Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 38
                       !"#$  %                       &'  (! )  *" & ++!  &  (! )  & ,- $ .+!  $  , (! )  / +-& ++!  ." (! )   0  $ .+!  $1' $-(! +!   # + ,-(! )   "+ (! )  &  0"+- 0  1 1' -)$-1 1 1' , MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Friðrik Péturssonfæddist í Eyhild- arholti í Rípurhreppi í Skagafirði 26. mars 1922. Hann andaðist á Landspítalanum 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Sigurhjartar- dóttir húsfreyja, f. 5. maí 1890, d. 18. des- ember 1930, og Pétur Jónsson, bóndi og síð- ar skrifstofumaður hjá Tryggingastofn- un ríkisins, f. 6. apríl 1892, d. 30. september 1964. Friðrik kvæntist 3. desember 1960 eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónu Sveinsdóttur verslunar- manni, f. 12. janúar 1924. Börn Friðriks eru: 1) Sigurður Jón, f. 4. mars 1945. Synir hans eru: Stefán Jens, f. 1. janúar 1963, d. 20. maí 1979, og Guðmundur Geir, f. 25. janúar 1965, sonur Guðmundar er Gabríel, f. 13. mars 1989. 2) Dag- björt, f. 16. maí 1947. Börn hennar eru: a) Guðmundur Þórir, f. 19. júlí 1970, sonur Guðmundar er Vil- hjálmur Sveinn, f. 8. ágúst 1991, b) Pálína, f. 28. september 1974, son- ur Pálínu er Sigurður Páll, f. 24. mars 1992, og c) Kristbjörg, f. 18. nóvember 1976, d. 25. júní 1998. 3) Þórunn, f. 21. október 1949. Börn hennar eru: a) Hrafnkell Tumi, f. 28. mars 1971, dóttir Hrafnkels Tuma er Andrea, f. 15. september 2000, b) Jóhanna, f. 11. desember 1984, og c) Anna Rán, f. 24. októ- ber 1989. 4) Eggert Páll, f. 7. maí 1952. Börn hans eru: a) Íris, f. 27. september 1972, dóttir Írisar er Embla Sól, f. 19. febrúar 2001, b) Björn, f. 14. febrúar 1976, og c) Yngvi Freyr, f. 5. febrúar 1982. Stjúp- dóttir Eggerts Páls er Vala Birna, f. 25. maí 1970, sonur Völu Birnu er Ares, f. 12. júlí 1989. 5) Kristín, f. 27. apríl 1959. Börn hennar eru: a) Friðrik Már, f. 9. des- ember 1985, og b) Jóna Gréta, f. 2. jan- úar 1999. 6) Pétur Helgi, f. 22. septem- ber 1960. 7) Sturla, f. 21. ágúst 1962. Synir hans eru: Gautur, f. 15. október 1980, og Tryggvi Steinn, f. 7. júlí 1989. Friðrik fluttist að Hofi á Höfð- aströnd við andlát móður sinnar átta ára að aldri. Þar ólst hann upp hjá föðurbróður sínum Jóni Jóns- syni og konu hans, Sigurlínu Björnsdóttur. Friðrik stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og útskrifaðist þaðan sem búfræð- ingur árið 1941. Að loknu búfræði- námi stundaði Friðrik bústörf um skeið hjá fósturforeldrum sínum á Hofi en fluttist síðar til Reykjavík- ur. Friðrik bjó um 15 ára skeið í Keflavík ásamt fjölskyldu sinni og stundaði þar ýmis störf. Hann fluttist síðan aftur til Reykjavíkur haustið 1976 og bjó þar til dauða- dags. Lengstan hluta starfsaldurs síns starfaði Friðrik hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Hann lét af störfum þar fyrir aldurs sakir 1992. Útför Friðriks fer fram frá Hall- grímskirkju á morgun, mánudag- inn 18. