Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 17
minni en í Sahara-eyðimörkinni. Vindurinn er hins vegar mikill og sest því skafsnjórinn í lægðir, hlé- megin við fjöllin og skapar þannig hættu. Daginn eftir gerðum við aðra at- lögu og fundum örugga leið upp bratt ísfallið. Við klifum hratt og örugglega því við vildum eyða sem stystum tíma á þessum stað. Nú bár- um við allan okkar farangur á bak- inu og það tók mikla orku að paufast upp brekkuna. Efst á brúninni þræddum við okkur leið á milli lóð- réttra ísveggja en þá tók við aflíð- andi brekka. Við náðum efstu búðum í 3.700 metra hæð en þær eru í skarði á milli Vinson og fjalls er nefnist Shinn. Hér var napur vindur og nístingskalt. Búðirnar eru lítt varðar fyrir stormum og vonaði ég innilega að veðrið myndi haldast áfram jafngott. Við komum okkur fyrir, tjölduðum, bræddum snjó í drykkjarvatn og elduðum kvöldmat. Við vorum báðir við hestaheilsu og kraftmiklir og ákváðum við því að gera atlögu að tindinum daginn eftir ef veðrið héldist gott. Sólin skein jafnskært morguninn eftir og hún hafði gert síðustu daga. Við fengum okkur heitt að drekka eftir kalda nótt og lögðum síðan af stað. Í fyrstu var leiðin mjög aflíð- andi en framundan kom tindurinn í ljós. Ég fann sterkt fyrir því hversu afskekkt við vorum, tvær litlar mannverur á þessu kalda fjalli mitt í ísauðninni. Hvert sem litið var, var ekkert að sjá nema ísbreiðuna og fjallstinda, þetta var í senn svo stór- brotið og einfalt. Hvergi vísbending um mannfólk, hér var enginn dalur með skíðalyftum, hótelum og veit- ingastöðum, bara endalaus ísbreiða og fjallgarðar. Þetta var mjög fagur en um leið harður veruleiki. Hér var ekkert svigrúm fyrir mistök enda tæki björgunarleiðangur marga daga að komast hingað. Þar sem ég gekk til móts við hæsta tind Suð- urskautslandsins fann ég mjög sterkt fyrir köldu miskunnarleysi náttúrunnar. Endalaus pólsléttan Við vorum nú komnir að loka- áfanganum, sjálfum tindinum og völdum við að fara beint upp bratta ísbrekku sem lá upp á klettóttan hrygg. Við vorum komnir í 4.600 metra hæð og loftþynningin farin að hægja á okkur. Við fetuðum okkur því rólega áfram, eitt skref í einu. Að lokum klifum við lítið íshaft og þá vorum við á tindinum. Ég settist andstuttur í snjóinn og virti fyrir mér dýrðina. Það var blankalogn og sólskin og því engin ástæða til að flýta sér niður. Við sátum því dolfallnir í rúma klukkustund og nutum upplifunar- innar. Fegurra útsýni hafði ég ekki augum litið og gat ég tvímælalaust tekið undir það álit margra að á tindi Vinson sé fallegasta fjallasýn í heimi. Mér fannst sérstakt að horfa yfir endalausa pólsléttuna til suðurs þar sem ég hafði gengið dag eftir dag, viku eftir viku, ásamt félögum mínum á pólinn. Ekki var síðra að virða fyrir sér hvassa fjallgarðana með öllum sínum óklifnu tindum. Hér eru tvímælalaust framtíðar- verkefni fjallamanna. Við tindinn fundum við álbox sem innihélt gestabók fjallsins. Eftir að hafa ritað nöfnin okkar í hana flett- um við í gegnum hana og uppgötv- uðum okkur til undrunar að við stóð- um á tindinum nákvæmlega 35 árum eftir fyrstu uppgönguna sem átti sér stað 18. desember 1966. Niðurgangan gekk vel og vorum við komnir niður í grunnbúðir dag- inn eftir að við stóðum á tindinum. Til stóð að sækja mig þegar í stað og fljúga mér til Patriot Hills búðanna en nú gripu veðurguðirnir inn í. Skýjabakki lagðist yfir fjallið og það fór að blása. Um nóttina gerði storm og það var enginn möguleiki fyrir flugvél að lenda við slíkar aðstæður, hvað sem væri í boði. Hríðin stóð dögum saman og við Bruce héldum jólin