Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 11 Hjónin Páll H. Pálsson og Margrét Sighvatsdóttir. Börn Palla og Möggu eru sex talsins, þar af tveir synir og fjórar dætur. Hér eru þau ásamt mökum. Efri röð frá vinstri: Pétur Haf- steinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, Albert Sigurjónsson, rekstrarstjóri á Ísafirði, Sveinn Ari Guðjónsson, rekstrarstjóri á Djúpavogi, Ágúst Þór Ingólfsson, verkstjóri í Grindavík, og Páll Jó- hann Pálsson, skipstjóri, vélstjóri og útgerðarstjóri. Neðri röð frá vinstri: Ágústa Óskarsdóttir í launadeild, Svanhvít Daðey Páls- dóttir, námsmaður og starfsmaður á leikskóla á Ísafirði, Sólný Ingi- björg, kennari á Djúpavogi, Margrét Pálsdóttir, sendikennari í Þýska- landi, Kristín Elísabet Pálsdóttir leikskólakennari og Guðmunda Kristjánsdóttir, námsmaður og meðhjálpari við Grindavíkurkirkju. þess. Tilgangur félagsins er að stuðla að eflingu atvinnulífs á Þingeyri, einkum á sviði fiskvinnslu og annars tengds atvinnurekstrar og fékk nýja fyrirtækið 387 þorskígildi af byggða- kvóta Vestfirðinga. „Byggðastofnun hafði sett það á oddinn að byggða- kvótinn yrði notaður til að upphefja á ný atvinnulífið á Þingeyri og var leit- að til okkar um að koma að stofnun fyrirtækisins og taka að okkur rekst- ur þess sem við og gerðum, m.a. vegna tengsla okkar við staðinn,“ segir Pétur. Tengdasonurinn Albert Sigurjónsson var sendur vestur ásamt konu sinni Svanhvíti Daðeyju til að taka við rekstrinum fyrir vest- an. Í liðinni viku komst Vísis-fjölskyld- an svo á ný í fréttir þegar formlega var gengið frá kaupum hennar á 45% eignarhlut Tryggingamiðstöðvarinn- ar, Olíufélagsins og tengdra aðila í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Söluað- ilar eignuðust í staðinn hlutabréf í Vísi. Með kaupunum jukust afla- heimildir Vísis úr 9.500 þorskígildum í 11.500 þorskígildi. FH hefur yfir að ráða um 2.000 þorskígildum, en þar sem fyrirtækið hefur um skeið ekki verið með eigin útgerð, hafa skip Samherja hf. séð um veiðarnar. Að sögn Péturs Hafsteins Pálsson- ar, framkvæmdastjóra Vísis, er markmiðið með kaupunum á hlut í FH að efla útgerðarþátt samstæð- unnar og breikka framleiðslulínuna í landi, en stefnt er að aukinni fram- leiðslu í landi á öllum stöðum þar sem Vísir hf. er nú með starfsemi. „Þessi kaup á FH hafa átt sér þó nokkurn langan aðdraganda, en við segjum í gríni að FH hafi verið einn vinsælasti piparsveinninn á landinu því fyrir- tækið átti bara kvóta en engin skip. Margir voru því á biðilsbuxum, en svo fækkaði í röðinni þar til við vor- um einir eftir og erum við þakklátir viðsemjendum okkar að hafa valið okkur úr hópi margra ágætra von- biðla.“ Ætlum að efla byggðirnar Pétur, sem sótti menntun sína í Vélskólann, Stýrimannaskólann og Tækniskólann, hefur verið starfandi framkvæmdastjóri Vísis hf. undan- farin fimm til sex ár, en hann hefur í gegnum árin gengið í flest störf inn- an þess og alla sína starfstíð unnið í fyrirtækinu ef undan er skilið eitt og hálft ár við fisksölu hjá Pétri Björns- syni í Hull í Englandi og svipaður tími á loðnuskipinu Grindvíkingi GK. „Það vakir ekkert annað fyrir okk- ur en að efla fyrirtækin, styrkja þess- ar einingar úti á landi og þar með byggðirnar væntanlega. Við erum ekki að fara með neitt í burtu,“ segja þeir feðgar Pétur