Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 43 SAMKIRKJULEG föstuguðsþjón- usta verður í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, fimmtudaginn 21. mars kl. 14. Vörður L. Traustason for- stöðumaður í Fíladelfíu stjórnar. Sr. Halldór S. Gröndal prédikar. Sr. Miyako Þórðarson túlkar á tákn- máli. Ritningalestra lesa fulltrúar frá Ellimálaráði, Fríkirkjunni og Óháða söfnuðinum. Kór félags eldri borgara í Reykjavík syngur og leið- ir almennan söng undir stjórn Kristínar S. Pjetursdóttur. Ein- söngur: Geir Jón Þórisson. Org- anisti: Daníel Jónasson. Guðsþjónustunni verður útvarp- að á Lindinni FM 102,9. Kaffiveit- ingar í safnaðarsal eftir guðsþjón- ustuna. Mætum öll og tökum þátt í föstuguðsþjónustu aldraðra. Föstuguðsþjónustan er sam- starfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma, Hvíta- sunnukirkjunnar, Óháða safnaðar- ins og Fríkirkjunnar í Reykjavík. Athöfn í Karmel- klaustri HÁTÍÐLEG athöfn verður í Karm- elklaustri í Hafnarfirði í dag, sunnudaginn 17. mars kl. 11 og þriðjudaginn 19. mars kl. 18 þegar tveir byrjendur fá klausturbúning og ný klausturnöfn. Allir velkomn- ir. Karmelnunnur í Hafnarfirði, Ölduslóð 37. Kirkjustarf aldraðra Morgunblaðið/Golli Karmelklaustur við Ölduslóð í Hafnarfirði. KIRKJUSTARF Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Aðalsafnaðar- fundur verður haldinn sunnudaginn 24. mars að lokinni messu. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safnaðar- heimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbbur- inn kl. 17. Lifandi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrúnar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. 12 sporin – andlegt ferðalag kl. 20. 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20 í kirkjunni. Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin.TTT-starf (10–12 ára) mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4. og 5. bekk velkomin. Litli kór- inn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Ný- ir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudaga kl. 10–12. Fræðsla: Kynlíf eftir fæðingu. Hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslunni á Seltjarnarnesi sér um efnið. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æskulýðs- fundur kl. 20. Mánudagur: TTT-klúbb- urinn frá kl. 17–18. Digraneskirkja. Hjónaklúbburinn kl. 20.30. Gestur kvöldsins Ísleifur Árni Jakobsson. Efni kvöldsins er Að elska sjálfan sig. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldumorgnar (mömmumorgnar) mánudag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10–12. Guðrún Eygló Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfræðingur frá Heilsu- gæslustöðinni í Efra-Breiðholti, kemur í heimsókn og svarar fyrirspurnum. Heitt á könnunni og eitthvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánudags- kvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. KFUM yngri deild í Borgaskóla kl. 17–18. Kirkju- krakkar fyrir 7–9 ára í Korpuskóla kl. 17.30–18.30. TTT (10–12 ára) kl. 18.30–19.30 í Korpuskóla. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðs- félag fyrir unglinga 13–15 ára kl. 20. Þriðjudagur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK-fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Vídalínskirkja. Kirkjudagur Vídalíns- kirkju. Fjölbreytt dagskrá kl. 11–20. Vöfflur með rjóma og kleinur verða með kaffinu í dag. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánudögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudags- kvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al–Anon- fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. TTT-fundir í safnaðar- heimili kl. 16–17. Fundir í æskulýðs- félaginu Sánd kl. 17–18. