Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.03.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MARS 2002 37 ræktarfélag Rangæinga skógrækt í stórum stíl upp úr 1990 í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Landgræðsluskóga. Með tilkomu Landgræðsluskóga buðust félaginu þúsundir trjáplantna ár hvert til gróðursetningar. Félagið gerði samninga við landeigendur víðs veg- ar um héraðið um að þeir léðu land til uppgræðslu og gróðursetningar. Markús var driffjöðrin í þessu starfi og afar laginn við að leiða mönnum fyrir sjónir mikilvægi skógræktar sem þátt í varanlegri uppgræðslu lands og endurheimt landgæða. Til að auka afköstin við gróður- setninguna gerði Markús tilraunir með eins konar niðursetningarvél fyrir trjáplöntur. Hannaði hann á nokkrum tíma gróðursetningarvél sem hlotið hefur nafnið Markúsar- plógurinn og þykir bera af öðrum tækjum á þessu sviði. Markús lét smíða tvær vélar af þessari gerð. Auk verkefna í Rangárþingi tók Markús að sér gróðursetningu víðs vegar um landið með þessum vélum sem hvarvetna vöktu verðskuldaða athygli. Árið 2000 hlaut Markús verðlaun Skógarsjóðsins fyrir þessa uppfinningu og veitti þeim viðtöku úr hendi forseta Íslands á Bessastöð- um. Við góðar aðstæður er unnt að setja niður með þessu tæki um 1.500 plöntur á klukkustund. Árið 2000 voru gróðursettar rúmlega 400.000 plöntur með þessum hætti undir stjórn Markúsar, en það munu hafa verið tæp 10% af allri gróðursetn- ingu á landinu það ár. Alls hefur nú verið plantað í um 1.000 hektara lands á tíu svæðum í héraðinu. Stór hluti þessa lands var lítt eða ógróinn þegar gróðursetning hófst, en er nú víðast hvar algróið og skógivaxið land, komandi kynslóðum til yndis og hagsbóta. Við fráfall Markúsar hefur verið höggvið stórt skarð í raðir okkar skógræktarfólks. Það skarð er vand- fyllt, en okkur ber skylda til að halda áfram að efla starfsemi félagsins og halda þannig merki hans á lofti. Með því móti heiðrum við minningu félaga okkar og vinar, Markúsar frá Langa- gerði. Jóhönnu og fjölskyldu hans flytjum við okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Stjórn Skógræktarfélags Rangæinga. Í dag kveðjum við Markús Run- ólfsson. Ég kynntist Markúsi þegar við kenndum saman í Hvolsskóla. Hann hætti kennslu þegar hann var kominn á aldur eins og sagt er en hann hætti ekki að vinna. Markús var ekki bara kennari og skólastjóri, hann gerði svo margt annað auk þess sem hann var bóndi, skógræktar- maður, framkvæmdastjóri á Dvalar- heimilinu Kirkjuhvoli, hreppsnefnd- armaður í Hvolhreppi í 24 ár, tók þátt í mörgum stjórnum og nefndum og svo mætti lengi telja. Mér kemur í hug eitt orð sem lýsir Markúsi en það er hugsjónamaður. Hann vann af hugsjón því sem hann vildi koma fram. Þegar hann var að koma málum í höfn var það að gefast upp eða leggja árar í bát ekki til í hans orðabók. Hann var alltaf að vinna að einhverju til hagsbóta fyrir samfélagið og sú vinna var ekki neitt níu til fimm-dæmi. Nokkur undanfarin ár hef ég ekki komist hjá því að fylgjast með elju- semi hans út um eldhúsgluggann minn. Hann kom fram með þá hug- mynd að þrengja Þverá þannig að með tímanum gæti hún orðið gjöful fiskiá. Hann ásamt öðrum lét útbúa garða út í ána til þess að þrenging ætti sér stað en það var nú ekki nóg heldur vildi hann hafa uppgróna bakka og skjólsæla. Hann af sínum alkunna dugnaði plantaði bæði lúp- ínu og trjáplöntum með ánni. Auk þess girti hann þetta landsvæði af og var seint og snemma að vinna við þetta verkefni. En þannig var Mark- ús, hann vann að sínum hugðarefn- um af eljusemi og kappi til að skapa komandi kynslóðum betra líf. Þannig hefur hann komið í verk mörgum þjóðþrifamálum. Við samferðamenn hans stöndum í þakkarskuld við Markús Runólfsson, megi minning