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Líður að kveldi og sólin sest í lífi hvers og eins og félagarnir kveðja hver af öðrum. Tveir skólafélagar mínir höfðu vistaskipti í síðustu viku. Þeir voru Árni Pétur Lund og Friðrik Pétursson og er þar með höggvið stórt skarð í hópinn. Það var haustið 1939 sem nokkur hópur ungra manna með æskugleði og bjartar vonir um framtíðina kom á hið forna menning- arsetur Hóla í Hjaltadal með það í huga að þroskast og menntast í víð- tækustu merking þess orðs. Einn af þessum félögum var Friðrik Péturs- son, þá til heimilis á Hofi á Höfð- aströnd. Er okkur bar í þennan heim vorum við sveitungar en á unga aldri bar ský fyrir sólu í lífi Friðriks er hann missti móður sína og systkina- hópurinn dreifðist og hann fór til föð- urbróður síns og ólst þar upp. Á þess- um tíma voru ferðir milli sveita ekki tíðar og því var það að leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en á Hólum, en vissum þó hvor af annars tilveru. Friðrik var nokkru yngri en flestir skólabræður hans, en stóð hverjum vel á sporði bæði í leik og ekki síður í námi. Hann var vel gerður ungur maður bæði til líkama og sálar, enda kom það fljótt fram að hann var góður námsmaður og afbragðs stærðfræð- ingur enda með hæstu einkunn í henni á lokaprófi. Hann var vel lið- tækur í öllu tómstundagamni svo sem glímu og knattspyrnu sem var okkar aðaltómstundaiðja og ekki var mörg- um dögum sleppt ef veður leyfði til að misþyrma knettinum. Á tveim vetr- um í nánu sambandi kynnist maður nokkuð þeim persónum sem maður umgengst og getur því myndað sér skoðun um hvern mann einstaklingur hefur að geyma. Hvað Friðrik snertir er hægt að fara fljótt yfir sögu. Hann var hvers manns hugljúfi, grandvar, heiðarlegur, hreinskiptinn og hug- prúður. Frá þessum árum eru marg- ar ljúfar minningar sem geymdar eru. Að námi loknu skildi leiðir og hver fór til síns heima. En lífið streymir áfram og menn taka sína eldskírn í lífsins ólgusjó með mismunandi ágjöfum, en það er ljúft er öldurnar eru að baki og maður lendir fleyi sínu heilu í höfn. Það er öllum ljóst að lífið fer misjöfn- um höndum um hvern og einn. Frið- rik var heppinn því hann lenti heilu og höldnu út úr sínu lífshlaupi. Þessi fáu orð eiga að færa góðum félaga kærar kveðjur fyrir ánægjulega samleið í gegnum lífið og ég veit að mér leyfist að láta fljóta hér með kveðjur frá þeim skólafélögum sem enn eru ofar moldu. Mig langar að enda þessa kveðju með erindi eftir Davíð Stef- ánsson sem Friðrik skrifaði í minn- ingabók mína frá Hólum. Fjöllin skinu í skarlatshjúp kvödd voru ystu ögur. Sólskin niður í sjávardjúp og siglingin glæst og fögur. Ég sendi eiginkonu og ættingjum innilegar samúðarkveðjur og um leið kveð ég þig, kæri félagi, og segi farðu í guðs friði. Guðmundur Jóhannsson. Elsku afi. Það er sárt að missa þig og við söknum þín öll. Það sem mér finnst einna leiðinlegast er að hafa ekki komist með þér hringinn í kring- um landið eins og ég var búinn að lofa þér. Við tveir ætluðum hringinn um leið og ég fengi bílprófið og það eru ekki nema rétt rúmir níu mánuðir í það. Við ætluðum að skoða Hóla og þú ætlaðir að sýna mér allt milli himins og jarðar þarna fyrir norðan en það verður nú víst að bíða svolítið með það. En það sem þú gast reytt af þér sögurnar frá því þegar þú bjóst í sveitinni fyrir norðan og er mér þá sérstaklega minnisstæð sú saga þeg- ar þú keyrði hreppstjórann, lögreglu- stjórann og oddvitann milli bæja einn daginn, alla saman í bíl, og skeyttu þeir engu um þótt þú værir sá eini í bílnum án ökuréttinda. Þú varðst líka ávallt að halda með minni hlutanum. Sama hvort um var að ræða fótboltaleik eða rifrildi. Vit- anlega stóðstu alltaf með mér, jafnvel þótt málstaður minn væri ekki endi- lega réttur. Svo man ég líka eftir því þegar einn krakkinn á leikskólanum í gamla daga spurði mig hvort þú værir jólasveinn- inn þegar þú komst einu sinni að sækja mig því að þú varst alltaf með