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K-starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánu- dagur: Kl. 17.30 æskulýðsstarf fatl- aðra, eldri deild. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnu- dagur: Samkoma kl. 16.30. Ræðumað- ur Sigrún Einarsdóttir. Bænastund fyrir samkomu kl. 16. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt starf fyrir börn frá eins árs aldri. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólks- ins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Kristskirkja í Landakoti. Fyrirlestur um helgihald kirkjunnar og messuskrúða prestsins. Sr. Jürgen Jamin býður upp á leiðsögn til skilnings á helgihaldi kirkj- unnar. Talað er m.a. um messuskrúða prestsins og táknmerkingu hans. Sýnd eru dæmi ýmissa hökla í tímanna rás. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir. Fyrirlesturinn hefst mánu- daginn 18. mars kl. 20 í safnaðarheim- ili kaþólskra á Hávallagötu 16. Akureyrarkirkja. Fundur í Æskulýðs- félaginu kl. 17. Safnaðarstarf Kistuskreytingar Kransar - Krossar Opið sun.-mið. til kl. 21.00, fim.-lau. til kl. 22.00. milli fjölskyldu minnar og ömmu og afa og ég á því óteljandi minningar sem tengjast ömmu. Margar þessara minninga tengjast eldhúskróknum á Hagamelnum en þar var einstaklega gott að sitja. Ein af fyrstu minningum mínum er af mér og Ástunum tveimur, ömmu og systur minni, sitjandi við morgun- verðarborðið, afi stjanandi við okkur, færandi okkur ristað brauð og kakó. Seinna þegar ég var orðin „stór“ sát- um við amma oft tvær inni í eldhúsi og púuðum saman sígarettur, afi hélt sér nú fjarri okkur þá! Seinna, þegar ég var orðin ennþá stærri, lá leið mín oft í eldhúskrókinn með dæturnar mínar 3 en þá vorum við amma auðvitað löngu hættar að reykja og gæddum okkur á heima- tilbúna marmelaðinu hans afa í stað- inn. Árið 1969 keyptu amma og afi sér lítið hús í Hveragerði og þar eyddu þau drjúgum hluta úr öllum sumrum eftir það og mörgum helgum, vetur sem sumar. Það var mikið sport að fá að fara með þeim austur og eigum við barnabörnin 5 öll ljúfar minningar því tengdar. Mér þótti undurvænt um hana ömmu mína. Við áttum einstaklega vel skap saman og nutum allra okkar samverustunda til hins ýtrasta. Þeim fækkaði óneitanlega eftir að ég flutti frá Íslandi fyrir 7 árum en þær stund- ir sem við áttum eftir það urðu þeim mun dýrmætari. Amma mín var södd lífdaga þegar hún lést eftir nokkur veikindi. Hún hafði átt góða æfi og lengri en flestum er gefið og hún skilur eftir sig stóran hóp afkomenda sem báru mjög sterk- ar tilfinningar til hennar. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi þar sem var hugsað ein- staklega vel um hana og kunnum við ástvinir hennar öllu því góða starfs- fólki sem þar vinnur miklar þakkir fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu og fengið að njóta hennar svona lengi. Hún mun alltaf halda áfram að eiga sér stað í hjarta mér og huga mínum. Ásthildur Hjaltadóttir. Elsku amma. Ég á margar yndislegar minningar um þig. Ég man vel eftir því þegar við áttum heima á Hagamelnum á hæð- inni fyrir ofan ykkur og ég fékk svo oft að kíkja til ykkar í heimsókn, sér- staklega eftir að Arnar og Einar fæddust. Þar var alltaf ró og næði til að dunda við hitt og þetta þegar það voru læti í bræðrunum uppi, þá var gott að vera hjá ykkur. Það var reyndar alltaf gott að vera hjá ykkur, þið tókuð alltaf glöð á móti mér. Ég man líka eftir hversu spennandi mér þótti að fá að gista í norðurher- berginu. Með allar þessar bækur upp um alla veggi og að borða með ykkur á morgnana, „eins og fullorðinn“. Og þú