um hann og verk hans lifa. Pálína Björk Jónsdóttir oddviti. Kveðja frá Skógræktarfélagi Íslands „Við norður rísa Heklu tindar háu. Svell er á gnípu, eldur geisar undir. Í ógna djúpi, hörðum vafin dróma, skelfing og dauði dvelja langar stundir. En spegilskyggnd í háu lofti ljóma hrafntinnuþökin yfir svörtum sal. Þaðan má líta sælan sveitarblóma, Því Markarfljót í fögrum skógardal dunar á eyrum. Breiða þekur bakka fullgróinn akur. Fegurst engjaval þaðan af breiðir hátt í hlíðar slakka glitaða blæju, gróna blómum smám“. (Jónas Hallgrímsson.) Fallinn er frá einn af áhrifamönn- um í íslenskri skógrækt, atorku- og hugsjónarmaðurinn Markús Run- ólfsson, formaður Skógræktarfélags Rangæinga. Glíma hans við erfið veikindi síðustu misserin var erfið en ætíð var horft fram á veg og allt fram á síðasta dag var hann vakinn og sof- inn yfir þeim verkefnum sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Markús gekk til liðs við skógrækt- arhreyfinguna með endurnýjuðum krafti um miðjan áttunda áratuginn en áður hafði hann með kennslu- störfum stundað hefðbundinn bú- skap um árabil. Skógræktaráhugi mun þó lengi hafa blundað með Markúsi en hann hafði sótt námskeið í skógrækt vorið 1950 hjá Hákoni Bjarnasyni, fyrrum skógræktar- stjóra, fyrir nýútskrifuð kennara- efni. Markús var viðloðandi skóg- rækt í nokkur sumur eftir þetta, m.a. sem verkstjóri í Haukadal og Borg- arfirði. Síðan verður nokkurt hlé á skógræktarstörfum Markúsar. Markús var kosinn í stjórn Skóg- ræktarfélags Rangæinga 1985, varð formaður félagsins 1987 og gegndi því starfi til dauðadags. Markús var tæknilega sinnaður og mun fljótlega hafa komið auga á það, að ein af for- sendum þess að auka árangur í skóg- rækt var að auka afköst við trjá- plöntun. Árið 1994 hóf Markús að þróa búnað til gróðursetningar sem fullyrða má að hafi valdið byltingu við gróðursetningu plantna hér á landi. Markúsarplógurinn eins og tækið heitir, er nú vel þekkt í íslenskri skógrækt og hefur á undanförnum árum átt stóra hlutdeild í trjáplöntun á Íslandi. Þannig er talið að á síðustu árum hafi rúmlega fimmta hver planta á Íslandi verið gróðursett með Markúsarplógnum. Þróun Markús- arplógsins var nákvæmnisvinna og þolinmæðisstarf, þar sem eiginleikar Markúsar frumleiki, þrautseigja og dugnaður komu vel í ljós. Atorka hans og elja voru einstök. Það má með sanni segja að Markús hafi kom- ið með nýja vídd í íslenska skógrækt, þegar búið var að leggja góðan þekk- ingargrunn fyrir skógrækt hér á landi. Af einstökum verkefnum í skógrækt, sem Markús bar hitann og þungann af, má nefna ræktun í Bol- holti á Rangárvöllum og uppgræðslu á Markarfljótsaurum. Skógræktina á Markarfljótsaurum ber tvímæla- laust að telja meðal meiri háttar af- reka og bendir allt til þess að sýn listaskáldsins góða um „Markarfljót í fögrum skógardal“ eigi eftir að verða að veruleika í nánustu framtíð. Ræktun skóga krefst þolinmæði og ekki er víst að sá njóti skógarins sem til hans stofnar. Þetta var Mark- úsi fullkomlega ljóst og hann vann að skógræktinni af atorku og hugsjón sem ungur maður væri, þó líkamlegir burðir færu þverrandi hin síðari ár. Markús Runólfsson var kosinn heiðursfélagi Skógræktarfélags Ís- lands og sæmdur æðsta heiðurs- merki félagsins, á aðalfundi þess á Akureyri árið 2000, fyrir mikilsvert framlag til íslenskrar skógræktar. Hann tók við þeirri viðurkenningu af hógværð og lítillæti sem einkenndi fas hans alla tíð. Ég vil fyrir hönd Skógræktar- félags Íslands þakka fyrir að hafa notið liðveislu hans og krafta í þágu skógræktarfélaganna. Eiginkonu hans Jóhönnu Jóhannsdóttur, sem var stoð hans og stytta í lífinu, dóttur og fjölskyldu, vottum við innilega samúð. Blessuð sé minning Markúsar Runólfssonar. Magnús Jóhannesson formaður. ✝ Sigfús G. Þor-grímsson fæddist á Geirmundarhólum í Fellshreppi í Skaga- firði 15. júlí 1928. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgrímur Guð- brandsson, f. í Ólafs- firði 20. apríl 1897, d. 27. júlí 1983, og Sig- ríður Sigfúsdóttir, f. á Holtsmúla í Staðar- hreppi í Skagafirði 30. júlí 1905, d. 23. 8. 1978. Sigfús var einbirni. Hann kvæntist 21. ágúst 1952 Jónínu Ingu Harðardóttur, f. 21.3. 1931, þau eiga fjóra syni: 1) Sigurður, f. 23. 7. 1951, sambýliskona Eva Persson. Börn hans eru Adda Sig- ríður, f. 24.8. 1972, ættleidd af Jó- hanni Kristjánssyni 1986, Erla Björg, f. 27.10. 1972, er uppeld- isdóttir og börn hans og Guðrúnar Guðmundsdóttur eru Helga Rut og Ragnar Ingi, f. 12.12. 1976, og Hrefna, f. 29.1. 1983. 2) Hörður, f. 10. 7. 1953, maki Guðrún Árna- dóttir. 3) Þórir, f. 19. 7. 1959, maki Margrét Gunnars- dóttir, börn þeirra Stefanía Ósk, f. 22.3. 1992, og Guðrún Margrét, f. 9.10. 1995. Frá fyrra hjónabandi á Þórir Hildi Maríu, f. 29.10. 1986. 4) Sigfús, f. 29.8. 1960, maki Est- er Davíðsdóttir, börn þeirra eru Dav- íð Þór, f. 1.10. 1982, Thelma Rún, f. 27.6. 1986, og Inga Sif, f. 15.12. 1992. Barna- barnabörnin eru fjögur. Sigfús ólst upp á Bræðrá í Skagafirði. Hann lauk gagn- fræðaprófi á Siglufirði 1947 og prófi frá Samvinnuskólanum 1950. Sigfús vann hin ýmsu störf áður en hann hóf störf í Lögregl- unni á Keflavíkurflugvelli 1954 þar sem hann var aðalvarðstjóri er hann lét af störfum 1989 eftir um 35 ára starf. Útför Sigfúsar fer fram frá Víd- alínskirkju á morgun, mánudag- inn 18. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegs tengdaföður míns Sigfúsar Þorgrímssonar sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 11. mars. Ég kynntist Fúsa, eins og við í fjölskyldunni kölluðum hann allt- af, fyrir um 12 árum þegar ég og Þór- ir sonur hans hófum okkar samband. Strax frá fyrstu kynnum tók hann mér opnum örmum. Hann var nýlega orðinn veikur þegar ég kynnist honum en þrátt fyr- ir það hafði hann mikinn áhuga á að vita allt um mig, hvað ég gerði og hverra manna ég væri. Alltaf þegar við komum í heimsókn spurði hann hvernig gengi. Nú hin síðustu ár hafði hann miklar áhyggjur af því hvað ég ynni mikið og sagði: „Magga mín, þú vinnur of mikið.“ Stuttu áður en hann veiktist höfðu þau hjón Inga og hann fest kaup á húsi á Spáni ásamt vinnufélaga sínum úr lögreglunni. Nú átti að fara að slappa af og njóta efri áranna en því miður gat aldrei orðið af því en ég held að hann hafi haft uppi stórar hugmyndir um að njóta þeirra vel með henni Ingu sinni. Sigfús hafði alltaf mikinn áhuga á því hvernig gengi hjá öllum í fjölskyldunni, ef ein- hver var að laga eða breyta hjá sér húsnæðinu var hann alltaf mættur til að sjá hvernig verkið gengi því hon- um var annt um að öllu hans fólki gengi vel. Eitt verð ég að þakka Sigfúsi sér- staklega fyrir. Það var fyrir um þremur árum að Þórir sonur hans hélt upp á 40 ára afmælið sitt um mitt sumar í sumarbústað foreldra minna og sátu allir úti á veröndinni, nema Sigfús. Hann vildi sitja inni og gæta að kertunum sem þar loguðu og var þar sem betur fer þegar eitt kertið valt um koll. Ekki þarf að spyrja hvernig hefði getað farið hefði hans ekki notið við. Foreldrar mínir þakka honum fyrirhyggjuna sem hann sýndi þarna. Já minningarnar sem koma upp í hugann eru margar, en allar góðar og jákvæðar. Ég og fjölskyldan, afabörn hans, þökkum honum blessunarríka samfylgd. Nú hefur Fúsi lagt upp í sína hinstu för, farsælu lífi er lokið og komið að kveðjustund. Blessuð sé minningin hans fagra og ljúfa. Þín tengdadóttir Margrét. Okkur systrunum finnst það hálf- skrítið að sitja hér og skrifa um afa Fúsa eins og við kölluðum hann þar sem við fylgjum honum síðasta spöl- inn. Það var síðastliðinn mánudags- morgun