og Páll, spurðir um framtíðarsýnina eftir allar þær fjár- festingar, sem að baki eru. „Eitt til tvö ár eru liðin síðan menn fóru að sjá teikn á lofti um að landvinnslan væri að rétta úr kútnum. Við vorum, held ég, fyrstir til að selja frystitogara í þeim tilgangi að efla landvinnsluna og nú má sjá þessa þróun víðar. Sam- herji hf. er til að mynda að efla land- vinnsluna sína á kostnað sjóvinnsl- unnar. Við komum til með að verða með ákveðna sérhæfingu í vinnslunni á hverjum stað og keyrum aflann til og frá stöðunum eftir því sem við á hverju sinni. Í Grindavík verður flatt í salt. Á Djúpavogi verður flakað og unnin saltsíld. Á Þingeyri verður flakað og á Húsavík verður bita- vinnsla í frost.“ Upp á kant við fiskmarkaði Palli í Vísi hefur í tæpa hálfa öld keypt olíu á báta sína af Olíufélaginu hf. og selt allar sínar afurðir í gegn- um SÍF og segist ekki sjá nein rök fyrir því að breyta til á meðan menn standi sig. „Hinsvegar lentum við upp á kant við fiskmarkaðina þar sem okkur fannst gjaldtakan alltof há þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir og tilraunir til samninga. Við fórum þá leið að stofna okkar eigin fiskmarkaði og það var ekki fyrr en þá að við náðum kostn- aðinum niður, en nærri lætur að um helmingur af öllu okkar hráefni hafi farið á fiskmarkaði.“ Vísir hf. sagði sig úr viðskiptum við Fiskmarkað Suðurnesja og stofnaði Fiskmarkað Grindavíkur. Síðan hefur fyrirtækið stofnað fiskmarkaði á Djúpavogi og á Þingeyri auk þess sem stefnt er að stofnun fiskmarkaðar á Húsavík inn- an tíðar. „Það fyrsta sem við gerum þegar við komum á þessa staði er að stofna fiskmarkaði til að þjóna bæði vinnslunni og veiðiskipunum. Ýsan, karfinn og stærstur hluti steinbítsafl- ans hefur til dæmis verið seldur á mörkuðum og þorskur keyptur í staðinn þar sem hann hefur hentað betur í vinnsluna.“ Bylting í beitingarvélum Beitingarvélar, sem farið var að nota um borð í íslenskum línuveiði- skipum um og upp úr 1985, hafa orðið til þess að gjörbreyta rekstrarum- hverfi línuútgerða sem gert hefur það að verkum að ekki er orðinn ýkja mikill munur á því að gera út línubát eða ísfisktogara hvað hráefnisöflun varðar. Línubátar með beitingarvél- um um borð geta nú farið með línuna allt í kringum landið í staðinn fyrir að vera bundnir við ákveðna höfn og beitingu í landi auk þess sem þeir hafa nú burði til að skammta stöðugt hráefni líkt og togararnir, að sögn Péturs. „Vertíðarbátaflotinn væri í reynd að deyja drottni sínum ef ekki væri fyrir þessa línubáta, sem eftir eru. Vertíðarbátaflotinn hefur í reynd lent harkalega á milli stórútgerðar- innar annars vegar og smábátaút- gerðarinnar hinsvegar. Á meðan stórútgerðin hefur haft aðgang að nægu fé til að kaupa upp aflaheim- ildir af bátaflotanum til að bregðast við eigin kvótaskerðingu hefur smá- bátaútgerðin með frekju og yfirgangi verið að harka til sín sífellt stærri bita af því heildaraflamarki, sem er til skiptanna, á kostnað annarra. Við sjáum til dæmis fram á að missa á næsta ári 15% af okkar steinbíts- kvóta yfir til smábátanna eftir að nýju smábátalögin taka gildi. Bátaflotinn hefur hægt og rólega verið skorinn niður í veiðiheimildum án þess að hafa fengið rönd við reist. Eina undantekningin var þegar línu- bátarnir fengu hluta af niðurskurð- inum til baka