saman. Á jóladagsmorgun rétti Bruce mér pakka. Ég reif utanaf þessari einu jólagjöf minni þessi jól- in sem reyndist vera skoskt smjör- kex. Þessir Skotar eru alltaf samir við sig, hugsaði ég, en hvað gat ég sagt sem hafði ekki komið með neitt handa honum. Eftir níu daga hríð létti loksins til og ég tók fagnandi á móti litlu flug- vélinni þegar hún kom vaggandi eft- ir snjónum eftir vel heppnaða lend- ingu. Eftir klukkutíma flug var ég kominn aftur í Patriot Hills búðirnar og hitti þar ýmsa ferðalanga sem all- ir voru að bíða eftir flugi til Chile og bættist ég nú í þann hóp. Það skall á stormur á ný sem stóð dögum sam- an. Mér tókst þó að klífa Patriot Hills fjöllin og fara í snjósleðaferð sem reyndar endaði með því að einn vélsleðinn fór í jökulsprungu en hékk sem betur fer á brúninni. Ég bauð mig fram í björgunarleiðangur og náðum við sleðanum upp á nokkr- um klukkutímum. Nýju ári var fagn- að í búðunum með dýrindis kvöld- verði og skemmtun fram á morgun. Það var loks 5. janúar sem flutn- ingavélin stóra lenti á ísilagðri flug- brautinni en þá hafði ég verið veð- urtepptur í samtals 18 daga. Þetta hafði verið löng dvöl og löngu orðið tímabært að halda á vit nýrra æv- intýra. Ég kvaddi því Suðurskautið feginn en samt með nokkrum sökn- uði og von um að mega snúa þangað aftur. Á flugbrautinni í Patriot-Hills. Flutn- ingavélin affermd. TENGLAR ..................................................... www.7t.is Vinson Massif, hæsta fjall Suðurskautslandsins. Á leið upp ísfjallið. Ummerki um snjóflóð til vinstri. Maður er kominn í ver- öld þar sem hvítur snjórinn, blár himinn- inn og ískaldur snjórinn ráða ríkjum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 17 árið 2002 Málningarstyrkur HÖRPU SJAFNAR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skilafrestur er til 3. apríl nk. Harpa Sjöfn hf. veitir á næstunni styrki í formi málningar til góðra verkefna á vegum líknar- félaga, sjálfboðaliða, þjónustufélaga, menningar- samtaka og annarra sem vilja hafa forystu um að fegra og prýða umhverfi sitt. Síðustu fjögur ár hafa verið veittir samtals 60 til 70 málningarstyrkir, 2500 lítrar af málningu að verðmæti um ein milljón króna á ári. Mikill fjöldi umsókna hefur borist og voru undirtektir svo góðar að ákveðið hefur verið að veita málningar- styrki að nýju vorið 2002, enda hefur óspart verið hvatt til þess. Víða um land starfa margs konar félög og félaga- samtök sem jafnan leita verðugra verkefna til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið, t.d. með því að mála og fegra mannvirki. Verkefnin geta falist í endurbótum á sögufrægum húsum, kirkjum, byggðasöfnum, sæluhúsum, björgunarskýlum, íþróttamannvirkjum, elliheimilum og barna- heimilum, svo eitthvað sé nefnt. Harpa Sjöfn hf. ver að þessu sinni einni milljón króna til málningarstyrkja sem verða á bilinu 50 til 300 þúsund krónur hver, eftir verkefnum. Þeir sem hyggjast leita eftir styrkjum eru beðnir um að skila umsóknum eigi síðar en 3. apríl nk. til Hörpu Sjafnar hf., Austursíðu 2, 601 Akureyri eða Stórhöfða 44, 110 Reykjavík. Gera þarf grein fyrir verkefnum, senda mynd af því mannvirki sem ætlunin er að mála og gefa upp áætlað magn Hörpu Sjafnar málningar vegna verksins. Dómnefnd velur úr umsóknum. Í dómnefndinni eru: Formaður, Baldur Guðnason, stjórnar- formaður Hörpu Sjafnar hf., Vigfús Gíslason sölustjóri, Kristinn Sigurharðarson sölustjóri og Helgi Magnússon framkvæmdastjóri. Móttakendur styrksins sjá alfarið um kostnað við framkvæmd verkefna. Tilkynnt verður um niðurstöður í maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.