Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásta María Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 16. janúar 1911. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Tjörvadóttir, f. 14. febrúar 1874, d. 1. febrúar 1923, og Jón Guðmundsson, f. 10. október 1867, d. 22. janúar 1951. Alsystir Ástu Maríu var Marta, f. 11. mars 1903, d. 5. júlí 1986, maki Jón E. Guðmundsson bakarameistari, f. 19. janúar 1902, d. 7. apríl 1967. Hálfsystir Ástu Maríu samfeðra er Sigurlaug, f. 27. ágúst 1924, maki Ingvar Ingvarsson, f. 26. febrúar 1924, d. 3. ágúst 1972. Ásta María missti móður sína 12 ára gömul og bjó eftir það hjá Mörtu systur sinni og manni hennar þar til hún giftist 5. október 1929, fyrri menntaskólanemi, f. 1984. Seinni maki er Erikjan Rutten, f. 13. apr- íl 1958, dætur þeirra eru: Fanney Thera, f. 1992, og Janneke Sif, f. 1994. 17. apríl 1946 giftist Ásta María seinni manni sínum, Sveini Stefánssyni, fyrrv. lögregluþjóni, f. 30. október 1913. Dóttir þeirra er Sigrún, myndlistarkennari og bókasafnsfræðingur, f. 2. október 1946. Maki hennar er Hannes Jónsson flugvélavirki, f. 30. sept- ember 1945, og eiga þau þrjá syni: a) Sveinn Stefán verkfræðingur, f. 3. maí 1971, sambýliskona Helga Kristinsdóttir lyfjafræðingur, f. 8. nóvember 1969, dóttir þeirra er Hildur, f. 1997. b) Arnar verk- fræðingur, f. 14. janúar 1976, maki Sigurlaug Þorsteinsdóttir háskólanemi, f. 1. nóvember 1973, þau eiga eina dóttur, Emblu Mar- íu, f. 2000. Stjúpdóttir Arnars er Agnes Engilráð Scheving, f. 1994. c) Einar verkfræðinemi, f. 14. jan- úar 1976. Ásta María var heimavinnandi húsmóðir öll sín búskaparár og stóð heimili þeirra Sveins lengst af á Hagamel 29 í Reykjavík. Útför Ástu Maríu fer fram frá Grafavogskirkju á morgun, mánu- daginn 18. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. manni sínum, Eiríki Aðalsteini Guðmunds- syni skrifstofumanni, f. 20. október 1906, d. 18. september 1944, dóttir þeirra er Ey- rún, f. 28. janúar 1933, maki Hjalti Jón Þorgrímsson, stýri- maður og síðar skrif- stofumaður, f. 30. júlí 1926, og eiga þau tvær dætur: a) Ásta María, þroskaþjálfi og sérkennari, f. 29. október 1958, dóttir hennar og Arnar Orra Einarssonar, f. 7. apríl 1959, er Eyrún háskólanemi, f. 1981. Mað- ur Ástu Maríu er Sverrir Gestsson skólastjóri, f. 21. maí 1957, og eiga þau 4 börn, Hjalta Jón, f. 1987, Rögnu, f. 1990, Mörtu Kristínu, f. 1993, og Laufeyju, f. 1997. b) Ást- hildur stjórnmálafræðingur, f. 14. nóvember 1963. Fyrri maki var Eiríkur Benedikz, f. 26. desember 1962, dóttir þeirra er Ásgerður Nú er hún elsku mamma farin. Hún fór sátt og södd lífdaga því sjúk- dómar og þreyta einkenndu síðustu æviár hennar. Mamma var af þeirri kynslóð kvenna sem helgaði sig húsmóður- störfunum. Að vera húsmóðir var mikil virðingarstaða á mínum upp- vaxtarárum og held ég að mamma hafi notið lífsins á sinn hátt. Ekki hvarflaði að mér þá að ég byggi við einhver forréttindi að eiga mömmu sem alltaf var heima, það þótti svo sjálfsagt. Ég átti yndislega mömmu sem var alltaf til staðar og fús til að hjálpa þegar ég þurfti á henni að halda. Voru þetta forréttindi? Ég minnist áranna á Hagamelnum. Þar var gott að eiga heima. Húsmæðurnar þekktust vel og vorum við krakkarnir flest á svip- uðum aldri. Gatan iðaði af lífi og það leið varla sá dagur að við lékjum okk- ur ekki í kýló, sto eða jafnvel í bófa- hasar. Þá var gaman. Ég sé mömmu fyrir mér að sópa tröppurnar og spjalla við nágrannakonurnar. Ég sé hana líka fyrir mér á leiðinni út í Melabúð og kom hún þá við hjá vin- konu