þegar svokallaðri línu- tvöföldun var deilt út eftir aflareynslu. Ef til vill voru eigendur bátanna sjálfum sér verstir með því að taka ekki þátt í slagnum um veiði- heimildirnar að neinu marki þótt skýringa megi eflaust leita í eðlismun fyrirtækjanna. Í bátamenningunni hafa eigendurnir verið ýmist í brúnni eða fiskhúsunum og ekki hefur tíðk- ast að ráða sérstaka framkvæmda- stjóra til að sinna þessum málum. Þaðan af síður hefur skuldasöfnun verið markmið. Því hafa menn hvorki haft vilja né burði til að skuldbinda sig til að kaupa aftur það sem frá þeim hefur verið tekið,“ segir Pétur. Múgæsing og meinloka Þeir feðgar eru bjartsýnir á að landsbyggðin eigi framtíðina fyrir sér ef þingmenn láta af stöðugum áhyggjum af því hvernig skattleggja skuli landsbyggðina sérstaklega. „Á sama tíma og menn tala fjálglega um að styrkja landsbyggðina, eru uppi stór áform um veiðileyfagjald, sem ganga mun beint í skrokk á þeim fyr- irtækjum, sem eru þó að reyna að byggja upp atvinnu úti á landi og af þeirri einu atvinnugrein, sem hefur tekist að halda uppi atvinnu á þessum smærri stöðum. Það á að bjarga sjáv- arbyggðunum með því að leggja á þær aukin gjöld. Það er í raun ótrú- legt að menn komist upp með svona þversagnir. Veiðileyfagjald er ekkert nema skattur á landsbyggðina þar sem 90% af sjávarútvegi eru bundin landsbyggðinni. Með áróðri og múgæsingu gagn- vart útgerðarmönnum er búið að búa til sameiginlega óvini, sem í daglegu tali eru nefndir sægreifar, og er kjarninn sá að sú þjóð, sem að stærstum hluta hefur valið að búa í Reykjavík og nágrenni, ætlast til þess að landsbyggðin borgi henni nokkra milljarða á ári í skatt fyrir það að fá að sækja sjó og draga björg í bú. Veiðileyfagjaldi er ætlað að róa fjöldann á Reykjavíkursvæðinu, sem sér ofsjónum yfir ótilgreindum og stórýktum gróða útgerðarinnar. Það er hinsvegar alveg sama hvaða reglur menn setja, veiðileyfagjald kemur ekki til með að nást af lands- byggðinni vegna þess að það er ekk- ert til skiptanna. Útflutningsverð- mætið eykst ekkert með tilkomu veiðileyfagjalds. Í raun er alveg sama hvernig á veiðileyfagjald er litið, það er meinloka og skilar sér aldrei. Að sama skapi ef söluhagnaður af út- gerðarfyrirtækjum yrði skattlagður sérstaklega, myndu fjárfestar veigra sér við að koma nálægt greininni, en leita þess í stað á önnur mið þar sem skattaumhverfi er vinalegra en þó er þannig skattur ekki til þess fallinn að íþyngja þeim, sem eru í rekstrinum, eins og veiðigjaldið myndi klárlega gera,“ segir Pétur. Töfraorðið er stöðugleiki Stöðugleiki er eitt nauðsynlegasta tæki sjávarútvegsins til að lifa af, en því miður er alltaf verið að ógna hon- um með alls konar tilfærslum innan fiskveiðistjórnunarkerfisins, segir Pétur, þegar spjallið berst að kvóta- kerfinu og þeim áhrifum sem það kann að hafa á fyrirtæki eins og Vísi. „Margsannað er að mun meiri stöð- ugleiki felst í úthlutun aflamarks heldur en sóknarmarks, en fullvíst er að við hefðum aldrei farið út í að fjár- festa á Húsavík, Þingeyri eða Djúpa- vogi ef komin væri til sögunnar svo- kölluð fyrningarleið, sem þýddi að við þyrftum að fara að bjóða í afla- heimildirnar árlega með tilheyrandi óvissu fyrir starfsfólk og eigendur. Sömuleiðis myndu menn ekki ráðast í kostnaðarsamar nýjungar við skipa- smíðar né