mikið grátt hár og alskegg. Þá þurftir þú nú að halda mér föstum svo ég myndi ekki vaða í hann með steytta hnefana því ég vissi vel að afi minn var sko ekkert jólasveinninn. Þú hlóst oft að þessu. Svo var líka alveg frábært að geta alltaf komið og lært hjá þér og ömmu og þá fékk ég alltaf alla þá hjálp sem ég þurfti við heimalærdóminn. Vel- gengni mín í skóla var þér mjög mikið kappsmál og veittir þú mér allt sem ég þurfti og meira til, og verðlaunaðir mig oft og mörgum sinnum þegar ég kom með einkunnirnar mínar heim. Einnig varstu ávallt fús til að veita mér eitt og eitt gott ráð þegar farið var á kvennafar og skilaði það oftar en ekki góðum árangri. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og það mun enginn geta komið í staðinn fyrir þig. Ég hlakka til að hitta þig á ný í næsta lífi. Nafni. Fyrir mörgum, mörgum árum lágu leiðir okkar Friðriks saman norður á Hólum í Hjaltadal. Við vorum þarna komnir til að þroskast og læra hitt og þetta um landbúnað. Friðrik kom frá Hofi á Höfðaströnd. Þangað var hann tekinn í fóstur þegar hann missti móður sína Þórunni Sigurhjartardóttur hús- freyju, síðast á Brúnastöðum í Lýt- ingsstaðahreppi, f. 5. maí 1890, d. 18. des 1930. Stjúpforeldrar Friðriks voru Jón Jónsson föðurbróðir hans, bóndi á Hofi á Höfðaströnd, hrm. oddviti, f. í Valadal í Skagafirði 29. apríl 1894, og kona hans Sigurlína Björnsdóttir f. í Brekku 22. maí 1898. Uppeldissystkini Friðriks voru börn þeirra hjóna Sólveig Jónsdóttir og Pálmi Jónsson lögfræðingur bæði fædd 3. júní 1923. Sólveig var gift Ás- bergi Sigurðssyni lögfræðingi f. 18. apríl 1917, d. 14. júlí 1990 í Reykjavík. Pálmi stofnaði verslunina Hagkaup í Reykjavík 1959 og var forstjóri henn- ar til æviloka 4. apríl 1991. Friðrik kom frá góðu og þekktu rausnarheimili. Hann var góður námsmaður og hafði glöggt auga fyrir mörgu og stóð sig með ágætum í námi. Hann var félagsvera og hafði lag á að blanda geði við þá sem nálægt honum voru. Hann hafði gaman af „Fögru veröld“ Tómasar og ljóðum Davíðs Stefánssonar og Stephans G. Og ekki má gleyma Andrési Björns- syni, hans vísur kunni hann margar og vel. Oft spjölluðum við um þessi skáld og fleiri og afkastagetu þeirra og vandað tungutak. Við lásum gjarnan upphátt ljóð þeirra og töluðum síðan um þau fram og aftur og lærðum hluta þeirra. Friðrik var góður félagi, hann var réttsýnn og gat oft sætt unga öra skólabræður sem réðu ekki alltaf við skap sitt. Hann tók þátt í fót- boltaæfingum okkar og hefur efalítið verið með í því að spila við Sauð- kræklinga sem er saga útaf fyrir sig. Við vorum á Hólum í tvö vetur. Fyrri veturinn vorum við 17 úr Skagafjarðarsýslunni (fæðing var lát- in ráða). Og margir voru þeir ljóm- andi menn sem ég hélt lengi tryggð við, en svo koma skörðin og nú Frið- rik. Ég fór til Ameríku á stríðsárunum og dvaldi þar í 5 ár í N-Dakota, Iowa og Chicago. Þessi tími varð til þess að vinátta okkar rýrnaði og ég sá lítið af Friðrik sem starfaði þá hjá Trygg- ingastofnun ríkisins þegar ég kom FRIÐRIK PÉTURSSON                                       !"  "# !  $  #   !%#& '#' (   %# '#' ( "# )"   '#' ( "# $  #  *#!# "# +!, !#  &                                        !             ! "# ! $#   ! %                                     !"  #      $ %  &         !! "                                 ! "#$%  &'( ) %'   $ )$% %'   *  #$%  '  $% %'   "%' *   $% $% %'   )  +   , ,- , , ,- #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.