sinni til að fá sér „tíu dropa“. Þá var beðið eftir dönsku blöðunum og talað um danska kóngafólkið eins og fjölskylduvini. Þá var sagt „fortóf“, „altön“ og einnig „konflúktur“. Mamma hélt glæsileg kaffiboð, var alltaf tilbúin með matinn þegar pabbi kom heim úr vinnunni, allt var í röð og reglu. Hún átti fallegt heimili sem hún hugsaði vel um því mamma var góð húsmóðir. Hún var glæsileg kona, var alltaf glöð og hress og átti margar vinkon- ur. Hún spilaði reglulega bridge sem var mikið áhugamál hjá þessum góðu vinkonum. Stundum fóru þær í gönguferðir niður í bæ og var þá jafn- vel komið við í kaffi á Borginni. Vissulega hlýtur mamma að hafa átt sínar döpru stundir, en aldrei kvartaði hún og aldrei man ég eftir því að mamma þyrfti að liggja í rúm- inu. Hún stóð sína „plikt“ eins og konur af hennar kynslóð gerðu. Árin liðu og ég eignaðist hann Hannes minn og síðan strákana mína þrjá. Mamma kom og var hjá mér þegar Svenni fæddist úti í Lúxemborg. Þetta var í maí og talaði hún oft um hvað allt hefði verið fallegt, ávaxta- trén í fullum blóma og naut hún þess að fara með litla „prinsinn“ út í gönguferðir. Þegar tvíburarnir fæddust vorum við Hannes flutt heim og bjuggum uppi á lofti hjá pabba og mömmu á Hagamelnum. Það var mikill styrkur að hafa mömmu til staðar í öllu því umstangi sem guttunum mínum fylgdi og var hún jafnan boðin og búin að rétta hjálparhönd. Samband pabba og mömmu var elskulegt og gott. Þau ferðuðust mik- ið og komu jafnan hlaðin gjöfum heim því alltaf var fjölskyldan í fyrirrúmi. Þau eignuðust líka sinn sælureit í Hveragerði seint á sjöunda áratugn- um. Þar var mjög gestkvæmt og áttu þau þar margar góðar stundir. Há- punktur minninga drengjanna minna er þegar þeir fengu að fara með afa og ömmu austur í Hveró. Þar nutu þeir lífsins. Síðustu árin dvaldi mamma á Hjúkrunarheimilinu Eiri í Grafar- vogi. Þar fór vel um hana og þar fékk hún einstaka umönnun. Ég vil þakka öllu starfsfólkinu á Eiri og þá sérstak- lega hjúkrunarfólkinu á fjórðu hæð- inni fyrir hvað þau reyndust henni mömmu vel. Þetta er einstakur hópur sem vinnur þarna óeigingjarnt starf. Ég kveð þig mamma mín og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Það eru minningarnar um þessar góðu stundir sem munu ylja okkur í fram- tíðinni. Guð veri með þér. Sigrún. Elsku amma mín, Ásta María Jóns- dóttir, lést þann 9. mars s.l. í hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík. Mig langar að minnast hennar með nokkr- um orðum. Amma var sannkölluð Reykjavík- urmær. Hún fæddist í Reykjavík þann 16. janúar 1911 og bjó þar alla sína tíð. Hún var dóttir Jóns Guð- mundssonar, bústjóra á Rauðará, og Sigurlaugar Tjörvadóttur. Amma missti móður sína þegar hún var að- eins 12 ára gömul. Hún var svo lán- söm að eiga yndislega eldri systur, Mörtu, sem tók hana undir sinn verndarvæng. Það var alla tíð sér- staklega kært með þeim systrunum og voru þær alltaf mjög nánar. Marta lést árið 1986 og veit ég að amma saknaði hennar mjög mikið. Amma var ung að árum er hún kynntist fyrstu ástinni í lífi sínu, afa mínum Eiríki Aðalsteini Guðmunds- syni sem var ættaður frá Stokkseyri. Þau giftu sig árið 1929 og árið 1933 fæddist þeim móðir mín Eyrún. Fjöl- skyldan unga bjó sér fallegt heimili fyrst á Laugarnesveginum og síðar að Ásvallagötu 15. Hamingjan varði hins vegar ekki lengi hjá þeim því árið 1944 lést Eiríkur afi minn, langt um aldur fram. Missirinn var þeim mæðgunum mjög þungbær. En amma var svo lánsöm að finna ham- ingjuna að nýju þegar hún kynnist Sveini Stefánssyni, ungum og mynd- arlegum lögreglumanni ættuðum frá Mýrum í Skriðdal. Þau gengu í hjóna- band árið 1946 og í október það ár fæddist móðursystir mín Sigrún. Árið 1956 færði fjölskyldan sig um set og fluttist í nýja íbúð á Hagamel 29 og þar var heimili ömmu og afa næstu 45 árin. Það var alla tíð mikill samgangur á ÁSTA MARÍA JÓNSDÓTTIR ✝ Valur ArnarMagnússon fæddist í Reykjavík 21. janúar 1944. Hann lést laugar- daginn 9. mars síð- astliðinn. Foreldrar Vals eru Magnús Sigurðsson, f. 9.8. 