last fyrir mig endalaust, öll æv- intýri sem við komum höndum yfir. Ég hef oft dáðst að því hversu lengi þú gast lesið fyrir mig, oft allan dag- inn og fram á kvöld. Þegar árin liðu voruð þið afi oft í Hveragerði þar sem ykkur leið svo vel. Smám saman varð það líka minn griðastaður og á ég margar góðar minningar þaðan. Jólaveislurnar, og reyndar allar veislur, voru alltaf svo glæsilegar hjá ykkur, maturinn góður og gott að vera hjá ykkur. Strax þegar einni var lokið var ég farinn að hlakka til þeirr- ar næstu. Ég vona að þér hafi liðið vel síðustu árin á Hjúkrunarheimilinu Eir, ég veit að þar var hugsað vel um þig. Mér fannst alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín þangað. Það var bara svo gott að sjá þig brosa þegar þú sást okkur Helgu og Hildi, það gerði allar heimsóknir svo góðar. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín óskaplega, því að hjá þér leið mér alltaf vel. Vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Saknaðarkveðjur, Sveinn Stefán Hannesson. Að eiga góða vini er gulli betra. Þessi orð eiga svo sannarlega við nú er við minnumst vinkonu okkar Ástu Jónsdóttur. Móttökurnar sem við fengum hjá Ástu og Sveini þegar við fluttum á Hagamel 29 og sú vinátta sem fylgdi í kjölfarið undirstrikar gildi þessa orðatiltækis. Þær urðu margar og eftirminnilegar stundirnar sem við áttum á heimili þeirra, sem ætíð stóð manni opið. Ásta var víðfö- rul og vel lesin og var hún ólöt við að deila með okkur upplifun sinni og minningum. Eitt af því sem einkenndi Ástu var hversu stálminnug hún var. Sama hvort til umræðu var það sem gerst hafði á fyrri hluta seinustu aldar eða það sem var að gerast í nútíman- um, alltaf mundi hún hlutina og gat rifjað upp fyrir manni, það sem gleymt var. Ásta á myndarlegan hóp afkomenda sem henni þótti afskap- lega vænt um. Hún fylgdist með þroska þeirra og skólagöngu og gladdist með þeim yfir hverjum unn- um sigri. Hún lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og bar hag okkar grann- anna fyrir brjósti líkt og um skyld- menni væri að ræða. Nú er Hagamel- urinn breyttur, frumbyggjar fluttir og flestir með sem nutu samvista við Ástu og Svein í „Húsi andanna“ en svo komst gestkomandi að orði þegar honum varð ljós sú vinátta og sam- heldni sem þar ríkti. Ásta var heilsu- lítil seinustu árin og naut ómetanlegr- ar umhyggju Sveins og afkomenda sinna í veikindunum. Sveini, Eddý, Sigrúnu og fjölskyldum þeirra vott- um við okkar innilegustu samúð um leið og við þökkum Ástu samfylgdina. Martha, Snorri, Bjarney og Guðmundur. eitthvað gott í matinn sem þið síðan nutuð saman. Umhyggja þín var og verður mikil huggun fyrir mömmu og Hrein í framtíðinni. Þú lést þér annt um heilsu þeirra beggja og þetta örlagaríka kvöld hringdir þú í mömmu til þess að athuga hvernig Hreini liði þar sem hann hafði verið í rannsóknum og þú vildir fá að vita hvort niðurstöðurnar væru komnar, þetta þótti okkur vænt um. Þú varst einn af þeim sem kunna ekki að segja nei og það voru margir sem leituðu til þín með viðgerðir svo eitthvað sé nefnt. Þetta var kannski þinn mesti galli en um leið þinn stærsti kostur. Í síðustu heimsókninni þinni til okkar varst þú að tala um, fullur tilhlökk- unar, að fara í fermingu dóttursonar þíns í vor. Við vorum að hugsa um hvað væri sniðugt að gefa honum og um leið vorum við að furða okkur á því hvað árin liðu fljótt. En núna Val- ur minn, er eins og tíminn standi í stað og morgundagurinn er svo fjar- lægur og um leið erfiður. Okkur langar að kveðja þig með orðunum hans Lauga heitins afa, þegar hann kvaddi bróður sinn hinstu kveðju. Guð blessi þig og geymi þar til við hittumst á ný. Drottinn gefi