Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 25 ÉG les auðvitað allt í blöð-unum og fylgist með öll-um fréttatímum útvarpsog sjónvarps og komstekki hjá því að reka augun í þessar stöðugu frásagnir af hinni svokölluðu valdabaráttu í Íslandsbanka. Enda slegið upp í aðalfyrirsögnum að afkomendur Sigurðar Einarssonar í Vest- mannaeyjum hefðu eignast ráð- andi hlut í Trygg- ingamiðstöðinni og Tryggingamið- stöðin ætti stóran hlut í Íslands- banka sem Baugur og Jón Ásgeir hefðu viljað kaupa til að ná undir- tökunum í bankanum. Svo var sagt frá því að Jón Ólafsson væri hættur við að bjóða sig fram og svo kom Hreggviður við sögu, þar sem hann bauð sig fram og bauð sig ekki fram, og þetta voru lýs- ingar á við Íslendingasögurnar, þar sem fornhetjurnar háðu sína Örlygsstaðabardaga. Eða á ég kannske að segja að þessar frá- sagnir allar líktust íþróttafréttum af hádramatískri atburðarás í æsi- spennandi kappleik. Menn skor- uðu til skiptis og svo endaði þetta allt í dauðu jafntefli, eins og þeir segja í skákinni, þannig að enginn tapaði og enginn sigraði, eftir því sem ég fæ best skilið. Sem er þó ekki að marka, enda er ég eins og hver annar áhorfandi að atburði, sem ég hef ekkert vit á. Og veit ekki út á hvað leikurinn gengur og spyr eins og fáviti: Hvaða læti voru þetta? Og hvað kom mér það við hverjir sitja í stjórn Íslands- banka? Jón þessi eða Jón hinn. Átti ég að halda með einhverjum, líkt og þegar ég fer á völlinn? Voru þetta góðu mennirnir á móti vondu mönnunum? Varðar al- menning um það hver af þessum ríku köllum sest í bankastjórn? Þetta er valdabarátta, segja þeir sem til þekkja. Um hvað snú- ast þessi völd? Völd í banka? Til að hygla sjálfum sér eða lána ein- um en ekki öðrum? Ég sem hélt að þessu ferli væri fyrir löngu lokið, þar sem maður þurfti að þekkja mann til að fá lán. Þannig var það vissulega meðan ég byrj- aði á því að leggja inn í Sparisjóð verslunarmanna, sem seinna varð Verslunarbankinn, og ég fékk líka lán í Útvegsbankanum og labbaði mig inn og út úr þessum heim- ilislegu bönkum, sem mér fannst ég eiga svolítið í. Sú var tíðin að það voru bið- raðir fyrir utan hjá bankastjór- unum og á biðstofunni sátu aumir borgarar, blankir námsmenn eða prúðbúnir kaupahéðnar og hnjá- liðirnir skulfu og hjörtun slógu, þegar kallað var: Næsti, gjörið svo vel. Maður bar jafnvel virð- ingu fyrir dyravörðunum, vegna þess að þeir áttu innangengt hjá bankastjórunum. Sumir sendu konurnar sínar í biðröðina, ef þær litu brjóstumkennanlega út, bundu klút um höfuðið, belsen- fangar í klæðaburði og með sult- ardropa í nefinu. Það þótti næsta örugg aðferð til að hljóta náð fyrir augum digurra bankastjóra, sem vildu sýnast góðir við litla fólkið. Þessir tímar eru liðnir, enda áttuðu bankamenn sig á því að það voru lánardrottnarnir sem græddu á lánunum, en ekki bank- arnir, þegar allar skuldir brunnu upp á bálkesti verðbólgunnar. Þá var gott að eiga aðgang að banka- stjóra eða manni sem þekkti bankastjóra eða manni sem þekkti mann sem þekkti banka- stjóra. Ég þekkti enga bankastjóra í þá tíð. Ekki nema af afspurn og bar lotningu fyrir þeim þegar þeim brá fyrir á mannamótum og átti mér þann draum að verða eins og þeir. Stór, feitur, ábúð- armikill, voldugur. Toppmaður. Nú, þegar ég er orðinn eldri, þekki ég marga bankastjóra. Og er að verða eins og þeir í laginu. En það kemur ekki að miklu gagni. Fréttirnar hafa leitt í ljós að það eru stjórnarmenn í bönk- unum sem ráða. Það eru þeir sem stjórna. Að minnsta kosti miðað við allt það kapp sem menn leggja á að komast í stjórn. Svo ekki sé nú talað um þá fjármuni sem þeir verja í því skyni að tryggja sér aðstöðu og hlutabréfaeign til að ná þessum margumtöluðu völdum. Eitt prósent í bankabréfum nem- ur 550 milljónum króna. Til hvers eru mennirnir að eyða öllum þess- um peningum til að komast í stjórn bankans spyr ég aftur? Ekki til að hafa aðstöðu til að lána litla manninum eða aumkunar- verðri eiginkonu hans. Ekki til að lána mér, sem er hættur að taka lán eftir að lánin urðu verðtryggð. Ég er meira að segja kominn í hópinn hinum megin, orðinn hlut- hafi í einhverju sem heitir Straumur og fæ tuttugu og fimm þúsund kall í arð fyrir að eiga í þessu fjárfestingarfélagi! Gamli góði sparisjóður verslun- armanna, Verslunarbankinn, Út- vegsbankinn og Iðnaðarbankinn og Fjárfestingarbankinn eru runnir saman í Íslandsbanka, þar sem hákarlarnir á verðbréfamark- aðnum, grósserarnir í verslunun- um og lénsherrarnir í sjávarút- veginum, bítast um völdin og Morgunblaðið, málgagn frelsisins, hrekkur upp af standinum og hef- ur réttilega áhyggjur af því að peningarnir og stofnanirnar og gróðafyrirtækin séu öll að safnast á hendur örfárra manna. Jón Ólafsson, sem lék með konunni minni í auglýsingum til að hafa of- an af fyrir sér, og Jón Ásgeir, sem hjalaði á hnjám mér á unga aldri, og Kristján Ragnarsson, sem tók með mér verslunarpróf í den, strákarnir sem léku sér í sandkassanum í gamla daga eru aftur komnir í sandkassaleik. Í al- vöru sandkassa. Bankinn minn er orðinn bank- inn þeirra. Þeir eru sosum ekki verri en aðrir. Fara að þeim leikreglum sem settar eru. Leikreglum pen- inganna, leikreglum frumskógar- ins, þar sem sá sterki ræður. Er það ekki þannig í kvótakerfinu, er það ekki þannig í viðskiptunum og nú í bönkunum að sá sem getur keypt eitt prósent fyrir hálfan milljarð, og svo öll hin prósentin, hann nær meirihlutanum, völdun- um og eignunum? Og eftir höfðinu dansa limirnir. Þetta eru breyttir tímar, Bald- ur bróðir. Þetta eru breyttir tímar, Baldur bróðir HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.