1912, d. 2.1. 1982, og Lilja S. Guðlaugs- dóttir, f. 17.7. 1923. Systkini Vals eru Gréta, Eyrún, Ás- laug, Sóley, Hreinn, Hrönn og Birna. Börn hans eru: 1) María Kolbrún, f. 1964, gift Ísleifi B. Aðalsteinssyni. Börn þeirra eru: Viðar Örn, Kolbrún Ósk, og Guðlaugur Rúnar. 2) Herbert, f. 1968, 3) Arnar Valur, f 1987. 4) Kolbrún Rósa, f. 1989. Útför Vals fer fram frá Kópavogs- kirkju á morgun, mánudaginn 18. mars, og hefst at- höfnin klukkan 15. Sof í friði dauðans dimma nótt, á degi lífsins finnumst aftur skjótt, þó sorgin þunga særi nú um stund, sál mín þráir blíðan endurfund. (Guðl. Sigurðsson.) Þín móðir. Elsku pabbi minn, er þetta raun- veruleikinn? Ertu virkilega farinn í burtu frá okkur? Þetta er svo erfitt, sérstaklega vegna þess að við erum sitt í hvorum landshlutanum. Þú reyndir samt alltaf að komast til okk- ar á sumrin. Þú áttir til að birtast öll- um að óvörum, eins og t.d. einu sinni um páskana, þá komuð þið Hreinn saman. Alltaf þegar að þú komst þá eyddir þú tímanum í að gera við bíl- inn eða hjálpa okkur að laga húsið að utan. Það var sama hvað ég bað þig um, engin bón var of stór, alltaf varst þú boðinn og búinn að hjálpa. Mér er svo minnisstætt þegar að við komum frá Svíþjóð drekkhlaðin farangri, þá komst þú á Keflarvíkurflugvöllinn og sóttir okkur á stórum bíl. Síðan þeg- ar við ætluðum að leggja af stað vest- ur þá stóðum við í vandræðum með allan farangurinn, það var ekki möguleiki á að hann kæmist með, ef vel átti að vera þurftum við annan bíl, bara undir hann. Í ráðaleysi okk- Kæri sonur minn, þú ert horfinn og ég á svo erfitt með að trúa því ennþá. Þú fórst svo snögglega og allt of fljótt, en svona er víst gangur lífs- ins. Engin móðir á að þurfa að fylgja afkvæmi sínu til grafar, þú áttir að fylgja mér. Hafðu mínar kærustu og bestu þakkir fyrir alla þína um- hyggju og ást elsku Valur minn. Þú varst frumburður okkar og alla tíð mjög duglegur og atorkusamur. Oft komst þú í mat til okkar Hreins á kvöldin eftir vinnu, dauðþreyttur, og áttir það til að sofna fyrir framan sjónvarpið. Við tímdum ekki að vekja þig og leyfðum þér bara að sofa. Alltaf varst þú duglegur að fara eitthvað með okkur Hrein út að keyra og sýndir okkur mikla natni. Þú sást ekki sólina fyrir börnunum þínum og barnabörnum og vildir þeim allt það besta og oft vildir þú hafa gert hlutina öðruvísi og betur. Ég ætla að láta staðar numið hér Valur minn, ég veit að þú ert umvaf- inn horfnum ástvinum og pabbi þinn hefur án efa tekið hjartanlega á móti þér, það er mér mikil huggun. Megi Guð launa þér allt það góða sem þú lést af þér leiða og varðveiti í faðmi sínum, uns við sameinumst á ný. Ég kveð þig með orðum föður míns: ar hringdi ég í þig til að leita ráða, þér fannst þetta lítið mál og sagðist koma og keyra farangurinn bara í samfloti við okkur og það gerðir þú, tókst þér frí í vinnuni fyrirvaralaust. Svona var þetta alltaf hjá þér. Við vitum að þér þótti gaman að gleðjast og fá þér í glas og vegna vinnu þinnar þá umgekkst þú fjöldann allan af mismunandi fólki. Þú varst alltaf of hrekklaus gagnvart öðrum