinu. Þeir voru fengnir til að koma til Ísafjarðar og flytja mig til Reykjavíkur. Bolvík- ingur hafði komið að mér á Eyrar- hlíðinni eftir að ég hafði ekið á ljósa- staur og kubbað hann í tvennt. Við höggið kastaðist ég út úr bílnum og eina 20 metra eftir götunni. Ég háls- brotnaði, viðbeinsbrotnaði, kjálka- brotnaði og hlaut mikla heila- skemmd. Þeir landhelgisgæslumenn flugu sem sagt með mig ásamt lækni frá Ísafirði suður á Borgarspítala og var ég þar meðvitundarlaus í einar níu til tíu vikur. Þegar ég rankaði við mér var ég fluttur á Grensásdeild til endurhæf- ingar og var þar þar til um áramót 1984 til 1985, eða tæpu ári eftir að ég hafði orðið fyrir slysinu. Þetta slys hafði geysilega mikil áhrif á mig og mína fjölskyldu. Ég er svo lánsamur að eiga trygga konu, Hildi Hávarðardóttur, sem staðið hefur sem klettur við hlið mína frá því við vorum ung og til þessa dags. Ekki síst hefur mér verið þetta mikilvægt þau tuttugu ár sem liðin eru frá því að ég varð fyrir umræddu slysi. Ég byrjaði að vinna lítinn hluta úr deginum hjá bæjarsjóði Bolungarvík- ur árið 1985. Um ári síðar var ég far- inn að vinna fulla vinnu, eða í átta tíma á dag og þykist ég góður að geta unnið þetta – sem mér fannst þó ekki mikið áður fyrri. Höfuðhöggið og heilaskemmdin höfðu alvarlegustu áhrifin á mig, ég hef slæmt skammtímaminni. Líkam- leg heilsa er aftur á móti nokkuð góð nema hvað jafnvægið er heldur lé- legt. Ég á einnig erfitt með ýmsar fín- hreyfingar. Ég varð t.d. að læra að skrifa upp á nýtt eftir slysið (e. Kr. eins og ég kalla það). Ég grínast oft með það við fjöl- skylduna að ég sé „heilbrigður sjúk- lingur“ í dag. Lækningaforstjórinn Guðný Daníelsdóttir kvaddi mig í lok dvalar minnar á Grensásdeildinni með þeim orðum að ég mætti búast við að fá oft miklar höfuðkvalir. En reyndin hefur orðið sú að ég hef aldr- ei fengið þær höfuðkvalir en hins veg- ar hef ég stundum fengið verk í bakið. Það kalla ég vel sloppið. Pétur Pét- ursson læknir sagði við mig eitt sinn: „Þú ert verðugt rannsóknarefni fyrir læknastéttina, Hreinn minn.“ Læt tryggilega á mig öryggisbeltið En hvernig var það með flug- óhappið – hafði það engin áhrif á and- lega eða líkamlega heilsu? „Nei, ég þakka það því að ég hafði undirbúið mig vel undir nauðlend- inguna. Ég fór t.d. úr skónum og setti þá í hurðarfals svo hurðin myndi ekki lokast ef vélin myndi vinda upp á sig. Ég setti og á mig öll fjögur björg- unarbeltin sem voru í vélinni – tvö að framan og tvö að aftan. Þegar ég sá að vélin myndi sökkva, fór ég út og út á vænginn og kastaði mér í sjóinn til þess að sogast ekki niður ef eitthvert sog yrði í kjölfar vélarinnar.“ Fannstu ekki fyrir flughræðslu eft- ir þetta? „Nei, eiginlega þvert á móti. Ég hef enn mikinn áhuga á flugi og kannski er þetta í blóðinu því yngri sonur minn Óttar er flugmaður hjá Flugleiðum. Sá eldri heitir Birkir og er hann yfirmaður hjá Samherja – nú um stundir 1. stýrimaður á Wilhelm Þorsteinssyni. Ég var heldur ekkert hræddur eft- ir óhappið þegar báturinn Bergrún sökk. Það var rússneskur verk- smiðjutogari sem bjargaði okkur úr gúmmíbátnum sem ég og fjórir aðrir vorum í skamma stund. Togarinn sá þegar við skutum upp neyðarblysi og kom strax á vettvang. Við sluppum því ótrúlega vel frá því óhappi.“ En hvað með bíla – hefur þú keyrt síðan þú lentir í slysinu á Eyrarhlíð? „Já, ég keyri um allt. Konan mín segir stundum við mig þegar við för- um framhjá slysstaðnum á Eyrar- hlíðinni hvort ég muni hvað hafi raun- verulega gerst. En það kviknar aldrei ljós hvað það snertir. Ég var ekki með öryggisbelti þeg- ar slysið á Eyrarhlíðinni varð en það get ég sagt að ég fer aldrei „spönn frá rassi“ síðan nema að láta tryggilega á mig öryggisbeltið.“ „Heilbrigður sjúklingur“ Oft er sagt frá slysum, óhöppum og alls kyns uppákomum í fjölmiðlum, hins vegar segir sjaldn- ast eftir það margt af þeim sem hlut eiga að máli. Hreinn Eggertsson lenti í flugóhappi á Breiðafirði 1965. Hann sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þessari reynslu sinni og ýmsu því sem á daga hans hefur drifið síðan. HVAR ERU ÞAU NÚ? 19. ágúst var ég á leið til Bíldu- dals að ná í farþega. Ég „missti mótor“ yfir miðjum Breiðafirði, eins og við segjum flugmennirnir. Ég fór að athuga, þegar ég var að svífa niður undir sjóinn, hvert ég ætti að stefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.