er við vorum að gera okkur klárar fyrir skólann að við fengum þá frétt að þú værir dáinn. Þú varst orð- inn mjög veikur en þér hafði hrakað mikið seinustu vikur, þó grunaði okk- ur ekki að það yrði svo fljótt. Fyrir tveimur og hálfu ári, er þú fluttir á Hrafnistu, eignaðist þú spila- félaga og ef maður kom í heimsókn og þú varst ekki í herberginu þínu vissi maður alltaf hvar þig var að finna. Þú laumaðir líka alltaf til okkar nammi sem þú geymdir í ísskápnum þínum og varst líka mjög ánægður að fá okk- ur, því þá gastu spilað við okkur. Eitt af því sem við munum helst eftir var það að þú sast alltaf og lagðir kapal þegar við vorum í heimsókn, og eins er þú kenndir okkur að spila. Föstu- daginn fyrir andlát þitt komum við í heimsókn og hittum þar einn spila- félaga þinn, hún sagði: „Ég ætla að passa sætið hans og sitja í því þangað til hann kemur aftur.“ Þegar þú og amma bjugguð á Hringbrautinni í Hafnarfirðinum fengum ég (Hildur) og Thelma frænka að gista hjá ykkur. Amma snerist í kringum okkur eins og við værum prinsessur. Á meðan amma var í eldhúsinu að baka eða elda sát- um við inni í stofu og spiluðum við þig. Þrátt fyrir langvarandi veikindi var húmorinn í lagi hjá þér, þú hafðir líka mikinn áhuga á að vita hvað allir væru að gera því þú vildir að allir næðu langt og hefðu það sem allra best. Alltaf þegar við komum í heim- sókn spurðir þú hvernig okkur gengi í skólanum. Við systurnar vitum núna að þú ert kominn á betri stað og hlýnar okkur um hjartarætur við þá tilhugsun. Við munum sakna þín sárt. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. (Steingrímur Thorsteinsson.) Þínar afastelpur Hildur María, Stefanía Ósk og Guðrún Margrét. Dauðinn og ástin eru vængirnir sem bera góðan mann til himins. (Michelangelo.) Afi okkar var lögga. Þegar við minnumst afa þá horfum við til baka með stolti, hann var virðulegur mað- ur. Þegar við krakkarnir fengum leyfi til þess að máta lögguhúfurnar hans vakti það mikla kátínu. Afi var þétt- vaxinn maður sem alltaf var gott að kúra hjá eða sitja á lærinu meðan hann lagði kapal. Hann var í okkar huga holdgerving karlmennskunnar, lögga, klæddur í fallegan búning sem alltaf var hægt að leita til ef eitthvað bjátaði á. Það var alltaf gaman að koma til afa og ömmu í heimsókn þar sem alltaf var til framandi góðgæti, t.d. morgunkorn, tyggjó og margt fleira sem hann fékk á „vellinum“. Hann var jólasveinninn okkar því fyr- ir jólin kom hann alltaf með kalkún til okkar hvar sem við bjuggum, Kefla- vík, Laugarvatni eða Reykjavík. Síðustu tólf ár voru þér ekki auð- veld eftir að þú veiktist. Heimurinn breyttist mikið við það. Þú hættir að vinna og gast ekki gert alla þá hluti sem þú vildir. Við vitum að þú ert farinn á betri stað þar sem við hittum þig aftur síð- ar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Erla Björg, Helga Rut, Ragnar Ingi og Hrefna. Elsku afi. Nú þegar þú hefur kvatt okkur hlaðast upp yndislegar minn- ingar um þig, minningar sem við munum gæta vel í hjarta okkar um ókomna framtíð. Á kveðjustund sækir sorgin á en öll sú hamingja sem þú hefur fært okkur er henni yfirsterkari. Það fyrsta sem kemur upp í hug- ann nú er mynd af þér þar sem þú hefur komið þér fyrir í hægindastóln- um þínum með appelsínugula bollann að leggja kapal. Þannig munum við eftir þér og munum ávallt gera. Það var alltaf stutt í brosið og góða skapið fylgdi þér eftir sem skugginn. Þú tókst sjaldan til máls án þess að skjóta inn ómetanlegum bröndurum og gullmolum og komst okkur alltaf til að hlæja. Við kveðjum þig nú elsku afi með þessum orðum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Guð geymi þig. Davíð Þór, Thelma Rún, Inga Sif og Marin. SIGFÚS G. ÞORGRÍMSSON Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.