og trúðir sjaldan nokkru illu á nokkurn mann, þess vegna er svo sárt og erfitt að trúa því hvernig fór að lokum, þessu hefðum við aldrei trúað að óreyndu. Í síðustu viku hringdum við í þig og Viðar Örn bauð þér í ferminguna sína, þú lofaðir að koma og sagðist hlakka mikið til. Það voru ófá símtölin okkar pabbi minn og þá var rætt um ýmislegt og oft í langan tíma. Ef ég náði ekki í þig heima hjá þér gat ég alltaf hingt í ömmu Lilju og beðið um skilaboð til þín, það er að segja ef þú varst ekki þar þá stundina, oft varstu rétt ókominn eða ný farinn frá þeim. Afa- börnin eiga eftir að sakna blíðu þinn- ar og gæsku og eins er með okkur Ís- leif. Ástarþakkir, pabbi minn, fyrir allt og við hittumst á ný, það er ég samfærð um, þangað til biðjum við Guð að geyma og varðveita þig, elsku pabbi minn. Okkur langar að kveðja þig með ljóði eftir hann Lauga langafa, það heitir föðurkveðja. Þú hniginn ert og horfin mér úr sýn, nú hrynja saknaðartár, af grátnum hvarmi, með hlýjum huga mun ég minnast þín, meðan hjartað slær í dóttur barmi. Heimurinn þig í lágan setti sess, þú sast hann vel, og gættir skyldu þinnar, hversdagsfár, en hugur virtist hress, þó hagél mótgangs næddu svöl um kinnar. Ég kveð þig faðir, kveð í hinsta sinn, kveð þig nú með saknaðarljóði þýðu, þökk fyrir starfið, þökk fyrir dugnað þinn, þökk fyrir sýnda föðurást og blíðu. Þú hvílir nú í grafar kaldri kró, þér kunni lífið veita fátt af gæðum. Sof nú faðir, – sof í helgri ró, sál þín frelsuð vakir samt á hæðum. (Guðl. Sigurðsson.) Þín dóttir, tengdasonur og barna- börn, María, Ísleifur, Viðar Örn, Kolbrún Ósk og Guðlaugur Rúnar. Þetta er svo óraunverulegt, þú ert farinn Valur minn og kemur aldrei aftur. Að nota orðið aldrei er svo óhagganlega endanlegt, orðið fær aðra og dýpri merkingu þegar við horfumst í augu við dauðann. Mér- verður hugsað til síðustu heimsókn- ar þinnar til okkar. Við Kolla vorum svo þreyttar og syfjaðar að við kvöddum þig með því loforði að við ætluðum að vera hressari næst þeg- ar þú kæmir til okkar. Þú varst með sár á enninu eftir óhapp í vinnunni og Kolla spurði þig hvernig þú hefðir meitt þig. Þá fórst þú að rifja upp sögur af því þegar þú varst á sjónum á þínum yngri árum og öðrum ung- dómsbrekum og höfðum við gaman af. Það er gott að geta geymt og munað allt það sem þú hefur verið að segja okkur í heimsóknum þínum. Ég vildi gjarnan hafa rætt betur við þig um ýmislegt sem snerti okkur bæði. Margt hefði ég viljað hafa gert betur og sagt öðruvísi en ég gerði, og sumt verður ekki leiðrétt né lagfært úr þessu. Það er oft sagt „það kemur dagur eftir þennan dag.“ Við gleym- um því oft að það á við bara suma, ekki alla, eins og við erum að upplifa nú og það er erfitt. Ég efast ekki um að við eigum eftir að hittast og ræða betur saman þarna hinum megin. Ykkur Kollu þótti svo undurvænt hvoru um annað og hún á eftir að ylja sér við allar góðu minningarnar sem hún á um þig. Hún talar oft um það þegar þið fóruð saman með mömmu og Hreini bróður til Vestmannaeyja sl. sumar, við Gunnar erum þakklát fyrir að þið áttuð þessar stundir saman. Við vorum búin að hlakka svo mikið til að hitta þig aftur og sýna þér einkunnina sem Kolla fékk í síð- asta dönskuprófi, hún var svo stolt, þú hefðir verið það líka. Við erum þakklát fyrir hvað þú varst iðinn við að heimsækja mömmu og Hrein. skutlast fyrir þau og oft fórstu með þau eitthvert út að keyra og oftar en ekki til Hveragerðis eða einhvern álíka langan rúnt. Oft komstu með VALUR ARNAR MAGNÚSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.