þér góðan frið, gleðji þig líknar hendur. leiði þig á hærra svið, himneskir leiðbeinendur. (Guðl. Sigurðsson.) Þín systir, mágur og dóttir, Hrönn, Gunnar og Kolbrún Rósa. Elsku Valur minn, það er svo margs að minnast. Þó að við værum ekki alltaf sammála höfðum við sama áhugamál sem við gátum rætt enda- laust, það voru bílar og bílaviðgerðir. Ég var ekki gamall þegar þú leyfðir mér að hjálpa þér að gera við bíla. Við vorum báðir mjög ungir þegar þetta áhugamál tók völdin, þú varst bara smápeð þegar pabbi lyfti þér upp á húddið og þú varst að skrúfa rær og sitthvað fleira. Einu sinni munaði litlu að illa færi, þú varst ekki gamall þegar þú skreiðst undir einhvern bílinn í hlaðinu heima og ætlaðir að athuga hvort ekki væri eitthvað að sem mátti laga. Sem bet- ur fór sá eigandinn litla fætur sem komu undan bílnum. Oft sátum við saman og skeggræddum þetta áhugamál okkar. Oftar en ekki í sumarfríunum fórum við eitthvað á flakk saman, það var svo gaman þeg- ar við fórum vestur til Maju, Ísleifs og barnanna, það kom fyrir oftar en einu sinni að við birtumst öllum að óvörum. Allt þetta eru minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu á meðan ég dvel hérna megin. Þú fórst allt of snemma Valur minn, en það er okkur mikil huggun að nú eruð þið pabbi aftur saman og ég veit að hann hefur tekið vel á móti þér. Hafðu mínar kærustu þakkir fyrir allt og allt. Mig langar að kveðja þig með fallegu ljóði eftir hann Lauga afa heitinn. Guð blessi þig og varðveiti þar til við sjáumst á ný. Með saknaðar tárum ég þakka nú þér, hvað þú varst mér umburðarlyndur. Ástríki og blíðu er auðsýndir mér, þó oft blési mótlætis-vindur. (Guðl. Sigurðsson.) Þinn bróðir, Hreinn. Dagur lífsins, endar oft svo skjótt, áður en varir kemur dauðans nótt. Þannig endaði æviferill þinn, allt of snemma, látni vinur minn. Þín viðkynning þótti mér svo góð, þín skal minning geymd í hyggju – sjóð. Það er svo margt sem ég vil þakka þér, þakka allt það gott er sýndir mér. Ég kveð þig nú, og kveð í hinsta sinn, klökk í anda látni vinur minn. Meðan blóðið yljar æðum mín, ætíð þakklát skal ég minnast þín. (Guðlaugur Sigurðsson.) Drottinn blessi þig Valur minn og varðveiti. Þín systir og frændur, Birna og synir. Að morgni 10. mars fengum við þær hörmulegu fréttir að samstarfs- maður okkar og félagi Valur Magn- ússon væri látinn langt um aldur fram. Það er sannarlega stutt á milli lífs og dauða, Valur sem var að vinna hjá okkur á föstudeginum 8. mars sl. Okkur er hugsað til þess þegar við félagar sátum inn á kaffistofu og gerðum grín að hinu og þessu með honum því það var stutt í húmorinn hjá Valsaranum eins og við kölluðum hann. Valsarinn hafði orð á því að hann hlakkaði til að hitta Gústaf vin sinn um helgina sem var að koma af sjón- um, en því miður varð ekkert af því. Það var gott að hafa Valsarann í vinnu því hann var kraftaverkamað- ur, hann gat það sem aðrir gátu ekki gert í bílaviðgerðum. Hann var mjög fljótur að vinna þau verk sem hann tók sér fyrir hendur, sem dæmi um það hafði okkur verið sagt að það tæki fjóra tíma að skipta um gírkas- sapúða í Opel bifreið sem var hjá okkur í viðgerð en Valsarinn gerði það á hálftíma, hann var ótrúlega fljótur að vinna. Til merkis um hvað hann var ljúf- ur drengur þá vann hann oft um helgar fyrir gamla kunningja og ætt- ingja og tók lítið sem ekkert fyrir þá vinnu. Við félagarnir eigum eftir að sakna hans mjög mikið, því hann setti svip á tilveruna í kringum sig. Við viljum votta börnum hans og ættingjum dýpstu samúð okkar, guð verði með ykkur. Starfsmenn BP réttinga.  Fleiri minningargreinar um Val Arnar Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.