aðrar fjárfestingar ef þeir ættu að búa við slíkt fyrirkomulag. Grundvallaratriði er þó að tak- marka fiskiskipastólinn svo tak- marka megi sóknina enda erum við nú þegar með alltof mörg skip í veið- unum. Við þurfum enga nýliða inn í greinina til að veiða fiskinn, en við þurfum nýliða í nýsköpun, markaðs- setningu og vöruþróun. Sú tíð er liðin að menn geti fengið sér ódýran bát og byrjað að fiska eins og menn óska. Það er mjög líklegt að fiskeldi bygg- ist upp við hlið sjávarútvegsfyrir- tækjanna ef stjórnmálamenn draga ekki allan mátt úr útveginum með milljarða álögum í formi veiðileyfa- gjalds. Þá yrði fiskeldið líklega and- vana fætt enda er hér um að ræða mjög fjárfreka atvinnugrein.“ Lög um stjórn fiskveiða hafa heim- ilað útgerðarmönnum að framselja aflaheimildir og hafa útgerðarmenn talið framsalið nauðsynlegt tæki til að ná fram hagræðingu í greininni. Að mati Péturs, væri án efa hægt að ná fram hagræðingu með takmörk- uðu framsali aflaheimilda. „Í áratugi hefur verið agnúast út í útgerðar- menn fyrir að vera að græða á því að leigja frá sér óveiddan fisk. Þegar út- gerðarmenn og sjómenn komu svo á dögunum fram með tillögu um hvern- ig draga mætti verulega úr framsali, urðu allt í einu uppi háværar raddir um að framsalið væri neyðarréttur þeirra kvótalausu. Í þetta skiptið snerist umræðan gjörsamlega á hvolf sem segir okkur að ekki sé á vísan að róa í þessum geira.“ Söngur sjómannskonunnar Það líður að lokum heimsóknarinn- ar, en það er ekki hægt að kveðja án þess að spyrja um hvað sé rætt í fjöl- skylduboðum hjá Vísis-fjölskyldunni. „Við ræðum um fisk, íþróttir og söng,“ er svarið enda eru fjölskyldu- meðlimir miklar félagsverur og full- vissir um að maður er manns gaman. Fjölskyldan hefur til að mynda styrkt myndarlega íþróttalíf í bæn- um, eins og reyndar fjölmörg önnur fyrirtæki í Grindavík. Og ekki má gleyma söngáhuganum í fjölskyld- unni þar sem ættmóðirin fer fremst í flokki enda er Margrét Sighvatsdótt- ir titluð söngkona í símaskránni auk þess sem hún spilar á píanó, gítar og harmoniku. „Ég hef bæði verið í söngskóla og tónlistarskóla, er í kirkjukórnum og svo gáfu börnin mér harmoniku þegar ég varð sex- tug,“ segir Magga og ljóst er hvar áhugamálin liggja. Hún hefur líka fengist við laga- og textasmíðar og söng eitt laga sinna inn á geisladisk, sem Gylfi Ægisson gaf út fyrir nokkrum árum. „Þetta lag þykir mjög fallegt. Það heitir Söngur sjó- mannskonunnar og gerði lukku á árshátíð SÍF ekki alls fyrir löngu þegar ég og börnin ákváðum að skemmta gestum með söngatriði,“ segir Margrét og hlær að endur- minningunni. Að lokum er forvitnast um hvort farið sé að setja saman skemmtidag- skrá í tilefni af sjötugsafmæli Palla í Vísis í sumar. Svarið er: „Það er mik- ið spáð og spekúlerað, en ekkert ákveðið ennþá.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Dóttirin Svanhvít Daðey Pálsdóttir og tengdasonurinn Albert Sig- urjónsson fluttu frá Grindavík vestur á firði þegar Vísir hf. tók við rekstri Fjölnis á Þingeyri haustið 1999. Dóttirin Sólný Ingibjörg Pálsdóttir og tengdasonurinn Sveinn Ari Guðjónsson fluttu frá Grindavík austur á Djúpavog þegar Vísir tók við rekstri Búlandstinds í ársbyrjun 1999. join@mbl.is Morgunblaðið/Andrés Skúlason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.